Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 27 Heimsferðir og Félag húseigenda á Spáni hafa nú undirritað samning um sæti til Alicante sumarið 2003. Beint flug alla miðvikudaga í sumar tryggir þér þægilega ferð í glæsilegum nýjum þotum og þægilegasta ferðatíma í sólina í sumar. Sala er nú hafin og geta aðilar að Félagi húseigenda á Spáni snúið sér til Heimsferða og bókað sæti nú þegar. Verð kr. 30.900 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Skattar, kr. 3.650 fyrir fullorðinn, kr. 2.875 fyrir barn, innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 34.550 Fargjald fyrir fullorðinn. Skattar kr. 3.650 innifaldir. Verð kr. 27.275 Fargjald fyrir barn. Skattar kr. 2.875 innifaldir. · Afsláttur færist á bókanir þegar ávísanir frá FHS er skilað til Heimsferða. Salan er hafin Bókaðu sæti og tryggðu þér afslátt Félags húseigenda á Spáni Samningur við Félag húseigenda á Spáni Flugsæti til Alicante frá kr. 30.900 sumarið 2003 Dagsetningar í sumar 13. apríl 27. apríl 14. maí 21. maí 28. maí 4. júní 11. júní 18. júní 25. júní 2. júlí 9. júlí 16. júlí 23. júlí 30. júlí 6. ágúst 13. ágúst 20. ágúst 27. ágúst 3. sept. 10. sept. 17. sept. 24. sept. 1. okt. Notaðu Atlas- og VR-ávísanirnar til að lækka ferðakostnaðinn * * * * Athugið! Auglýst verð er með húseigendaafslætti. SÁ sem yrkir sér til hugarhægð- ar á sinn rétt eins og aðrir. Har- aldur S. Magnússon fetar ekki stór- skálds stíg en rennir hýru auga til ljóðadísinnar. Þessi bók hans, sem er reyndar endurútgefin og jafn- framt aukin, er tileinkuð hundrað ára minningu foreldra hans og systkina og hefst því á ljóðum tveim sem bera yfirskriftina Ald- arminning móður og Aldarminning föður. Að öðru leyti sækir Haraldur yrkisefni til ýmissa átta, mest til náttúrunnar, þar næst til þjóðlífs- ins en einnig að nokkru leyti til þjóðtrúarinnar. Og sums staðar hillir undir fjarlæg lönd. Fyrsta ljóðið er á allan handa máta stílað eftir gamalli íslenskri ljóðhefð. Á dögum rómantíkur og sjálfstæðisbaráttu létu stórskáldin sjaldnast hjá líða að yrkja til mæðra sinna. Minningin um móð- urina rann þá gjarnan saman við tákngerving landsins, fjallkonuna. Móðirin varð ímynd alls hins far- sælasta í mannlífi og náttúru; sann- kölluð fósturlandsins Freyja, gyðju lík. Þegar stundir liðu og skáldin tóku að horfa gegnum sjónpípu realismans var fremur litið til fórn- fýsi hennar og líknandi handar í hörðum heimi, strits og erfiðis við kröpp kjör. Haraldur stillir strengi sína fremur eftir hinum síðar töldu. Kvæði hans er þrjú erindi átthend og hljóðar hið fyrsta svo: Hálfa öld hún hérna var en hafði kjark og þor, byrðin þung í bakið skar og býsna þungt var spor. Börnin ól upp, uxu brátt þótt efnin væru smá. Að kveldi var sú kona sátt í koti sínu þá. Hversu margir hafa minnst mæðra sinna í bundnu máli með þessum hætti? Sá fjöldi mundi lík- ast til sprengja ramma tölfræðinn- ar ef allt væri talið. Kvæði Haralds er aðeins eitt af fjölmörgum og ber því kunnuglegan svip. Þegar bók- inni er svo flett kemur í ljós að hann skiptir brátt um stíl og tón- tegund; einskorðar sig ekki nauð- synlega við rím og ljóðstafi, yrk- isefnin enda fjölbreytilegri og hversdagslegri. Þar á móti kemur að Haraldur hefur gaman af orða- leikjum og fer þar að dæmi yngri skálda. Að láta það dæmi ganga upp getur þó reynst enn erfiðara en að finna rétta orðið í rímuðu kvæði. En heiti nokkurra ljóða gefa hugmynd um fjölbreytni yrkisefn- anna: Á Ströndum, Söngfuglinn, Kona, Leikur að orðum, Mexíkó, Snjóflóð, Grýlukvæði. Bókinni lýkur svo með kvæðinu Lýðveldi Íslands 50 ára. Það er með svipuðu sniði og Aldarminning móður, þrjú erindi átthend. En þar lýsir Haraldur ættjarðarást sinni með fögrum orðum um leið og hann strengir þess heit að vinna að bætt- um hag og betra lífi í landinu. Rödd Haralds er lágvær og dregur skammt í ys og þys dag- anna. Allt um það minnir bók hans á – ásamt með ótal slíkum – að ljóðið á sér enn sterkan hljóm- grunn í meðvitund og tilfinningalífi þjóðarinnar. Erlendur Jónsson Úr ýmsum áttum BÆKUR Ljóð eftir Harald S. Magnússon. 47 bls. 2. útg. aukin. Útg. höfundur. Prentun: Prentsmiðja Hafnarfjarðar ehf. 2002. GEGNUM EINGLYRNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.