Morgunblaðið - 07.01.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 07.01.2003, Síða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 31 UNDANFARINN áratug var árlegt meðaltal hagvaxtar í Þýska- landi 1,4%, sem var helmingi minna en hérlendis og tæpur fimmtungur af hagvexti á Írlandi. Vegna þessa hefur atvinnuleysi verið viðvarandi vandamál í Þýska- landi um langt skeið, nálægt 8% af vinnuaflinu síðan 1995, á meðan ástandið batnaði víða, sérstaklega í smærri ríkjum ESB. Því hefur ver- ið haldið fram að bágborið atvinnu- ástand í Þýskalandi megi rekja til þess að evran og peningastefna á evru-svæðinu henti því ekki. Þessi skoðun er byggð á misskilningi því efnahagsvandann má að mestu rekja til úreltrar þýskrar vinnulög- gjafar. OECD er helsti samráðsvett- vangur um efnahagsstjórn þrjátíu ríkja sem hafa lýðræði og starf- semi á frjálsum markaði að leið- arljósi. Hagdeild OECD hefur í áratugi unnið að greiningu á for- sendum hagvaxtar og atvinnusköp- unar á tímum hnattvæðingar. Í þeirri vinnu hafa áhrif löggjafar og reglugerða, sem lúta að vinnu- markaði, á atvinnusköpun verið skoðuð ýtarlega. Niðurstaða þeirr- ar vinnu er skýr. Vinnulöggjöf Þýskalands er úr takti við alþjóð- lega þróun. Með því að binda um of hendur fyrirtækja og einstaklinga á markaði dregur úr getu þeirra til að laga sig að kröfum markaðarins. Gölluð vinnulöggjöf tengist oft ófullnægjandi samkeppni á vöru- og þjónustumörkuðum. Afleiðingin er sú að fyrirtæki skapa færri störf, það dregur úr nýsköpun og hægir á framleiðniþróun. Allt eru þetta atriði sem vega að rótum sjálfbærs hagvaxtar. Þessi þróun hefur jafnframt veikt fjárhagslega afkomu þýska ríkisins. Stuðningur við fjórar milljónir atvinnulausra hefur kall- að á aukna skattheimtu. Þýska rík- isstjórnin hefur lagt nýja skatta á atvinnurekstur sem draga frekar úr samkeppnishæfni fyrirtækj- anna. Þýskaland er því sýnilega komið í ákveðinn vítahring, þar sem löggjöfin truflar starfsemi á markaði og kostnaður vegna at- vinnuleysis kallar á aukna skatt- heimtu sem veikir atvinnusköpun enn frekar. OECD hefur í mörg ár bent á ýmis atriði í löggjöf landsins, sem þarf að breyta til að atvinnusköpun geti verið með eðlilegum hætti. Ríkisstjórn Gerhards Schroeders hefur ekki brugðist rétt við vand- anum. Í raun hafa viðbrögð rík- isstjórnarinnar orðið til að auka vandann. Það sést á því að þrátt fyrir mikið atvinnuleysi hafa launa- hækkanir verið talsverðar vegna þess að samkeppni um ný störf er aðallega meðal þeirra sem þegar eru starfandi. Háar atvinnuleysis- bætur og háir skattar valda því að ekki er eftirsóknarvert fyrir hina atvinnulausu að leita sér að vinnu. Við þessar aðstæður skapar bóta- kerfið vítahring – fátæktargildru – fyrir hina atvinnulausu þar sem fjarveran rýrir reynslu og getu þeirra á vinnumarkaði og mögu- leika til betur launaðra starfa. Eins og meðfylgjandi mynd sýn- ir hefur atvinnusköpun í Þýska- landi verið með minnsta móti í OECD-ríkjunum. Þetta ófremdar- ástand er ekki hægt að laga með því að lækka vexti frekar. Það sést best á því að atvinnusköpun annars staðar í ESB hefur víða verið með ágætum við svipað vaxtastig und- anfarinn áratug. Þá hefur atvinnu- sköpun í öðrum ESB-ríkjum í nið- ursveiflunni síðustu tvö ár einnig verið meiri en í Þýskalandi. Benda má á að einn helsti vandi hagstjórnar undanfarin ár hefur verið mikil lækkun á verði hluta- bréfa, sem hefur dregið úr bjart- sýni neytenda og fjárfesta og þar af leiðandi eftirspurn í hagkerfinu. Niðursveiflan í heimsbyggðinni undanfarin missiri hefur leitt til þess að vextir hafa víða verið lækk- aðir óvenju mikið. Sú þróun er óháð evrunni. Vextir á evrusvæðinu eru nú 2,75%, sem er með því lægsta sem verið hefur í Þýskalandi frá stríðs- lokum. Evrópski seðlabankinn hef- ur átt erfitt með að lækka vexti vegna launabólgu í Þýskalandi. Þá eru raunstýrivextir í Þýskalandi um 1,5%, en til samanburðar eru þeir mun hærri á Íslandi, eða um 4%. Það er því ekki vaxtastiginu á evrusvæðinu að kenna eða að gengi þýska marksins hafi verið of hátt við upptöku evrunnar hversu lítill hagvöxturinn hefur verið í Þýska- landi. Í því samhengi má benda á að þýska markið var hátt metið í áratugi fyrir inngöngu Þjóðverja í evrusamstarfið vegna velgengni hagkerfis þeirra. Til að viðhalda þeirri velgengni þurfa Þjóðverjar að laga hagkerfi sitt að kröfum nú- tímans. Að takast á við það myndi jafnframt draga úr óvissu fjárfesta í Þýskalandi með framvinduna. Það er því röng ályktun að pen- ingastefnu Evrópska seðlabankans og evrunni fylgi of mikið aðhald fyrir þýska hagkerfið. Í raun myndi það breyta litlu fyrir Þjóð- verja að hafa eigin mynt. Það er vegna þess að viðvarandi efnahags- vandi Þjóðverja er ekki til kominn vegna vaxtastigsins eða evrunnar heldur á hann einkum rætur að rekja til úreltrar vinnulöggjafar. Áhrif evrunnar eru jákvæð fyrir Þýskaland eins og önnur lönd Evr- ópu. Þar sem evran eykur virkni sameiginlegs markaðar Evrópu er hún forsenda meiri hagvaxtar í álf- unni. Áskorun Þjóðverja felst í því að uppfæra leikreglur heimamark- aðarins til að geta nýtt sér betur sóknarfærin sem fylgja evrunni. Þýskaland og evran Eftir Þorstein Þorgeirsson „Því hefur verið haldið fram að bág- borið at- vinnuástand í Þýskalandi megi rekja til þess að peninga- stefna á evrusvæðinu henti því ekki. Þessi skoðun er byggð á mis- skilningi því vandann má að mestu rekja til úreltrar þýskrar vinnu- löggjafar.“ Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Aðeins það besta fyrir andlit þitt Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 2.500. Hringdu og pantaðu tíma. Síminn er 568 9033. Snyrtiklefi Kringlunni, sími 568 9033. B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w ww . b u s e t i . i s Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! umsóknarfrestur til og með 14. janúar nk. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 15. janúar kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. 3ja herb. Kristnibraut 67, Reykjavík 92m2 íbúð 206 Alm.lán Búsetur. frá 1.865.268 til 1.882.080 Búsetugjald kr. 79.432 Laus strax að ósk seljanda Íbúð með almennum lánum veitir rétt til vaxtabóta. Íbúð með leiguíbúðalánum veitir rétt til húsaleigubóta. 3ja herb. Lerkigrund 7, Akranesi 80m2 íbúð 302 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.165.664 Búsetugjald kr. 42.119 Laus maí/júní að ósk seljanda N Ý T T H Ú S Kristnibraut 61-63, Reykjavík Tvær 3ja herb. og fjórar 4ra herb. íbúðir eftir 89-91m2 og 99-109m2. Almenn lán. Afhending 16. maí 2003 Búseturéttur kr. 1.766.310 og 1.801.913, frá kr. 1.962.127 til 2.155.966 Búsetugjald kr. 76.660 og 78.205, frá kr. 85.158 til 93.571 4ra herb. Lerkigrund 7, Akranesi 94m2 íbúð 301 Alm.lán Búsetur. frá 1.339.664 til 3.881.946 Búsetugjald frá 62.117 til 77.153 Laus srax að ósk seljanda N Ý T T H Ú S Þverholt 13-15, Mosfellsbæ Sjö 2ja herb. 54-83m2, sjö 3ja herb. 82-90,3m2 og tvær 4ra herb. 100m2. Almenn lán. Afhending 4. apríl 2003 Búseturéttur frá kr. 1.142.815 til 1.575.702, 1.568.461 til 1.752.897 og 1.847.185. Búsetugjald frá kr. 57.254 til 78.224, 77.873 til 86.808 og 91.375 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.