Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 21
VERKEFNIÐ, sem fjallar um sam-
þættingu fjölskyldu- og atvinnulífs
meðal foreldra barna á leikskólaaldri
á Íslandi og í Hollandi, vann Stein-
unn í Maastricht veturinn 2000–
2001.
Steinunn, sem er þjónustustjóri
hjá Leikskólum Reykjavíkur, segir
að fyrst og fremst þurfi að koma til
viðhorfsbreyting meðal atvinnurek-
enda og einnig að tryggt verði að for-
eldrar tapi engum réttindum þótt
þeir séu frá vinnu tímabundið vegna
barna sinna.
„Ég get nefnt sem dæmi að leik-
skólum er lokað tvisvar á ári vegna
skipulagsdaga og það þykir slæmt og
rætt um að verið sé að brjóta á for-
eldrum. Í staðinn fyrir að kröfur séu
gerðar til atvinnurekenda um að það
sé sjálfsagt að það komi dagar þar
sem fólk þurfi að vera frá vegna
barna sinna,“ segir Steinunn, sem er
félagsráðgjafi að mennt og hefur
starfað hjá Leikskólum Reykjavíkur
frá 1995. Um eins árs skeið bjó hún í
Maaastricht þar hún kannaði m.a.
hvernig hollenskir atvinnurekendur
koma til móts við þarfir fólks með
ung börn og bar saman við atvinnu-
rekendur hér á landi. Um er að ræða
Evrópumiðað meistaranám á vegum
Háskólans í Norður-Lundúnum sem
kennt er í Hollandi þar sem m.a. eru
bornar saman félagsmálastefnur í
ólíkum Evrópulöndum.
Lítið um launalaus leyfi
Að sögn Steinunnar er mun al-
gengara í Hollandi að mæður sinni
börnunum og það þykir ekki sjálf-
sagt að þau séu í dagvistun alla daga
vikunnar. Mjög algengt er að konur
sem eiga börn séu ekki í fullu starfi
og um 55% kvenna á vinnumarkaði í
Hollandi er í hlutastörfum.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís-
lands voru 91% íslenskra barna á
aldrinum 3–5 ára í leikskólum árið
2002 og 62% barna á aldrinum 0–5
ára.
Í Hollandi byrja flest börn í grunn-
skóla fjögurra ára en tæpur þriðj-
ungur barna í Hollandi, þriggja ára
og yngri, fær dagvistun af einhverju
tagi. Fæðingarorlof þar í landi er
fjórir mánuðir en níu mánuðir hér
sem skiptist á milli foreldra. Á móti
er mikið lagt upp úr í Hollandi að for-
eldrar geti tekið tímabundið leyfi frá
störfum, launalaust eða jafnvel á
launum, vegna fjölskylduaðstæðna
og er það beinlínis bundið í lögum.
Dæmi um þetta eru veikindi barna
en einnig á launþegi rétt á að taka
launalaust leyfi ef t.a.m. vatnsrör
springur eða aðrar aðkallandi og
ófyrirsjáanlegar aðstæður koma upp
heima fyrir.
„Hér á landi höfum við lítið þróað
þetta. Við erum með tíu daga veik-
indaleyfi á ári sem foreldrar geta
fengið vegna veikinda barna sinna en
að öðru leyti hefur fólk lítið annað en
fæðingarorlofið.“
Að sögn Steinunnar leggja at-
vinnurekendur í Hollandi sömuleiðis
áherslu á sveigjanlegan vinnutíma
og samkvæmt lögum sem sett voru
fyrir tveimur árum hefur fólk rétt á
að stytta eða lengja tímabundið
vinnutíma vegna fjölskylduað-
stæðna. Hún bendir á að þar í landi
sé það meðvituð stefna stjórnvalda
að gera kröfur til atvinnurekenda um
að þeir axli hluta ábyrgðarinnar og
auðveldi foreldrum að samþætta
hlutverk sín, meðal annars með
ólaunuðum leyfum. Þá er algengt að
vinnustaðir skipuleggi og fjármagni
dagvistun svo fátt eitt sé nefnt og
samkvæmt nýlegum hollenskum lög-
um fjármagna atvinnurekendur
þriðjung af dagvistunarþjónustu
vegna barna sem eru á framfæri
launþega.
Hér munar um minna og getur
framlag atvinnurekenda því numið
rúmum 60 prósentum af dagvistun-
argjöldum ef báðir foreldrar eru úti-
vinnandi.
Ábyrgðin færist á fyrirtækin
Þorláki Björnssyni, formanni leik-
skólaráðs Reykjavíkurborgar, líst
vel á þær hugmyndir sem reifaðar
eru í verkefni Steinunnar, m.a. um að
auknar kröfur verði gerðar til at-
vinnurekenda um að þeir komi betur
til móts við foreldra leikskólabarna.
Verkefnið var kynnt á fundi leik-
skólaráðs í síðasta mánuði.
Hann bendir á að nú sé verið að
kynna sumarlokanir á leikskólum og
einu mótrökin sem heyrst hafi séu
hversu erfitt reynist að samræma
sumarleyfi fyrirtækjanna og for-
eldra.
Sumarlokanir tíðkuðust til margra
ára á leikskólum en árið 1995 var far-
ið að hafa opið á leikskólum yfir sum-
armánuðina. Um þriðjungur leik-
skóla hefur verið opinn samfellt yfir
sumarmánuðina.
„Atvinnurekendur sjá þetta nátt-
úrlega sem álag á þá. Skyndilega fer
ábyrgðin á samræmingunni af for-
eldrum yfir á þá, því þarna þurfa þeir
að taka tillit til sinna starfsmanna
hvað þetta snertir sem þeir hafa ekki
þurft.“
Hann segir að komið verði til móts
við þá foreldra sem ekki geta nýtt sér
sumarlokanir. Meðal hugmynda sem
ræddar hafa verið er að hafa ein-
hverja leikskóla opna yfir sumar-
mánuðina ef meirihluti foreldra ósk-
ar þess.
Meistaraprófsverkefni um samþættingu fjölskyldu-
og atvinnulífs kynnt í leikskólaráði á dögunum
Þörf á viðhorfsbreytingu
meðal atvinnurekenda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Steinunn Hjartardóttir, þjónustustjóri hjá Leikskólum Reykjavíkur, skrif-
aði verkefni til meistaraprófs sem fjallar um samþættingu fjölskyldu- og
atvinnulífs meðal foreldra barna á leikskólaaldri á Íslandi og í Hollandi.
Gera þarf kröfur til at-
vinnurekenda um að þeir
komi í auknum mæli til
móts við þarfir foreldra
barna á leikskólaaldri og
að vinnustaðir verði fjöl-
skylduvinsamlegri en
þeir eru í dag. Þetta er
meðal þess sem Stein-
unn Hjartardóttir kemst
að í meistaraprófs-
verkefni sínu.
Reykjavík
ALLS heimsóttu um 7.400 manns
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í
desember sl. en gestir voru 4.700 í
desember í fyrra. Aðsóknarmet
hafa nú verið slegin tvö ár í röð í
desembermánuði.
Í lok ársins höfðu tæplega
210.000 manns heimsótt garðinn en
til samanburðar voru gestir um
190.000 í fyrra.
Árið 2002 er annað besta ár í
sögu garðsins. Mest var aðsóknin
árið 1993 en þá heimsóttu 220.000
manns Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inn.
Fjölskyldu- og
húsdýragarðurinn
7.400 gestir
í desember
Laugardalur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bleikjur og bolinn Guttormur eru meðal þess sem fjölmargir gestir
Fjölskyldu- og húsdýragarðsins skoða.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Stökktu á skíði til
Zell am See
18. janúar
frá kr. 53.550
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á skíði
til eins vinsælasta skíðabæjar í Austurrísku ölpunum, Zell am See/-
Kaprun. Beint leiguflug til Salzburg, þaðan sem er aðeins um klukku-
stundar akstur til Zell. Nú bjóðum við einstakt tækifæri á síðustu
sætunum á skíði í vetur. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför
tilkynnum við þér á hvaða hóteli þú gistir. Í öllum tilfellum er að ræða
þægilegt skíðahótel með morgunverði. 55 lyftur eru á svæðinu þ.a.
hægt er að velja um allar tegundir af
brekkum, allt eftir getu hvers og eins.
Úrval verslana, veitinga- og skemmti-
staða er í bænum sem og í næstu
bæjum.
Síðustu sætin
Verð kr. 59.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi,
gisting í 7 nætur á hóteli með
morgunmat, skattar. Alm. verð kr.
62.950.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Verð kr. 53.550
M.v. flugsæti fram og til baka,
Salzburg, með sköttum.