Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á síðasta ári benti Jafnrétt-isráð á að launamunurkarla og kvenna hyrfiekki fyrr en eftir 114 ár,ef þróunin yrði sú sama og verið hefði undanfarna tvo ára- tugi. Það meðaltal gefur að vísu óþarflega svarta mynd af stöðunni, því undanfarin ár hefur dregið all- verulega saman með körlum og kon- um. Þannig er vert að benda á, að verði hraði breytinganna jafnmikill áfram og síðustu fimm árin, þá næst jafnvægi eftir 43,7 ár. Og ef aðeins er litið til breytinga milli áranna 2000 og 2001, þá ættu konur að ná sömu at- vinnutekjum og karlar eftir 22,5 ár. Atvinnutekjur kvenna á síðasta ári voru 57,2% af atvinnutekjum karla, árið 1996 var hlutfallið 52%, og árið 1991 49,7%. Ingólfur V. Gíslason, sérfræðingur hjá Jafnréttisráði, segir ljóst að bilið milli atvinnutekna karla og kvenna hafi minnkað hratt undanfarin ár, en ekki sé þó hægt að ganga að því vísu að sú þróun haldi áfram. „Stjórnvöld gætu til dæmis tekið einhverja þá ákvörðun sem hægir á þessari þróun eða snýr henni við. Ef fæðingarorlof hefði verið lengt, án þess að sett hefði verið regla um skiptingu þess milli móður og föður, þá hefði það áreið- anlega haft slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. En ég held að breytingarnar undanfarin ár eigi sér margar skýringar. Ein er sú, að nú koma á vinnumarkaðinn í æ ríkari mæli ungar konur sem hafa alist upp hjá konum sem létu ekki bjóða sér mismunun og að litið væri á þær sem annars flokks þátttakendur í atvinnu- lífinu. Það hvarflar ekki að dætrum þessara kvenna að þær séu síðri starfskraftar en karlar. Og þótt hægt gangi, þá fjölgar konum í stjórnunar- stöðum og karlar hafa aukið þátttöku sína í heimilisstörfunum. Allir þessir þættir skila sér í minni launamun.“ Ingólfur segir að í heildartölum yf- ir launamun karla og kvenna sé ekki litið til mismunandi vinnutíma. „Það er þó ljóst að konum í hlutastörfum hefur fækkað og þær eru almennt að lengja vinnutíma sinn.“ Ingólfur hefur undanfarið unnið að ýmiss konar samantekt á tekjumun karla og kvenna á vegum Jafnrétt- isráðs og stuðst við upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun, en þær upplýsing- ar eru unnar upp úr skattskýrslum. Eitt af því sem Ingólfur hefur kannað er tekjumunur sambúðarfólks. „Á ríflega 16% heimila eru konur með hærri tekjur en karlar og sú tala kemur mörgum á óvart. Þessi tala hefur hækkað jafnt og þétt á und- anförnum árum.“ Giftir karlar þéna meira Þegar fólk gengur í hjónaband er reglan sú að tekjur bæði karlsins og konunnar hækka. „Þær hækka lítil- lega hjá konunni, en tvöfaldast hjá körlunum miðað við tölur frá árinu 2000. Þarna spilar vinnutíminn inn í, en hann dugar þó ekki sem skýring. Það viðhorf er áreiðanlega enn víða ríkjandi, bæði hjá atvinnurekendum og körlunum sjálfum, að karlar eigi rétt á hærri launum þegar þeir eru komnir með heimili, en það skilar sér ekki til kvenna í sama mæli. Giftingin sjálf hefur ekki þessi áhrif, en um leið og börn koma til sögunnar leita menn eftir hærri launum. Þá er vert að taka fram, þar sem miðað er við árið 2000, að áður en nýju lögin um fæðingaror- lof komu til framkvæmda voru kon- urnar heima á smánarbótum Trygg- ingastofnunar í sex mánuði og þá var ekki um annað að ræða fyrir karlinn en að reyna að afla meiri tekna en áð- ur, svo tekjur heimilisins færu ekki niður úr öllu valdi.“ Miðað við tölur frá árinu 2000 hafa giftar konur 46,4% atvinnutekna giftra karla. Ógiftar konur hafa hins vegar 73,9% af atvinnutekjum ógiftra karla. Ingólfur segist ekki hafa trú á að fyrirtæki mismuni körlum og konum viljandi. „Við höfum mörg dæmi um að stjórnendur fyrirtækja koma af fjöll- um þegar úttekt á launabókhaldi sýn- ir að konur innan fyrirtækjanna njóta lakari kjara en karlarnir. Það er ekki ætlun þeirra, en einhvern veginn laumast gömlu viðhorfin inn í bók- haldið. Þegar fyrirtæki setja sér jafn- réttisáætlanir batnar ástandið oft verulega, því þá eru menn meðvitaðir um vandann.“ Mesti tekjumunur í hverfi 112 Ingólfur kannaði tekjumun karla og kvenna eftir hverfum í Reykjavík. Árið 2000 var tekjumunur karla og kvenna minnstur í hverfi 105, því þar höfðu konurnar 65,8% af tekjum karla. Mestur var munurinn í hverfi 112, þar sem konurnar náðu aðeins 53,6% af tekjum karla og í hverfi 109, þar sem þær voru með 55,7% af tekjum karla. Í hverfi 112 voru karl- arnir með hærri laun en karlar í 105 og konurnar í 112 voru með lægri laun en konurnar í 105. Árið 2000 voru karlar í hverfi 105 með 2,4 millj- ónir í árstekjur að meðaltali, en karl- ar í 112 með 2,7 milljónir. Konur í hverfi 105 voru það sama ár með 1,6 milljónir í tekjur, en kynsystur þeirra í hverfi 112 með 1,4 milljónir. Ingólfur segir að þennan mun megi áreiðanlega skýra með ýmsum hætti. Hverfi 112 sé ungt hverfi, þar séu barnafjölskyldur margar og kon- ur líklegri til að vinna hlutastarf en í hverfi 105. Ingólfur segist hafa hug á að vinna frekar úr þessum upplýsingum, til dæmis þurfi að kanna samspil tekna, vinnutíma og menntunar. „Þessar upplýsingar eru áreiðan- lega allar til, en ekki í samræmdu formi. Við þurfum að setja fjármagn í að samræma þessar upplýsingar, svo við getum áttað okkur á því hvernig þær ákvarðanir, sem teknar eru í þjóðfélaginu, hafa áhrif á kynin og tekjur þeirra. Oft hefur til dæmis verið nefnt að líta þurfi til þessara at- riða við fjárlagagerð, en það getur reynst þrautin þyngri þegar ekki er hægt með góðu móti að nálgast allar upplýsingar á einum stað.“ Ömmur og mæður geta verið stoltar Ingólfur segir að í nágrannalönd- unum hafi launamunur karla og kvenna minnkað verulega. „Það virð- ist hins vegar sem nokkur stöðnun hafi átt sér stað þar, hver sem skýr- ingin er. Þótt styttri vinnutími kvenna eigi þar hlut að máli nær hann ekki að skýra allan muninn. Í Danmörku hefur til dæmis verið bent á að það tekur konur sem starfa hjá hinu opinbera fimm ár að ná sömu kjörum og starfsfélagar þeirra, eftir að þær hafa farið í barnsburðarleyfi. Í einkageiranum ná þær kollegunum hins vegar aldrei, svo fórnarkostnað- ur þeirra vegna barneignanna er mikill. Að þessu þarf að huga sér- staklega.“ Ingólfur segir að ánægjulegasta niðurstaða sín sé sú, að smám saman þokist í jafnréttisátt. „Það hefur eng- inn afturkippur orðið og ekkert sem bendir til að aftur leiti í sama horfið. Ömmur og mæður geta verið stoltar af þeim árangri sem þær hafa náð fyrir hönd þeirra ungu kvenna og stúlkna sem nú eru að hasla sér völl á vinnumarkaðinum.“ Tekjumunur milli kynja minnstur í hverfi 105 Miðað við þróun síðustu fimm ára ættu konur að ná sömu atvinnutekjum og karlar eftir 43,7 ár, en dragi jafnhratt saman með kynjunum og gerðist milli áranna 2000 og 2001 næst jafnvægi eftir 22,5 ár. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér niðurstöður nýrrar könnunar Jafnréttisráðs og ræddi við Ingólf V. Gíslason.                                                                                                                                                             ! "   #  $      $  # $     $         % Morgunblaðið/Sverrir Ingólfur V. Gíslason hefur ekki trú á að fyrirtæki mismuni körlum og konum viljandi. Jafnréttisráð kannar launamun kynjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.