Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 18

Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLAN í Þýskalandi yfir- heyrði í gær mann sem á sunnudag rændi lítilli einshreyfils flugvél og hótaði að fljúga henni á höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Maðurinn er sagður veikur á geði og var ekki ljóst í gær hvers eðlis ákæra á hendur honum verður. Mikill öryggisviðbúnaður var í Frankfurt meðan á hringsóli manns- ins í háloftunum stóð. Hann ákvað hins vegar að lenda vélinni eftir tveggja klukkustunda flug og var þá handtekinn. Maðurinn, sem er 31 árs gamall Þjóðverji, stal vélinni frá litlum flugvelli skammt frá Frank- furt. Ógnaði hann flugmanninum með byssu og neyddi hann út úr vél- inni áður en hann tók sjálfur á loft. Sagt er að maðurinn hafi sagt, að hann flygi vélinni á höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu, sem eru í Frankfurt, fengi hann ekki að fara í viðtal um ævistarf Judith Resnik, geimfara sem fórst með bandarísku geimferjunni Challenger árið 1986. „Hún [Resnik] á skilið meiri at- hygli. Hún var fyrsti gyðingurinn til að fara út í geim og kannski er það þess vegna sem hennar er eiginlega ekki minnst,“ sagði maðurinn í sam- tali við sjónvarpsstöðina n-tv meðan á flugferð hans stóð. Flugræn- inginn sagður van- heill á geði Frankfurt. AP. ÁÆTLANIR Bandaríkjastjórnar um það hvað taki við að afloknu stríði við Írak, fari svo að til hernaðar- átaka komi, gera ráð fyrir hernámi í minnst 18 mánuði, réttarhöldum yfir hæst settu embættismönnum ríkis- stjórnar Saddams Husseins og yfir- töku olíulinda. Frá þessu er sagt í The New York Times í gær en blaðið segir að með yfirtöku olíulindanna sé ætlunin að afla fjármuna til þess uppbyggingarstarfs sem ráðgert er í landinu. Talsmenn Bandaríkjastjórnar leggja áherslu á að enn hafi engin ákvörðun verið tekin um að ráðast á Írak. Þá sagði Jack Straw, utanrík- isráðherra Bretlands, síðast í gær að minna en helmingslíkur væru á því að til átaka kæmi. Embættismenn Bandaríkjastjórn- ar hafa þrátt fyrir þetta lagt á ráðin um eftirleik hugsanlegra hernaðar- átaka, að því er fram kom í New York Times í gær. Hafa hugmyndir þeirra verið ræddar við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Þær hafa hins vegar ekki verið endanlega út- færðar og m.a. er mönnum umhugað um að koma í veg fyrir að aðgerðir Bandaríkjanna minni um of á hegð- un evrópskra nýlenduvelda fyrr á tímum. Aðeins æðstu embættismenn sóttir til saka Áætlanirnar gera ráð fyrir því að auðveldur sigur vinnist á her Íraka og að Saddam verði hrakinn frá völd- um. Engu að síður spáir varnarmála- ráðuneytið bandaríska því að nauð- synlegt muni reynast að setja á laggirnar hernámsstjórn, sem ríki í a.m.k. 18 mánuði, en verkefni hennar yrði að standa vörð um frið í landinu, hafa hendur í hári helstu undir- manna Saddams og finna þau ger- eyðingarvopn, sem Bandaríkjamenn segja falin í Írak. Samhliða yrði komið á fót borg- aralegri stjórn, hugsanlega undir forræði Sameinuðu þjóðanna, en hennar verkefni yrði að stýra efna- hag landsins, endurbyggja skóla og pólitískar stofnanir og tryggja að nauðþurftir bærust til bágstaddra. Áætlanirnar gera ráð fyrir að að- eins æðstu embættismenn ríkis- stjórnar Saddams yrðu sóttir til saka. Tekið yrði tillit til þess ef ein- hverjir þessara manna ákvæðu að taka þátt í því að hrekja Saddam frá völdum. Leita að skotpöllum Dagblaðið The Boston Globe full- yrðir síðan í gær að um eitt hundrað bandarískir sérsveitarmenn séu komnir inn í Írak, auk um fimmtíu erindreka leyniþjónustunnar, CIA. Hafi þessar sveitir verið að störfum innan landamæra Íraks í allt að fjóra mánuði. Verkefni mannanna hefur verið, skv. Boston Globe, að hafa upp á skotpöllum fyrir Scud-flugskeyti Íraka, fylgjast með olíulindum landsins, kortleggja jarðsprengju- svæði og veita herþotum Banda- ríkjamanna, sem hafa eftirlit með flugbannssvæðinu yfir Írak, aðstoð á jörðu niðri. Íraksforseti flutti sjón- varpsávarp í gær þar sem hann sak- aði vopnaeftirlitsmenn SÞ um að stunda njósnir í landinu. „Í stað þess að leita svokallaðra gereyðingar- vopna í því skyni að sanna að í þeim efnum hefur mörg lygin verið sögð, hafa eftirlitsmenn verið að búa til lista yfir íraska vísindamenn, spyrja spurninga sem óljósan tilgang hafa og leita svara um herbúðir og óleyfi- legan vopnabúnað,“ sagði Saddam. „Allt þetta, eða a.m.k. meginhluti þess, kallast á mannamáli njósnir,“ bætti hann. Þá hélt Saddam því fram að Bandaríkin legðu á ráðin um að sölsa allt Persaflóasvæðið – sem er afar ríkt af olíu, eins og kunnugt er – und- ir sig.     4567783986:;<9=;>995<;8?7 )% !  *  *    %  !@        $)   %% ,"&$&&&%   !    <      !"0&$&&& !   A  <1     &<< BB B7CDE F G H #   !   I, J,G K, I I , BG <;8? B  7$8$3$ @  C    D   )  ? E!  B =F  7% 8 ? G*  '$*!6)$-.    #0*)&<< '$*$ #*<*$#* '$*L/! * 5*$. 0 "M* ! 0 "M* '$*#50/! '$*!6"*&<*#. '$*0 !#5 D!*/!F0 #$-! '*$-0$*!.4*!6"* "  # !  Reuters Dagur íraska hersins var í gær og af því tilefni var marsérað framhjá Gröf óþekkta hermannsins í Bagdad. Naji Sabri, utanríkiráðherra Íraks, sagði í ræðu, að herinn væri þess albúinn að verja landið árásum Bandaríkjamanna. Hernám í 18 mán- uði hið minnsta Washington, Bagdad, London. AFP. Bandarískir sérsveitarmenn sagðir að störfum í Írak MIKLIR kuldar, snjóflóð og vatns- flóð urðu að minnsta kosti 21 manni að bana í Evrópu um helgina og veð- urfræðingar spá sömu tíðinni áfram út vikuna. Á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum hafa sums verið sett kuldamet og langt er síð- an Danir hafa kynnst jafnmiklum vetrarhörkum. Í Ósló hefur frostið verið um 20 gráður daglega í nokkurn tíma og hefur það stöðvað ferðir margra lesta, einkum þeirra, sem komnar eru nokkuð til ára sinna. Safna þær undir sig snjó, sem bráðnar í löngum lestargöngum en frýs síðan aftur og stöðvar þá lestina á brautinni. Hafa starfsmenn járnbrautanna unnið myrkranna milli við að berja klak- ann undan lestunum en það dugar skammt. Hefur það sama verið upp á teningnum með sporvagnana. Í Noregi hefur kuldinn orðið fjór- um mönnum að bana, þar af tveimur gamalmennum af þremur, sem flutt voru nær dauða en lífi á sjúkrahús í Ósló vegna ofkólnunar. Hafði fólkið hírst í jökulköldum íbúðum og kenna margir um ofurverði á raf- magni vegna mikils raforkuskorts í Noregi. Að auki urðu tvær konur, dönsk og norsk, úti á Norefjell skammt frá Ósló en þær höfðu lagt upp í 12 km langa skíðagöngu á gamlársdag í 30 gráðna frosti. Í Stokkhólmi var frostið svo hart, að álftir og aðrir fuglar frusu fastir og varð að losa þá úr ísnum með volgu vatni. Í Finnlandi var frostið mest í fyrrinótt 39 gráður en 23 í Helsinki. Eru finnsku ísbrjótarnir önnum kafnir við að halda höfn- unum opnum en kuldarnir nú eru fyrr á ferðinni en gerist og gengur. Brynvarðir bílar í sjúkraflutningum Samgöngur í Danmörku hafa far- ið úr skorðum síðustu daga vegna snjóa og mikils kulda en á Jótlandi var frostið um 20 gráður á sunnu- dag. Hefur sums staðar verið gripið til brynvarðra bíla í stað sjúkrabíla og dönsku ísbrjótarnir eru að gera klárt enda sundin farið að leggja. Var því spáð í gær, að frostið myndi harðna enn. Snjóflóð hafa orðið mönnum að bana á Ítalíu og í Slóvakíu og frá því á föstudag hafa sjö látist í Þýska- landi vegna flóða og bílslysa, sem rakin eru til veðráttunnar. Í París hefur flugið farið úr skorðum vegna kafaldshríðar og í Rússlandi og víð- ar í Austur-Evrópu fjölgar því fólki, einkum útigangsmönnum, sem kuld- inn leggur að velli. Norður- lönd í kulda- greipum Róm, París, Ósló. AP, AFP. Reuters Þýskur hermaður reynir að halda jafnvægi á frosnum sandpokagarði við borgina Leubingen í Austur-Þýskalandi. Eru flóðin í rénun þar en mikil úrkoma farin að valda vatnavöxtum í Tékklandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.