Morgunblaðið - 07.01.2003, Page 10

Morgunblaðið - 07.01.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra í Reykjavík hefur fallið frá áætlunum um 3% niðurskurð í rekstri sambýla fatlaðra á árinu. Í gær barst framkvæmda- stjóra svæðisskrifstofunnar til- kynning frá félagsmálaráðuneyti um að hann ætti að draga til baka bréf sem hann sendi milli jóla og nýárs þar sem hann fór þess á leit við forstöðumenn sambýla að þeir leituðu leiða til að ná 3% niðurskurði í rekstr- inum á þessu ári. Björn Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri svæðisskrifstof- unnar, segist ekki vita hvernig ráðuneytið ætli að ráða fram úr fjárhagsvanda svæðisskrifstof- unnar en hann muni eiga fund með Páli Péturssyni félagsmála- ráðherra síðar í dag. „Ég veit ekki hvernig á að leysa þetta en ég sá a.m.k. ekki aðra leið á sínum tíma en að gera þetta svona. Nú er þetta kallað til baka og menn ætla að setjast yfir það hvernig við getum bæði rekið þá starfsemi sem er í dag og fjármagnað það sem á að gera, samkvæmt áætlunum Al- þingis og hugmyndum ráðuneyt- isins varðandi ný úrræði,“ segir Björn. Á hann þar við nýtt sam- býli sem á að taka til starfa í haust og úrræði hvað varðar skamtíma- og dagvistun. Björn segir að áfram verði reksturinn þó endurskoðaður og hagrætt, eins og gengur og ger- ist hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum. „Ég er mjög glaður, mér var enginn hlátur í hug þeg- ar ég tilkynnti þetta enda hringdu forstöðumennirnir í mig 2. janúar og sögðu að þetta hefði verið heldur óskemmtilegur ný- ársglaðningur sem ég var að senda þeim,“ segir hann. Ætlunin er að spara 40–50 milljónir króna Ætlunin var að spara 40–50 milljónir króna með niðurskurð- inum og átti að nota þá fjármuni til stofnunar nýs sambýlis og til að bæta aðstöðu í skammtíma- vistun. Þannig var ætlunin að hagræða til að geta þjónustað fleiri en alls eru rúmlega 100 manns á biðlista eftir ýmiss kon- ar þjónustu hjá svæðisskrifstof- unni. Alls heyra um 30 sambýli í Reykjavík undir svæðisskrifstof- una, tvær skammtímavistanir, tvær dagvistanir og ein vinnu- stofa. Fallið frá 3% niður- skurði í rekstri sambýla Rúmlega 100 manns á biðlista stjórinn afturkallaði bréfið. Páll segir að nú verði leitað leiða til að fella starfsemi á vegum Svæðisskrifstofunnar að ramma fjárlaga. „Fagleg forysta í því starfi verður hjá Þór Þórarinssyni skrifstofustjóra fjölskylduskrif- stofu. Markmiðið er að gæði fé- lagsþjónustunnar verði ekki skert, það er númer eitt. Síðan verður ráðinn maður með sér- þekkingu á rekstri til að fella starfsemina að fjárlögum í sam- vinnu við forstöðumann og starfs- fólk svæðisskrifstofunnar,“ segir hann. Páll segir að aldrei áður í hans ráðherratíð hafi verið jafn vel gert við þennan málaflokk á fjárlögum eins og í ár. Svæðisskrifstofan hafi fengið 1.220 milljónir króna á fjár- lögum árið 2002 en hafi fengið 180 PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segist ekki hafa haft vitn- eskju um bréf Björns Sigur- björnssonar, framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, þar sem hann fór fram á að forstöðumenn sambýla skæru reksturinn niður um 3% á þessu ári. Telur Páll að það hafi ekki verið rétt af Birni að senda bréfið. Fyrirsjáanlegt hafi verið að ekki væri hægt að ná 3% hag- ræðingu alls staðar nema með því að skerða þjónustuna. „3% hagræðingarkrafa á línuna gengur að okkar dómi alls ekki vegna þess að á sumum stöðum er búið að hagræða svo sem unnt er. Það er ekki hægt að hafa flata hagræðingarkröfu, sömu á öll sambýlin,“ segir Páll. Hann fór fram á það í gær að framkvæmda- milljóna króna hækkun fyrir ný- hafið ár, eða alls 1.400 milljónir króna. Þá hafi skrifstofan fengið 70 milljónir króna á fjáraukalög- um til að greiða uppsafnaðan halla frá liðnum árum. Svæðisskrifstofan ekki beðin að hagræða svona mikið Páll segir að þrátt fyrir að rík- isstjórnin hafi ákveðið að krefja allar ríkisstofnanir um að hag- ræða rekstrinum um 2% til að ná markmiðum í ríkisfjármálum hafi Svæðisskrifstofan ekki verið beðin um að hagræða svo mikið. „Þetta gengur nokkuð jafnt yfir stofnanir ráðuneytanna, en við kröfðum ekki Svæðisskrifstofuna í Reykja- vík um nema 20 milljóna króna hagræðingu,“ segir Páll. Leita leiða til að fella starfsemina að fjárlögum farinn að loga í ýmsu dóti í kring- um vélina og í hillum ofan við. Ingi- björg kallaði á nágranna sinn til hjálpar og kom hann á hlaupum með handslökkvitæki. Seinkaði það mjög útbreiðslu eldsins. Hún segist þó áður hafa verið búin að slá út rafmagninu, en ekki náð til slökkvi- tækis sem stóð í þvottahúsinu í miðju eldhafinu. Það hjálpaði einn- ig til að vatnsslanga brann í sundur og sprautaði vatni yfir gólfið. Vel gekk að slökkva eldinn að fullu en skemmdir, einkum vegna reyks, eru verulegar. Reykur fór um allt húsið og tók drjúgan tíma að reykræsta það, einkum háaloft sem erfitt var að komast að. Baldur segir að enn og aftur séu það reykskynjararnir sem vara við og bendir á mikilvægi þess að hafa þá sem flesta og í lagi. LAUST fyrir klukkan eitt í gærdag kviknaði í íbúðarhúsi að Árskógum á Egilsstöðum. Húsið er einlyft timburhús og komu snör handtök húsráðenda og nágranna í veg fyr- ir stórbruna. Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að kviknað hefði í út frá þvottavél. „Það vildi þannig til að húsfreyjan, Ingibjörg Þórhallsdóttir, var heima og hafði sett í í þvottavélina. Allt í einu fór reykskynjarinn í gang hjá henni og hún botnaði hvorki upp né niður í hvar eldur gæti verið, þangað til hún kíkti fram í þvottahús og sá þá hvar eldur logaði á bak við þvotta- vélina og alveg upp undir loft.“ Baldur segir að svo virðist sem kviknað hafi í út frá mótor þvotta- vélarinnar. Eldur hafi einnig verið Nágranni kom í veg fyrir stórtjón Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Litlu mátti muna að illa færi þegar kviknaði í þvottavél skömmu eftir há- degi í gær. Hjónin Þorsteinn Jónasson og Ingibjörg Þórhallsdóttir standa í brunarústum þvottahússins á heimili sínu. Egilsstöðum. Morgunblaðið. BROTIST var inn á vinnustofu Ragnars Helga Ólafssonar myndlist- armanns í gærnótt og stolið þaðan fartölvu hans. Tjónið er sérstaklega tilfinnanlegt fyrir Ragnar þar sem hann fæst við myndlist á Netinu. Viðtal birtist við Ragnar í Lesbók Morgunblaðsins um helgina þar sem greint var frá netlistaverki hans „Webwaiste“ sem vakið hefur nokkra athygli en um er að ræða eins konar gagnvirkan ruslahaug eða op- ið svæði þar sem netverjar geta tæmt þær ruslatunnur sem er að finna í tölvum þeirra. Þannig er ruslahaugurinn samsafn af nafnlaus- um texta, hljóði og myndbrotum víðs vegar að. Að sögn Ragnars er tölvuhvarfið mikið áfall. „Öll vinnan við listaverk- ið, breytingar, handritið og forritið hangir á bláþræði þar sem tölvan er horfin. Það er mikið af gögnum á henni sem eru mér algerlega óbæt- anleg og ég er reiðubúinn að greiða þeim rífleg fundarlaun sem hjálpar mér að hafa uppi á henni.“ Þeir sem kynnu að vita eitthvað um tölvuna er bent á að hafa sam- band við Ragnar en um er að ræða silfurlitaða Apple titanium fartölvu með raðnúmerinu QT2170CYLP5. „Ég held ég hugsi mig tvisvar um áður en ég birti mynd af mér í blaðinu ef þetta er lukkan sem hún færir,“ segir Ragnar. Fartölvu listamanns stolið HEILBIGÐISRÁÐUNEYTIÐ til- kynnti í gær hækkanir á hlutdeild sjúklinga í kostnaði vegna heilbrigð- isþjónustu frá 15. janúar næstkom- andi. Þetta þýðir að hlutur sjúklinga í komugjöldum í heilbrigðisþjónust- unni mun hækka úr 50 í 500 krónur. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs vegna hækkananna eru 83 milljónir króna á ári. Með breytingunum hækkar al- mennt komugjald á heilsugæslustöð úr 400 krónum í 500 krónur, gjald fyrir lífeyrisþega og börn hækkar úr 200 krónum í 250 krónur og gjald fyrir börn með umönnunarkort hækkar úr 100 krónum í 150 krónur. Almennt gjald fyrir komu á heilsu- gæslustöð utan dagvinnutíma hækk- ar úr 1.100 krónum í 1.140 krónur, sambærilegt gjald fyrir lífeyrisþega og börn hækkar úr 500 krónum í 600 krónur en gjald fyrir börn með umönnunarkort verður óbreytt eða 300 krónur. Kostnaður sjúklinga vegna þjón- ustu sérfræðinga hækkar einnig eft- ir 15. janúar en þá mun gjald fyrir viðtal og skoðun hjá barnalækni hækka úr 938 krónum í 1.127 krón- ur. Sé barnið með afsláttarkort hækkar gjaldið úr 275 krónum í 350 krónur og hið sama gildir sé barnið með umönnunarkort. Sé tekið dæmi af heimsókn til al- menns lyflæknis sem felur í sér við- tal, skoðun og hjartalínurit hækkar gjald almennra sjúklinga úr 2.978 krónum í 3.340 krónur. Sé sjúkling- urinn með afsláttarkort hækkar gjaldið úr 1.106 krónum í 1.287 krónur. Ekki í takt við annað verðlag Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir hækkanirnar koma sér í opna skjöldu. „Við áttum alls ekki von á að horfa upp á hækkanir í heilbrigð- iskerfinu og síst af öllu af þessari stærðargráðu, því þetta virðist vera svona 20–30 prósent.“ Hann segir hækkanirnar úr takt við aðgerðir verkalýðshreyfingar- innar og stjórnvalda í fyrra til að tryggja stöðugleika auk þess sem þær stingi í stúf við umræðu um vel- ferðarkerfið og fátækt í samfélag- inu. „Auðvitað er hluti af því fólki, sem á hvað bágast í okkar samfélagi, sjúklingar sem verða þarna fyrir enn frekari hækkunum á nauðsyn- legri þjónustu,“ segir hann. Þá segir hann að þessar hækkanir nú séu að hluta til hækkanir sem voru dregnar til baka í fyrra í því augnamiði að halda rauða strikinu svokallaða. „Okkur er fullljóst að það er ekki verðstöðvun í landinu en það breytir því ekki að við sjáum ekki að þessar hækkanir, sem hafa dunið á okkur síðustu vikurnar og eru enn að koma fram, séu í takt við annað verðlag. Þær eru ekki í takt við breytingar á launum, a.m.k. á al- mennum vinnumarkaði, og ekki í takt við verðbólguna. Við erum í öllu falli ákaflega ósátt við þessa þróun.“ Ákveðið í fjárlögum í desember Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að hækkanirnar hafi í raun verið ákveðnar í fjárlögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember og því ættu þær ekki að koma nein- um á óvart. „Það var gerð grein fyr- ir því í athugasemdum fjárlaga að þetta væri ein af forsendunum fyrir því að ná heilbrigðiskaflanum sam- an,“ segir hann. Hann bendir á að komugjöldin í heilsugæslunni séu jafnhá núna og þau voru árið 2001. „Þá má geta þess að komugjöldin fyrir börn, aldraða og öryrkja eru miklu lægri en fyrir aðra auk þess sem við höf- um í gildi reglugerð um endur- greiðslur til þeirra sem eru undir tekjumörkum.“ Hann segir hækkanirnar nú að- eins brot af þeim hækkunum sem voru í farvatninu í fyrra og óttast ekki að þær muni ógna stöðugleik- anum. „Ég lét sérstaklega fara yfir það áður en ég gaf út reglugerðina og að mati þeirra sem um það fjöll- uðu á það ekki að vera.“ Lækniskostnaður stóraukist á árunum 1990 til 2001 Í ályktun BSRB um málið segir að samtökin mótmæli hækkununum. „Í ítarlegri úttekt, sem BSRB gekkst fyrir á útgjöldum sjúklinga vegna veikinda, kom fram að lyfja- kostnaður, komugjöld og annar lækniskostnaður hafði stóraukist á árunum 1990 til 2001. Í mörgum til- vikum hafði kostnaðurinn margfald- ast. Þetta er alvarleg þróun, ekki síst í ljósi þess að athuganir hafa sýnt að efnalítið fólk veigrar sér við að leita sér lækninga og getur ekki keypt sér nauðsynleg lyf vegna pen- ingaleysis. BSRB hefur lagt áherslu á að vinda þyrfti ofan af þessum kostnaði sjúklinga en ekki viðhalda honum eða auka hann eins og nú er gert,“ segir í ályktuninni. Komugjöld sjúklinga hækka frá 15. janúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.