Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 24

Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 24
NEYTENDUR 24 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ samtökunum teljum nauðsynlegt að hafa eftirlit með aðilum sem uppvísir hafa verið að ólöglegri markaðssetn- ingu og teljum að auka þurfi eft- irlitið,“ segir hann. Fullyrðingar um næring- arinnihald á gráu svæði Rögnvaldur Ingólfsson deildar- stjóri matvælaeftirlits Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur seg- ir að stofnunin veiti ákveðna fresti þegar merkingum er ábótavant og SAMTÖK verslunarinnar og aðildarfyrirtæki hafa að und- anförnu orðið vör við aukn- ingu á innflutningi á ýmsum matvælum sem ekki eru merkt í samræmi við reglu- gerð um merkingu, auglýs- ingu og kynningu matvæla. Hollustuvernd ríkisins hefur meðal annars verið tilkynnt um slík dæmi og gripið hefur verið til aðgerða í framhaldi af ábendingum samtakanna. Í nýlegu máli sem varðar ólöglegar merkingar vakti það athygli Samtaka versl- unarinnar hve langan tíma stjórnvöld létu viðgangast að ólöglegar vörur væru hér á markaði. Andrés Magnússon framkvæmda- stjóri Samtaka verslunarinnar spyr hver stefna stjórnvalda sé í málum af þessu tagi. „Er stjórnvöldum stætt á að veita endalausan frest á að vörurnar séu fjarlægðar úr versl- unum? „Við höfum bent á að langur frest- ur geti leitt til þess að vörur sem eru markaðssettar á löglegan hátt og miklu hefur verið til kostað við markaðssetningu falli hugsanlega út af markaði. Við sem störfum hjá það fari eftir eðli máls hverju sinni hversu langir þeir eru. „Við leitum meðal annars ráða hjá lögfræðingi stofn- unarinnar í tilfellum sem þessum,“ segir hann. Segir Rögnvaldur enn- fremur að stofnunin sé með nokkur mál í vinnslu þar sem verið sé að taka á merkingu matvæla. „Vörur geta verið á gráu svæði hvað varðar merkingar, þá sérstaklega hvað varðar fullyrðingar um næringargildi. Sumar af þessum fullyrðingum eru leyfðar í nágrannalöndunum en hér geta gilt aðrar reglur. Ætlunin er að auka mark- aðseftirlit [á þessu ári] og þá fyrst og fremst með vöruskoðun á markaði, bæði í heildsölum og versl- unum. Reglur sem varða merkingar matvæla eru mjög flóknar og það virðist geta komið fyrir fyrirtæki sem vilja hafa alla hluti í lagi að flytja inn vöru sem ekki stenst regl- ur fullkomlega.“ Segir Rögnvaldur loks að reynt sé að gæta meðalhófs og jafnræðis í veitingu frests og að Umhverfisstofa vinni náið með Hollustuvernd rík- isins hvað þetta varðar. Markaðseftirlit aukið með vöruskoðun á árinu Kvartað undan ólöglegum vörumerkingum á matvælum Kvartað hefur verið undan merkingum á matvælum sem ekki eru í samræmi við gildandi reglugerð. Morgunblaðið/Þorkell töluvert síðustu mánuði vegna m.a. aukins framboðs. Þessi lækkun á eftir að skila sér að fullu til neyt- enda.“ Verð á áfengi og tóbaki sem vegur 4,3% vísitölunni hækkaði verulega í desember en var óbreytt tólf mánuðina á undan. „Þessar vörur eru nánast allar innfluttar og mið- að við þróun krónunar á þessu tímabili þá má segja að um hafi verið að ræða dulda hækkun mest- an hluta ársins auk þeirrar hækk- unar sem kom fram í byrjun des- ember,“ segir Sigurður. Almennar launahækkanir verða í janúar, 3–4%, er ekki hætta á að þær fari út í verðlagið? „Með samstilltu átaki margra aðila undir forystu ASÍ hefur á síð- ustu misserum náðst mikill árang- ur í baráttunni við verðbólguna. Það veldur okkur hjá ASÍ því sér- stökum áhyggjum að opinberir að- ilar hafa verið að leiða þær verð- hækkanir sem hafa verið síðustu vikur samanber hækkun ríkisins á áfengi og tóbaki sem hefur áhrif á vísitölu neysluverðs og þar með á öll verðtryggð lán sem þróast í samræmi við hana og einnig hafa mörg sveitarfélög verið að boða verulega hækkun á þjónustugjöld- um sínum á næstu vikum.“ grænmeti og ávextir hlutfallslega þyngra en í almennu körfunni og því hefur verðlækkun á þessum vörum mikil áhrif þar. Niðurstaðan úr könnuninni er sú að hollustu- karfan er ódýrari en meðalkarfan og hefur munurinn aukist hlutfalls- lega milli ára,“ segir Sigurður. Engar tollabreytingar voru gerðar á ávöxtum samt lækka þeir mjög mikið á tímabilinu. Segir Sig- urður það skýrast fyrst og fremst af samkeppnisáhrifum. Fiskur að lækka aftur „Lækkun á kjöti á tímabilinu má rekja til mikils framboðs á kjöti. Samkeppni hefur ekki aðeins verið á smásölumarkaðnum heldur hefur hún aukist einnig hjá framleiðend- um. Verð á kjötafurðum hefur því lækkað nokkuð síðustu þrjá mán- uði.“ Brauð hefur einnig lækkað í verði á tímabilinu og segir Sig- urður það skýrast helst af styrk- ingu krónunnar, þ.e. að innflutt efni í brauðin hafa lækkað. „Það vekur furðu að af þessum helstu liðum matvörunnar sem skoðaðir eru hér er fiskurinn eini liðurinn sem hefur hækkað á tíma- bilinu,“ segir hann. „Erfitt er að finna einhverja einhlíta skýringu á því, þó virðist fiskverð vera á nið- urleið um þessar mundir, því ýsu- verð á fiskmörkuðum hefur lækkað VÍSITALA neysluverðs síðastliðna 12 mánuði hefur hækkað um 2%. Húsnæðisliðurinn vegur þar þungt því ef skoðuð er vísitala neyslu- verðs án húsnæðis sést að hækk- unin er 1% á tímabilinu. Liðurinn „matur og drykkjarvörur“ sem vegur rúm- lega 16% af vísitölu neysluverð hefur lækkað á þessu tímabili. Að sögn Sigurðar Víðissonar, hag- fræðings hjá ASÍ, er skýringanna að leita í þremur meginþáttum. Krónan hefur styrkst en gengis- vísitalan síðustu tólf mánuði hefur lækkað í kringum 13%. Þá hafi tollar á mörgum grænmetisteg- undum verið lækkaðir og í sumum tilfellum felldir niður. Einnig hefur samkeppni aukist víða á markaðn- um. Tollabreytingar hafa skilað sér til neytenda Mesta lækkunin hefur orðið á grænmeti og ávöxtum. Lækkunin á grænmeti skýrist af tvennu, ann- ars vegar þeim tollabreytingum sem hið opinbera gerði og hins vegar meiri samkeppni. „ASÍ hefur lagt mikla áherslu á að fylgja því eftir og ganga úr skugga um það að þessar tollbreytingar skili sér í samsvarandi lækkun grænmetis- verðs til neytenda. Tölurnar sýna að sú hefur orðið raunin. Þetta kom meðal annars fram í könnun í október sem ASÍ stóð fyrir ásamt Manneldisráði. Þar sem borið var saman verð á annars vegar mat- arkörfu sem hinn almenni Íslend- ingur neytir samkvæmt neyslu- könnunum og hins vegar verð matarkörfu sem er samkvæmt ráð- leggingum Manneldisráðs. Í holl- ustukörfu Manneldisráðs vega Vísitala matar og drykkjar hefur lækkað    ;    ; ;     ; ;                   9 H!  % $"&&, % $"&&" N <*"!6 *$- "$*"!6 *<$A    &%  ' ( )*+ ,-  .   $  + '   /  ! */<*-## * ! */<*-## * he@mbl.is Gengisþróun, tollalækkanir og aukin samkeppni lækkaði mat- vöruverð sl. ár ÞAÐ óhapp varð fyrir helgi að um 20 rúllur féllu ofan í Hellisholtalæk við Flúðir. Stór flutningabíll frá flutn- ingafyritækinu JSK, sem var að koma með rúllur af strandreyr og bygghálmi úr Rangárvallasýslu fyrir Flúðasveppi, náði ekki að hægja á bílnum vegna þess að gírskiptingin bilaði, að því er talið er. Vildi ekki betur til en svo að hlassið kastaðist til og um 20 rúllur féllu í lækinn og við hann. Bifreiðarstjórinn, Jón Kortsson, sagði að engu hefði mátt muna að bíllinn færi í lækinn með þetta mikla hlass en á vagninum voru 60 rúllur. „Það var bara heppni að ég missti ekki bílinn í lækinn,“ sagði Jón bíl- stjóri við fréttaritara. En þess má geta að mörg umferðaróhöpp hafa orðið á þessum stað á síðastliðnum árum. Hjá Flúðasveppum eru notaðar um 4.300 stórar rúllur og baggar af þessari vöru til að framleiða rot- massann til ræktunarinnar sem sveppirnir nærast á. Flutningafyrir- tækið JSK flytur allar rúllur, sem Flúðasveppir kaupa af sunnlenskum bændum, en Borgfirðingar koma með sína framleiðslu í stórböggum. Það eru því miklir þungaflutningar til verksmiðjunnar. Ragnar Kristinn Kristjánsson eigandi sveppafram- leiðslunnar hefur nýlega keypt jörð- ina Hvítárholt sem er í nágrenni Flúða og hefur hafið þar ræktun á strandreyr og byggi. Komu þaðan um 700 rúllur í haust en sú ræktun mun aukast mikið þar sem margir tugir hektara hafa verið búnir undir sáningu næsta vor. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Benedikt Ásgeirsson hjá Flúðasveppum nær í rúllur úr Hellisholtalæk. Rúllurnar í rot- massann lentu í Hellisholtalæk Hrunamannahreppur MENNINGIN blómstrar sem aldrei fyrr á aðventunni og það gerði hún svo sannarlega á verkstæði Bílaleigu Húsavíkur á dögunum er fyrirtækið bauð til menningarstundar sem vel var sótt. Kunnu bæjarbúar og nær- sveitarmenn vel að meta þessa ný- breytni í menningarlífinu enda ekki á hverjum degi sem slíkar uppá- komur eru á vinnustöðum bæjarins. Dagskráin var með ágætum og þeir listamenn sem fyrstir stigu á stokk voru Ingimundur Jónsson gít- arleikari og Aðalsteinn Ísfjörð harmónikkuleikari og fluttu þeir nokkur lög þar á meðal jólalög. Næstur á stokkinn var maður ekki alveg Þingeyingum ókunnugur, skógarbóndinn úr Fljótsdal, Hákon Aðalsteinsson, sem eitt sinn bjó á Húsavík. Las hann úr nýútkomnu kveri sínu, Imbru auk þess að fara með gamanmál við góðar und- irtektir áheyrenda. Að lokinni dag- skrá áritaði hann svo bókina fyrir þá sem þess óskuðu. Að lokum tóku svo þeir Rangárbræður, Baldvin Kr. og Baldur Baldvinssynir lagið við und- irleik Juliet Faulkner. Sungu þeir nokkur lög fyrir viðstadda, þar á meðal lagið „Hríslan og lækurinn“ sem þeir sungu sérstaklega fyrir Hákon skógarbónda. Hákon sagði þá sín tré ekki bara vera hríslur, þau elstu væru orðin um þriggja metra há. Þorvaldur Árnason, fram- kvæmdastjóri Bílaleigu Húsavíkur, og starfsfólk hans var að vonum ánægt með þessa velheppnuðu uppá- komu. Hann sagði að það hefðu ver- ið starfsmenn fyrirtækisins sem hefðu átt hugmyndina að þessu, „enda sumir hverjir miklir söng- menn sem syngja með Karlakórnum Hreim“. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Skógarbóndinn Hákon lét sig ekki muna um að keyra 600 km leið svo hann gæti lesið upp úr kveri sínu fyrir Húsvíkinga og nærsveitarmenn. Menningardagskrá á bílaverkstæði Húsavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.