Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 26
KVENNALEIKFIMI Á SELTJARNARNESI Góð alhliða kvennaleikfimi með suðrænu ívafi. Styrkjandi æfingar ásamt góðum teygjum og slökun. Kennt verður í sal íþróttarmiðstöðvar Seltjarnarness mánudag og miðvikudag kl. 16.30. og mánudag og fimmtudag kl. 17.30. Leikfimin hefst mánudaginn 6. janúar. Upplýsingar í síma 899 9354 eða 899 8669. Þóra Sif Sigurðardóttir íþróttakennari og Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari. LISTIR 26 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frá því um 1880 og allt að fyrra stríði, 1914, voru Þingeyingar að ganga í gegnum sína gullöld, bæði félagslega og menningarlega. Einn- ig þeir, sem hurfu til Vesturheims, héldu sambandi við heimahagana og létu rækilega til sín heyra yfir hafið. Jakobína Johnson fæddist 1883, fluttist fimm ára til Vesturheims og lifði langa ævi í Kanada og Banda- ríkjunum. Kvæði hennar voru í há- vegum höfð vestanhafs. Átthagaást hennar höfðaði ekki síður til þeirra sem heima sátu. En þar var einnig margt og mikið að gerast. Þingeyskir bændur stofn- uðu lestrarfélag, lærðu erlend tungumál af sjálfum sér og kynntust þannig milliliðalaust því sem var að gerast í nálægum löndum. Realism- inn hafði ekki síst áhrif á unga menn um þær mundir. Nýrómantíkin fylgdi fast á eftir. Hún skírskotaði fremur til ljóðskálda. Unnur Bene- diktsdóttir Bjarklind, sem tók sér skáldanafnið Hulda, fæddist 1881. Fyrstu bók sína, sem hún nefndi ein- faldlega Kvæði, sendi hún frá sér 1909. Titill næstu bókar, Syngi, syngi svanir mínir, gaf enn betur til kynna hvert stefndi. Huldu er ekki gefið meira rúm en öðrum í bók þessari. Eigi að síður er ljóst að hún hefur haft víðtæk og varanleg áhrif á alþýðukveðskap í héraði. Kvæði hennar voru hugnæm og þýð. Hún fegraði sveitalífið, sætti sveita- konuna við kjör sín, og meir en svo. Í kvæðum hennar verður sveitasæl- an hin hreina uppspretta ástar og unaðar og yfirhöfuð alls þess sem ef- tiusóknarvert er í lífinu. Baksvið þeirrar myndar er gjarnan blóm í haga, blíður sunnanblær eða blá sumarnótt. Með smekkvísi sinni og öruggri málkennd varð hún ákjós- anleg fyrirmynd þeim sem eftir vildu líkja. Sem heild má því segja að kveðskapurinn sé hér æðimikið úr sömu áttinni. Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum, sem sendi frá sér fyrri bók sína 1942, þá komin fast að miðjum aldri, sveigði ekki mikið út af þeirri stefnu. En Guðfinna var ekki síður listfeng og vandvirk og hlaut verðskuldað lof fyrir ljóð sín. Lausa málið er hér fjölskrúðugra og þar af leiðandi áhugaverðara. Þar er að finna smásögur og endurminn- ingaþætti, ennfremur stuttar ræður og ritgerðir um ýmis málefni sem konum voru hugleikin á hverjum tíma. Ef horft er til þess sem þingeysk- ar konur voru að setja saman á fyrstu áratugum liðinnar aldar er tvennt athyglisverðast. Í fyrsta lagi RIT ÞETTA er gefið út vegna fimmtíu ára afmælis Menningar- sjóðs þingeyskra kvenna. Auglýst var eftir ljóðum og lausu máli. Skjótt barst efni sem fyllt hefði þúsund síð- ur að sögn. Miðað við blaðsíðufjöld- ann er þriðjungur þess birtur í bók þessari. Rífur helmingur þess eru ljóð. En þarna er líka laust mál af ýmsu tagi. Ljóðin mundu langflest flokkast sem alþýðukveðskapur. Elst er Látra-Björg, fædd 1722. Hún var að sönnu Eyfirðingur en fluttist yfir fjörðinn; upp frá því kennd við Látur á Látraströnd. Fátt er þarna annars um 18. aldar konur. Frá fyrri hluta 19. aldar eru líka fá- ar, helst að nefna Guðnýju frá Klömbrum. Hún fékk inni í þriðja árgangi Fjölnis. Raunar birtist kvæði hennar ekki sérstaklega held- ur var það fellt inn í »frjetta-bálk- inn« vegna þess að hún hafði andast á árinu eftir stormasamt einkalíf. Það var sem sé skilnaður hennar sem þótti fréttnæmur! Höfundur fréttabálksins segir meðal annars: »… því þó lítt hafi hennar gjætt ver- ið – eins og vandi er um konur – voru samt kjör hennar og „gáfur“ íhugunarverðari, enn almennt er á Íslandi.« Guðný var Eyfirðingur eins og Látra-Björg og dvaldist að- eins skamman tíma á bæ þeim sem hún var síðan kennd við. Ævikvæði hennar, Endurminningin er svo glögg, er að sjálfsögðu að finna í bók þessari, og þá með smávegis orða- lagsmun frá Fjölnis-prentuninni. hversu vel þær skrifuðu, rökvíslega, yfirvegað og misfellulaust. Í öðru lagi hve grandgæfilega þær hafa fylgst með mönnum og málefnum, hérlendis og erlendis. Fæstar höfðu þær notið skólagöngu fremur en bændur þeirra. Eins og þeir höfðu þær menntast af lestri blaða og bóka, að ógleymdu samneyti við fjöl- fróða sveitunga. Hvort tveggja, sjálfstæðisbaráttan á landsvísu og öflug félagsmálahreyfing heima í héraði, kveikti hugmyndir, jók sam- kenndina og lyfti undir sjálfstraust- ið. Jónasi Jónssyni frá Hriflu varð tíðrætt um kynslóð þessa sem hann kallaði aldamótamennina. En hann var svo sannarlega einn úr þeim hópi. Kvennahreyfingar voru þá byrj- aðar að láta að sér kveða úti í heimi. Þingeyskar konur höfðu veður af því og tóku að íhuga stöðu »nútímakon- unnar«. Þegar aldurinn færðist yfir og tækniframfarirnar höfðu létt lífið tóku þær að horfa um öxl, minnast æskuára og bera saman tímana tvenna. Raflýsing og greiðar sam- göngur þóttu þá undrum sæta. Ferðalag, sem nú þætti varla frá- sagnarvert, gat jafnvel orðið efni í merkilega ferðasögu. Margur þátt- urinn í bók þessari lýsir því inn í hugarheim sem var. Ennfremur er þarna að finna margháttaða frásögn af daglega lífinu eins og það gekk og gerðist á morgni aldarinnar. Ritið hefur því að öllu samanlögðu ótví- rætt þjóðfræðigildi. Það sem yngri konur hafa þarna til málanna að leggja kann einnig að verða metið svo síðar. Um það er of snemmt að dæma hér og nú. Hugverk hundrað og áttatíu kvenna hafa verið tekin upp í bók- ina. Ekki eru þær allar fæddar og upp aldar í héraði, langt því frá, en hafa þá flust þangað og dvalist þar, sumar lengi, aðrar skemur. Enn aðr- ar eru þar að vísu fæddar en hafa svo hleypt heimdraganum og alið aldur sinn fjarri átthögunum. Orðið »þingeysk« verður því að skoða nokkuð frjálslega þegar bókinni er flett. Þess má minnast að árið 1940 söfnuðu Þingeyingar saman alþýðu- kveðskap í sýslunni og gáfu út undir heitinu Þingeysk ljóð. Þvílíkt safnrit var þá alger nýjung og vakti athygli í bókmenntaheiminum. Síðar fóru önnur héruð að dæmi þeirra. Nú er eftir að vita hvort rit þetta finnur viðlíka hljómgrunn með bókaþjóð- inni – sextíu árum síðar! Fjölskrúðugt safnrit BÆKUR Afmælisrit Hugverk þingeyskra kvenna. Ritstj. Sól- veig Anna Bóasdóttir. 351 bls. Útg. Pjaxi ehf. Prentun: Pjaxi ehf. / Delo tiskarna, Slóveníu. 2002. DJÚPAR RÆTUR Erlendur Jónsson Bakleikfimi Hörpu er flutt á Höfðabakka 9 í húsnæði Hreyfigreiningar Dans- og músikleikfimi með samba og afró ívafi. Í leikfiminni er markvisst unnið að því að leiðrétta beitingu og vöðvavinnu hryggjar, axlargrindar og útlima í gegnum stöðu- og hreyfimynstur sem eykur álag á stóra vöðvahópa og sterka liði en minnkar álag á viðkvæma liði og líkamssvæði. Námskeiðið hefst 7. janúar. Fullkominn tækjasalur Hreyfigreiningar er innifalin í námskeiðsgjaldi. Skráning er í símum 511 1575, 695 1987 eða með tölvupósti: harpahe@mmedia.is Kennari: Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari BSc, MTc, PhD student. Mánu- og miðvikudagar Þriðju- og fimmtudagar 16.15-17.15 Byrjendur 16.15-17.15 Framhald 2 17.15-18.15 Byrjendur 17.15-18.15 Framhald 3 18.15-19.15 Framhald 1 18.15-19.25 Framhald 4 FLEST verk Katrínar Sigurð- ardóttur eru rýmisverk sem minna á líkön arkitekta eða leikföng barna, en hún fæst einnig við net- list sem birtist á Veraldarvefnum. Í verkinu Circuit, en heitið er sótt í latínu og þýðir hringur, leiðir Katr- ín saman þessa tvo heima þar sem hún sýnir okkur líkan sem við get- um bæði séð sem hringveg sem liggur milli bæja og rafrás í tölvu með innbyggðum tölvukubbum. Minni tölvunnar er því umsnúið í kunnuglegt borgarlandslag sem minnir okkur á að heimur tölv- unnar skipar stóran sess í lífi margra, jafnvel stærri en sá veru- leiki sem við blasir á hringferð um landið. Katrín býður okkur upp á ferð án upphafs og endis. Hér er hvorki spurt um upphafspunkt né áfanga- stað heldur er athyglinni beint að sjálfu ferðalaginu. Þar sem Katrín er búsett í New York og ferðast mikið þarf þetta ekki að koma á óvart. Sá sem ferðast um þessa braut á þó enga venjulega ferð fyr- ir höndum. Hér er ekkert val og hvorki hægt að víkja af leið né komast hjá því að lenda í þeim völ- undarhúsum sem leynast á veg- inum. Hér rekumst við á ákveðna þversögn því að í raun eru tölvu- kubbar (circuit boards) hannaðir með hámarks orkuflæði í huga en það virðist ekki eiga við hringrás Katrínar, hér eru þeir helsta fyr- irstaðan í hringrásinni, rugla ferða- langinn í rýminu og tefja för hans. KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR Circuit, 1999 Morgunblaðið/Kristinn Katrín Sigurðardóttir, circuit, Verkið er á sýningunni Íslensk myndlist 1980–2000 í Listasafni Ís- lands. Texti: Listasafn Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.