Morgunblaðið - 07.01.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.01.2003, Qupperneq 37
alann, aðeins þremur dögum fyrir jól, var ég hjá henni og henni leið ekki nógu vel því það var ekki búið að stilla gangráðinn sem hún var nýbúin að fá. Hún sagði mér að það ætti að stilla hann eftir helgi en það hafði dregist fyrir einhvern mis- skilning. Hér á árum áður þegar ég var í skóla hér fyrir sunnan, þá innan við tvítugt, fór ég oft í heimsókn til Önnu og Ara í Hlíðarnar en þau bjuggu þar á þeim tíma. Heimili þeirra var hlýlegt og fullt af elsku og mér fannst alltaf svo mikill glæsi- leiki yfir þeim hjónum og sérstak- lega Önnu frænku, hún var bara ávallt eitthvað svo virðuleg. Anna og Ari áttu engin börn sam- an og því var það að Anna var stund- um ein á jólum þegar Ari var lang- dvölum til sjós og leiddist henni þá oft og mikið að vera ein yfir jólahá- tíðirnar. Þetta sagði hún mér í síðustu heimsókninni minni til hennar nú fyrir jólin og það er alltaf sárt að vita til þess að fólk sé einmana um jól því flestir vilja njóta samveru við aðra yfir jólin. Ég man líka þegar ég heimsótti Önnu á Landspítalann daginn sem gangráðurinn var settur í. Hún var máttfarin, þreytt og dös- uð eftir svæfinguna og þegar ég tal- aði um það að fara heim svo hún gæti hvílt sig þá sagði hún að það sem þreytti hana væri að liggja, hún yrði aldrei þreytt á fólki. Það er einmitt á svona stundum sem auðvelt er að sakast við sjálfan sig og finnast mað- ur hafa mátt gera betur, að heim- sóknarferðirnar til Önnu hefðu verið fleiri en þær voru í raun og veru. Þá er líka hægt að leiða hugann að því hvernig lífi manneskjan lifir hér á jörðinni, mannfólkið nú á dögum hugsar svo mikið um að vinna og vinna og veltir kannski ekki fyrir sér raunverulegum tilgangi lífsins, þ.e. að rækta kærleiksrík sambönd, hvort heldur er milli hjóna, vina, frændfólks, kunningja o.þ.h. og hlúa hvert að öðru og sýna kærleik í verki. Ég kveð elskulega frænku mína, Önnu, með sorg og söknuði og veit að það er stór hópur af góðu fólki sem tekur á móti henni á eyjunni bláu. Sigrún Jónsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 37 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Samvera foreldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsaln- um. 12 spora fundur í kvöld kl. 19 og opinn bænafundur á sama tíma fyrir alla þá sem áður hafa farið í gegnum 12 spora vinnuna, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borg- arastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin - andlegt ferðalag. Í dag, þriðjudag, kl. 18 er haldið áfram þar sem frá var horfið fyrir jól. Þátt- takendur eru boðnir velkomnir. Ragnar K. 690 6694. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund í safnaðarheimili á þriðjudagsmorgun kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Kaffi og notalegheit þar sem heimavinnandi foreldrar hittast í góðu um- hverfi kirkjunnar. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgi- stund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf, 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg- unn. Jólafundur með jólablæ. Kl. 15.30 helgistund á Ási. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf ✝ Golda HelenMontgomery fæddist í Pike, Miss- issippi í Bandaríkjun- um 18. júní 1929. Hún andaðist á Landakoti 21. desember síðast- liðinn. Hún var dóttir hjónanna Hilda Mar- ie Montgomery (fædd Dunaway), f. 29. jan- úar 1913, og Robert Lee Montgomery, f. 16. ágúst 1908, d. 17. ágúst 1973. Þau skildu. Helen ólst upp í Los Angel- es. Þar kynntist hún Sveinbirni Þórhallssyni flugvirkja, f. 30. ágúst 1922, d. 8. febrúar 1983, og þau giftu sig á Íslandi 28. desem- ber 1946. Þau skildu. Foreldrar hans voru Jónína Eyþóra Guð- mundsdóttir og Þórhallur Bjarn- arson prentari. Börn Helenar og Sveinbjörns eru fjögur: 1) Jón Þór rafeindavirki, f. 1. maí 1948, kvæntur Margréti Jónu Sveinsdóttur. 2) Stefán prentari, f. 19. apríl 1951, kvæntur Hall- björgu Karlsdótt- ur. 3) Jónína María leikskólakennari, f. 2. ágúst 1952, gift Haraldi Guðbjarts- syni. 4) Hrafnhild- ur skrifstofustjóri, f. 25.6. 1957, gift Helga A. Nielsen. Barnabörn eru sextán og langömmubörnin orðin þrjú. Helen kom til landsins í október 1946 og vann m.a. hjá bandaríska sendiráðinu, Skeljungi og Glóbus ehf. Útför Helenar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar með fáum orðum að minnast ömmu Helen sem nú hefur kvatt þennan heim og heilsað öðrum fegurri. Hún var yndisleg og hjartahlý kona, kona sem háði hetju- lega baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég kallaði hana alltaf ömmu Helen, þó svo að hún væri ekki amma mín, en hún átti þó alltaf vissan stað í hjarta mínu eins og ömmur eiga. Ég kynnt- ist henni fyrir tæpum 16 árum eða þegar við Bjarki kynntumst. Við komum reglulega til hennar í heim- sókn og áttum saman margar góðar stundir. Þeir voru líka óteljandi föstudagarnir sem við fórum til hennar í mat. Mér er þakklæti efst í huga þegar ég hugsa til ömmu Helen. Ég bið góðan Guð að styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda. Hennar er sárt saknað en hún skilur eftir sig hlýjar minningar í hjarta þeirra sem voru svo lánsamir að kynnast henni. Ásdís Sturlaugsdóttir. GOLDA HELEN MONTGOMERY KIRKJUSTARF Vorsins barn, þú verður kvatt með tárum og vinahendur hlúa að þínum beð. Ég veit að margir sitja nú í sárum og sakna þess að geta ei fylgst þér með. Við biðjum Guð að blessa minning þína og breyta sorgarmyrkri í ljósan dag og láta kærleiksröðul skæran skína og skreyta jörð við lífs þíns sólarlag. (Guðm. Guðm.) SIGRÍÐUR BEN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Sigríður BenSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 13. mars 1928. Hún lést á Landspítalnum v/ Hringbraut 22. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 30. desember. Þessar ljóðlínur koma upp í hugann þeg- ar við hugsum til henn- ar Diddu frænku eins og hún var kölluð á okk- ar heimili eða Didda Ben, jazzsöngkona. En það kallaði Lúlli bróðir hana stundum með bros á vör. Með söknuði og eftirsjá skrifum við þessar línur til minning- ar um ástkæra frænku sem var okkur svo góð. Alltaf vorum við velkomin í Hafnar- fjörðinn til hennar og Geira, hvort sem var á Skúlaskeiðið eða á Hjalla- brautina, þótt heimsóknirnar hafi ekki verið margar. Þar var setið og spjallað um alla heima og geima og í gegn um hana Diddu náðum við að fylgjast aðeins með fjölskyldunni okkar. Hún Didda gat alltaf séð spaugilegu hliðarnar á hlutunum og hlegið af innlifun. Með hláturinn hennar í huga viljum við kveðja ástkæra frænku. Elsku Geiri, Gísli, Marín, Jenný, Sísí, Egill, Ari, Soffa og fjölskyldur. Guð blessi ykkur og styrki í sorg ykkar. Gott fólk gleymist aldrei. Fríða, Hanna, Halla, Lúðvík og Anna Laufey. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Toppsölumenn óskast! til að kynna og selja geysivinsæla öryggisvöru. Allar nánari uppl. gefur Sverrir í síma 661 7000. Sjúkraliðar — þroskaþjálfar Á Grund eru laus til umsóknar staða hópstjóra á sérdeild fyrir minnisskerta. Um er að ræða 80-100% stöðu sem er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Einnig eru lausar kvöld- og helgarvaktir hópstjóra á almennri hjúkrun- ardeild. Ýmsir möguleikar í boði. Reynsla í öldrunarhjúkrun æskileg en sjálfstæði og áhugi skilyrði. Umsækjendur velkomnir að koma að skoða heimilið. Nánari upplýsingar hjá Sólveigu hjúkrunarfor- stjóra í síma 530 6100 eða 530 6116 frá klukkan 8-16 virka daga. Lausar stöður við LINDASKÓLA Lindaskóli er einsetinn skóli með nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn er vel búinn kennslutækjum og starfsaðstaða er mjög góð. Lindaskóli auglýsir eftir: • dönskukennara á mið-stig og • tónmenntakennara til að stofna og stjórna kór við skólann. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launa- nefndar sveitarfélaga. Karlar jafnt og konur eru hvattir til að sækja um stöðurnar. Upplýsingar gefur skólastjóri Gunnsteinn Sigurðs- son í síma 554 3900 eða 861 7100. Starfsmannastjóri www.kopavogur.is KÓPAVOGSBÆR R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ Fjarnám á vorönn 2003 Skráning í fjarnám við FG á vorönn 2003 verð- ur til 22. janúar 2003. Boðið er upp á fjarnám í mörgum bóknámsgreinum. Fjarnám er góður kostur fyrir þá sem vilja ljúka því námi sem þeir á sínum tíma byrjuðu á; fyrir þá sem vilja bæta við sig námsgreinum og fyrir þá sem finnst gaman að rifja upp og/eða læra eitthvað nýtt. Fjarnám er hugsað fyrir fólk á öllum aldri. Fjar- nám er hægt að stunda þegar manni hentar - innan ákveðinna marka þó! Umsóknareyðublað um fjarnám fæst á skrif- stofu skólans sem er opin virka daga frá kl. 9-16 og á heimasíðu skólans - www.fg.is . Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Pálsdóttir, kennslustjóri fjarnáms, í síma 520 1600 net- fang: rpals@fg.is . Verðskrá er á heimasíðu skólans. Skólameistari. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins, Borgarbraut 2, Stykkishólmi, sem hér segir: Sigurbjörg SH-48, sknr. 1129, þingl. eig. Gísli/Hálfdán ehf., Snæ- fellsbæ, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingabankinn hf., föstudaginn 10. janúar 2003 kl. 11.00. Sýslumaður Snæfellinga, 3. janúar 2003. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Ennisbraut 55, Snæfellsbæ, þingl. eig. Tréskip ehf., Stykkishólmi, gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs og Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, föstudaginn 10. janúar 2003 kl. 14.00. Sýslumaður Snæfellinga, 3. janúar 2003. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.