Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 16. janúar frá kr. 45.962 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 16. janúar til Kanaríeyja á hreint ótrú- legu verði. Beint flug til Kanarí þann 16. janúar og þú getur valið um eina eða tvær vikur í sólinni. Það er um 25 stiga hiti á Kanarí um miðjan janúar, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Val um 1 eða 2 vikur Verð kr. 55.950 Verð fyrir manninn, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 16. janúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð kr. 58.750. Verð kr. 45.962 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skatt- ar. 16. janúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð kr. 48.260. LEIÐTOGI sértrúarsöfnuðar sem kveðst hafa klónað fyrsta barnið í veraldarsögunni hefur neitað því að koma fyrir rétt í Flórída í Bandaríkj- unum. Claude Vorihlon, leiðtogi Raelian- sértrúarhópsins, sagði í viðtali við kanadíska sjónvarpið að honum hefði verið gert að mæta fyrir rétti í Fort Lauderdale í Florída 22. þessa mán- aðar. Þar væri ætlunin sú að ákveða hvort færa bæri barnið undir vernd réttarins. Sagðist hann hafa ákveðið að hundsa þessa kvaðningu. Vorihlon, sem tekið hefur upp nafnið Rael, sagði að DNA-rannsókn á barninu hefði hafist á fimmtudag. Ætlunin hefði verið að leggja fram sönnun fyrir því að barnið, stúlka sem að sögn hópsins hefur verið skírð „Eva“, væri afkvæmi einræktunar. Rannsókninni hefði verið hætt sökum dómskvaðningarinnar í Flórída. Hópurinn lýsti yfir því í liðinni viku að stúlkubarnið „Eva“ hefði litið dagsins ljós. Þar með væri fyrsta ein- ræktaða barnið fætt. Vísindamenn hafa margir hverjir dregið fullyrðing- ar hópsins og leiðtoga hans í efa. Vorihlon er Frakki og kveðst hafa komist í samband við geimverur á áttunda áratugnum. Hann og fylgis- menn hans telja að geimverur hafi skapað lífið á Jörðinni með einrækt- un fyrir 25.000 árum. Í sjónvarpsvið- tölum hefur Vorihlon farið fram á að hann sé ávarpaður „yðar heilagleiki“. Annað barn í Hollandi? Belgíska sjónvarpsstöðin VTM greindi frá því seint á föstudagskvöld að annað einræktað barn myndi fæð- ast í Evrópu um helgina. Ræddi þar um barn tveggja samkynhneigðra kvenna. Þessi yfirlýsing barst frá Raelian-hópnum og sagði þar að landið þar sem barnið fæddist ætti landamæri að Belgíu. Landið á landa- mæri að Frakklandi, Þýskalandi, Lúxemborg og Hollandi. Síðar greindi sjónvarpsstöðin frá því að Vorihlon hefði skýrt frá því í símaviðtali að barnið myndi fæðast um helgina í Hollandi. Hætt við rann- sókn á „Evu“ Sértrúarhópur segir annað einrækt- að barn munu fæðast um helgina Washington. AFP. TVEIR menn, hið minnsta, féllu og tugir særðust í Caracas, höfuðborg Venesúela, á föstudagskvöld þegar leyniskyttur skutu á hóp mótmæl- enda. Átökin voru hörð. Stjórnarand- stæðingar grýttu lögreglu og fólk sem safnast hafði saman til að sýna Hugo Chavez, forseta landsins, stuðning. Lögregla hóf skothríð og stuðningsmenn forsetans svöruðu árásinni með því að grýta fjendur sína. Sjónvarpsstöð í Venesúela greindi frá því að sex menn hefðu verið flutt- ir í sjúkrahús með skotsár. 12 menn hefðu slasast eftir grjót- og flösku- kastið og 75 hefðu þurft á meðferð að halda eftir að hafa andað að sér tára- gasi. Óeirðirnar hófust er stjórnarand- stæðingar gengu að Fuerte Tiuna- herstöðinni í Caracas. Fólkið krafð- ist þess að herforingi í Þjóðvarðlið- inu, sem gengið hefur til liðs við andstæðinga forsetans, yrði leystur úr haldi. Þá var þess og krafist að Chaves forseti segði af sér. Við her- stöðina voru fyrir þúsundir fylgis- manna forsetans, sem nefnast „cha- vistas“ á spænskri tungu. Talsmenn mótmælenda sögðu að 30 stjórnarandstæðingar hefðu verið handteknir. Vændur um valdníðslu Ólga og óeirðir hafa verið daglegt brauð í Venesúela síðasta mánuðinn eða svo. Andstæðingar forsetans væna hann um valdníðslu og segja hann hafa svikið gefin loforð um að bæta kjör alþýðu manna. Olíuiðnað- urinn í landinu liggur að mestu niðri vegna verkfalla en Venesúela er fimmta mesta olíuútflutningsríki heims. Hugo Chavez hefur lýst yfir því að hann hyggist ekki víkja og að verkfallið verði brotið á bak aftur. Reuters Eldri maður leiddur á brott eftir að hafa lent í táragassárás lögreglunnar í Caracas, höfuðborg Venesúela. Tveir falla í Caracas Caracas. AFP. SALEEM Khan, sjö ára drengur í Kandahar í Afganistan, er hér að sauma blómamynstur á rúmfatnað en við það vinnur hann hálfan dag- inn eftir skóla. Eru vikulaunin hans um 320 ísl. kr. Mikið fjör hefur hlaupið í alls konar smáiðnað og verslunarstarfsemi í borginni eftir að talibanar voru hraktir frá völd- um. AP Harður heimur EIGANDI fornrar þorpsknæpu í Steventon, 90 km norðvestur af Lundúnum, hefur verið ákærður fyrir að hafa eyðilagt með jarðýtu hluta hins sögulega húss sem knæp- an hefur verið rekin í um aldir. Kvað starfsfólk knæpunnar hafa neitað manninum um afgreiðslu á áfengi á nýársnótt og hann brug- ðizt við með þessum óvenjulega hætti. Knæpan, The North Star Inn, er í 16. aldar bindingsverkshúsi í ensk- um sveitaþorpsstíl, sem í leið- sögubókum fyrir ferðamenn er lýst sem einstaklega vel varðveittu húsi frá þessum tíma. Eftir ölæðis- aðfarir eigandans voru veggir knæpunnar stórskemmdir og þakið hrunið að hluta. Kærður fyr- ir að rústa eigin knæpu Lundúnum. AP. BÁTS með 40 manns um borð er saknað undan ströndum Tansaníu. Lagði hann úr höfn sl. þriðjudag og síðan hefur ekki til hans spurst. Báturinn fór frá hafnarbænum Tanga og var ferðinni heitið til eyj- arinnar Pemba en þangað er aðeins þriggja til fimm stunda sigling. Tals- maður lögreglunnar á svæðinu sagði, að báturinn hefði aldrei komið í áfangastað og sjálf réði hún ekki yfir skipi til leitar. Eina vonin er, að bát- urinn hafi hrakist fyrir veðri og vind- um til Kenýa eða jafnvel til Comor- os-eyja. 40 manna saknað Dar Es Salaam. AFP. ♦ ♦ ♦ TVEIR menn hafa verið handteknir í Halmstad í Svíþjóð í tengslum við morðið á 22 ára gömlum karlmanni, Marcus Norén. Höfuðið af honum fannst sl. mánudag gaddfreðið í ánni Nissen en aðrar líkamsleifar í svört- um plastpokum á víð og dreif í ánni með aðstoð kafara og leitarhunda, að sögn Dagens Nyheter. Norén hvarf 28. desember. Hinir handteknu eru að sögn Lars Ham- ren, lögreglumanns sem stjórnar rannsókninni, báðir með langan of- beldisferil að baki og fundust einnig líkamsleifar í íbúð þar sem þeir náð- ust eftir ábendingu frá almenningi. Talið er að þeir hafi myrt Norén í íbúð hans við Söderlings-götu í miðbæ Halmstad. Íbúðin er í nokkur hundruð metra fjarlægð frá Nissen- ánni. Annar mannanna er 46 ára gamall og er hann grunaður um verknaðinn en hinn er 28 ára og talinn hafa veitt honum aðstoð. Óljóst er hvert tilefnið er en vitað er að Norén var mjög áhugasamur um svonefndan „hlutverkaleik“. En ekki er vitað til að hinir handteknu hafi þekkt hinn látna og hafa menn því gefið upp á bátinn tilgátur um að Norén hafi ásamt mönnunum tekið þátt í ofbeldisfullum hlutverkaleik sem hafi endað með morði. Tveir handteknir vegna morðs í Halmstad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.