Morgunblaðið - 05.01.2003, Side 36

Morgunblaðið - 05.01.2003, Side 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Amma mín, þú varst svo fögur að innan sem utan að orð fá því ekki lýst. Er ég heyri orðið glæsileiki dettur mér þú í hug. Þú varst yndislegasta amma sem nokkur gæti hugsað sér. Þær voru ekki fáar stundirnar sem við barnabörnin fengum að njóta góð- vildar ykkar afa. Hjá ykkur leið mér alltaf eins og prinsessu. Ég gleymi því ekki hversu gott kjöt í karríi þú framreiddir, síðan fékk ég nammi í skál ef ég borðaði allan matinn minn og lá fyrir framan sjónvarpið með þér og afa. Það kom ekki sjaldan fyr- ir að þú og ég sofnuðum áður en sjón- varpsefninu var lokið og bar afi mig þá upp í rúm. Alltaf voruð þú og afi til staðar þegar ég þurfti á ykkur á að halda. Ég þakka fyrir allar stundirnar sem ég fékk að vera hjá ykkur. Mér leið svo vel í Bláskógunum hjá ykkur að mér hlýnar um hjartarætur er ég hugsa um þær stundir. Ég mun varð- veita þær minningar ævilangt. Þú varst ekki eingöngu amma í mínum huga. Í mínum huga varstu líka ein besta vinkona mín. Við þig var hægt að ræða um allt milli himins og jarðar. Ég minnist kvöldstund- anna sem við áttum eftir að afi dó er við sátum saman í Bláskógunum og ræddum saman um það að við tryð- um á líf eftir dauðann. Sú trú veitir mér styrk í sorginni því ég veit innst MÁLFRÍÐUR ERLA LORANGE ✝ Málfríður ErlaLorange fæddist í Reykjavík 5. júlí 1936. Hún lést á Landspítala–há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 21. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 3. janúar. inni að afi kom að sækja þig. Þú varst aldrei full- komlega hamingjusöm eftir að hann dó en eins og þú sagðir sjálf þá lifðir þú fyrir börnin þín og barnabörn. Ég sakna þín svo sárt amma mín en ég veit að nú eruð þið afi eitt á ný og lifið hamingjusöm og að við munum á endan- um hittast öll þegar sá tími kemur. Ég bið þig að smella stórum kossi á hann frá mér og segja honum hversu mikið ég hef saknað hans. Amma mín ég elska þig heitar en orð fá lýst og ég bið Guð að geyma þig, elsku amma mín, þín Kristín Erla. Elsku amma mín. Ég á voða bágt með að trúa því að þú sért farin frá okkur, þú sem varst svo hlý og góð og dekraðir við okkur barnabörnin öllum stundum þegar við vorum í heimsókn hjá þér í Blá- skógunum. Þetta var allt svo fljótt að gerast og fannst mér voða skrítið að vera að opna jólapakka frá þér núna á jólunum, eftir að þú varst farin, far- in á betri stað, farin til afa sem við söknum öll svo mjög. Margar góðar minningar á ég um þig sem ég mun ylja mér við og allar stundirnar sem við sátum saman og töluðum um svo margt munu aldrei úr minni mínu hverfa. Elsku amma mín, takk fyrir allt og hvað ég er heppinn að hafa átt svona einstaka ömmu eins og þig. Farðu nú í friði í faðm afa, sofðu rótt amma mín og sjáumst seinna. Þinn, Einar Þór. Elsku amma. Guð geymi þig og vonandi líður þér vel hjá Helga afa. Ég man þegar ég og Tommi gist- um hjá þér um helgar og við fengum alltaf gott í matinn. Það var mjög gaman hjá þér. Gunnar Helgi. Mig langar í nokkrum orðum að minnast æskuvinkonu minnar Mál- fríðar Erlu sem yfirleitt var kölluð Malla. Okkar fyrstu kynni voru er við byrjuðum saman í sjö ára bekk í Austurbæjarskólanum og höfum við allar götur síðan haldið vinskapinn. Malla var einkabarn Fanneyjar Jó- hannsdóttur og bjó hún á Lindargötu 43A ásamt Jóhanni afa og Helgu ömmu. Húsið er í minningunni ákaf- lega fallegt og hýsti gott fólk og ekki fannst manni minna til búskaparins í garðinum koma, en þar voru m.a. hestar. Nú er húsið komið á Árbæj- arsafn þar sem það hefur öðlast verð- ugan sess. Við vinkonurnar áttum margar ánægjustundir saman og brölluðum margt skemmtilegt. Yfir- leitt var þó mamma Fanney innan seilingar og hafði auga með okkur stöllunum. Malla var hörkudansari og á unglingsárunum dönsuðum við mikið og oft og höfðum mjög gaman af. Malla kynnist ung eiginmanni sín- um, Gunnari Helga, og eignuðust þau þrjú mannvænleg börn og eru barna- börnin orðin mörg og mannvænleg. Malla og Gunnar Helgi voru ákaflega samrýnd og missti Malla mikið þegar Gunnar Helgi féll frá snögglega árið 1999. Það er því skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni og missir þeirra Jóhanns Inga, Steindórs og Heiðu, maka þeirra og barna er mikill. Um leið og við, ég og fjölskylda mín, þökkum Möllu samfylgdina og allar ánægjulegar stundir í gegnum tíðina, á ég mér því þá ósk að algóður Guð styrki þau í sorginni og verði þeim miskunnsamur. Margrét Árnadóttir. Það tók mig svolítinn tíma að fá mig til að setjast niður og skrifa þessa kveðju. Allt gerðist þetta svo hratt. Hinn 21. desember hringdi Arnar og lét mig vita að þér færi hrakandi. En um kvöldið, einmitt á sama tíma og ég sagði mömmu hvað Arnar hefði sagt mér, hringdi hann aftur og talaði svo ofurhljóðlega og rólega og sagði: ,,Amma er farin.“ Mín fyrstu viðbrögð voru bara grátur og ,,nei“, en þá bætti hann við að þetta væri allt í lagi, nú værir þú hjá afa. Ég kynntist þér fyrst, Malla mín, þegar maðurinn þinn lést. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom fyrst til þín með Arnari Smára og þú brostir í gegnum sorgmædd augun og bauðst mig velkomna á þitt heimili. Þú hafð- ir þennan styrk sem Arnar Smári hlýtur nú frá þér. Ég fékk aldrei að að kynnast Gunnari, eða Helga, eins og þú kallaðir hann, manninum þín- um. En við tvær áttum ófáar og góð- ar stundir saman í eldhúsinu þínu við kertaljós og mynd af honum og spjölluðum um hann. Með orðum þín- um og minningum um Helga varð ég fyrst vitni að skilyrðislausri ást og virðingu. En nú ert þú aftur komin í faðm mannsins þíns, sem þú þráðir svo mikið, og ást ykkar mun fylgja börnunum ykkar og barnabörnum sem þú varst svo stolt af og þreyttist aldrei á að dást af. Ég hitti þig síðast fyrir nokkrum vikum síðan. Stoppið var stutt en ég lofaði þér að koma aftur eftir prófin. En kveðjan í dyragættinni í Bláskóg- unum var sæt og síðasta setning þín til mín mun alltaf vera mér ofarlega í huga og hjarta: ,,Heiða, við getum alltaf verið vinkonur.“ Þú gafst mér svo góðar og skemmtilegar minning- ar til að lifa með. Það er bara engin leið fyrir mig að lýsa því hve mikið þú hefur kennt mér og gefið, og ég vona að Guð gefi mér að ég muni aldrei gleyma því meðan ég lifi. Malla (amma), ég mun aldrei gleyma þér. Takk fyrir allt. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Mínar dýpstu samúðarkveðjur sendi ég Arnari Smára, Heiðu, Stein- dóri, Jóhanni Inga og fjölskyldum. Álfheiður (Heiða litla). Hún Malla okkar er farin frá okk- ur. Söknuðurinn er mikill. Hlutirnir gerast hratt. Malla var með okkur á árlegri jólagleði á föstudegi, fór í „smáaðgerð“, að við töldum, á þriðju- degi en var öll á laugardegi. Nógu slæmt var til þess að hugsa að SH ætti aðeins eftir að njóta starfskrafta Möllu í eitt ár til viðbótar og þótti okkur vinnufélögum hennar erfitt að sætta okkur við þá tilhugsun en það að við værum að kveðja hana í hinsta sinn hvarflaði ekki að neinum. Alltaf var Malla mætt með þeim fyrstu, hress og kát í bragði. Hún var ekki aðeins góður vinur, heldur einn- ig úrræðagóð í vinnu, bæði nákvæm og rösk. Ekki var verið að draga til morguns það sem hægt var að gera í dag. Það var alltaf gott að leita til Möllu. Hún var ætíð tilbúin að hlusta og hjálpa til við að leysa hlutina. Gamli verkstjórinn úr Sjófangi var aldrei langt undan. Malla var ekki bara glæsileg kona sem bar sig með mikilli reisn heldur var hún líka AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvu- pósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/ eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minningargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksenti- metrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina Látið minninguna lifa um ókomna tíð á gardur.is! upplýsingar í síma 585 2700 eða hjá útfararstjórum. gardur.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MAGNDÍS MAGNÚSDÓTTIR, Magga Magg frá Patreksfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 30. desember. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði þriðjudaginn 7. janúar kl. 15.00. Kristinn Jónsson, Þórdís B. Kristinsdóttir, Samson Jóhannsson, Auður Kristinsdóttir, Kristinn Samsonarson, Jóhann Samsonarson, Magni Þór Samsonarson, Hugi Hreiðarsson, Bogi Leiknisson, Auður Magndís Leiknisdóttir og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA MAGNEY GUÐMUNDSDÓTTIR frá Reykjarfirði, Víkurtúni 1, Hólmavík, lést á Sjúkrahúsi Akraness á nýársdag. Kveðjuathöfn verður í Háteigskirkju miðviku- daginn 8. janúar kl. 15.00. Jarðsett verður frá Árneskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 14.00. Bjarnveig Elísabet Pálsdóttir, Sævar Hr. Benediktsson, Jensína Guðrún Pálsdóttir, Eysteinn Gunnarsson, Páll Lýður Pálsson, Gíslína V. Gunnsteinsdóttir, Júlíana Ágústsdóttir, Jón Vilhjálmur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.