Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 22

Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 22
AKUREYRI 22 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ „HÁLFNAÐ er verk þá hafið er,“ segir Gunnar Konráðsson, Nunni Konn, sem býr ásamt konu sinni, Stellu Stefánsdóttur, í húsinu númer 22 við Lækjargötu á Ak- ureyri en bæði fögnuðu mjög þeg- ar gatan var malbikuð í sumar, að líkindum ein sú síðasta sem lögð er malbiki innan bæjarmarka. Þó ekki nema til hálfs, malbikið nær rétt upp fyrir hús þeirra sem er efsta húsið í Skammagili sem svo heitir. Þau hjón hafa búið við Lækjargötu í 54 ár, „og maður hefur beðið eftir úrbótum hér á götunni allan þann tíma“, segir Gunnar. Efst í gilinu eru nokkur hesthús og stendur til að fjarlægja þau í vor. „En það er nú búið að ljúga því að okkur svo oft áður,“ segir Gunnar og efast mjög um að af verkinu verði, „þannig að ég spái því að efri hluti Lækjargöt- unnar verði ekki malbikaður fyrr en eftir 100 ár.“ Stella kveðst ekki svo svartsýn: „Þeir klára þetta í vor, ég er viss um það,“ segir hún og tínir til smákökur á disk, „sem börnin hafa fært okkur, maður gerir ekki mikið sjálfur orðið“, segir hún, móðir 14 barna með kojur upp um alla veggi hér í eina tíð. „Það var nú oft býsna þröngt, en alltaf líflegt.“ Meiriháttar viðburður ef heyrðist í bíl Gunnar og Stella segja umferð bifreiða um Lækjargötu hafa auk- ist mjög á síðustu misserum, enda íbúðarbyggð að vaxa á holtinu of- an við gilið. „Það er nú samt ekki nema einn og einn vitleysingur sem keyrir hratt hér um, flestir fara varlega, en það væri þó ekki úr vegi að setja upp hraðahindrun þar sem malbikið endar,“ segir Gunnar. Stella segir að á fyrstu árum þeirra hjóna við Lækjargöt- una hafði það þótt meiriháttar við- burður ef bíll fór um gilið. „Við þustum bara beint út í glugga ef heyrðist í bíl, það var sama stemn- ingin og í sveitinni, enda flestir gangandi á þessum tíma. Það voru líka bara dýr hér um allt, kindur, kýr, hestar, eiginlega allt nema asnar – nema þeir hafi einhverjir verið á tveimur fótum,“ segir hún og hlær. Sótti kolin og dró þau heim á hlað Gunnar sagði snjóþunga mikinn í gilinu og mokstur hefði ekki allt- af verið til fyrirmyndar, en þó batnað mikið hin síðari ár. „Þetta var til skammar hér áður fyrr, maður þurfti sjálfur að moka heil- mikið, því þeir komu svo seint, þessi gata var greinilega afgangs- stærð,“ segir hann og bætir við að hann hafi oft þurft að bera kol til húshitunar upp götuna þegar ekki var mokað. „Stella segir það, ég man það nú ekki svo glöggt sjálf- ur,“ segir hann og eiginkonan staðfestir söguna. „Ojú, þannig var þetta,“ segir hún. „Þú fórst hér niður að Geirshúsi, sóttir kolin og dróst þau hingað uppeftir.“ Þau hjón muna marga snjó- þunga vetur þar sem allt var á kafi og himinháir ruðningar byrgðu sýn. Tíðarfarið nú í vetur segja þau einstakt. „Ég bara man ekki eftir svona tíðarfari svona lengi,“ segir Gunnar, en minnist þess þó að hafa tvívegis leikið golf á nýársdagsmorgun. Fyrra sinnið var 1959, „hitt var eitthvað seinna, man ekki nákvæmlega hvenær“, segir hann, en man mæta vel að hann byrjaði í golfi fyrir hálfri öld, árið 1953 „og var býsna seig- ur á tímabili“, eins og hann orðar það. Hætti að keppa ’85, en lék sér eftir það allt þar til hann fékk fyr- ir hjartað fyrir tveimur árum, „og hætti þá alveg bæði að hjóla og í golfinu, en hefði ég verið heill heilsu geri ég ráð fyrir að hafa verið á golfvellinum á hverjum degi nú að undanförnu, þetta er slík einmuna tíð“. Gunnar og Stella hafa búið við Lækjargötu í 54 ár Morgunblaðið/Kristján Stella Stefánsdóttir og Gunnar Konráðsson við húsið sitt í Lækjargötu. …og loks var gatan malbikuð til hálfs! BÆNDUR í Grýtubakka- hreppi gerðu sér ferð norður í Hvalvatnsfjörð og Þorgilsfjörð í Fjörðum nú um áramótin. Þegar geng- ið var að Þönglabakka í Þorgilsfirði var komið að fimm kindum sem voru að því er virtist sallarólegar í sólskini og snjóleysi við Slysavarnafélagshúsið sem þar stendur. Er ærn- ar urðu manna varar var líkt og sprengju hefði verið kastað að þeim. Hófst nú mikill eltingaleikur sem endaði í fjörunni norður af Arnareyri í Hvalvatnsfirði. Áður hafði ein ærin stung- ið sér úr hópnum og stefnt að Botnsá í Þorgilsfirði þar sem hún var handsömuð og teymd í böndum austur að Tindriðastöðum sem var um tveggja tíma ferð. Norður af Arnareyri náð- ist að handsama þrjár ær eftir átök við þær í grýttri fjörunni en þá var ein ærin búin að stinga sér til sunds og ná landi á litlu skeri um 200 metra frá landi og mátti skilja við hana þar. Daginn eftir var farið í Fjörður með bátkænu og ætluðu menn að freista þess að nálgast kindina sem þá var með öllu horfin. Frá því að göngum lauk í Fjörðum á liðnu hausti hafa ferðalangar sem farið hafa norður í Fjörður komið með kindur til byggða þó ekki hafi verið um skipulagðar eftirleitir að ræða. Morgunblaðið/Jónas Baldursson Kindin syndir í átt að skerinu. Eltingaleikur við kindur í Fjörðum Grýtubakkahreppur LÚMSK hálka hefur verið á götum Akureyrar í blíð- viðrinu undanfarna daga. Ökumenn hafa ekki farið var- hluta af því, enda nokkuð verið um umferðaróhöpp. Grófargilið er sérstaklega varasamt við þessar aðstæður og að minnsta kosti tveir öku- menn hafa lent í vandræðum þar síðustu daga. Skömmu eftir miðnætti aðfar- arnótt sunnu- dags skall hurð nærri hælum er ökumaður missti vald á bíl sínum í Gilinu þannig að hún stakkst fram af kantin- um í beygjunni á móts við Mynd- listarskólann. Aðstoð dráttar- bíls þurfti til að koma bílnum af stað aftur og reyndist hann lítið skemmdur. Á gamlársdag fór fólksbíll sömu leið í Gilinu en í því tilfelli slapp ökumaðurinn einnig með skrekkinn. Mikið um rúðubrot í bænum Töluvert hefur verið um rúðubrot í grunnskólum bæjarins að undanförnu og þá hafa óprútnir menn verið að gera sig heimakomna í geymslum fjölbýlishúsa. Fimm rúður voru brotnar í Lundarskóla, tvær rúður í Brekkuskóla og þrjár rúður í Síðuskóla, auk þess sem þar voru níu útiljós skemmd og m.a. kveikt í einu þeirra. Þá var rúða brotin í versluninni Sirku og einnig í Sundlaug Akureyrar. Morgunblaðið/Ingunn Gilið á Akureyri er mjög varasamt í hálku eins og ökumaður þessa bíls fékk að reyna um helgina. Mikið um rúðubrot Lúmsk hálka í blíðunni BEGGUBÚÐ, eða Verslun Berg- þóru Nýborg sem áður stóð við Strandgötu í Hafnarfirði, var á dögunum flutt frá geymslusvæði Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar við Hringhellu og sett niður norð- an við hús Bjarna Sívertsens. Þar verður Beggubúð ásamt Sívert- senshúsi hluti af verslunarminja- safni á vegum Byggðasafnsins, segir í frétt á heimasíðu Hafnar- fjarðarbæjar. Beggubúð var upp- haflega reist árið 1906 fyrir vefn- aðarvöruverslun Egils Jacobsens. Þann 22. september árið 1937 urðu eigendaskipti er frú Bergþóra Ný- borg tók við verslunarrekstrinum en sem fyrr var verslað með fatnað og prjónagarn. Árið 1959 tók Vig- dís Madsen við versluninni en áhersla á verslun með álnavöru og prjónagarn hélst allt fram til árs- ins 2000 þegar verslunarrekstri var hætt. „Flutningurinn gekk eins og í sögu og var húsið komið á sinn stað upp úr hádegi [4. janúar] og þar mun þetta tæplega hundrað ára gamla hús standa um ókomna framtíð,“ segir í fréttinni. Ljósmynd/Björn Pétursson Beggubúð komið fyrir á nýja staðnum við hús Bjarna Sívertsens og er hús- ið nú orðið hluti af verslunarminjasafni Hafnarfjarðar. Beggubúð í versl- unarminjasafnið Hafnarfjörður MENNINGARLÍF Seltirninga hef- ur fengið öfluga vítamínsprautu því nú hafa bæjaryfirvöld aftur tekið við rekstri félagsheimilis bæjarins. Undanfarin sjö ár hafa utanaðkom- andi aðilar séð um rekstur heimilis- ins en nú um áramót losnuðu samn- ingar og breytinga er því að vænta á nýtingu hússins. Það er bæj- arlistamaðurinn Bubbi Morthens sem ríður á vaðið á fimmtudags- kvöldið með tónleikum í félags- heimilinu í tilefni þess að bærinn hefur endurheimt húsið. „Það hefur komið skýrt fram síð- ustu misseri, sérstaklega í kosn- ingabaráttunni, mikill áhugi á að nýta félagsheimilið í þágu Seltirn- inga með ýmsum hætti,“ segir Jón- mundur Guðmarsson, bæjarstjóri. „Með því að taka við rekstrinum viljum við stuðla að því að félögin sem í bænum starfa og aðrir aðilar geti nýtt sér húsnæðið, t.d. til fund- arhalda, menningarstarfsemi eða fyrir veislur.“ Að sögn Jónmundar liggur ekki endanlega fyrir með hvaða hætti félagsheimilið verður nýtt. „Við ætlum samt sem áður að taka for- skot á sæluna og efna til tónleika með bæjarlistamanninum okkar, Bubba Morthens, næstkomandi fimmtudag og gera það að tákn- rænum viðburði í tilefni þess að við höfum aftur tekið við félagsheim- ilinu.“ Jónmundur telur ekki ástæðu til þess að svo stöddu að fara út í breytingar eða endurbætur á fé- lagsheimilinu. Þeir sem ráku húsið sáu um ákveðnar endurbætur á því meðan á leigutíma stóð. „Það á eftir að koma í ljós þegar það skýrist betur hvernig við viljum nýta húsið. Það verður þá kannski með örlítið öðrum hætti en áður og gæti krafist einhverra breytinga.“ Tónleikar Bubba hefjast kl. 20 á fimmtudagskvöldið. „Það er mjög spennandi að fá að opna félagsheimilið. Vonandi verð- ur þetta til þess að lyfta upp menn- ingarbragnum hjá okkur, við meg- um vel við því að efla hann,“ segir Jónmundur að lokum. Seltjarnarnesbær tekur við rekstri félagsheimilisins Morgunblaðið/Sverrir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, og Bubbi Morthens bæjarlistamaður kampakátir fyrir utan Félagsheimilið en þar heldur sá síðarnefndi tónleika á fimmtudagskvöldið. Mun vonandi efla menningarlífið Seltjarnarnes

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.