Morgunblaðið - 07.01.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Mikill áhugi á brids
Félagslega
sterkur leikur
Félagsvísindastofnunfann það út fyrirnokkrum misser-
um, í einni af mörgum
könnunum sínum, að
fjórði hver Íslendingur
þekkti til brids á þann
hátt að geta spilað spilið.
Líkt og að kunna mann-
ganginn í skák. Þetta er
með ólíkindum hátt hlut-
fall þjóðar, að sögn Guð-
mundar Páls Arnarsonar,
forstöðumanns Bridsskól-
ans sem var nýverið að
auglýsa næstu námskeið
sín. Guðmundur gaf sér
dálitla stund til að ræða
um brids við Morgunblað-
ið.
– Hvenær byrjuðu
menn að spila brids?
„Það er nú kannski
sveipað óvissu nákvæmlega hve-
nær við byrjuðum að spila brids,
en spilið eins og við þekkjum það
í dag er ekki gamalt, raunar að-
eins um áttatíu ára. Brids er
runninn af vist, sem margir
þekkja og allt þar til að spilið
komst í sinn núverandi búning
hefur hann farið í gegnum þó
nokkur breytingarskeið sem er
kannski of langt mál að fara út í
hér.“
– Nútímabridsinn, hvað er
helst um hann að segja?
„Upphaf íþróttarinnar er mið-
að við 1925, er Harold Vanderbilt
og vinir hans lögðu grunninn að
þeim útreikningi sem stuðst er
við í dag. Þeir sigldu þá um Pan-
amaskurð og spiluðu brids svo
dögum skipti, og prófuðu þá alls
konar útfærslur og afbrigði og
hugmyndir. Hópurinn rataði þá á
réttu formúluna að þeim brids
sem er spilaður í dag.“
– Og hefur spilið þá ekkert
þróast?
„Ekki reglurnar sem slíkar
sem er til marks um hversu vel
útfærð breyting Vanderbilts og
félaga var. Hins vegar hefur orð-
ið gífurleg þróun í sagntækni. Á
fyrstu árum íþróttarinnar eru
menn að gera alls konar tilraunir
sem hafa haldið áfram æ síðan og
má líta á sem raunverulegan þátt
af spilinu. Það er sífellt reynt að
búa til nákvæmari og betri sagn-
kerfi og ekki sér fyrir endann á
þeirri vinnu. Ennfremur hefur
orðið mikil þróun í varnarsam-
vinnunni“
– Það er áleitið að spyrja: Er
þetta ekki einstaklega flókið spil
og er nokkuð allra að læra það?
„Það má alveg bera þetta sam-
an við skák þar sem maður er
kannski tíu mínútur að læra
mannganginn en síðan alla ævina
að verða svona þokkalegur skák-
maður. Leikreglur eru miklu
fleiri í brids og hann er vissulega
margslungnari heldur en skák.
Hins vegar er það eini munurinn,
það eru fleiri reglur og útfærslur,
en í sjálfu sér ekki erfiðari reglur
að læra heldur en í skákinni.“
– Bridsskólinn er einmitt að
auglýsa námskeið þar
sem um tíu kvöld-
stundir er að ræða...
„Já, það er sá tími
sem þarf til að komast
yfir þessar reglur. Ég
er bæði með námskeið fyrir byrj-
endur og lengra komna og ég er
ekki að þreyta byrjendur með
sögulegum fróðleik. Við förum
strax út í að skilgreina spilið og
það er mjög fljótt að verða
skemmtilegt hjá okkur. Það er
nefnilega grundvallaratriði,
brids er skemmtun. Brids er leik-
ur. Fólk á ekki að hugsa öðru vísi
um brids. Þetta er jafnframt gíf-
urlega félagslega sterkur leikur,
fólk kemur sér upp bridshópum
og klúbbum þar sem fólk á öllum
aldri situr sem jafningjar og spil-
ar af hjartans lyst.“
– Á öllum aldri seg-
irðu…hverjir koma og læra
brids?
„Það er fólk á öllum aldri og
það kemur á ýmsum forsendum.
Sumir eru að undirbúa sig fyrir
efri árin, að gera sig gjaldgenga
fyrir elliheimilið þegar þar að
kemur. Það kemur og mikið af
hjónafólki. Þetta eru kvöldnám-
skeið þannig að ég er ekki að fá
mikið af krökkum, en nemendur
mínir eru á bilinu 18 til 80 ára.“
– Ef þetta er spilað í pörum,
verða menn þá að koma til þín í
pörum?
„Nei, það er alger óþarfi. 30–
40% af nemendum koma stakir.
Við leysum það mál.“
– Hvað hefurðu kennt mörgum
að spila brids?
„Skólinn var 25 ára á síðasta
ári og ég tók við honum fyrir 18
árum. Síðan rúlla ég rúmlega
hundrað manns í gegn á hverjum
vetri á almennum námskeiðum
og svo talsverðum fjölda á auka-
námskeiðum. Þetta gera hátt í
þrjú þúsund manns. Ísland er í
öðru sæti yfir fjölda keppnisspil-
ara miðað við höfðatölu, með
1400 manns, aðeins Holland er
ofar okkur með tæplega 100 þús-
und manns. Með heimaspilurum
má margfalda tölu okkar a.m.k.
tuttugu- til þrjátíufalt. Síðan er
mikill fjöldi til viðbótar sem kann
grundvallaratriðin.“
– Hvar stendur Ísland í styrk-
leika?
„Við erum í fremstu röð þótt
ekki hafi unnist allra stærstu titl-
ar síðan Bermúdaskál-
in vannst árið 1991.
Við erum meira og
minna í topp tíu og höf-
um t.d. síðustu árin
tvisvar verið í átta liða
úrslitum á Ólympíumótum. Þá
erum við ýmist í fyrsta eða öðru
sæti á Norðurlandamótum.
– Hvers vegna eru Íslendingar
svona góðir í brids?
„Erum við ekki góð í öllu sem
við tökum okkur fyrir hendur?
Ein kenning sem ég hef er ná-
lægðin, sem sagt, bestu spilar-
arnir hafa gott næði og tíma til að
slípa sig saman.“
Guðmundur Páll Arnarson
Guðmundur Páll Arnarson er
fæddur 1954 í Reykjavík, en er
búsettur í Kópavogi. Guðmundur
rekur Bridsskólann, gefur út og
ritstýrir Bridsblaðinu og er fyr-
irliði íslenska bridslandsliðsins.
Maki hans er Guðrún Guðlaugs-
dóttir blaðamaður og eiga þau
samtals sjö börn.
Aðeins
Holland er
ofar okkur
Útsala
50-70%
afsláttur
Opnunartími
miðvikudag kl. 14-18 • fimmtudag kl. 14-18 og 20-22
föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14
Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi • sími 577 4949
Næs
Láttu ekki svona, Dabbi minn, komdu og hlustaðu á hvað það hjalar dásamlega.
UMSÓKNARFRESTUR um emb-
ætti forstöðumanns Kvikmyndamið-
stöðvar Íslands rann út sl. föstudag.
Menntamálaráðuneytinu bárust
sautján umsóknir um starfið.
Umsækjendur eru: Anna G. Magn-
úsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Árni
Thoroddsen, Daði Bragason, Frið-
bert Pálsson, Gísli Þór Gunnarsson,
Inga Björk Sólnes, Laufey Guðjóns-
dóttir, Óli Örn Andreassen, Páll Bald-
vin Baldvinsson, Ragnar Halldór
Blöndal, Rúnar Gunnarsson, Sigurð-
ur G. Valgeirsson, Sigurgeir Orri Sig-
urgeirsson, Valgeir Guðjónsson, Þor-
finnur Ómarsson og Þór Elís Pálsson.
Í samræmi ákvæði kvikmyndalaga
mun menntamálaráðuneytið senda
umsóknirnar til umsagnar kvik-
myndaráðs. Lokið verður við að skipa
í kvikmyndaráð í lok þessarar viku.
Að fengnum umsögnum kvikmynda-
ráðs mun menntamálaráðherra skipa
í embættið.
Tólf umsóknir bárust um starf for-
stöðumanns Kvikmyndasafns Ís-
lands. Þeir sem sóttu um eru eftir-
taldir: Árni Thoroddsen, Birna
Gunnarsdóttir, Einar S.H. Þorbergs-
son, Erlendur Sveinsson, Guðmundur
Ásgeirsson, Jón Ólafur Ísberg,
Oddný Sen, Ragnar Halldór Blöndal,
Rakel Halldórsdóttir, Sigurgeir Orri
Sigurgeirsson, Steinar Almarsson og
Þórarinn Guðnason.
Menntamálaráðuneytið mun senda
umsóknirnar um starf forstöðumanns
Kvikmyndamiðstöðvar til umsagnar
kvikmyndaráðs. Að fengnum um-
sögnum kvikmyndaráðs mun
menntamálaráðherra skipa í embætt-
ið. Skipað verður í embætti forstöðu-
manns Kvikmyndasafns í síðasta lagi
1. mars næstkomandi.
Sautján sækja
um stöðu for-
stöðumanns
Kvikmyndamiðstöð Íslands
KONA á fimmtugsaldri missti hægri
höndina í vinnuslysi í Ullarþvottar-
stöðinni í Hveragerði í gærmorgun.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi varð
slysið með þeim hætti að konan var
að losa um stíflu í ullartætara þegar
gaddar í honum gripu í hönd hennar
með þeim afleiðingum að höndin fór
af við úlnlið. Konan var flutt á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi. Mál-
ið er til rannsóknar hjá lögreglu og
starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins
kannaði einnig aðstæður á vettvangi.
Missti höndina
í vinnuslysi
MEÐ sameiningu Hollustuverndar
ríkisins, Náttúruverndar ríkisins og
embættis veiðistjóra um áramótin í
Umhverfisstofnun varð til veiði-
stjórnunarsvið stofnunarinnar sem
tók við hlutverki veiðistjóra. Um 17
þúsund skotveiðimenn fá um þessar
mundir sendar veiðiskýrslur vegna
veiðinnar á síðasta ári.
Í frétt frá veiðistjórnunarsviði seg-
ir að tvær nýjungar hafi verið teknar
upp á skilavef veiðistjórnunarsviðs-
ins. Þegar skotveiðimenn skili veiði-
skýrslu geti þeir um leið sótt um leyfi
til hreindýraveiða. Einnig séu veiði-
menn beðnir að tilgreina fjölda veiði-
daga á hverri veiddri dýrategund.
Segir að mikilvægt sé að fá uppgefinn
fjölda veiðidaga til að sjá sóknar-
þunga að baki veiðinni þar sem út frá
honum megi meta álag á veiðistofna.
Þá kemur fram að færst hafi í vöxt
að veiðimenn skili skýrslum með raf-
rænum hætti. Skiluðu 11.087 veiði-
menn skýrslu í fyrra og voru 65% í
rafrænu formi. „Nú fá 9.245 veiði-
menn af 16.888 lykilorð til netskila
sent með tölvupósti í stað skýrslu-
forms í bréfi og eru það viss þáttaskil
þar sem þetta er í fyrsta sinn sem
fleiri fá veiðiskýrslu með tölvupósti en
með hefðbundnum pósti,“ segir m.a. í
fréttatilkynningu.
Nýjung við skýrslugjöf
skotveiðimanna
Mikilvægt
að tilgreina
fjölda
veiðidaga
♦ ♦ ♦