Morgunblaðið - 05.01.2003, Side 10
10 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
U
tanbæjarmaður á Akureyri,
sem vakið hefur mikla at-
hygli: Borgarbarnið Hannes
Sigurðsson var ráðinn for-
stöðumaður Listasafnsins á
Akureyri 1999 og sýningar
þar á bæ hafa vakið mikla at-
hygli síðan.
En hver er hann, þessi Hannes?
„Ég er skírður í höfuðið á móðurafa mínum
Hannesi Pálssyni, syni Páls Hafliðasonar skútu-
skipstjóra. Hannes afi var einn af 12 systkinum
og sannarlega frumkvöðull. Hann braust bók-
staflega til mennta; varð stýrimaður á Gull-
toppi, og skipstjóri á Gylli, sem Kveldúlfs-
bræður áttu en fór síðan til bæjarútgerðarinnar
og var fyrsti skipstjóri á Nýsköpunartogara,
Ingólfi Arnarsyni. Hann kom með Ingólf til
landsins, einnig Þorstein Ingólfsson og Þorkel
Mána og var skipstjóri á þeim öllum. Hann var
síðar einn af stofnendum Hampiðjunnar og for-
stjóri hennar í 30 ár; sannarlega karl í krapinu.
Ásdís Þorsteinsdóttir var kona hans og ég var
svo heppinn að kynnast þeim báðum; hugs-
unarhætti þeirra og að upplifa í gegnum þau þá
tilfinningalegu nánd við sögu landsins sem
margir unglingar fæddir eftir 1975 hafa ekki
tengingu við.“
Hannes er fæddur 3. mars 1960. Móðir hans,
Guðlaug Ágústa Hannesdóttir, er geðhjúkr-
unarfræðingur en faðirinn, Sigurður Jónsson,
er lyfjafræðingur. „Ég er einn af fjórum systk-
inum, og er í þeirri erfiðu stöðu að vera í miðið;
klemmdur á milli elsta bróður og tvíbura.
Pabbi er sonur Jóns Sigurðssonar rafmagns-
fræðings sem reisti m.a. Garðastræti 33 þar
sem Rússarnir hafa hreiðrað um sig. Hann var
sonur Sigurðar Jenssonar prófasts á Flatey á
Breiðafirði og konu hans Guðrúnar Sigurð-
ardóttur kaupmannsdóttur þaðan.
Sigurður Jensson prófastur var sonur Jens
Sigurðssonar, rektors Lærða skólans, sem var
bróðir Jóns Sigurðssonar forseta.“
Hannes er kvæntur Sesselju Guðmunds-
dóttur barnahjúkrunarfræðingi, deildarstjóra
barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri. Þau eiga tvö börn, Guðnýju og Hugrúnu.
Sesselja er dóttur Guðnýjar Guðjónsdóttur
og Guðmundar Baldvinssonar, sem stofnuðu
Mokkakaffi 1958 og hafa starfrækt síðan; fyrsta
kaffihúsið að ítalskri fyrirmynd á Íslandi. Þar
hafa myndlistarsýningar verið fastur liður frá
upphafi og þar hófst í raun ferill Hannesar sem
sýningarstjóra.
Málað og blásið í þverflautu
Hannes segir móður hans hafa sent þau
systkinin „í alla mögulega balletttíma, blokk-
flautu-, píanó- og myndlistartíma frá 8 ára
aldri“. Hann lauk stúdentsprófi á nátt-
úrufræðibraut MH á þremur og hálfu ári, jólin
1979. Jafnhliða námi var Hannes í Hamrahlíð-
arkórnum sem hann segir hafa verið óskaplega
gaman.
Hann lærði einnig á þverflautu; fyrst í Tón-
skóla Sigursveins D. Kristinssonar en eftir að
hann hóf nám í MH „hélt ég áfram að blása í
rörið hjá Bernharði Wilkinson í Tónlistarskól-
anum í Reykjavík“.
Eftir stúdentspróf vissi ungi maðurinn ekki
svo gjörla hvað hann ætti að leggja fyrir sig.
„Ég hafði verið nettur í teikningu – til dæmis
fengið 10 í henni á landsprófi – og verið viðrið-
inn listirnar, og lét því slag standa; eldri bróðir
minn er viðskiptafræðingur, systirin dýralækn-
ir og hinn bróðirinn læknir; ég leit á mig sem
svarta sauðinn og fór ótroðna leið.“
Haustið 1980 sótti Hannes um inngöngu í
Myndlista- og handíðaskóla Íslands, og komst
að. Skiptar skoðanir voru í fjölskyldunni á þeirri
ákvörðun. „Afa Hannesi leist til dæmis ekki vel
á þennan leik og spurði: Hannes minn, ætlar þú
ekki að fá þér embætti?“
Eftir nokkra mánuði í Myndlista- og hand-
íðaskólanum leist Hannesi ekkert á blikuna.
„Ég vildi eiginlega kúpla mig út úr þessu og
fara í háskólann, en það var of seint; mamma
sagði að ég væri búinn að vera í þrjá mánuði og
ætti bara þrjú og hálft ár eftir! Mamma vill að
fólk ljúki því sem það tekur sér fyrir hendur;
klári þann graut sem það skammtar sér á disk-
inn.“
Hann hélt þess vegna áfram og fór í mál-
aradeildina. „Hún var búin að vera hálftóm í
meira en áratug; það höfðu orðið umskipti og
nýlistadeildin sópað til sín flestum listamönnum
en þarna varð allt í einu ný sprenging og upp-
gangur í málaradeildinni.“
Þegar Hannes hóf nám í Myndlistaskólanum
var hann í þriðja stigi af átta í þverflautunáminu
og hélt áfram á þeirri braut. „Ég einsetti mér
það að ljúka burtfararprófi í flautuleik frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík á sama tíma og prófi
úr málaradeildinni og dagurinn var oft langur.
Ég vaknaði klukkan sjö, var kominn í skólann
átta, borðaði nestið mitt samviskusamlega í há-
deginu, fór heim klukkan fjögur, beint í sturtu
og blés svo í rörið í fjóra tíma.“ Og hann hafði
erindi sem erfiði; lauk hvoru tveggja.
Að því búnu kom annað óvissutímabil. „Hvort
ætti ég að verða málari eða flautuleikari?“
spurði Hannes sjálfan sig.
Sumrinu 1983 eyddi hann í klaustrum víðs
vegar í Frakklandi. Sesselja eiginkona hans er
kaþólsk og sjálfur bjó Hannes við hlið kaþólskra
nunna í Stigahlíð um tíma. „Ég átti oft langa
fundi með þeim um trúarleg málefni.“ Það voru
þessar nunnur sem komu Hannesi í klaustur
Benediktareglunnar, fyrst í Clairvaux í Lúx-
emborg – þar sem Halldór Kiljan var á sínum
tíma – og síðan dvaldi hann í hverju klaustrinu á
fætur öðru í Frakklandi. „Þarna hugðist ég læra
frönsku og þjálfa þverflautuleikinn en hafði ekki
áttað mig á því hve ströng þessi svartmunka-
regla er. Ég var nánast staddur á miðöldum!
Flestir munkarnir lifðu í algjörri þögn og beittu
fyrir sig svokölluðum talmunki.“
Hannes stundaði messur í þrjár til fjórar
klukkustundir á degi hverjum og hlustaði þess á
milli á fuglasöng og klukknahljóm.
Hann segir þrjósku einu ástæðu þess að hann
lauk flautunáminu og það var í Frakklandi sem
hann gerði sér grein fyrir því að flautuleikur
yrði ekki hans lifibrauð. „Ég fór að hlusta á
hæfileikakeppni ungra hljóðfæraleikara í Con-
servatoire de Music Superieur í París, þar sem
tíu til tólf ára krakkar spiluðu allt reportoir
flaututónlistarinnar! Ég var 23 ára og sá í hendi
mér að þetta hentaði mér ekki. Ég gat ekki orð-
ið einleikari – vildi ég vera númer 2.000 í röð
þeirra sem spila flautukonsert eftir Mozart í D
dúr?“
Við útskrift fékk Hannes verðlaun í listfræði
og sem efnilegasti nemandi Myndlista- og hand-
íðaskólans. Fyrsta árið málaði hann nokkuð, um
veturinn kenndi hann flautuleik suður með sjó
og var um tíma gestakennari við Myndlist-
arskólann á Akureyri.
„Ég fór síðan í nám í listfræði við Lund-
únaháskóla 1985. Afréð þá að leggja frá mér
flautuna og pensilinn og hef hvorugt tekið upp
síðan.“ Hannes lauk BA-prófi í listfræði, með
heimspekilegu ívafi, í 20. aldar list. „Þetta var
sólíd skóli sem átti ágætlega við mig. Ég fékk
Gombrich-verðlaunin við útskrift, sem opnuðu
ýmsar dyr; ég gat haldið áfram í Courtaurd
Institute of Arts, en vildi breyta til. Þetta var á
Thatcher-tímabilinu, bölvuð mengun í London
og styrkir til allra skóla skornir við nögl; það var
varla skúrað!“ Hann sótti um á nokkrum stöð-
um í Bandaríkjunum. Fékk úr að velja og fór í
Berkeley-háskólann í Kaliforníu. Þetta var 1988
og hann útskrifaðist með mastersgráðu í list-
fræði 1990. Stóð þá á þrítugu.
Eftir útskrift í Kaliforníu velti Hannes fyrir
sér framhaldinu; algengt er að fólk taki að sér
kennslu en hann hafði ekki áhuga á því. „Ég
held reyndar að kennslan gæti átt vel við mig að
ýmsu leyti, en ég er þó líklega of eigingjarn til
að verða góður kennari!
Kennarar eru mjög mikilvægir og ég er til
dæmis ekki í neinum vafa um það hvað vakti
áhuga minn á listfræði: það voru töfratímarnir
hjá Birni Th. [Björnssyni].“
Þegar þarna var komið sögu taldi Hannes
sanngjarnt að eiginkona hans fengi að ráða för.
Hún fór í meistaranám í barnahjúkrun í Col-
umbia-háskólanum í New York og hann fylgdi
með til austurstrandarinnar.
Það var á þessum tíma, 1990, sem Hannes fór
að fást við sýningastjórn. „Þá kom Mokkakaffi
að góðum notum. Fyrsta sýningin var Indversk-
ar smámyndir í nóvember 1990; ég tók þetta
býsna alvarlega, sendi sýninguna frá Manhatt-
an og þó að þetta væri kaffihús stóð ég að öllu
eins og ég væri að stjórna listasafni; nema hvað
ég fékk ekkert borgað fyrir það!“
Sýningarnar sem Hannes sá um á Mokka
urðu alls um 150, alveg til 1998, og fjölbreytnin
var gríðarleg.
Hann nefnir til dæmis sýninguna Íslenski
myndlistarrefillinn í október 1982. „Það var 35
manna sjónlistaspuni; ég strengdi 17 metra
borða á Mokka og fékk 35 virta listamenn á öll-
um aldri sem komu einn á dag og máluðu 50
sentímetra. Þegar dúkurinn kláraðist var hann
boðinn Listasafni Íslands til eignar en því var
reyndar hafnað.“
Hann hafði einsett sér að sýna eitthvað sem
ekki hefði sést á Íslandi áður, og það tókst. Setti
m.a. upp splunkunýja sýningu með Jenny Holz-
er, einni þekktustu listakonu Bandaríkjanna,
sem hann fékk hjá einu virtasta galleríinu á
Manhattan.
Hjónin fluttu heim 1994 og Hannes afgreiddi
kaffi á Mokka í tæpt ár. Fékk svo 60% vinnu
sem sýningarstjóri og menningarfulltrúi menn-
ingarmiðstöðvarinnar Gerðubergs í Breiðholti
árið 1996. Þar stofnaði Hannes til Sjónþinga:
„Efnt var til málþings þar sem listamaður fór
yfir eigin feril, sýndi litskyggnur og var spurður
spjörunum úr á meðan.
Samtímis var haldin sýning á verkum við-
komandi listamanns í Gerðubergi. Sjónþingið
var allt tekið upp og við gáfum það út á prenti.“
Hannes hélt á annan tug Sjónþinga og segist
hafa stungið upp á því strax í framhaldi af þeim
að halda bæði Tónþing og Ritþing, en þær hug-
myndir urðu ekki að veruleika fyrr en eftir að
hann hætti störfum í Gerðubergi í árslok 1997.
Eftir þrjú ár í Gerðubergi hætti Hannes þar.
„Ég lifði hvort sem er ekki á þessu, var í 60%
stöðu og launaður eftir því.“
Í árslok 1997 stofnaði hann Íslensku menn-
ingarsamsteypuna, art.is. „Með mér störfuðu
þeir ágætu menn, Jón Proppé og Helgi Sigurðs-
son. Mjög er talað um að flytja þurfi út íslenska
myndlist; á þessum tíma var Vefurinn í upp-
sveiflu og art.is var nánast eingöngu með bæki-
stöðvar á Netinu. Tilgangurinn var að draga
saman alla helstu listamenn þjóðarinnar og
gera þeim skýr og verðug skil á íslensku ensku.
Við höfðum hug á að búa til kennsluprógram
sem nýttist skólakerfinu. Við sóttum um styrki
en menntamálaráðuneytið lét okkur bíða í heilt
ár, áður en það neitaði, og aðrir vildu heldur
ekki baka kökuna með okkur. Þess vegna
strandaði verkefnið.“
Í stað þess að halda áfram á þessari braut tók
Hannes – sem var farinn að kalla sig menning-
arverktaka, í gríni og alvöru – að sér ýmis stór-
verkefni. Eitt af því sem art.is tók sér fyrir
hendur var sýningin Lífæðar sem sett var upp á
ellefu sjúkrahúsum víða um land 1999 í sam-
vinnu við lyfjafyrirtækið Glaxo-Wellcome og ári
síðar varð sýningin Hláturgas að veruleika; þar
sem innlent og erlent læknaskop var í hávegum
haft. Það tókst svo vel að önnur sýning var
útbúin í framhaldinu og sett upp í Noregi.
Hannes nefnir líka tveggja ára verkefni í
samvinnu við OZ.com styrkt af Reykjavík,
menningarborg Evrópu; tilraunaverkefni í
sýndarveruleika. Einnig „eftirsóttasta málverk
íslensku þjóðarinnar“ og „síst eftirsóttasta mál-
verk íslensku þjóðarinnar“ sem tveir listmál-
arar, Bandaríkjamaður og Rússi – Komar og
Melamid – máluðu í framhaldi ítarlegrar könn-
unar sem Hagvangur gerði meðal landsmanna.
„Gunnar Kvaran, þáverandi forstöðumaður
Listasafns Reykjavíkur, vildi ekki kaupa um-
rædd tvö verk þannig að þau fóru úr landi og
lentu á Ludwigs-safninu í Köln í Þýskalandi.“
Síðasta stórverkefni art.is til þessa var
Dyggðirnar sjö að fornu og nýju í framhaldi
skoðanakönnunar sem Gallup gerði. Sjö lista-
menn fjölluðu um gömlu dyggðirnar og jafn-
margir um þær nýju. „Úr varð heilmikill úti-
skúlptúrsýning sem sett var upp í Stekkjargjá á
Þingvöllum í tengslum við Kristnihátíðina.“
Erfiðasta verkefnið
Hannes var ráðinn forstöðumaður Lista-
safnsins í júlí 1999. Safnið var stofnað 1993 og
fyrsti forstöðumaður þess, Haraldur Ingi Har-
aldsson, lét af störfum þetta vor.
„Ég hafði sett mark mitt dálítið á safnið áður
en ég kom; Haraldur Ingi tók bæði við sýn-
ingum frá mér, eins og Flögð og fögur skinn,
aðrar vann ég sérstaklega fyrir safnið, eins og
Stálkonuna. Ég hafði tvisvar komið sem gestur í
safnið, áður en ég kom til starfa, en það er eitt
að starfa í Reykjavík og annað úti á landi.“
Og hvernig þótti honum svo að koma til starfa
fyrir norðan?
„Þetta er það erfiðasta sem ég hef tekið mér
fyrir hendur. Þegar ég kom var blaðið nokkuð
autt og ég varð að bjarga sýningu í snatri. Var í
sambandi við Japan og fékk sýningu þaðan og
sýndi Hlyn Hallsson við hliðina.“
Hann segir að á miðju ári hafi innan við helm-
ingur ráðstöfunarfjár safnsins verið eftir „en ég
fór samt út í að gera safnið sýnilegra. Gerði það
sem ég taldi nauðsynlegt; turn hússins var rauð-
ur en ég lét mála húsið blátt, setja á það stállista
og fánastangir, og allt kostaði það peninga sem
teknir voru af rekstrarfé safnsins.
Bláa litinn túlkuðu sumir þannig að safnið
væri orðið hægri sinnað en svo var alls ekki.
Safnið er ópólitískt.
Þá fékk ég auglýsingastofu til að hanna nýtt
merki safnsins; gamla merkið minnti mig dálítið
á farfuglaheimili, þótt það hafi verið hannað af
ágætis hönnuði.
Ég vildi bara tæma safnið allri merkingu og
byrja að hlaða það nýrri ímynd.“
Hannes segir ýmsa hafa spáð því að hann yrði
ekki lengi nyrðra. „Einhverjir í bænum voru
víst með veðmál í gangi sín á milli um það!“
Í stað Sjónþingsins í Gerðubergi bryddaði
Hannes upp á Sjónauka, sem hann kallaði svo.
Fékk fólk til að búa til sýningu og verk lánuð til
að spegla það þema.
„Svona leið fyrsta hálfa árið á Akureyri. Það
var mikil spenna í lofti; hvað gerir þessi maður?
Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafns-
ins á Akureyri, við eitt verkanna sem verða á
fyrstu sýningu ársins. Hluti hennar nefnist Hitler
og hommarnir; bandarísk sýning um ofsóknir
nasista gegn hommum í síðari heimsstyrjöldinni.
Hver er þessi Hannes, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri?
Skapti Hallgrímsson reynir að varpa ljósi á manninn sem sett
hefur upp hverja eftirtektarverða sýninguna á fætur annarri
undanfarin misseri, í höfuðstað Norðurlands.
Menningarmálaliðinn