Morgunblaðið - 07.01.2003, Page 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 39
BÁTAR SKIP
Bátur og kvóti
til sölu!
Krókaaflamarksbátur og krókaaflahlutdeild
(óveitt) ca 130 tonn þorksígildi. Aflamörk innan
ársins í stóra kerfinu ca 100 tonn þorksígíldi.
Áhugasamir hafi sambandi við Þorstein á Hóli,
skipasölu, í síma 595 9000 eða 869 0839.
TILKYNNINGAR
TÍBRÁR tónleikar í Salnum
starfsárið 2003-2004
• Minnt er á að umsóknarfrestur til að
sækja um tónleikahald í Tíbrá 2003-
2004 rennur út 10. janúar nk.
Umsóknir um tónleikahald ásamt kjörtíma
flytjenda og hugmyndum að efnisvali sendist til
Fræðslu- og menningarsviðs, Björns Þorsteins-
sonar, Fannborg 2, sími 570-1600, eða með
tölvupósti til Sigurbjargar Hauksdóttur:
sigurbjorg@kopavogur.is. Valið er úr umsóknum
og öllum svarað að vali loknu.
Fræðslu- og menningarsvið Kópavogs
KÓPAVOGSBÆR
Happdrætti
Félags heyrnarlausra
Útdráttur 31. desember 2002
Bifreið af gerðinni Skoda Fabia Combi
kr. 1.320.000
1941
iBook Combo tölva frá Aco kr. 185.000
1509 6953 7655 18894
Ferðavinningur frá Flugleiðum kr. 90.000
5093 6061 10238 13358
Ferðavinningur frá Flugleiðum kr. 60.000
3460 9879 10518 16023
Vöruúttekt hjá versluninni Útilíf
kr. 40.000
2071
4008
7642
10650
11118
12966
14136
15178
Gjafabréf í IKEA kr. 25.000
561
4485
7332
7897
8268
11682
15566
17780
18489
19228
Gjafabréf í Smáralind kr. 5.000
447
1196
2172
2487
3702
4218
4413
4593
4710
6153
6491
6715
7057
7411
8909
9295
9297
9345
10118
10363
10987
11751
12208
13453
13699
13944
15555
15775
16407
16878
16922
17642
17887
18041
18076
18548
18888
19267
Birt með fyrirvara um prentvillur.
Þökkum veittan stuðning.
Félag heyrnarlausra,
Laugavegi 103,
105 Reykjavík,
sími 561 3560.
UPPBOÐ
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Bjarkarbraut 1, 0201, eignarhl., Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Sigvaldi
Gunnlaugsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudag-
inn 10. janúar 2003 kl. 10.00.
Brekkugata 3, tengibygging, Akureyri, þingl. eig. Brekkubúðin ehf.,
gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, föstudaginn
10. janúar 2003 kl. 10.00.
Brekkugata 3b, suðurhl. bakhúss, Akureyri, þingl. eig. Brekkubúðin
ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, föstudaginn
10. janúar 2003 kl. 10.00.
Grenivellir 16, 0201, íb. á 2. hæð til vinstri, Akureyri, þingl. eig. María
Hólm Jóelsdóttir, gerðarbeiðendur Fasteignalánasjóður póstmanna,
Íslandsbanki hf. og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, föstudaginn
10. janúar 2003 kl. 10.00.
Huldugil 64, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Elías Hákonarson, gerðar-
beiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., föstudaginn 10. janúar
2003 kl. 10.00.
Kaupvangsstræti 21, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig. Sverrir Kristjáns-
son, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Sparisjóður Norðlend-
inga, föstudaginn 10. janúar 2003 kl. 10.00.
Skessugil 13, 0101, Akureyri, þingl. eig. Jarðverk ehf., gerðarbeiðend-
ur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn
10. janúar 2003 kl. 10.00.
Skessugil 13, 0102, Akureyri, þingl. eig. Jarðverk ehf., gerðarbeiðend-
ur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn
10. janúar 2003 kl. 10.00.
Skessugil 13, 0201, íb. á 2. hæð til vinstri, Akureyri, þingl. eig. Jarð-
verk ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á
Akureyri, föstudaginn 10. janúar 2003 kl. 10.00.
Skessugil 13, 0202, Akureyri, þingl. eig. Jarðverk ehf., gerðarbeiðend-
ur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn
10. janúar 2003 kl. 10.00.
Sunnuhlíð 12c, 010103, Akureyri, þingl. eig. Ragnheiður Austfjörð
og Bjarni Rúnar Guðmundsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður versl-
unarmanna, föstudaginn 10. janúar 2003 kl. 10.00.
Svarfaðarbraut 32, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Vignir Þór Hallgríms-
son, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður Norðurlands
og Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 10. janúar 2003 kl.
10.00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
6. janúar 2003.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Ingibjörg Þeng-
ilsdóttir, Erla Alexanders-
dóttir og Garðar Björgvins-
son michael-miðill starfa hjá
félaginu og bjóða félagsmönn-
um og öðrum upp á einkatíma.
Upplýsingar um félagið, einka-
tíma og tímapantanir eru alla
virka daga ársins frá kl. 13—
18. Utan þess tíma er einnig
hægt að skilja eftir skilaboð á
símsvara félagsins.
Netfang: mhs@vortex.is .
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
KENNSLA
www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
EDDA 6003010719 III
FJÖLNIR 6003010719 I
HLÍN 6003010719 VI
HLÍN 6003010719 VI
I.O.O.F.Rb.4 152178-
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FRÉTTIR
mbl.is
Rangt föðurnafn
Í frétt blaðsins á laugardag um
ráðningu hótelstjóra á Selfossi var
rangt farið með nafn hans. Hótel-
stjórinn heitir Sigurður Skúli Bárð-
arson. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
„Þúsund“ féll niður
Í bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu
föstudaginn 3. janúar birtist grein
mín „BORGAR TVÖFALDAN
SKATT“. Í greininni urðu þau leiðu
mistök að það féll niður eitt orð þann-
ig að 45 þús. kr. urðu að 45 kr. bið ég
því Morgunblaðið að birta þennann
hluta greinarinnar sem villan er í og
fer sá kafli hér á eftir:
Einnig er rétt að vekja athygli á því
að ellilífeyrisþegi sem er giftur, mak-
inn á vinnumarkaði og vinnur auka-
vinnu, þá verður lífeyrisþeginn fyrir
45 þús. kr. skerðingu á tekjutrygg-
ingu á móti 100 þús. kr. tekjum laun-
þegans, launþeginn borgar 39 þús. kr.
í skatt af þessum hundrað þús. kr. svo
eftir standa aðeins 16 þús. kr.
Guðvarður Jónsson
LEIÐRÉTT
Málþing um íþróttir og gildismat.
Íþrótta- og Ólympíusamband Ís-
lands býður til opins málþings um
íþróttir og gildismat í samvinnu við
fræðslusvið Biskupsstofu, miðviku-
daginn 8. janúar kl. 17 á Grand Hótel
í Reykjavík. Meðal frummælenda
verður Ólafur Stefánsson nýkjörinn
íþróttamaður ársins 2002.
Á málþinginu verður velt upp spurn-
ingum eins og: Eiga íþróttaþjálfarar
að byggja upp manneskjur eða vinna
til verðlauna? Hvers konar gildi og
viðmiðanir gefa íþróttir börnum og
ungu fólki? Eru íþróttir að verða að
skemmtun frekar en ástundun heil-
brigðrar hreyfingar? Hverjar eru
dygðir íþróttaiðkunar og hverjir eru
lestir, s.s. lyfjamisnotkun.
Ellert Schram forseti ÍSÍ setur mál-
þingið kl 17 en síðan verða flutt fjög-
ur stutt framsöguerindi:
Íþróttir – að vinna sigur á sjálfum
sér eða öðrum? Halldór Reynisson
verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Þjálf-
arar og gildismat, Vanda Sigurgeirs-
dóttir, þjálfari og kennari. Áherslur
og gildismat í íþróttum, Olav Ball-
isager íþróttafrömuður og háskóla-
kennari í Árósum. Hvað hafa íþróttir
gefið mér sem einstaklingi? Ólafur
Stefánsson atvinnumaður í hand-
knattleik. Á eftir verða pallborðs-
umræður. Áætluð lok málþingsins
eru kl. 19:30. Málþingið er opið öll-
um. Skráning fer fram á skrifstofu
ÍSÍ, netfang andri@isisport.is
Á MORGUN
LÖGREGLUNNI í
Reykjavík var tilkynnt
um 22 umferðaróhöpp
um helgina en í tveimur
tilfellum var um minniháttar meiðsl
að ræða. 54 ökumenn voru kærðir
fyrir of hraðan akstur, einn þeirra
var tekinn á 100 km hraða þar sem
hámarkshraði er 50 km/klst. Aðeins
þrír voru kærðir vegna gruns um ölv-
un við akstur.
Nokkuð var um þjófnaði á veit-
ingahúsum um helgina. Meðal ann-
ars var stolið myndbandsupptökuvél
að verðmæti um 180.000. Þá var kona
handtekin vegna gruns um að hafa
stolið úr veski á veitingastað, m.a.
farsíma. Er lögreglumenn voru að yf-
irheyra konuna kom þýfið upp um
hana, þegar farsíminn sem hún hafði
stolið fór að hringja en hún var með
hann í vasanum. Þá var kona hand-
tekin fyrir að hafa stolið peysu af
annarri konu. Konan neitaði að fara
úr peysunni og urðu lögreglumenn
að færa hana úr og komu peysunni
síðan til eigandans.
Óheiðarlegur blaðasali
Tilkynnt var um 12 innbrot og 33
skemmdarverk um helgina. Á föstu-
dag var tilkynnt um mann sem hafði
fallið í hálku inni í Vogum. Mun hann
hafa ökklabrotnað.
Á laugardag var maður handtek-
inn í Lækjargötu grunaður um að
hafa stolið blaðapakka frá verslun og
vera að selja blöðin. Viðurkenndi
maðurinn verknaðinn, skilaði því sem
hann átti óselt og greiddi andvirði
þeirra blaða sem hann hafði selt. Þá
var á laugardag brotist inn í íbúð í
Túnunum. Fór þjófurinn inn í svefn-
herbergi og stal fartölvu, farseðlum
og vegabréfum. Á laugardagskvöld
barst tilkynning frá íbúa í Breiðholti
um að fjórir drengir hefðu sprengt
upp ruslatunnu. Fékkst á þeim
greinargóð lýsing og voru þeir hand-
teknir skömmu síðar. Viðurkenndu
þeir verknaðinn. Maður var handtek-
inn á laugardagskvöld í Austurstræti
eftir að hafa sparkað í fimm bifreiðar.
Dyraverðir sáu til mannsins og hand-
sömuðu hann og héldu þar til lög-
reglan kom á staðinn.
Á sunnudagsmorgun tilkynnti
leigubifreiðastjóri um mann sem
hafði orðið fyrir árás tveggja manna
á Miklubraut. Höfðu mennirnir barið
manninn og stolið af honum 6–7 þús-
und krónum og GSM-síma. Var mað-
urinn fluttur á slysadeild en hann var
með áverka á augabrún og kvartaði
undan eymslum við öndun.
Um hádegi á sunnudag varð laus
eldur í kertaskreytingu í húsnæði við
Þorragötu. Ekki varð af mikill eldur
en eitthvað mun húsbúnaður hafa
skemmst af völdum reyks. Á sunnu-
dag var tilkynnt um innbrot í íbúð í
Þingholtunum. Þarna hafði verið far-
ið inn um glugga á lítilli kjallaraíbúð,
þaðan farið upp á hæðina og stolið
fartölvu og farsíma.
Úr dagbók lögreglu 3.–6. janúar
Hringing í vasanum
kom upp um þjófinn