Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 17
KAUPHÖLL Íslands hefur sagt
upp aðildarsamningi verðbréfafyrir-
tækisins Fjárvernd-Verðbréf hf. að
Kauphöllinni. Í tilkynningu frá
Kauphöllinni í gær segir að ástæða
uppsagnarinnar sé viðvarandi van-
efndir á greiðslu aðildargjalda.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segir að nokkr-
ir mánuðir standi útaf hjá Fjár-
vernd-Verðbréfum. Ekki sé um að
ræða mjög langan tíma. Hjá Kaup-
höllinni sé hins vegar litið svo á að
fjármálafyrirtæki, sem sýsli með
annarra fé, eigi að vera í stakk búið
að standa skil á greiðslum. Annað sé
ekki trúverðugt. Sú stefna sé mjög
ákveðin hjá Kauphöllinni að fyrir-
tækjum sé ekki leyft að safna skuld-
um við hana.
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins,
Páll Gunnar Pálsson, segir stofn-
unina hafa farið yfir stöðu Fjár-
verndar. „Við höfum haft málefni fé-
lagsins til athugunar að undanförnu
vegna bágrar eiginfjár- og rekstr-
arstöðu. Þeir hafa fengið frest til að
gera grein fyrir sínum málum,“ seg-
ir Páll Gunnar.
Arnór Arnórsson, framkvæmda-
stjóri Fjárverndar-Verðbréfa hf.,
segir það leitt að til þess hafi komið
að Kauphöllin hafi sagt upp aðild-
arsamningi félagsins að Kauphöll-
inni. Tímabundið greiðsluvandamál
hafi orsakað að félagið hafi ekki náð
að halda greiðslum til Kauphallar-
innar í skilum. Félagið sé hins vegar
í fjárhagslegri endurskipulagningu,
sem líti vel út. Verið sé að semja við
kröfuhafa auk þess sem nýtt hlutafé
muni koma inn í félagið á næstunni.
Hann segir að stefnt sé að því að
endurnýja aðildarsamning Fjár-
verndar-Verðbréfa að Kauphöllinni
hið allra fyrsta.
Fjárvernd-Verðbréf fékk starfs-
leyfi í júní 2001 og annast jafnt út-
boð sem kaup og sölu á verðbréfum
fyrir fyrirtæki, stærri fjárfesta og
einstaklinga. Fyrirtækið hefur gert
samstarfssamning við svissneska
bankann UBS um sérhæfða fjár-
málaþjónustu fyrir einstaklinga og
sölu verðbréfasjóða bankans á Ís-
landi.
Að sögn Þórðar Friðjónssonar er
gjaldskrá Kauphallar Íslands gagn-
vart einstökum aðilum þríþætt. Í
fyrsta lagi eru aðildargjöld og nema
þau 1.200 þúsund krónum á ári. Í
öðru lagi er um að ræða tengi- og
hugbúnaðargjöld sem fara eftir
fjölda notenda. Í þriðja lagi greiða
aðilar ákveðið hlutfall af veltu, sem
er í grundvallaratriðum 0,005%.
Kauphöllin segir upp samn-
ingi við Fjárvernd-Verðbréf
Morgunblaðið/Golli
VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu 1.133 millj-
örðum króna á árinu 2002, sem er 51% veltuaukn-
ing frá fyrra ári. Veltan jókst bæði með hlutabréf
og skuldabréf og hefur hún aldrei verið meiri.
Heildarvelta hlutabréfa nam 321 milljarði og er það
um 132% aukning frá fyrra ári. Velta hlutabréfa á
árinu 2001 var reyndar minni en árið 2000, eða 138
milljarðar seinna árið en 199 milljarðar á árinu
2000. Velta skuldabréfa á síðasta ári nam 812 millj-
örðum króna, sem er 33% aukning frá fyrra ári.
Velta hlutabréfa var tæpu einu prósenti minni á
seinni hluta ársins 2002 en á fyrstu sex mánuðun-
um. Velta skuldabréfa og víxla var rúmum 44%
meiri á seinni hlutanum en á þeim fyrri.
Septembermánuður á síðasta ári var veltumesti
mánuður með hlutabréf frá upphafi en veltan nam
þá tæpum 39 milljörðum króna.
Frá þessu er greint í viðskiptayfirliti frá Kaup-
höll Íslands.
Mest viðskipti með Íslandsbanka
Mest velta á árinu 2002 var með hlutabréf Ís-
landsbanka, um 34 milljarðar króna. Næstmest
velta var með bréf Kaupþings banka, um 27 millj-
arðar. Þar á eftir komu Pharmaco með 25 milljarða,
Delta með 21 milljarð og Baugur Group með um 20
milljarða.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 16,7% á árinu 2002
og var 1.352,03 í árslok. Vísitala Aðallista hækkaði
um 21,6% en vísitala Vaxtarlista lækkaði um 5,8%.
Kauphallaraðilar voru 19 í árslok 2002 og var þar
af einn erlendur. Hlutdeild Kaupþings banka í
magni hlutabréfaviðskipta á markaðsvirði var mest
meðal kauphallaraðila, eða 29,2% af heildinni.
Næst kom Íslandsbanki með 20,1% hlutdeild,
Landsbankinn með 19,5%, Búnaðarbankinn með
19,0% og Verðbréfastofan með 6,0%.
Kaupþing banki var einnig með mesta hlutdeild í
magni hlutabréfaviðskipta innan Kauphallarinnr,
eða 29,7%. Íslandsbanki var þar einnig í öðru sæti
með 22,5% hlutdeild, en Búnaðarbankinn fór þar
hins vegar yfir Landsbankann og var með 19,4%
hlutdeild en Landsbankinn með 16,4%. Þá var
Sparisjóður Hafnarfjarðar í fimmta sæti yfir hlut-
deild í magni hlutabréfa á markaðsvirði innan
kauphallarinnar með 2,4% hlutdeild.
10 félög afskráð á árinu
Þrjú félög voru skráð í Kauphöll Íslands á árinu
2002 en tíu voru afskráð. Þau félög sem voru skráð í
Kauphöllinni voru Vátryggingafélags Íslands og
Tækifæri, en þau voru bæði skráð á Tilboðsmark-
aði, og Kaldbakur fjárfestingarfélag, sem var skráð
á Aðallista.
Af þeim tíu félögum sem voru afskráð í Kauphöll
Íslands á árinu 2002 voru sjö á Aðallista, tvö á
Vaxtalista og eitt á Tilboðsmarkaði. Félögin sem
voru afskráð voru Keflavíkurverktakar, Loðnu-
vinnslan, Útgerðarfélag Akureyringa, Talenta Há-
tækni, Skagstrendingur, Húsasmiðjan, Delta, Þró-
unarfélag Íslands, Auðlind og Haraldur
Böðvarsson.
Þrjú þessara félaga voru að rúmlega 90% komin í
eigu Eimskipafélags Íslands þegar þau voru af-
skráð, þ.e. Útgerðarfélag Akureyringa, Skag-
strendingur og Haraldur Böðvarsson. Hin félögin,
að Keflavíkurverktökum undanskildum, voru öll af-
skráð eftir samruna við önnur félög.
Í árslok 2002 voru 64 hlutafélög skráð í Kauphöll
Íslands. Á Aðallista voru skráð 50 félög og þar af
voru 5 hlutabréfasjóðir. Á Vaxtalista voru 9 félög,
þar af einn hlutabréfasjóður, og 5 félög voru skráð
á Tilboðsmarkaði.
Heildarmarkaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kaup-
höll Íslands í lok ársins 2002 var 530 milljarðar
króna, en var 428 milljarðar í lok árs 2001.
Mikil veltuaukning með húsbréf
Veltan með skuldabréf og víxla í Kauphöllinni á
árinu 2002 var mest með húsbréf og stóðu þau fyrir
um 39,3% af heildarveltunni. Veltan með ríkisbréf
var fyrir um 16,4% af heildinni, húsnæðisbréf um
13,6% og spariskírteini um 12,7%. Bankavíxlar, rík-
isvíxlar og önnur langtíma skuldabréf voru samtals
um 18% af heildarveltu skuldabréfa og víxla á
árinu.
Eins og með hlutabréf var hlutdeild Kaupþings
banka mest í viðskiptum með skuldabréf og víxla
mælt í magni á markaðsvirði, 25,1%. Íslandsbanki
var í öðru sæti, þá Landsbankinn, Búnaðarbankinn
og Sparisjóðabankinn, hvort sem um vær að ræða
viðskiptin alls eða viðskiptin innan kauphallarinn-
ar.
Mikil veltuaukning með verðbréf í Kauphöll Íslands á árinu 2002
Mestu viðskipti frá upphafi
„ÞETTA lofar mjög góðu. Þeir sjá
loðnu mjög víða og veðrið getur
ekki verið betra á þessum árstíma,“
segir Freysteinn Bjarnason, út-
gerðarstjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, í samtali við Morg-
unblaðið.
Beitir NK var fyrsta skipið til að
landa loðnu á þessari vertíð, en
hann kom með um 1.100 tonn til
löndunar í Neskaupstað aðfaranótt
mánudagsins og hefur haldið til
veiða á ný. Þá kom Birtingur til
heimahafnar í Neskaupstað síðdeg-
is í gær með um 700 tonn sem hann
fékk í nót og Börkur var í gær kom-
inn með góðan afla líka.
Freysteinn segir að loðnan sé
mjög góð, átulaus og því sé hægt að
hefja frystingu en afli Beitis fór í
bræðslu. Beitir og Börkur eru á
trolli en Birtingur veiðir í nót. Mjög
góð veiði var í nótina undir morgun
á mánudaginn og jöfn og þokkaleg
veiði hefur verið í trollið.
Nær allur loðnuflotinn hefur
haldið til veiða og voru mörg skip á
landleið í gær. Veiðisvæðið er 70 til
80 mílur austur af Vopnafirði. Vík-
ingur AK var í gær á leið til Seyð-
isfjarðar með fullfermi af loðnu eða
um 1400 tonn og Ingunn AK var
komin með rúm 1000 tonn.
Nokkur skip eru þó enn á síld.
„Þetta lof-
ar góðu“
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Beitir NK á landleið með fullfermi.
● SKOSKI fjárfestirinn Tom Hunter,
sem gerði yfirtökutilboð með stuðn-
ingi Baugs-ID í verslanakeðjuna
House of Fraser (HoF) fyrir áramót,
hefur aukið hlut sinn í Allders-
keðjunni upp í tæp 5%. Þetta þykir
styrkja þá kenningu, að Hunter hygg-
ist ná yfirráðum í báðum félögum og
sameina þau. Samanlagt eiga Baug-
ur og fyrirtæki Hunters, TBH, 15%
hlutafjár í HoF, Baugur þar af 8% .
Talsmaður Hunters segir hann
hafa stöðugt aukið hlut sinn í Allders
að undanförnu og vilji „fá sæti við
samningsborðið“. Stjórn Allders
samþykkti nýlega yfirtökutilboð
stærsta hluthafans í félaginu, Min-
erva, upp á 132 milljónir punda, eða
rúma 17 milljarða króna.
Félagi Baugsmanna
kaupir í Allders
● LANDSBANKI Íslands hyggst nýta
sér sölurétt að nafnverði rúmar 115
milljónir króna í Vátryggingafélagi Ís-
lands. Gengið í viðskiptunum er 26 og
markaðsverð viðskiptanna rúmir þrír
milljarðar.
Sölurétturinn er hluti kaupsamn-
ings sem LÍ gerði í ágúst síðastliðnum
við Ker, Eignahaldsfélagið Andvöku,
Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga
og Samvinnulífeyrissjóðinn en þá
seldi Landsbankinn 27% af 41% hlut
sínum í VÍS. Greiðsla fer fram fyrsta
næsta mánaðar og þegar söluréttur
er frádreginn er eignahlutur bankans í
VÍS innan við 2%.
Landsbankinn
selur í VÍS
● Norvik hf., móðurfélag Byko, seldi
á gamlársdag allt hlutafé sitt í Keri,
223 milljónir að nafnvirði, eða
22,53% til Gerðis ehf. sem er dótt-
urfélag Norvikur hf. Gengið í viðskipt-
unum var 12,25 en lokaverð Kers í
Kauphöll Íslands í gær var 11,50.
Norvik eignaðist hlutinn þegar það
seldi 25% í VÍS til Hesteyrar sem
greiddi fyrir með hlutnum í Keri.
Norvik selur í Keri
RAPPARINN Eminem hefur
komið frönsku fjölmiðlasamsteyp-
unni Vivendi Universal nokkuð til
hjálpar í
þeim erfið-
leikum sem
hún hefur átt
í að undan-
förnu. Geisla-
diskur rapp-
arans, The
Eminem
Show, sem
Universal gaf út, seldist í 7,6 millj-
ónum eintaka í Bandaríkjunum á
síðasta ári og var mest seldi disk-
urinn þar í landi. Þá var diskur
með lögum úr fyrstu bíómynd
Eminem, 8 Mile, í fimmta sæti yf-
ir þá mest seldu á árinu. Myndin
hefur einnig gert það gott en
Universal dreifir henni. Frá þessu
greindi netútgáfa BBC.
Fréttir af Vivendi Universal
hafa flestar verið neikvæðar á
undanförnum mánuðum. Fjár-
hagsörðugleikar, lækkun á gengi
hlutabréfa, uppsögn forstjórans
og ásakanir um meinta ólöglega
starfsemi, er það sem mest hefur
borið á í umfjöllun um þetta næst-
stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims,
næst á eftir AOL Time Warner.
Samkvæmt frétt BBC var
markaðshlutdeild Vivendi
Universal á geisladiskamarkaði í
Bandaríkjunum á síðasta ári
nærri tvöfalt meiri en þess fyr-
irtækis sem næst kom, eða 29% á
móti tæplega 16% hlutdeild
Warner. BBC greinir frá því að
sala á geisladiskum í Bandaríkj-
unum hafi dregist saman um 9,3%
á árinu 2002 frá fyrra ári en þá
hafi salan verð 2,8% minni en árið
áður.
Eminem
hjálpar
Vivendi
Eminem