Morgunblaðið - 05.01.2003, Page 56

Morgunblaðið - 05.01.2003, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fyrsta heimilið Á FYRSTU sýningu ársins í Lista- safninu á Akureyri verður fjallað um fordóma í fjölbreyttri mynd. „Hún kemur inn á viðkvæma hluti; ég vona að ekki fari allt í bál og brand, heldur að sýningin veki at- hygli og skapi umræðu. Mér finnst vanta að listin taki þverpólitískan þátt í mótun samfélagsins,“ segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins, í samtali við Morgun- blaðið í dag. Sýningin ber yfirskriftina Aftökur og útrýmingar og er þrískipt. Einn hlutinn er Hitler og hommarnir, sem Hannes segir hafa vakið mikið umtal á Manhattan í fyrra en sú sýning fjallar um útrýmingarherferð nas- ista gegn hommum í síðari heims- styrjöldinni. Á myndinni má sjá Hannes Sig- urðsson við eitt verkið á fyrstu sýn- ingu ársins í Listasafni Akureyrar. Sýningin Aftökur og útrýmingar verður opnuð 18. janúar næstkom- andi. Sýning um fordóma í fjölbreyttri mynd Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson  Menningarmálaliðinn/10 FARÞEGUM í innanlandsflugi sem fara um íslenska áætlunar- flugvelli hefur fækkað umtalsvert á seinustu tveimur árum í kjölfar mikillar fjölgunar á árunum 1998–2000 og stigvaxandi aukn- ingar á árunum þar á undan þeg- ar farþegaflutningar jukust að jafnaði um tæp 4% á hverju ári. Afkoma FÍ snýst til betri vegar Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vefsíðu Flugmála- stjórnar fóru um 656 þús. brott- farar- og komufarþegar um áætl- unarflugvelli á fyrstu 11 mánuðum nýliðins árs og fækkaði frá sama tímabili á árinu á undan þegar þeir voru tæplega 690 þús- und. Árið 2000 var fjöldi þeirra hins vegar um 862 þús. og tæp- lega 896 þús. flugfarþegar fóru um íslenska áætlunarflugvelli ár- ið 1999. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir ríka ástæðu til að ætla að botninum sé náð hvað þetta varð- ar. Bendir hann því til stuðnings á að afkoma flugfélaga í innan- landsflugi hafi snúist til betri veg- ar á seinasta ári. „Þegar samkeppni í innan- landsflugi fór óheft af stað vorið 1997 varð mikil aukning í flugi og farþegaflutningum innanlands. Það dró síðan mjög úr þessu vegna þess að félögin töpuðu stórfé eins og menn þekkja. Það er hins vegar mjög jákvætt á árinu 2002 að afkoma Flugfélags Íslands er orðin allt önnur og betri en hún var og þess vegna er full ástæða til að ætla að botn- inum sé náð,“ segir hann. Þorgeir bendir einnig á að gera megi ráð fyrir nýju vaxtarskeiði ef stór- iðju- og virkjanaframkvæmdir hefjast á Austurlandi. Einnig skipti verulegu máli í þessu sam- bandi hver þróunin verður í komu erlendra ferðamanna til landsins. Minni flugumferð Flugumferð um íslenska áætl- unarflugvelli hefur einnig dregist mikið saman á seinustu árum. Flughreyfingar (lendingar og flugtök) á íslenskum áætlunar- flugvöllum hafa ekki verið færri um langt árabil en í fyrra. Á fyrstu 11 mánuðum ársins 1998 voru skráðar um 233 þús. flug- hreyfingar á íslenskum áætlunar- flugvöllum. Árið 2000 voru flug- hreyfingar á sama tímabili 137 þús. og á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs voru flughreyfingar á íslenskum áætlunarflugvöllum rúmlega 101 þúsund, skv. tölum Flugmálastjórnar. Vöru- og póstflutningar um ís- lenska áætlunarflugvelli hafa einnig dregist saman jafnt og þétt á seinustu árum. Á fyrstu 11 mán- uðum ársins 1994 fóru 4.638.941 kg af vörum og pósti um íslenska áætlunarflugvelli, 1999 voru 3.188 tonn flutt um áætlunarflugvelli og á fyrstu 11 mánuðum seinasta árs voru vöru- og póstflutningar komnir niður í 2.462 tonn. Minnkandi flugumferð og flutningar um íslenska áætlunarflugvelli Talið að botn- inum sé náð +, $   " $     !"#$%&#' %&&              (!) HLJÓMSVEITIN Incredible String Band, þekkt bresk þjóðlagasveit frá sjöunda áratugnum, leikur á tónleik- um í Íslensku óperunni í maí. Incredible String Band er einna þekktust fyrir plötuna The Hang- man’s Beautiful Daughter sem kom út árið 1968. Ári síðar vann sveitin sér jafnframt til frægðar að leika á Wood- stock-tónleikahátíðinni umtöluðu. Þekkt þjóð- lagasveit til landsins  Woodstock-hljómsveit/51 KALT og stillt veður hefur verið á Fljótsdalshéraði undanfarið. Þessar ungu stúlkur brugðu sér á skauta í Lómatjarnargarðinum á Egilsstöðum, en þar er harðfrosinn og rennisléttur ís á polli. Hann freistaði fleiri en ungra skautadrottninga; tveir hjólaguttar í baksýn veltu forvitnilega fyr- ir sér ótraustum ísruðningnum á afgirtum hluta tjarnarinnar. Fallegt vetrarveður var á Egilsstöðum í gærmorgun, logn og átta stiga frost. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skautað með kuldabola í Lómatjarnargarðinum Egilsstöðum. Morgunblaðið. LÖGREGLAN á Selfossi lagði hald á 90 hassplöntur og búnað til ræktunar eftir húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hveragerði síð- degis á föstudag. Húsnæðið var sérútbúið fyrir ræktun hassplantnanna og framleiðslu úr þeim. Einn maður, forráðamaður húsnæðisins, var handtekinn. Við húsleit heima hjá hon- um á Selfossi og einnig í bíl hans fundust fíkniefni, e-töflur, maríjúana, hass og sveppir. Um er að ræða stærsta fund lögreglunn- ar á fíkniefnum og búnaði og er fundurinn árangur af rannsóknarvinnu lögreglu- manna. Maðurinn sem handtekinn var verð- ur ákærður enda telur lögreglan sýnt að efnin sem fundust og plönturnar hafi ekki verið ætluð til eigin nota. Á meðal búnaðar til ræktunar eru átta lampar til lýsingar í gróðurhúsum. Á ný- liðnu ári var 143 lömpum stolið úr gróð- urhúsum, að langmestu leyti úr húsum í Hveragerði en hver lampi kostar 15–20 þús- und krónur. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Níutíu hass- plöntur og búnaður í Hveragerði Selfossi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.