Morgunblaðið - 07.01.2003, Page 4

Morgunblaðið - 07.01.2003, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1.458.- Geisladiskar CD-R 25 stk 720Mb / 80 mín / 1x - 32x Á tilboði núna Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. SKRIFSTOFUVÖRUR STEFÁN Pétursson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Landsvirkjunar, segir að þær forsendur sem Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi gefi sér um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar séu alrangar og niðurstaða hans um milljarðatap af virkjuninni eftir því. Ljóst sé að Landsvirkjun gangi ekki til samninga við Alcoa öðruvísi en að hafa það mark- mið og væntingar að hagnast af orkusölu frá virkj- uninni. Ólafur, sem er borgarfulltrúi F- lista frjáls- lyndra og óháðra, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag um Kára- hnjúkavirkjun. Taldi hann sterkar líkur vera á því að ein króna yrði greidd með hverri kílóvattstund sem seld yrði frá virkjuninni og tapið yrði árlega 4,4 milljarðar króna miðað við 4.400 gígavattast- unda raforkusölu á ári. Sagði hann orkuverðið vera á bilinu 50–60% af því sem það þyrfti að vera til að virkjunin bæri sig. Óskaði Ólafur jafnframt eftir því að borgarstjóri kæmi í veg fyrir af- greiðslu málsins innan stjórnar Landsvirkjunar á meðan það hefði ekki verið afgreitt frá svonefndri eigendanefnd fyrirtækisins, en Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi að 45% hlut í Lands- virkjun. Leikur sér með sjónarmið Stefán Pétursson segir að Ólafur leiki sér með skammtímasjónarmið annars vegar og langtíma- sjónarmið hins vegar. Villandi sé að taka eingöngu mið af heimsmarkaðsverði á áli í dag án þess að líta til stöðunnar á fjármálamörkuðum. Ólafur miði við ríflega 8–9% raunarðsemiskröfu, sem Stefán segir að sé alltof há miðað við Kárahnjúka- verkefnið og stöðu markaða í dag. Hann segir að þar sem fljótandi vextir á Bandaríkjadollar séu 1,4% í dag þurfi ávöxtunarkrafa á eigið fé að vera yfir 35% til að ná þeirri meðalkröfu sem Ólafur miðar við. Þetta sé augsýnilega úr öllum takti. Stefán minnir jafnframt á að veruleg fylgni sé á milli álverðs og vaxta. Því sé óvarlegt að gera á sama tíma ráð fyrir lágu álverði og háum vöxtum. Þetta megi m.a. sjá í ársreikningum Norðuráls á Grundartanga, sem sé að skila góðri afkomu þrátt fyrir lágt álverð. „Við erum algjörlega ósammála fullyrðingum Ólafs og teljum að hann slíti úr samhengi ýmsar staðreyndir og upplýsingar sem fyrir liggja,“ segir Stefán og bætir því við að honum þætti fróðlegt að vita afstöðu Ólafs til verkefnisins ef hann sjálfur teldi allar líkur á að virkjunin væri arðsöm. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun Ólafur F. Magnússon gefur sér alrangar forsendur HEIMSÓKN Brynjars Sigurðs- sonar og Helgu Dísar Árnadóttur til foreldra Brynjars endaði með nokkuð óvenjulegum hætti því Helga eignaðist barn heima hjá tengdaforeldrum sínum. Og ekki nóg með það heldur tóku sjúkra- flutningamenn á móti barninu. „Þetta er þriðja fæðingin sem ég aðstoða við í heimahúsi en sú fyrsta þar sem ég tek á móti og fæ barnið bókstaflega í fangið. Og þetta er alltaf jafn gaman, ef vel gengur. Svona fæðing er uppbót í starfi,“ sagði Gestur Ó. Pétursson, slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamaður hjá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins sem tók á móti stúlku í forstofu heimilis ömmu hennar í Skerjafirði á sunnudags- kvöld. „Þetta er annað barn þessara ungu hjóna. Konan var víst búin að segja sínum nánustu að hún bygg- ist við að sú stutta fæddist heima. Þegar við Ragnar Guðmundsson komum á vettvang var hún með miklum verkjum en er dró úr þeim komum við henni fyrir á sjúkra- flutningabörum. Þá sáum við fljótt hvert stefndi og sóttum í bílinn fæðingarböggul en í honum er sótt- hreinsaður búnaður sem notaður er við fæðingar. Hjalti Már Björns- son læknir, sem kom á vettvang um þessar mundir með Eyþóri Leifs- syni á neyðarbílnum, var tæpast búinn að taka böggulinn í sundur og að gera hann kláran er grillti í kollinn á stúlkunni og þá var ekki um annað að ræða en taka til hendi,“ sagði Gestur. „Þetta var mjög kostulegt allt saman, við vorum eiginlega laf- hrædd yfir að þurfa sjálf að taka á móti. En sem betur fer birtust sjúkraflutningamennirnir í tæka tíð, það skeikaði aðeins nokkrum mínútum,“ sagði Brynjar, en hann og Helgu voru í matarboði í Skerjafirðinum þegar stúlkan fæddist. Morgunblaðið/Golli Helga Dís Árnadóttir og Brynjar Sigurðsson með dótturina sem lá svona á að koma í heiminn. „Alltaf gaman þegar vel gengur“ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur framlengt til 18. febrúar gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt, sem grunaður er um að hafa stungið konu um fimmtugt með hnífi í íbúð í Reykjavík á aðfangadag. Úr- skurðurinn var kærður til Hæsta- réttar. Er þetta í annað skipti sem kveðinn er upp úrskurður um fram- lengingu gæsluvarðhalds yfir sak- borningnum. Þegar lögregla kom á vettvang hafi konan legið á gólfinu í stofu á heimili sínu með aðra konu stumr- andi yfir sér. Sakborningurinn sat í sófa í stofunni. Konan sem stungin var hafði blæðandi áverka á síðu. Haft er eftir vaktlækni á slysadeild að stungan hefði hæglega getað ver- ið banvæn. Gæsluvarð- hald fram- lengt í hníf- stungumáli KONAN sem lögreglan í Reykja- vík lýsti eftir 30. desember og hef- ur verið leitað síðan, fór til Kaup- mannahafnar 29. desember. Þær upplýsingar komu ekki fram fyrr en í gær. Að sögn Jónasar Hallssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, var að kvöldi 30. des- ember leitað eftir upplýsingum, með aðstoð lögreglunnar á Kefla- víkurflugvelli, um það hvort kon- an hefði farið úr landi og fengust þær upplýsingar að svo hefði ekki verið. Þegar Jónas hafði samband við farskrárdeild Flugleiða í gær kom í ljós að hún hafði farið til Kaupmannahafnar 29. desember. Ekki er ljóst hvers vegna þessar upplýsingar komu ekki fram fyrr en leitað verður skýringa á því. Mikil leit var gerð að konunni. Jónas segir að sporhundar hafi rakið slóð hennar niður í Naut- hólsvík og beindist leitin því að mestu leyti að sjónum og strand- lengjunni í kringum Reykjavík. Umfangsmest var leitin á laugar- daginn þegar um 50–100 lögreglu- og björgunarsveitarmenn tóku þátt í henni. Meðal annar voru fjörur gengnar frá Álftanesi að Sörlaskjóli í vesturbæ Reykjavík- ur og kafarar leituðu í höfninni. Konan sem var leitað Fór til Kaupmanna- hafnar fyrir áramót TÆPLEGA sextugur maður hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa slegið sambýliskonu sína margsinnis í höfuðið, brotið disk á höfði hennar og skorið hana í andlit og hendur með diskabrotum. Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir, að brot mannsins hafi verið hrottalegt og tilefnislaust og hefði hæglega getað valdið mun meiri meiðslum en raun varð á. Mað- urinn sagðist muna lítið eftir atvik- um sökum ölvunar en kannaðist þó við að hafa lagt hendur á konuna. Var hann dæmdur til að greiða henni 200.000 krónur í skaðabætur. Með líkamsárásinni, sem átti sér stað í heimahúsi í Reykjavík seint í apríl sl., rauf maðurinn skilorð fimm mán- aða fangelsisdóms sem hann hlaut 1999 fyrir skjalafals og var mann- inum nú dæmd refsing í einu lagi fyr- ir skjalafalsið og líkamsárásina. Maðurinn á að baki langan sakaferil sem nær aftur til 1962. Þá var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, en þá var hann 19 ára. Síðan þá hefur hann hlotið 35 refsi- dóma, fyrir ýmis brot, aðallega fyrir auðgunarbrot og skjalafals. Pétur Guðgeirsson kvað upp dóminn. Katr- ín Hilmarsdóttir sótti málið f.h. lög- reglustjórans í Reykjavík en Hilmar Ingimundarson hrl. var til varnar. Sló og skar sambýlis- konuna TVEIR menn 20 og 25 ára, hafa verið dæmdir í fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness fyrir innbrot í gullsmíðaverslun í Hafnarfirði. Sá yngri hlaut 15 mánaða fangelsi, þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir, en sá eldri var dæmdur í sjö mán- aða fangelsi. Mennirnir brutu sér leið inn í verslunina og stálu 48 skartgripum aðfaranótt jóla 2001. Var verð skartgripanna metið 2,8 milljónir króna. Báðir eiga mennirnir tals- verðan sakarferil að baki. Þar sem sá yngri er hættur neyslu fíkniefna, er í sambúð og á von á barni auk þess sem hann stefnir á nám, ákvað dómurinn að fresta fullnustu refs- ingar 12 af 15 mánaða fangelsis- refsingu í þrjú ár. Stálu skartgripum fyrir 2,8 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.