Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. janúar 1983: „Skattbyrði vinstri stjórn- ar síðustu fjögurra ára hefur aukist um 11.000 krónur á hvert mannsbarn í landinu. Heitið var að lækka vexti en þeir hafa stórhækkað og sparnaður, sem var nálægt 25% af þjóðarframleiðslu, hefur samt minnkað og er nú kominn í allt undir 17%. Inn- lánsstofnanir eru í bullandi skuldum við Seðlabankann.“ . . . . . . . . . . Sunnudagur 6. janúar 1963: „Ný landsstjórn hefur verið mynduð í Færeyjum. Standa að henni þeir flokkar, sem hraðast hafa viljað fara í bar- áttu Færeyinga fyrir sjálfs- stjórn. Eru það hinn gamli Fólkaflokkur ásamt Þjóð- veldisflokknum, Sjálfsstjórn- arflokknum og svokölluðum Framfaraflokki, sem á einn fulltrúa í Lögþinginu. Á stefnuskrá stjórnarinnar er aukin heimastjórn til handa Færeyjum og fyrirheit um ýmsar viðreisnar- og upp- byggingarráðstafanir.“ . . . . . . . . . . Sunnudagur 3. janúar 1943: „Ríkisstjórnin boðaði blaða- menn á fund sinn í gær. For- sætisráðherra, dr. jur. Björn Þórðarson, gat þess við blaðamennina, að þessi rík- isstjórn hefði að því leyti þá sjerstöðu, að hún nyti ekki beins stuðnings neins ákveð- ins blaðs eða blaða, svo sem venjan hefði verið með fyrri stjórnir. En ríkisstjórnin vildi hafa samvinnu við öll blöð og þess vegna væru blaðamenn kvaddir á fund stjórnarinnar. Framvegis myndi hver einstakur ráð- herra snúa sjer til blaðanna jafnóðum og eitthvað lægi fyrir, er almenning varðaði. Forsætisráðherrann afhenti þvínæst blaðamönnum til- kynningu þá, sem birt er á öðrum stað í blaðinu, varð- andi aðgerðir ríkisstjórn- arinnar í dýrtíðarmálunum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E INN forvitnilegasti þáttur- inn í fyrsta – eða fyrra – bindi ævisögu Jóns Bald- vins Hannibalssonar, fyrr- um formanns Alþýðu- flokksins, sem út kom fyrir jólin, er umfjöllun hans eða öllu heldur uppgjör við pólitík föður síns, Hannibals Valdimarssonar, föðurbróður síns, Finnboga Rúts Valdimarsson- ar, og samherja þeirra, Björns Jónssonar o.fl. Jón Baldvin er mjög gagnrýninn á stjórnmála- afskipti þessara manna, sem stóðu með ýmsum hætti í u.þ.b. hálfa öld og var þó náinn sam- starfsmaður þeirra og samherji þar til yfir lauk. Að sumu leyti má því segja, að þessi bók sé upp- gjör höfundarins við sjálfan sig og leit hans að skýringum á því, hvers vegna hann fylgdi föður sínum og föðurbróður að málum í stað þess að fylgja eigin sannfæringu, sem hann segir að hafi verið byrjuð að mótast á allt annan veg löngu áð- ur en hann gekk til liðs við Alþýðuflokkinn. Saga kommúnista, sósíalista og sósíaldemó- krata á Íslandi á 20. öldinni og stjórnmálahreyf- inga þeirra er merkileg saga, þótt þeim fari vafalaust mjög fækkandi, sem hafa áhuga á henni eða telji hana skipta nokkru máli úr því, sem komið er. Forystumenn þessara hreyfinga voru flestir mjög sterkir persónuleikar og áhrifamiklir stjórnmálamenn, sem settu svip á 20. öldina. Saga flestra þeirra er vel þekkt, en þó verður það tæpast sagt um Héðin Valdimarsson, sem átti hvað mestan þátt í því í hvaða farveg hreyfingar sósíalista og jafnaðarmanna leituðu fyrir miðja síðustu öld. Að mörgu leyti má segja, að Héðinn liggi óbættur hjá garði og löngu tíma- bært að skrifuð verði bók um stjórnmálaafskipti hans, byggð á ítarlegum rannsóknum. Að þætti Héðins í þessum málum er raunar vikið í afmæl- isriti um Olíuverzlun Íslands, sem Hallur Halls- son hefur skráð og kom út seint á síðasta ári. Í stórum dráttum er saga þessara stjórnmála- hreyfinga sú, að eftir að Alþýðuflokkur og Al- þýðusamband Íslands, sem í upphafi voru skipu- lagslega tengd samtök, höfðu starfað á annan áratug, klauf vinstri armur Alþýðuflokksins sig út úr þeim flokki og stofnaði Kommúnistaflokk Íslands árið 1930. Um aðdraganda þess segir í afar fróðlegri ritgerð Sigurðar Ragnarssonar um Einar Olgeirsson í nýju hefti af tímaritinu Andvara: „Stofnun Kommúnistaflokks Íslands árið 1930 var ekkert skyndiupphlaup einhvers hóps manna, heldur rökrétt niðurstaða af þróuninni í íslenzkri verkalýðshreyfingu áratuginn á undan. Allan þann tíma kom Alþýðusambandið fram sem ein heild út á við, þótt tilvist tveggja and- stæðra pólitískra arma innan þess hefði verið formlega staðfest, þegar árið 1922, þegar Jafn- aðarmannafélag Reykjavíkur klofnaði í afstöðu sinni til þess, hvort taka skyldi formlegu boði Kominterns um að senda fulltrúa á 4. þing sam- bandsins. Þegar samþykkt var að þekkjast boðið og senda Ólaf Friðriksson á þingið, sagði minni- hluti sósíaldemókrata sig úr félaginu og stofnaði nýtt jafnaðarmannafélag. Skömmu síðar var stofnað í Reykjavík Félag ungra kommúnista, sem gerðist aðili að Alþjóðasambandi ung- kommúnista og tengdist þannig Komintern, al- þjóðasambandi kommúnista … Á sambands- þingi ASÍ 1926 skerptust mjög andstæðurnar milli stríðandi fylkinga í Alþýðuflokknum. Birt- ust þær einkum í tvennu: Hafnað var umsókn Spörtu um aðild að sambandinu, en hins vegar samþykkt að flokkurinn sækti um aðild að Al- þjóðasambandi jafnaðarmanna.“ Af þessum orðum er ljóst að afstaðan til al- þjóðasamtaka kommúnista annars vegar og jafnaðarmanna hins vegar hefur átt mikinn þátt í klofningi Alþýðuflokksins 1930. Átta árum síðar eða árið 1938 klofnaði Al- þýðuflokkurinn í annað sinn, þegar Héðinn Valdimarsson, sem þá var formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, gekk til liðs við Kommúnistaflokk Íslands og stofnaði Samein- ingarflokk alþýðu – Sósíalistaflokkinn. Ákvörðun Héðins Valdimarssonar um að ganga til samstarfs við kommúnista verður skilj- anlegri, þegar lesið er hið merka rit hans, Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíalismann, sem segir mikla sögu um viðhorf manna á vinstri kanti stjórnmálanna á fjórða áratugnum. Um aðdragandann að sameiningunni segir Héðinn: „Fyrir kosningarnar 1937 höfðu kommúnistar boðið Alþýðuflokknum samstarf og samfylk- ingu. Var þá innan Alþýðuflokksins allmikið hugsað um það vegna kosninganna, sem fram- undan væru, og lá við, að sameiginleg kröfu- ganga beggja flokka yrði í Reykjavík en ekkert varð úr og kenndi hvor öðrum um. Út af sam- fylkingartilboðinu átti ég tvívegis langt viðtal við Einar Olgeirsson um það, hvort hann teldi að Kommúnistaflokkurinn mundi lofa fyrir kosn- ingarnar tafarlausri sameiningu flokkanna eftir þær, og gætu þá flokkarnir í trausti þess, að flokksstjórnirnar ynnu að tafarlausri samein- ingu, gert fullkomið kosningabandalag með sér og staðið sameinaðir og sterkir í kosningunum. Ég skildi við Einar svo, að ég áleit að hann mundi ekki telja slík loforð fær fyrir kosningar af Kommúnistaflokksins hálfu og til sameining- ar þyrfti undangengið nokkuð langt samstarf. Skýrði ég frá þessu innan Alþýðuflokksins og varð ekkert frekar úr samkomulagstilraunum í sambandi við kosningarnar af hálfu miðstjórn- armanna verkalýðsflokkanna að því er ég bezt veit. Eftir kosningarnar skaut sameiningarmálinu upp með nýjum styrkleika. Yfirleitt var talið að Alþýðuflokkurinn hefði beðið mikinn kosninga- ósigur með missi þriggja þingsæta og með því, að kjósendatalan hefði staðið í stað en Fram- sókn hafði unnið fjögur þingsæti og kjósendur og Sjálfstæðisflokkurinn unnið kjósendur, þó að hann missti þrjú þingsæti. En þó bar þess að gæta, að hinn verkalýðsflokkurinn, Kommún- istaflokkurinn, hafði nú náð fótfestu í þinginu og þremur þingsætum og til samans höfðu fulltrúar beggja verkalýðsflokkanna nú meiri atkvæða- tölu að baki sér heldur en Framsókn, þrátt fyrir „sigurinn“ og 11 voru þingmennirnir. Væri flokkurinn einn gæti hann augsýnilega verið voldugur í landinu, þrátt fyrir rangláta kjör- dæmaskipun, sem þyrfti að breyta. Mætti við því búast að skjótt yrði slíkur flokkur sterkasti flokkur landsins, öflugri Sjálfstæðisflokknum og fyllilega fær um að taka alla forystu um lands- stjórn eins og víða erlendis hefur átt sér stað, þar sem verkalýðsflokkur stendur sameinaður. Frá Kommúnistaflokknum mátti vænta nýrra samfylkingartilboða, en innan Alþýðuflokksins var lítil trú á lausu samstarfi, en sameining á einn eða annan hátt, kjósendanna og flokkanna, sú lausn, sem rétt gæti við málstað sósíalísks flokks. Gera yrði ákveðna og heiðarlega tilraun með boðum til Kommúnistaflokksins um tafar- lausa sameiningu og ef þeim boðum yrði tekið þá sameina flokkana sem fyrst. En ef Kommúnista- flokkurinn neitaði, þá mundi fólkið, sem fylgdi honum hverfa yfir til Alþýðuflokksins, sem væri heill í málinu.“ Átján árum eftir stofnun Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokks, sem átti sér m.a. ofan- greindan aðdraganda, klofnaði Alþýðuflokkur- inn í þriðja sinn eftir að Hannibal Valdimarsson, sem þá var orðinn forseti ASÍ, gekk til liðs við Sósíalistaflokkinn um myndun kosningabanda- lags, sem nefnt var Alþýðubandalagið. Það kosningabandalag starfaði í 12 ár eða þar til það var gert að formlegum stjórnmálaflokki árið 1968 undir forystu þrítugs manns, Ragnars Arn- alds, sem Einar Olgeirsson hafði beitt sér fyrir að yrði í framboði fyrir Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi vestra árið 1963 og náði þá kosningu til þings aðeins 25 ára gamall. Hannibal og félagar hans hurfu hins vegar frá Alþýðubandalaginu eftir svonefndan Tónabíós- fund 1967 og stofnuðu eigin stjórnmálaflokk, sem nefndist Samtök frjálslyndra og vinstri manna undir lok Viðreisnartímans. Sá flokkur átti aðild að vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971 til 1974 en við kosningarnar 1974 lauk stjórnmálaferli Hannibals Valdimarssonar, sem þá var 71 árs að aldri. Hannibal hafði kannað ít- arlega möguleika á framboði 1974 en þess var ekki kostur. Hann hringdi þá í blaðamann Morg- unblaðsins og sagði: Þessu er lokið. Og tjáði sig reiðubúinn í viðtal um stjórnmálaferil sinn, sem hann lýsti með þessum orðum: Ég hef alltaf ver- ið jafnaðarmaður. Allt hitt voru gárur á yfir- borðinu. Kosningabandalagi Hannibals og félaga við Sósíalistaflokkinn 1956 lýsir Jón Baldvin í bók sinni með þessum orðum: „Þetta var ný blóðtaka fyrir Alþýðuflokkinn og jafnframt vatn á myllu kölska. Með kosningabandalagi sínu við Sósíal- istaflokkinn árið 1956 léði Hannibal gömlu kommunum nýja dulu til að dansa í; hann henti til þeirra nýjum bjarghring, þegar þeir voru um það bil að drukkna í fordæmingu almennings eftir innrás Rauða hersins í Búdapest.“ Þetta var nú skoðun Morgunblaðsins þá og alla tíð síðan! En var þetta skoðun Jóns Baldvins þá?! „Hannibal er ekki til umræðu hér heldur Jón“ Miklar sviptingar urðu í samstarfi Mál- fundafélags jafnaðar- manna, sem var fé- lagsskapur Hannibals og samherja á Við- reisnaráratugnum. Mest gekk á á páskum 1963, MYNDLIST OG MENNINGAR- PÓLITÍSK MARKMIÐ Umræður um stöðu mynd-listar voru meira áberandiá síðasta ári en oft áður. Í umfjöllun sem birtist hér í blaðinu rétt fyrir áramót voru mörg þeirra ólíku sjónarmiða sem komið hafa fram reifuð. Af máli viðmælenda Morgun- blaðsins má ráða að uppi eru kröf- ur um að þau sjónarmið sem urðu að stefnumótandi straumhvörfum í safnaumhverfi erlendis fyrir um tveimur áratugum nái einnig var- anlegri fótfestu hér á landi. Segja má að hlutverk safnanna sé ekki lengur einvörðungu að safna, sýna og varðveita íslenska listhefð, heldur jafnframt að koma þeirri þekkingu sem þau búa yfir þannig á framfæri að allur almenningur geti sótt sér fróðleik og ánægju á sýningum þar sem hugmynda- fræðileg tengsl listarinnar við ým- is svið mannlífsins eru afhjúpuð. Íslensk söfn eru enn ung miðað við það sem gerist erlendis, en þótt mikil áhersla hafi verið lögð á að byggja yfir það viðunandi sýn- ingarhúsnæði á síðustu áratugum þarf mun meira til ef þessar stofn- anir eiga að geta staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra nú hvað safnastarfið í heild varðar. Því hafa þær spurningar vaknað hvort menningarpólitískar áhersl- ur þurfi ekki að breytast. Þær spurningar eru eðlilegar, ekki síst í ljósi þess að í okkar litla samfélagi eru opinberu söfnin einu stofnanirnar sem gætu haft bol- magn til að þess að brúa bil ólíkra heima, tíma og strauma í listum og auka þannig skilning almennings á listhræringum síns eigin samtíma, ekki síður en á hefðinni. Í svörum sínum við slíkri gagn- rýni leggja þeir Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, og Eiríkur Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, báðir áherslu á hversu þröngur stakkur söfnunum er búinn fjár- hagslega. Þeir benda á að þau hafi „ákveðnum skyldum að gegna, og í ljósi þess fjármagns sem stofnan- irnar hafi úr að spila við rekstur- inn verði þeir að gæta jafnvægis milli þess að sinna safneign sinni og að fjalla um það sem efst er á baugi í listsköpum samtímans“. Það fjármagn sem söfnin hafa til innkaupa er einnig lítið. Þannig hefur innkaupaliður Listasafns Ís- lands t.d. verið sá sami í krónutöl- um allt frá árinu 1991 eða 12 millj- ónir, en innkaupafé Listasafns Reykjavíkur er nú 16,5 milljónir en var talsvert meira að raungildi árið 1995, eða 19,1 milljón. Það er því ljóst að ekki er mikið svigrúm til fjárfestinga í íslenskri eða er- lendri myndlist. Ef söfnin eiga að geta staðið undir kröfum samtímans virðist óhjákvæmilegt að stjórnvöld taki menningarpólitíska stefnumótun fastari tökum og tryggi nauðsyn- legt fjármagn til þess að starfsemi listasafnanna geti gegnt álíka mik- ilvægu hlutverki í íslensku sam- félagi og samsvarandi stofnanir gera erlendis. Söfnin hér þyrftu einnig, rétt eins og annars staðar, að vega þungt við mótun markaðar fyrir myndlist en til þess þurfa þau meira fjárhagslegt bolmagn og skýrari markmið. Eins og Kristinn Hrafnsson benti á í umræddri grein í Morgunblaðinu er það bagalegt að listastofnanir hér á landi eigi vegna fjárhagsvanda erfitt með að sinna lögbundnum verkefnum svo sem að safna myndlist og miðla henni til al- mennings. „Söfnin eiga í raun að virka eins og verðbréfastofur fyrir safnara og eiga að dæla frá sér upplýsingum um hvað þau eru að bralla með innkaupum sínum,“ segir Kristinn. Ef sú væri raunin væru án efa mun meiri líkur á að atvinnulífið og safnarar tækju á virkan og upplýstan þátt í upp- byggingu íslensks listmarkaðar. Um leið yrði rekstur einkarekinna gallería raunhæfari, íslenskum myndlistarmönnum til framdrátt- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.