Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 49
ganga til og frá myndum eins og hverju öðru launuðu verkefninu, fremur en þeirra eigin sköpunar- verki.“ Útkoman, sagan sem Dresen, Rommel og leikararnir spunnu upp með hjálp frá nokkrum fagmönnum í handritagerð, fjallar um tvö pör, út- varpsmanninn Christian (Thorsten Merten) og aðra eiginkonu hans Katrin (Gabriela Maria Schmeide) og hjónin Uwe (Axel Prahl) starfsmann í títtnefndum kaffivagni og Ellen (Steffi Kühnert). Greinilegt er á öllu að amstrið hefur endanlega slökkt neistann í báðum samböndunum og verða fjórmenningarnir þess harka- lega varir þegar tveir þeirra rugla saman reitum og halda framhjá mök- um sínum án þess að blikna. Uppgjör er óumflýjanlegt en eftirmálinn, hann er ófyrirsjáanlegur. „Ef spinna á heila sögu verður að gefa sér ein- hverjar forsendur. Við álitum nær- tækast að ganga út frá okkar eigin umhverfi, okkar eigin reynslu. Leika fólk á okkar aldri, miðaldra fólk í til- vistarkreppu, fólk að glíma við vanda- mál sem við sjálf þekktum eða könn- uðumst við, vandamál sem skekja venjufúlan hverdaginn. Vandamál sem leiða til þess að þau neyðast til að taka þýðingarmiklar ákvarðanir um framtíð sína. Það er eina leiðin til að spinna af sannfæringu.“ Engin áhætta – fullt frelsi Leikstjórinn lýðræðissinnaði segist hafa gert sér fulla grein fyrir hversu áhættusöm og geggjuð þessi tilraun leit út á pappírunum og viðurkennir fúslega að það hafi komið sér veru- lega á óvart hversu tókst vel til. „Það gerði sér enginn í hugarlund hver út- koman yrði og við vildum heldur ekki vera að byggja upp neinar væntingar, velta okkur uppúr eða láta það hafa áhrif á sköpunarþáttinn hver yrði markhópur myndarinnar og hvernig hún ætti eftir að ganga. Og til þess að geta þetta var aðeins eitt sem við þurftum að gera. Borga myndina al- gjörlega sjálfir og vera þannig engum háðir. Svo vildi til að við Rommel átt- um enn verðlaunafé sem við höfðum fengið fyrir Nachtgestalten og ákváðum einfaldlega að setja það allt í gerð myndarinnar. Myndin kostaði 600 þúsund evrur (50 milljónir króna) og við stóðum alfarið sjálfir skil á kostnaðinum og öðluðumst þar með fullkomið sjálfstæði og frelsi til að gera það sem okkur sýndist.“ Þannig var seðlunum bara safnað saman og látið gossa. „Svo átti bara að koma í ljós hver útkoman yrði og okkur var í raun sama, því það eina sem vakti fyr- ir okkur var að hafa gaman af tök- unum og fá eitthvað út úr þessu. Það gekk eftir og er sigur myndarinnar fyrir mitt leyti. Þegar hún svo sló í gegn á hátíðinni í Berlín virkaði það sem aukabónus á mig, staðfesting á því að tilraunin hafði tekist.“ Nú seg- ist Dresen því orðinn endanlega sann- færður um að besta leiðin til að ná ár- angri sé einmitt að velta sér ekki of mikið uppúr árangrinum heldur gefa fremur tilfinningunni lausan tauminn og treysta henni. „Að ætla sér að búa til eitthvað sem skal slá í gegn er eins og að fara út í göngutúr og reyna að verða ástfanginn, það gengur aldrei upp. Farsældin gerir sjaldnast boð á undan sér.“ Kaffivagninn hefur notið talsverðr- ar almannahylli í heimalandinu og Dresen viðurkennir að sökum lítils til- kostnaðar hafi hún þegar reynst arð- bær fjárfesting. „Hagnaði verður skipt jafnt á milli alls tökuliðsins,“ bætir hann við, staðfastur jafnaðar- maðurinn. Enginn afmeyjast tvisvar Stíll Dresen virðist nokkuð fullmót- aður og auðkennanlegur. Hann að- hyllist greinilega heimildarmynda- stílinn. Að búa til skáldverk í líki heimildarmyndarinnar. Hann segist styðjast við heimildarmyndastílinn, fyrst og síðast til að laða fram nauð- synlegan raunveruleikablæ. Dresen er þessa dagana að leggja lokahönd á heimildarmynd – alvöru heimildarmynd – um kosningabar- áttu hjá litlum öfgasinnuðum hægri- flokki. „Þetta er svolítið fyndin mynd. Mér hefur nefnilega alltaf fundist hlægilegt að horfa upp á slík stjórn- málaöfl reyna að komast til valda í litlum krummaskuðum, hversu fárán- legur málflutningur þeirra er.“ Halbe Treppe hefur nú þegar hlot- ið ein peningaverðlaun, Þýsku kvik- myndaverðlaunin, og spurningin hlýtur því að vera sú hvort eigi að nota verðlaunaféð til að gera aðra við- líka tilraun. „Svona mynd er aðeins hægt að gera einu sinni,“ segir Dres- en. „Þetta var einhvers konar afmeyj- un og ekki er hægt að afmeyja tvisvar – er það?“ „Við drógum mörkin við að hægt yrði að koma tökuliðinu öllu inn í Volkswagen-bjöllu,“ segir leikstjóri Halbe Treppe, Andreas Dresen. Halbe Treppe er sýnd á vegum Film-undurs í Háskólabíói. skarpi@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 49 ÚTSALAN er hafin Opið í dag frá kl. 13-17 Laugavegi 1 • sími 561 7760 leiðandi og kann líka ekki að haga mér eins og framleiðandi.“ Bílasalinn í Fálkum „Friðrik Þór er indælisnáungi og því sagði ég að sjálfsögu já þeg- ar hann bað mig um að fara með litla rullu í myndinni hans Fálk- um,“ segir Axel Prahl, einn fjög- urra aðalleikara í Kaffivagninum en hann lék einmitt líka þýska bílasalann í Fálkum. „Svo fékk ég líka tækifæri til að leika á móti Keith Carradine, sem hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Prahl segist hafa kynnst Frið- riki Þór í gegnum Rommel, fram- leiðanda beggja mynda, þar sem þeir voru við tökur í Hamborg. Hann segist vissulega hafa spunn- ið svolítið í hlutverki sínu líkt og í Kaffivagninum. „Friðrik Þór sagði mér að gera bara og segja það sem mig langaði til. Hann treysti mér til að búa til karakterinn því ég þekki þessa týpísku austur-þýsku manngerð. Það var afar þægilegt að vinna með honum.“ Prahl lék einnig í síðustu mynd Dresen, Nachtgestalten (1999) þar sem hann þurfti einnig að spinna af fingrum fram línur sínar. Því mætti segja að spuninn sé að verða hans fag. Prahl segist líka kunna því vel, þannig eigi hann mun auð- veldara með að tengjast persónu sinni. Hann segir þó vissulega erf- itt á stundum að skilja á milli sögu- persónunnar og sinnar eigin, að það komi fyrir að hans eigin kenndir og viðhorf endurspeglist í sögupersónunni. „Ég þurfti ekki að leita mikið til þess að finna Uwe, persónu mína í Kaffivagn- inum, og það var mér ekkert til trafala að hafa ekki kynnst strögglinu hans því honum finnst hann sjálfur eiga að vera annars staðar, eiga betra skilið.“ Peter Rommel hefur verið með- framleiðandi að fjórum myndum Friðriks Þórs Friðrikssonar. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRANÍT MORTEL áður kr. 4.500 Nú kr. 3.300 Stærð15 cm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.