Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ISTIN er ekki aðeins tvíræð heldur margræð. Ein af ástæð- unum fyrir því hvers vegna listasagan gengur sjaldnast upp eins og kapall er einmitt marg- ræðni hennar. Afurðir listasögunnar eru ennþá meðal okkar í formi ungra verka, eldri verka og fornra verka, þótt höfundar þeirra síðarnefndu séu fyrir löngu gengnir fyrir ætternisstapa. Mörgum finnst að þá ættu verk þeirra einnig að fá hvíld á ein- hverju góðu safni þar sem þau geta rykfallið í friði. Hvað getum við svo sem lært af þessu gamla drasli, spurðu fútúristarnir ítölsku, og súrrealistarnir frönsku skömmu síðar. En ekki eru öll kurl komin til grafar þótt ef til vill sé búið að grisja skóginn. Franski 19. aldar málarinn og myndhöggvarinn Jean-Léon Gérôme (1824–1904) hefur oft- ast nær fengið hrak- lega útreið í listasög- unni þótt hann væri tæknilega einhver fær- asti eftirmaður málarans Ingres, og sem slíkur sannur ljósberi hins svokallaða ný- gríska skóla á ofanverðri öldinni. Liðlega tvítugur sló hann í gegn á hinni opinberu Salon-sýningu með verkinu „Hanaslagur“, frá 1846, og 1864 var hann orðinn prófessor við Akademíuna í París. Þar sem hann kvæntist dóttur AdolpheGoupil, áhrifamesta gallerista Par-ísarborgar, átti Gérôme ávallt vísa sölu á verkum sínum. Að auki sá Goupil um að selja ljósmyndaprent af verkum hans út um allar jarðir og gera hann þannig að ein- hverjum þekktasta listamanni sinnar sam- tíðar. En með uppgangi impressjónismans fór að syrta í álinn fyrir Gérôme þegar nær leið aldamótunum. Hann var uppnefndur „pompier“, eins og svo margir aðrir aka- demískir listmálarar, en pompier þýðir brunaliðsmaður. Ástæðan var sú að nýklass- ískir málarar sýndu gjarnan goðumlíkar hetjur sínar með grísk-rómverska hjálma, en þess háttar höfuðfat minnti almenning á brunaliðshjálma. Það sem olli mestri slagsíðu Gérôme í listasögunni var þó margendurtekin tilraun hans – allar götur frá 1863 – til að koma í veg fyrir að franska ríkið keypti verk af im- pressjónistunum. Þó kastaði fyrst tólfunum þegar honum tókst að sverta svo ómetanlegt dánarbú listmálarans og safnarans Gustave Caillebotte, árið 1894 – en Caillebotte ánafnaði franska ríkinu nærfellt sjötíu verk úr eigu sinni eftir alla helstu meistara stefn- unnar – að einungis helmingurinn var þeg- inn. Aftur tókst Gérôme að eyðileggja fyrir framgangi impressjónismans, á Heimssýn- Þeir síðustu verða fyrstir… „Opticien“, frá 1902, eftir Jean-Léon Gérôme. Olíulitir á striga, 87 x 66 cm, einkaeign. AF LISTUM Eftir Halldór Björn Runólfsson ingunni, árið 1900. Tap franska ríkisins á þessum óforbetranlega listspilli er nú talið í milljörðum. Er nema von að hann fái ekki alltof falleg eftirmæli á síðum listasög- unnar? Og þó tókst honum, tveim árum fyrir dauða sinn, að skáka svo Marcel Duchamp (1887–1968), helsta postula framúrstefn- unnar á tuttugustu öld, að það verður að teljast með ólíkindum. Árið 1902 málaði Gérôme nefnilega málverkið „Opticien“, eða „Gleraugnasali“, og sendi á sýningu auglýs- inga- og skiltamálara í París. Málverkið er af terrierhundi með einglyrni, sem horfir raunamæddur á áhorfandann. Yfir skepn- unni svífa tvö vökul augu í lonníettum. Ramminn sjálfur er meistaraverk, alsettur ýmsum sjóntækjum sem minna á breiðan starfsvettvang gleraugnasalans. Það er þó orðaleikurinn snjalli semliggur í boga undir hundspottinu semmesta athygli vekur nú til dags. Þar stendur „O PTI CIEN“ í þrem orðum; framburður orðanna „au petit cien“, sem út- leggst „hjá litla hundinum“. Það fer ekki milli mála eftir hvern verkið er því við hlið hundsins stendur smáum prentstöfum: J.L. Gerome barbouillavit anno domini 1902 – J.L. Gerome krotaði á því herrans ári 1902. Vitað er að löngu síðar hreifst Salvador Dalí mjög af þessu verki, og varla er hægt að verjast þeirri hugsun að Marcel Duc- hamp – alias orðaleikjameistarinn Rose Sél- avy – hafi einnig vitað af myndinni, svo slá- andi líkur er orðaleikurinn „O-pti-cien“, orðaleikjum hans sjálfs og sértækum áhuga á sjóninni og hvers kyns sjóntækni. Að auki er afar líklegt að Duchamp hafi að hluta til sótt aðföng í síðasta stórvirki sitt „Étant donnés“ – „Að því gefnu“ – í málverk Gér- ômes „Vörður kvennabúrsins“, frá 1859. Að minnsta kosti eru hurðirnar í báðum verk- um sláandi líkar. Flest bendir því til að Du- champ hafi þekkt vel til ævistarfs Gérômes. En þó svo að það liggi milli hluta,breytir það engu um þá staðreyndað auglýsingaskilti Gérômes, frá 1902, er í senn óvenjusnemmborinn und- anfari dadaískra orðaleikja, súrrealískra furðumynda og auglýsingaskotinnar popp- listar. Það verður að teljast þó nokkuð, einkum þegar í hlut átti yfirlýstur haturs- maður allrar eðlilegrar listþróunar. SVO ég gerist nú hefð-bundin og þjóðlegsvona í blábyrjun ársþá verð ég að minnast á áramótaskaupið sem mér fannst stórskemmtilegt í ár. Þar fengu allir eitthvað við sitt hæfi, ,,pabbahúmorinn“ á sínum stað, eins og ein vin- kona mín orðaði það, í bland við steiktan unglingahúmor, að ógleymdum góðkunn- ingjum flestallra smábarna- heimila, Stubbunum. Í miðju Stubba-atriðinu runnu reynd- ar tvær grímur á eins árs gamlan frænda minn, sem ljómaði allur þegar Stubba- lagið byrjaði og iðaði af kæti þegar hann sá vini sína birt- ast þarna á hólnum, en varð hins vegar mjög skrýtinn á svipinn þegar sólin rann yfir skjáinn með andliti Arnar Árnasonar í gervi Davíðs Oddssonar í stað smábarnsins sem hann, líkt og aðrir heitir Stubbaaðdáendur, er vanur. Honum leist ekkert á blikuna og horfði dauðskelkaður í kringum sig, en vinkonur mínar sem eiga smábörn segja mér að nákvæmlega sömu viðbragða hafi orðið vart á þeirra heimilum. Eng- ar breytingar í Stubbalandi takk. Annað sem vakti mikla kát- ínu var sápuóperan á snekkj- unni, þar sem atvik úr við- skiptalífinu voru færð í stílinn og sett í búning þátta á borð við Leiðarljós og Glæstar vonir. Og svo maður snúi upp á þetta á frekar lummó hátt þá er ljóst að margir gera sér einmitt glæstar vonir um ára- mót. Sjálf hugsa ég stundum svona og svo ég deili því nú með lesendum hverjar vonir mínar eru svona almennt séð á nýju ári, þá óska ég þess og vænti að þetta verði ár kvenna. Nú getur strákurinn, sem kom upp að mér á bar um daginn og sagði að sér fyndist pistlarnir mínir oft heldur fullir af kvenrembu, hætt að lesa, en ég ætla hins vegar að leyfa mér að halda aðeins áfram á þessum nótum. Ég vil jafnframt geta þess að þó ég sé yfirleitt lítið fyrir að velta mér upp úr því neikvæða finnst mér ekki hægt að horfa framhjá því að árið sem var að líða var nokkuð áberandi karlaár. Þetta var eins og í góðri aksjónmynd, karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki. Forkólfarnir í viðskiptalífinu eru flestallir karlar, og enda þótt konur séu oft lykilmanneskjur í fyr- irtækjum þá eru þær yfirleitt millistjórnendur á meðan karlar eru aðalstjórnendur – Bond-gellan vinnur kannski allskonar afrek, en Bond er samt alltaf aðalgæinn. Þá stendur fyrir dyrum breytt hlutverkaskipan á Alþingi, en svo virðist sem hún verði kon- um ekki í hag heldur óhag, auk þess sem karlar virðast talsvert fleiri en konur meðal nýstirna í stjórnmálum. Kon- ur eru eins og hvítir hrafnar í umræðuþáttum um þjóðmál í sjónvarpi og á það bæði við um eldra og yngra fólk. For- menn stjórnmálaflokkana eru, eins og stendur, allir karlar og sömuleiðis meiri- hluti þeirra sem oftast fá tækifæri til að tjá sig op- inberlega fyrir hönd ungliða- hreyfinga stjórnmálaflokk- anna. Glænýjar niðurstöður sýna að launamunur kynjanna virðist hvergi vera á undanhaldi, þrátt fyrir að konur séu almennt að verða jafnmikið ef ekki meira menntaðar en karlar. Nú er ég orðin heldur móð og niðurlút af þessari upp- talningu og vil reyna að beina því sem eftir er af máli mínu upp á við. Því þangað liggur leiðin. Gagnkvæmur vilji virð- ist ríkja hjá körlum og konum um að staða kynjanna verði jöfn. Eftir að nýju fæðing- arorlofslögin taka fullt gildi er lagaleg staða okkar jöfn. Það sem vantar upp á er kannski ekki alveg svo greini- legt en eitthvað er það þó. Stundum er talað um að upp- bygging valdakerfis sam- félagsins sé ,,karllæg“, eða að kynbundið misrétti sé ,,kerf- islægur vandi“. Þegar svona er talað finnst manni næstum eins og verið sé að tala um einhvern draug, þetta er í það minnsta voða óáþreifanlegt og eitthvað sem er búið að vera allt-alltof lengi til um- ræðu og ætti þar af leiðandi að vera afgreitt. Mæður okkar, sem nú telj- umst til ungra kvenna, börð- ust fyrir því að við hefðum sömu tækifæri og strákarnir jafnaldrar okkar þegar við yxum úr grasi. Ég held að þeim hafi tekist þetta að mjög miklu leyti. Ég trúi því að minnsta kosti, þrátt fyrir áð- urnefnt tal um karlaárið, að stelpur hafi sömu tækifæri og strákar. Reyndar held ég að umrædd trú sé nauðsynleg forsenda þess að þetta geti verið satt – altso að við höfum sömu tækifæri. Annað sem er ekki síður nauðsynlegt er samstaða okkar, bæði kvenna og karla, í þeirri viðleitni að gera raunverulegt jafnrétti kynjanna að veruleika og breyta þeirri stöðu að konur séu mestmegnis í auka- hlutverkum þegar kemur að viðskiptum og stjórnmálum. Eins og áður sagði geri ég mér glæstar vonir um að kon- ur nái að blómstra á nýju ári og að þær skipi sér í hrönnum í bitastæð hlutverk bæði í við- skiptalífinu og í stjórnmálum. Þá yrði gaman að sjá fram- haldið af snekkjudramanu að ári þar sem við værum ekki lengur Arcadia og Ms. Sel- fridge, heldur Bónusmæðg- urnar. Og svo reynt sé að koma með einhverskonar praktíska tillögu að skrefi í átt til lausn- ar (þar sem óræð hugtök á borð við ,,karllægan strúkt- úr“ eru víðsfjarri), þá held ég að málið núna sé fyrst og fremst aksjón. Að gera. Að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, án þess að hugsa um það í þaula hvernig manni gæti mögulega mistek- ist. Segja já við spennandi tækifærum, án þess að vera búin að gulltryggja að ekkert gæti hugsanlega farið úr- skeiðis. Gera, gera, gera. Og hafa glæstar vonir að leið- arljósi. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Glæstar vonir bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.