Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 37 hress, hlý og yndisleg í alla staði og alltaf svo tilbúin að gefa af sér. Góður vinnufélagi er mikill fjár- sjóður. Malla var ekki aðeins góður vinnufélagi heldur öðlaðist hún líka vináttu og virðingu allra þeirra sem fengu að kynnast henni og njóta starfskrafta hennar. Við tímamót sem þessi verður okkur enn ljósara að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við söknum Möllu mikið og sárt. Börnum Möllu, tengdabörnum og barnabörnum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðju. Vinir og vinnufélagar hjá SH. Málfríður Lorange hafði starfað í yfir 24 ár hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, síðar SH þjónustu, er hún lést nú rétt fyrir jólin. Málfríður starfaði í gæðaeftirlitsdeild SH þjón- ustu og var tengiliður á milli mark- aðsfyrirtækja SH og framleiðenda. Ég kynntist Málfríði 1986 þegar ég hóf störf hjá SH í Þýskalandi. Ég þekkti lítið til fiskvinnslu og þurfti því oft á aðstoð og upplýsingum hennar að halda. Það var mjög gott að leita til hennar, hún var alltaf boð- in og búin að leiðbeina nýliðum eins og mér. Eftir heimkomu mína fyrir tæpum 6 árum kynntist ég Málfríði enn betur. Hún var áreiðanlegur og mjög góður starfsmaður sem ég gat treyst fullkomlega, hún gekk í öll þau störf sem hún var beðin um og vann þau vel. Metnaður hennar var mikill enda var markið sett hátt hjá SH og hún fylgdi því eftir af festu. Tæknibreytingar hafa stöðugt verið miklar og var Málfríður ekki hrædd að takast á við nýjungar. Hún hafði bæði þolinmæði og þjónustu- lund til að sinna því fjölmarga fólki sem hún var í samskiptum við og ekki lét hún tölvuvandamál koma sér úr jafnvægi. Málfríður tók daglegu amstri með jafnaðargeði og gat sleg- ið á létta strengi og séð það skoplega í því sem upp kom. Hún var föst fyrir, hafði skap og kunni að láta það í ljós án þess að sýna yfirgang. Það er mikill söknuður hjá starfs- mönnum SH hér á landi sem erlendis og SH þjónustu að kveðja Málfríði og það með engum fyrirvara. Það hefur verið tómlegt að mæta í vinnuna síð- ustu dagana. Hún skilur eftir skarð fyrir okkur samstarfsfólkið og fyrir- tækið sem vandasamt verður að fylla, en einnig skilur hún eftir góðar minn- ingar. Fyrir hönd SH og SH þjón- ustu vil ég flytja börnum hennar samúðarkveðjur. Kristján Hjaltason. Það er stutt síðan Málfríður Lor- ange eða Malla, sem hún var ævin- lega kölluð, gladdist með okkur starfsfélögunum á góðri stund rétt fyrir jól. Ekki grunaði mann þá að svo skjótt gætu skipast veður í lofti. Eftir stutta sjúkrahúslegu var hún svo skyndilega hrifin á brott. Hún Malla var framúrskarandi starfsmaður, eins konar sendiherra SH, þess fyrirtækis, sem hún starfaði hjá í hartnær 25 ár. Hún hafði gott lag á að umgangast fólk, var þægileg í umgengni, hafði góða nærveru. Gat verið ákveðin ef því var að skipta. Í starfi nutu þessir kostir hennar sín vel því hún hafði mikil samskipti við framleiðendur hérlendis og einnig starfsmenn dótturfyrirtækja SH víða um heim. Hún átti fjöldann allan af vinum og kunningjum í þessum hópi. Ég kynntist Möllu fyrst fyrir al- vöru er ég hóf störf í hennar deild fyrir rúmum tveimur árum. Við unn- um náið saman á þessum tíma og þá kynntist ég mannkostum hennar vel. Hún var vel að sér í öllu, sem snerti framleiðslu- og gæðamál. Það er því svolítið undarlegt að mæta nú til vinnu að morgni og engin Malla til staðar, en hún var gjarnan mætt fyrst allra. Það stóð til að hún ynni út næsta ár en færi svo á eftirlaun. Hún var gæfukona í einkalífi og ræddi oft af stolti um börn sín og barnabörn. Það var Möllu mikið áfall er hún missti eiginmann sinn fyrirvaralaust fyrir þremur árum og vænti ég þess að þau hafi nú hist á ný. Ég sendi börnum Möllu svo og öðrum aðstandendum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Finnur Garðarsson. Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GOLDA HELEN MONTGOMERY, Fálkagötu 5, Reykjavík, sem lést laugardaginn 21. desember, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Hilda Marie Montgomery, Jón Þór Sveinbjörnsson, Margrét Jóna Sveinsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Hallbjörg Karlsdóttir, Jónína María Sveinbjarnardóttir, Haraldur Guðbjartsson, Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir, Helgi A. Nielsen, ömmubörn og langömmubörn. JÓN LEVÍ JÓNSSON, áður til heimilis á Bergþórugötu 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánu- daginn 6. janúar kl. 15.00. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð vegna andláts SIGURÐAR BJÖRNS BRYNJÓLFSSONAR frá Hrísey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynn- ingar Krabbameinsfélags Íslands og starfs- fólks Sunnuhlíðar Kópavogi. Helga Guðrún Schiöth, Rafn Halldór Gíslason, Alda Hallgrímsdóttir, Gísli Hinrik Sigurðsson, Jónína Sigríður Lárusdóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir, Halldór Ásgrímsson, Ásta Sigurðardóttir Schiöth, Ellert Jón Þorgeirsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar, GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR FEMAL, Lilla, Appleton, Wisconsin, lést á gamlársdag. Jarðarförin hefur farið fram. Ingibjörg Árnadóttir, Ingólfur Árnason, Þuríður Árnadóttir, Sigurður Á. Jónsson, Arnheiður Árnadóttir, Halldóra Árnadóttir. Elskuleg frænka okkar, ANNA INGUNN BJÖRNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðju- daginn 7. janúar kl. 13.30. Björn Kristjánsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Óli Jón Bogason, Guðríður Bogadóttir. Þökkum innilega og af heilum hug þá virðingu og ótrúlega miklu væntumþykju sem okkar ástkæru, HINRIKU HALLDÓRSDÓTTUR, og fjölskyldu hennar hefur verið sýnd í veik- indum og við fráfall hennar af stórum hópi fólks. Efst í huga okkar er mikið þakklæti til starfs- fólks krabbameinsdeildar 11E Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hring- braut fyrir sérstaka umönnun og mikla fagmennsku sem einkenndi störf þeirra í veikindum Hinriku. Þá ekki síður fyrir mikla umhyggju sem hún og við fjölskylda hennar urðum aðnjótandi af öllu starfsfólki deildarinnar. Ennfremur er Heimahlynningu Krabbameinsfélgs Íslands þökkuð veitt aðstoð. Megi Guð fylgja ykkur. Sigurður Þórðarson, Sigríður Sigurðardóttir, Bjarni Þór Gunnlaugsson, Rannveig Sigurðardóttir, Björn Arnar Magnússon, Birgir Sigurðsson, Svava Dröfn Bragadóttir, Hinrika og Steinunn Bjarnadætur, Sigurður Darri og Salvör Svanhvít Björnsbörn, Sunna Dís Birgisdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU GUÐRÍÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Lönguhlíð 3. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lungnadeild A-6, Landspítalanum í Fossvogi. Örn Ólafsson, Guðrún Arnardóttir, Jón Örn Arnarson, Sigurlaug Kristmannsdóttir, Þorbjörg Íris Arnardóttir, Ingólfur Arnarson, Ægir Arnarson, Þorsteinn Ö. Arnarson, Liss Wenche, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, SÆMUNDUR BERGMANN ELIMUNDARSON, sem lést á dvalarheimilinu Seljahlíð þriðjudaginn 17. desember sl., verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 13.30. Guð blessi minningu hans. Guðmundur Kristinn Sæmundsson, Hreiðar Þór Sæmundsson, Sigurður Rúnar Sæmundsson, Matthías Viðar Sæmundsson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA ÓSKARSDÓTTIR, Fitjasmára 10, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi föstudaginn 3. janúar. Elís Kristjánsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur sonur minn, ALAN NASH, lést af slysförum mánudaginn 30. desember. Erna Sigurðardóttir Nash og fjölskylda. Móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, SVANBORG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis í Glæsibæ 17, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðju- daginn 31. desember sl. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 10.30. Jarðsett verður frá Stað í Steingrímsfirði laugardaginn 11. janúar. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á FAAS (Félag áhugafólks og aðstandenda alzheimerssjúklinga.) Sigmar Bent Hauksson, Guðrún Björk Hauksdóttir, Rúnar Bachman, Jón Víðir Hauksson, Brynhildur Barðadóttir, Katrín Jónsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.