Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 43 DAGBÓK SEGJUM sem svo að lesandinn spili Standard og geti opnað á veikum tveim- ur í tígli. Það er enginn a hættu og norður á að hefja leikinn með þessi spil: Norður ♠ Á8 ♥ 7 ♦ G96542 ♣8653 Er þetta opnun á tveim- ur veikum tíglum? Margir myndu segja sem svo: Því ekki það – staðan er góð til að hindra, utan hættu í fyrstu hendi, og ekki þýðir að bíða endalaust eftir réttu spilunum. Eftir því sem aldurinn færist yfir dálkahöfund hefur hann tekið að efast um réttmæti þessarar rök- færslu. Það gildir um hindrunar- sagnir eins og blekkisagnir að alltaf þarf að taka tillit til makkers. Er það þess virði að af- vegaleiða hann í því skyni að slá ryki í augu mótherj- anna? Í þessu tilfelli er makker blekktur á tveimur vígstöðvum: Annars vegar er tígullinn óvenju lélegur og hins vegar er norður vel spilanlegur í laufi ef makk- er á þar langlit. Ef opnað er á tveimur tíglum er nánast útilokað að makker geti tekið vit- rænan þátt í sögnum. Lít- um á þessi ósköp: Norður ♠ Á8 ♥ 7 ♦ G96542 ♣8653 Vestur Austur ♠ KD6 ♠ G1043 ♥ ÁG1065 ♥ D9832 ♦ ÁD7 ♦ K103 ♣G4 ♣9 Suður ♠ 9752 ♥ K4 ♦ 8 ♣ÁKD1072 Vestur Norður Austur Suður -- 2 tíglar Pass Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Suður er dæmdur til að passa tvo tígla og þegar AV renna sér í fjögur hjörtu er freistandi að dobla með einspil í tígli og 2–3 varnarslagi. Allavega hvarflar ekki að suðri að fara í fimm lauf upp á eigin spýtur. Spilið kom upp í jólamóti BR á sunnudaginn. AV fengu góða skor fyrir að spila hjartageimið og vinna fimm. Á sama hátt uppskáru NS vel fyrir að fórna í fimm lauf, sem fara aðeins einn niður. Og leiðin þang- að er þessi: Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 lauf 1 hjarta 2 lauf 4 hjörtu 5 lauf Dobl Pass Pass Pass Norður passar í upphafi og hækkar svo laufopnun suðurs rólega í tvö og eft- irlætur makker að taka síðustu ákvörðunina. Lærdómurinn er þessi: Engan leikaraskap þegar makker á eftir að tjá sig. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. a3 Rge7 7. b4 cxd4 8. cxd4 Rf5 9. Be3 Rxe3 10. fxe3 f5 11. Bd3 Be7 12. Rc3 0-0 13. 0-0 Kh8 14. h3 Hc8 15. Re2 Bg5 16. Dd2 Bh6 17. g4 g6 18. Hf2 De7 19. Haf1 Hf7 20. Hg2 fxg4 21. hxg4 Hcf8 22. Hg3 a5 23. b5 Rd8 24. Kg2 Kg8 25. Hh3 Dxa3 26. Hfh1 Hxf3 27. Hxf3 Hxf3 28. Kxf3 Rf7 29. Dc3 Df8 30. Kg2 Dd8 31. Rf4 Bf8 32. Kg3 Rh6 33. Be2 a4 34. Bf3 Rf7 35. Dc2 De8 36. Dxa4 Bxb5 37. Dc2 Rg5 38. Dc7 Bc6 39. Bg2 Bb4 40. Kf2 Be7 41. Hb1 Kf8 42. Ha1 Kg8 43. Kg1 Bf8 44. Ha7 Rf7 45. Bf1 Bh6 46. Da5 Bg5 47. Ha8 Bd8 48. Db4 Kg7 49. Be2 Dd7 50. Bd3 Be7 51. Db1 Bg5 Staðan kom upp í alþjóð- lega móti í Groningen 1997 sem Sergei Movsesjan sigraði á. Hann hafði hvítt gegn hinum kunna og sterka stórmeistara Mikh- ail Gurevich. 52. Bxg6! Bxf4 svartur yrði mát eftir 52... hxg6 53. Dxg6#. Í framhaldinu kom hann heldur ekki neinum vörn- um við. 53. Bxh7 Bxe3+ 54. Kg2 Rxe5 55. Hg8+ Kf6 56. Df1+! og svartur gafst upp enda óverjandi mát. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð metnaðargjörn og njótið vinsælda vegna tryggðar ykkar og vinarþels. Þið ættuð að einbeita ykkur að einkalífinu á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Málsnilld þín getur fært þér peninga í dag. Allt sem þú segir og gerir getur snúist þér í hag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn hentar vel til að skipuleggja ferðalög með vin- um eða ættingjum. Það er velvild á milli ykkar og það auðveldar ykkur að ná sam- komulagi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samstarfsfólk þitt er óvenju hjálplegt í dag. Þetta er fyrsta merki þess að vinnuað- stæður þínar séu að batna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ættir að tjá þínum nán- ustu ást þína í dag. Þér lætur óvenju vel að tjá tilfinningar þínar og fólki líður vel þegar það finnur að það er elskað. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur næmt fegurðarskyn í dag. Notaðu tækifærið og leitaðu leiða til að fegra um- hverfi þitt. Hagkvæmar lausnir gætu gert gæfumun- inn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur þörf fyrir að taka það rólega, lesa, horfa á sjón- varp og tala við vini þína. Taktu þér frí frá öðrum störf- um til að sinna þessum þörf- um þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn hentar vel til að ræða fjármál innan fjölskyld- unnar. Fólk er óvenju vin- samlegt og samvinnuþýtt og getur því hugsanlega fundið lausnir sem verða öllum til góðs. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir í dag. Sýndu fólki að þér standi ekki á sama um það. Bjóddu ein- hverjum í kaffi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fjáröflunarhugmyndir þínar eru vænlegar til árangurs. Þetta á sérstaklega við um hugmyndir sem tengjast samvinnu við yfirvöld eða stórar stofnanir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Njóttu dagsins með vinum sem hafa sama fegurðarskyn og þú. Þið getið notið þess að hlusta á fallega tónlist, farið á safn eða út í náttúruna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver kemur með góða hugmynd sem getur skilað þér árangri í starfi og aukið virðingu þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að reyna að vera í fallegu umhverfi í dag. Það mun hafa góð áhrif á þig að njóta hluta sem hafa ekki annað notagildi en það að vera það sem þeir eru. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT SMALADRENGURINN Út um græna grundu gakktu hjörðin mín; yndi vorsins undu, eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng; leikið, lömb, í kringum lítinn smaladreng. Steingrímur Thorsteinsson       Árnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. september sl. í Bryn- kirkju í Osló þau Anna Þuríður Guðmundsdóttir og Hans- Henrik Merckoll. Heimili þeirra er í Øvre Skogvei 14 c, 0281 Oslo, Noregi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. desember 2001 í Grafarvogskirkju af sr. Bjarna Þór Bjarnasyni þau Anna Hamar og Þórir Sandholt. Heimili þeirra er í Reykjavík. BRÚÐKAUP. Hinn 10. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Garðakirkju af séra Þórhalli Heimissyni þau Rakel Magnúsdóttir og Óskar Tryggvi Svavarsson. Heimili þeirra er í Kópa- vogi. Svipmyndir – Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst sl. í Dómkirkjunni af sr. Hjálmari Jónssyni þau Særún Sam- úelsdóttir og Krist- ian Guttesen. Heimili þeirra er á Hring- braut 54, Reykjavík. börn og fullorðna á öllum aldri Samkvæmisdansar, barnadansar, gömlu dansarnir, línudansar, kántrýdansar, salsa, tjútt og swing, hóptímar, einkatímar, sérnámskeið fyrir fyrirtæki, hópa og þroskahefta. Opið hús í HK-Húsinu Digranesi í dag, sunnudaginn 5. janúar, milli kl. 14 og 17 – Allir kennarar verða á staðnum – Kynning á starfsemi félagsins – Innritun á staðnum – Danssýningar – Danskennsla – Heitt kaffi á könnunni – Allir velkomnir ! Kennarar og leiðbeinendur á vorönn: Hildur Ýr, Óli Geir, Arna Björg, Helga Dögg og Ísak Innritun stendur frá 5.–12. janúar, Kennsla hefst laugardaginn 11. janúar Hildur Ýr danskennari Ísak og Helga Dögg Dansfélagið Hvönn HK-húsinu við Digranesveg, 200 Kópavogur, sími 862 6168, netfang: hvonn@islandia.is — danshusid@islandia.is, www.islandia.is/danshusid Vetrarútsalan í fullum gangi Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið í dag frá kl. 13-16 Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Innritun í síma 561 5620 frá kl. 16–18. Íbúar í Grafarvogi og nágrenni ATHUGIÐ: Kennt verður í Hamraskóla. Kennsla hefst 13. janúar ÖLDUVINNA (wave work) Ölduvinnan er öflug og þróuð aðferð og byggir á þeirri kenningu að tilfinningar sem ekki fá eðlilega útrás setjist að í líkamanum og haldi áfram að banka upp á hjá okkur þar til við gerum eitthvað í því. Öldutæknin er ótrúlega áhrifarík og einföld aðferð til að fást við tilfinningar. Á því lærum við stöðugt að sjá ótæm- andi möguleika okkar og öðlumst stöðugt dýpri sjálfsþekkingu og skilning. Helgarnámskeið, einkatímar og kvöldnámskeið Nánari upplýsingar og skráning í sími 562 0037 og 869 9293. Hómópatar og Heilsulausnir - Ármúla 17, 2. h., sími 588 8188. Guðfinna S. Svavarsdóttir, ölduv. og kripalujóga- kennari. Indversk grænmetismatargerð Námskeið í indverskri grænmetis- matargerð, fæða fyrir sál og líkama. Skemmtilegt eitt kvöld 13. jan., 15. jan. eða 22. jan. frá kl. 18–22.30 með Shabönu, sími 581 1465 og 659 3045. Indversk matargerð í eldhúsinu þínu. Shabana Zaman Ef þú vilt halda veislu þá kem ég á staðinn og sé um matinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.