Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐARÁTAK um nýsköpun er yf-irskrift nýsköpunarsamkeppn-innar að þessu sinni. Fram kom ímáli aðstandenda keppninnarþegar henni var formlega hleypt af stokkunum fyrir nokkrum dögum að markmið átaksins væri að örva nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í íslensku atvinnulífi til að stuðla að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Ætlunin væri að stuðla að mark- vissum vinnubrögðum við virkjun nýrra hugmynda í atvinnulífinu og laða fram áhugaverð verkefni. Nýsköpun og frum- kvöðlastarfsemi í atvinnulífi hefði mikil áhrif á hagvöxt og þar með lífskjör almenn- ings. Að Nýsköpun 2003 standa Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, KPMG, Háskól- inn í Reykjavík, Morgunblaðið, Íslands- banki og Byggðastofnun. Tveir þeir síðastnefndu hafa ekki komið að keppninni áður. Auk þess styðja Síminn, Eimskip, Samherji og Nýherji keppnina. Skilafrestur í Nýsköpun 2003 er til 31. maí 2003, en úr- slit verða kynnt í september það ár. Viðskiptaáætlanir af ýmsum toga Samtals bárust 229 viðskiptaáætlanir í þeim þremur nýsköpunarsamkeppnum sem haldnar hafa verið til þessa. Þar af bárust 85 áætlanir í fyrstu keppninni, Nýsköpun 1999. Árið eftir bárust 35 áætlanir en Ný- sköpun 2001 var sú fjölmennasta, þá bárust 109 viðskiptaáætlanir. Þeir sem skráðu sig til keppni í þessum samkeppnum voru 700 að tölu árið 1999, 650 árið 2000 og 580 árið 2001. Þær viðskiptaáætlanir sem borist hafa í keppnunum til þessa eru af ýmsum toga. Það sama á og við um þær áætlanir sem fengið hafa viðurkenningu eða verðlaun. Má þar nefna ýmsa starfsemi á sviði hugbún- aðargerðar, fatahönnun, ferðamál, þróun í skólastarfi, tannlækningar, heilbrigðismál- efni, tækninýjungar, ljósmyndir, nýjungar í rekstri leikskóla og margt fleira. Þátttakendum í nýsköpunarsamkeppnum hefur frá upphafi staðið til boða að sækja námskeið þar sem sérfræðingar leiðbeina við gerð viðskiptaáætlana. Fjöldi þeirra sem sótt hafa slík námskeið hefur verið á bilinu 4–500 í hverri keppni. Nú eftir áramót verða haldin námskeið víða um land vegna Nýsköpunar 2003. Eins og áður fá allir sem skrá sig til keppni leiðbeiningarhefti og Excel-líkan til aðstoðar við að vinna að uppsetningu við- skiptahugmyndar. KPMG hefur smíðað þetta líkan. Auk þess fylgir með gögnum sérstakur CD-diskur með fyrirlestrum og ýmsum öðrum gögnum sem eiga að geta komið þátttakendum að gagni. Viðameiri samkeppni en áður Nýsköpun 2003 er nokkru viðameiri en þær samkeppnir sem haldnar hafa verið hingað til. Keppnin er nú í fyrsta skipti með tvennum hætti. Annars vegar er hægt að senda inn fullbúna viðskiptaáætlun, sem þarf að vera u.þ.b. 20–25 síður. Hins vegar er nýjung að hægt er að leggja fram hug- myndalýsingu. Hún þarf að uppfylla ákveð- in skilyrði hvað varðar innihald og lengd og skal hún vera 5–7 síður. Hugmyndalýsing getur ekki unnið til verðlauna í aðalkeppninni en hún fer hins vegar í hóp þeirra sem koma til álita við val á fulltrúum Íslands í Evrópukeppni um við- skiptahugmyndir. Hugmyndalýsingar munu fá stutta umsögn dómnefndar. Í aðalkeppninni, þ.e. samkeppni um við- skiptaáætlanir, er keppt um peningaverð- laun. Fyrsti vinningur er ein milljón króna, að viðbættri ráðgjöf hjá KPMG, og önnur verðlaun eru 500 þúsund krónur. Þar að auki eru veitt fimm eitt hundrað þúsund króna hvatningarverðlaun. Fullgildar viðskiptaáætlanir verða lesnar og metnar af sérfræðingum og fær hver áætlun ítarlega umsögn. Í Nýsköpun 2003 verður höfðað sér- staklega til starfandi fyrirtækja. Í því sam- bandi er ekki endilega verið að leita að ný- stárlegum hugmyndum, heldur verkefnum sem kalla á gerð viðskiptaáætlunar. Þetta geta t.d. verið verkefni sem fela í sér sókn á nýja markaði, þróun nýrrar þjónustu eða vöru, starfsemi á sviði verslunar o.s.frv. Auk þess er eins og áður lögð áhersla á að laða fram nýstárlegar hugmyndir úr um- hverfi frumherjanna. Á annað hundrað ný störf Samkvæmt könnun Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins má ætla að á annað hundrað ný störf hafi orðið til í landinu í tengslum við þær samkeppnir um gerð viðskiptaáætlana sem haldnar hafa verið til þessa. Einnig er gert ráð fyrir að til hafi orðið nokkur fjöldi nýrra fyrirtækja vítt og breitt um landið í framhaldi af samkeppnunum. Hér til hliðar eru viðtöl við aðstandendur tveggja fyrirtækja og eins verkefnis sem fengu verðlaun í fyrri samkeppnum. Til- viljun réð því hvaða fyrirtæki og verkefni voru tekin til athugunar en af nógu var að taka. Ekki verður annað séð af þessum fyr- irtækjum og verkefninu en að samkeppni um gerð viðskiptaáætlana hafi komið að gagni og að nýstárlegar hugmyndir frum- herja hafi verið laðaðar fram. Þjóðarátak um nýsköpun Yfir 200 viðskiptaáætlanir hafa verið sendar inn til keppni í þau þrjú skipti, sem efnt hefur verið til samkeppni um gerð viðskiptaáætlana til þessa. Grétar Júníus Guðmundsson kynnti sér markmið Nýsköpunar 2003 og ræddi við þátttakendur sem hlotið hafa viðurkenningu og starfa á grundvelli viðskiptaáætlana sem þeir lögðu fram. Auk þess voru fulltrúar tveggja nýrra aðstandenda keppninnar teknir tali. gretar@mbl.is Samkeppni um gerð við- skiptaáætlana, Nýsköpun 2003, er farin af stað í fjórða skipti og er skila- frestur í keppninni til 31. maí 2003. ÍSLANDSBANKI hf. hefur bæst í hóp þeirra fyrirtækja og stofn- ana sem standa að Nýsköpun 2003. Halldór S. Magnússon, for- stöðumaður fyrirtækjaviðskipta á útibúasviði Íslandsbanka, segir að bankinn hafi sérstökum skyld- um að gegna gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Mun fleiri þessara fyrirtækja hafi val- ið Íslandsbanka sem sinn við- skiptabanka en nokkurn annan banka. „Bankinn leitast við að uppfylla þarfir hvers og eins fyr- irtækis fyrir fjármálaþjónustu en vill á sama tíma styðja við þau verkefni sem líkleg eru til að skapa framfarir og efla fyrirtækin,“ segir Halldór. „Með aðild að Nýsköpun 2003 fær Íslandsbanki kærkomið tækifæri til að taka þátt í að efla íslenskt atvinnulíf í náinni sam- vinnu við fyrirtækin í landinu.“ Allar hugmyndir gjaldgengar Halldór segir engan vafa leika á að gagn sé að samkeppni af þessu tagi. Hvað eina sem hvetji til frjórrar hugsunar sé af hinu góða. Það eitt að forráðamenn fyr- irtækis setjist niður og geri áætlun um tiltekna viðskipta- hugmynd geti skipt verulegu máli fyrir viðkomandi fyrir- tæki. „Í svörum þeirra sem tekið hafa þátt í nýsköpunarsam- keppni undanfarin ár kemur fram að þeir telji sig hafa haft mikið gagn af þátttöku, hún hafi komið þeim til þess að for- ma hugmyndir sem lengi höfðu blundað í þeim. Mörgum hug- myndum hefur verið hrint í framkvæmd og ný störf hafa skapast. Auk þess sem leitað er eftir frumkvöðlahugmyndum eins og áður verður nú lögð sérstök áhersla á að fá hugmyndir frá starfandi fyrirtækjum. Hvers kyns hugmynd- ir, stórar og smáar, geta unnið til verðlauna, hvort sem um er að ræða hugmynd um nýja eða breytta framleiðsluaðferð, nýja eða breytta vörutegund, nýja eða breytta sölu- aðferð eða sölu inn á nýja markaði. Allar hug- myndir eiga heima í Nýsköpun 2003,“ segir Halldór. Tækifæri til að efla íslenskt atvinnulíf Halldór S. Magnússon „ÞÁTTTAKA Byggðastofnunar í Nýsköpun 2003 er tilkomin af því að við sem störfum hjá stofnun- inni teljum þetta vera tæki til at- vinnuþróunar sem efli frum- kvöðlastarf á landsbyggðinni, á okkar starfssviði,“ segir Aðal- steinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem stofnunin er meðal þeirra sem standa að sam- keppni um gerð viðskiptaáætl- ana. Aðalsteinn segir að til að fá fjármagn til framkvæmda þurfi fyrirtæki og einstaklingar að leggja fram vandaðar viðskipta- áætlanir. Byggðastofnun vilji stuðla að því að Nýsköpun 2003 nái yfir allt landið, þ.e. að lands- byggðinni sé sinnt í verkefni af þessu tagi. Í því sambandi muni stofnunin til að mynda koma að námskeiðahaldi í tengslum við keppnina út um land. „Við lítum svo á að verkefnið feli í sér mik- ilvæga hvatningu til einstak- linga og starfandi fyrirtækja, sem kunna að liggja með góðar hugmyndir, að vinna þær áfram. Að því viljum við á Byggðastofn- un stuðla.“ Keppni sem gagnast á öllu landinu Að sögn Aðalsteins liggur ótvírætt fyrir að þær samkeppn- ir um gerð viðskiptaáætlana, sem haldnar hafa verið hingað til, hafi skilað miklum árangri. Fjöldi starfa hafi orðið til, víða um landið. Keppnin gagnist í raun á öllu landinu og ekki sé hægt að taka landsbyggðina sér- staklega út gegn höfuðborgar- svæði í þessu samhengi. „Við á Byggðastofnun bindum auðvitað vonir við að út úr Nýsköpun 2003 komi ferskar hugmyndir sem hægt verður að koma í framkvæmd þegar fram líða stundir,“ segir Aðalsteinn. Tæki til atvinnuþróunar Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofn- unar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.