Morgunblaðið - 07.01.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 07.01.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 5. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 mbl.is Gatan loks malbikuð Langþráður draumur Gunnars og Stellu í Gilinu rættist 22 Ný unglingasaga talin verða næsta Harry Potter-æðið Fólkið 48 Efni í frábæran sellóleikara Margrét Árnadóttir sellóleikari hélt tónleika í Salnum Listir 30 Hryllingur á hvíta tjaldið LOÐNUVERTÍÐIN er hafin af fullum krafti út af Austfjörðum. Um 25 skip eru nú á miðunum og var mokveiði þar í gær og nokkur skip á landleið með fullfermi. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son hélt úr höfn í Reykjavík í gær til að mæla stærð loðnustofnsins, sjáv- arhita og seltu. Leiðangursstjórinn, Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing- ur, segir að rannsóknaleiðangurinn muni standa yfir í allt að þrjár vik- ur. Hann segir menn hafa séð mikið af loðnu og útlitið sé bjart. „Við för- um norður fyrir landið og byrjum væntanlega á því að reyna að fá yf- irlit yfir líklegustu loðnusvæðin og þar með talin veiðisvæðin austan við landið. Veðurspáin er mjög góð, nánast út vikuna, og þetta er mjög góð byrjun á loðnuveiðinni,“ sagði Hjálmar. „Þetta lofar mjög góðu. Þeir sjá loðnu mjög víða og veðrið getur ekki verið betra á þessum árstíma,“ sagði Freysteinn Bjarnason, út- gerðarstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Beitir NK varð fyrstur loðnubáta til að landa loðnu eftir áramótin. Hann landaði 1100 tonnum í Neskaupstað og hélt rak- leiðis á veiðar á ný. Eftir loðnuvertíðina í fyrra var útflutningsverðmæti loðnumjöls og -lýsis 16,3 milljarðar króna og hefur aldrei verið meira. Loðnuvertíðin í fyrra var ein sú besta hérlendis frá upphafi og fóru saman góð afla- brögð og hagstæðar markaðsað- stæður. Frá áramótum 2002 og til loka vertíðarinnar í lok mars náðist metafli á land, 890 þúsund tonn. Mjög bjart útlit með loðnuveiðar              Þetta lofar/17 Mokveiði út af Austfjörðum VETUR konungur ríkir nú með ótví- ræðum hætti víða í Evrópu og óveðr- ið hefur sett ferðaáætlanir þúsunda manna úr skorðum. Óvenjumikil snjókoma í Danmörku í fyrrinótt olli töluverðum töfum á Kastrup- flugvelli, þar á meðal á áætl- unarflugi Flugleiða. Um 1.000 strandaglópar neyddust til að eyða aðfaranótt mánudagsins á göngum flugstöðvarinnar. Snjókoma olli einnig tímabundnum lokunum á mörgum flugvöllum, járnbraut- artengingum og hraðbrautum þvers og kruss um meginlandið, allt frá Moskvu í austri til Bordeaux í vestri. Vetrarveðrið olli miklum töfum á lestar- og bílasamgöngum í Svíþjóð og Noregi, og þykkur ís er kominn á Helsingjabotn og Finnska flóa. Sunnar í álfunni hafa miklar rign- ingar valdið flóðum. Ljósmynd/NF- Bax Lindhardt Roskinn Kaupmannahafnarbúi öslar um snævi þakta Krónprinsessugötu í gamla miðbænum í gær. Vetrarríki í Evrópu  Norðurlönd/18 ORCA-hópurinn var mjög nálægt því markmiði sínu síðastliðinn vetur að ná yfirráðum yfir Ís- landsbanka. Ráðandi meirihluta tókst á síðustu stundu að koma í veg fyrir það. Þetta kemur fram í annarri grein af fjórum í greinaflokki Agnesar Bragadóttur, Baráttan um Íslands- banka, í blaðinu í dag. Var yfirtökutilraun Orca-hópsins úr sögunni þegar Hreggviður Jónsson, fyrrv. forstjóri Norðurljósa, dró framboð sitt til bankaráðs Ís- landsbanka til baka 6. mars, skömmu fyrir aðal- fund bankans. „Þar með máttu þeir Jón Ásgeir [Jóhannesson] og félagar sjá á bak mögulegum 5% stuðningi atkvæða Hannesar Smárasonar [aðstoðarforstjóra Íslenskrar erfðagreiningar] og mögulegum 4,31% stuðningi TM [Trygginga- miðstöðvarinnar] á einum og sama sólarhringn- um, sem í einu vetfangi gerði vonir þeirra um að ná undirtökunum í Íslandsbanka að engu,“ segir í greininni. Í greininni segir að hálfum mánuði fyrir aðal- fund Íslandsbanka sem haldinn var 11. mars sl. hafi ákveðnir fulltrúar eigenda bankans vaknað upp við vondan draum, einkum fulltrúar lífeyr- issjóðanna, þegar þeir sáu að Orca-hópurinn réði líklega yfir um 30% eignarhlut í bankanum, að meðtöldum tæplega 5% eignarhlut Hannesar Smárasonar í bankanum. Þeir sem stóðu að meirihlutanum í bankaráði Íslandsbanka réðu yfir öðrum 30%, þannig að við blasti að úrslitin í kosningu bankaráðs og hvernig meirihlutinn yrði skipaður myndi ráðast af hinum almenna hluthafa, yrði ekkert að gert. Fram kemur að Hannes Smárason fékk, að höfðu samráði við Bjarna Ármannsson, banka- stjóra Íslandsbanka, Hreggvið til að bjóða sig fram sem málsvara hins almenna hluthafa. Síð- ar frétti Hreggviður að Jón Ásgeir hafði merkt Orca-hópnum framboð hans. Auk þess fékk Hreggviður mjög afdráttarlaus skilaboð fyrir milligöngu fjölda manns um að það félli ekki í pólitískt kram stjórnarráðsins, ef hann yrði til þess að fella sitjandi meirihluta bankaráðsins. Orca var hársbreidd frá yfirráðum í Íslandsbanka  Mikið skorti/12–16 JEAN-Claude Trichet, seðlabankastjóri Frakklands, kom í gær fyrir rétt í áratugar gömlu hneykslismáli sem snýst um bók- haldssvindl Credit Lyonnais-bankans, sem var þá í ríkiseigu. Að Trichet skuli vera flæktur í þetta mál kann að hindra að hann verði næsti aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu, eins og áformað hafði verið. Trichet er ásamt átta öðrum frönskum bankamönnum og fjármálasérfræðingum ákærður fyrir að hafa átt aðild að meintri yfirhylmingu yfir tap sem varð á háum fjár- hæðum er franski ríkissjóðurinn hljóp und- ir bagga með Credit Lyonnais í byrjun tí- unda áratugarins, er bankinn átti í miklum rekstrarerfiðleikum. Á þeim tíma var Trichet einn af æðstu mönnum franska fjármálaráðuneytisins, en hans deild bar m.a. ábyrgð á eftirliti með ríkisreknum fyr- irtækjum. Trichet neitar öllum sakargift- um. Réttarhaldið tekur um sex vikur. Trichet fyrir rétt París. AFP, AP. Reuters Jean-Claude Trichet (t.v.) og Jacques de la Rosiere (t.h.), fv. seðlabankastjóri, koma út úr réttarsal í París í gær. Á SÍÐASTA ári drukku Íslendingar rúmlega 14 milljónir lítra af áfengi. Það samsvarar því að allir 20 ára og eldri hafi drukkið um 70 lítra af áfengum veigum í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins jókst áfengisneysla milli ára um 6,77%. Ef mælt er í hreinum vínanda er aukningin um 4,71%. Mesta söluaukningin var í léttum vínum, sem eru innan við 22% að styrkleika, um tæp 13%. Sala á bjór jókst um 6,32% en sala á sterkum vínum dróst saman um 4,32%. Við nánari skoðun kemur í ljós að neysla rauðvíns eykst mest milli ára eða um tæp 16%. Sala á hvítvíni jókst um 9,8%. Í lítrum talið selst þó tæp- lega þrisvar sinnum meira af rauð- víni. Langmest var innbyrt af bjór í fyrra eða tæpar ellefu milljónir lítra. Áfengis- neysla jókst um 6,77% ♦ ♦ ♦ ÍSRAELSK stjórnvöld meinuðu í gær sendinefnd palestínsku heimastjórnarinnar að sækja ráðstefnu í Lundúnum um frið- arhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs. Þau ákváðu ennfremur að loka þremur palest- ínskum háskólum. Þessar ráðstafanir Ísr- aelsstjórnar voru meðal viðbragða hennar við skæðu sjálfsmorðssprengjutilræði sem framið var í Tel Aviv í fyrradag. Voru þessi viðbrögð álitin mildileg með tilliti til þess að tilræði af stærðargráðu þess sem framið var á sunnudag – þar sem 22 fórust og yfir 100 særðust – hafa áður jafnan kallað á víð- tækar hefndaraðgerðir af hálfu Ísraelshers. En úrval ríkisstjórnar Ariels Sharons af hefndarkostum er orðið takmarkað – eink- um með tilliti til þess að þingkosningar fara fram í Ísrael eftir þrjár vikur og Banda- ríkjastjórn er mjög í mun að sem minnst sé um ofbeldi á svæðinu, nú er hún er að und- irbúa hugsanlega hernaðaríhlutun í Írak. Píslarvottasveit Al Aqsa, herskár klofn- ingshópur frá skæruliðasveitum tengdum Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, lýsti yfir ábyrgð á tilræð- unum. Talsmenn Fatah og heimastjórnar Palestínumanna fordæmdu þau. Úr röðum ísraelskra stjórnarliða komu hins vegar strax fram nýjar ásakanir um að Arafat hvetti sjálfur til slíkra árása á óbreytta ísr- aelska borgara. Gera bæri Arafat útlægan frá heimastjórnarsvæðunum. Talsmaður Píslarvottasveitar Al Aqsa upplýsti að hún nyti fjárstuðnings frá Íran og myndi halda árásum áfram. Viðbrögð Ísraela takmörkuð Jerúsalem. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.