Morgunblaðið - 07.01.2003, Page 42
María María
– Fínar línur
FYRIR u.þ.b. tveimur ár-
um fór ég á snyrtistofuna
Fínar línur og fékk af-
bragðs þjónustu í sam-
bandi við varanlega förðun
hjá stúlku sem María heit-
ir. Nú er búið að loka þess-
ari stofu og mér tekst ekki
að hafa upp á henni Maríu.
Ef María sér nú þessa fyr-
irspurn og er enn að vinna
þætti mér vænt um ef hún
hefði samband við mig í
síma 820 0939.
Hjördís.
Léleg þjónusta
ÉG VIL koma á framfæri
óánægju minni með þjón-
ustuna hjá smurstöðinni
hjá Esso við Skúlagötu. Ég
kom þarna sl. fimmtudag
til að láta smyrja bílinn og
var mér þá sagt að það
væri 15 mínútna bið og
enginn beið fyrir utan. Ég
spurði hvort ég mætti
skreppa frá í 10 mínútur í
stað þess að bíða á staðnum
og var mér sagt að það
væri í lagi. Þegar ég kom
10 mínútum seinna voru
fleiri bílar komnir og þá var
mér sagt að það væri hálf-
tíma bið og mér sagt að
fara í röðina.
Finnst mér þetta mjög
ósanngjarnt því ég hefði
ekki skroppið frá ef ég
hefði vitað þetta.
Óli Örn Jónsson.
Dýrahald
Billy er týndur
BILLY týndist í Selja-
hverfi á gamlárskvöld og
hefur ekkert til hans spurst
síðan. Hann er svartur og
hvítur, fjögurra ára með
rauða ól og eyrnamerktur
R 9183. Þeir sem hafa orðið
hans varir vinsamlega hafi
samband við Sólveigu í
síma 695 4943.
Trölli er týndur
KÖTTURINN Trölli hefur
ekki sést heima hjá sér, í
Hlíðarhjalla í Kópavogi,
síðan á nýárskvöld. Trölli
er tæpra 4 ára geltur fress,
grár og hvítur á lit. Hann
var ólarlaus en er eyrna-
merktur. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um hvar
hann er eða afdrif hans eru
vinsamlega beðnir að
hringja í síma: 564 1339 eða
896 3943. Fundarlaun.
Gormur er týndur
LÍTILL grábrúnn og hvít-
ur kanínustrákur strauk
frá heimili sínu í Kópavog-
inum um miðjan desember.
Hans er sárt saknað. Þeir
sem hafa orðið hans varir
eða geta gefið einhverjar
upplýsingar um hann, vin-
samlegast hafi samband í
síma 554 6815 eða 898 6815.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
VARÐANDI skrif um
söngnámskeið þeirra Sig-
ríðar Beinteins og Maríu
Bjarkar.
Dóttir mín sem er að
verða 11 ára hefur tvisvar
farið á námskeið hjá þeim
stöllum. Hún er mjög
ánægð með námskeiðin
og vill komast aftur sem
fyrst. Hún var mjög feim-
in fyrst en það fór fljótt af
og henni hefur mikið far-
ið fram í söng og fram-
komu. Einnig var hún
fengin til að syngja inná
Söngvaborg 2 sem María
og Sigga stjórna og fékk
hún mikið út úr því. Varð-
andi þessa vídeóspólu sem
gerð er og kostar 1.500
kr. þá er börnunum frjálst
hvort þau kaupa spóluna
eður ei. Þessar 1.500 kr.
eru einungis fyrir kostn-
aði við gerð spólunnar.
Það er mím skoðun að það
sé mjög vel staðið að þess-
um námskeiðum og Sigga
og María fagmenn fram í
fingurgóma. Enda hafa
báðar langan feril að baki
sem söngkonur. Mér
finnst um að gera að ef
börnin vilja fara á svona
námskeið þá á að leyfa
þeim það og hvetja þau
áfram. Þau fá aukið
sjálfstraust og eiga auð-
veldara með að koma
fram. En það þarf að
passa uppá að vekja börn-
unum ekki of miklar
væntingar, því stúlkur á
þessum aldri eru með
fyrimyndir eins og Britn-
ey og Jóhönnu Guðrúnu.
Halda þeim á jörðinni og
láta börnin njóta nám-
skeiða eins og þessara
söngnámskeiða.
En ég mæli með að vilji
börn fara á námskeið eins
og hjá Siggu og Maríu þá
er um að gera að stuðla að
því og hvetja þau áfram.
Einnig er það þannig á
námskeiðum hjá Siggu og
Maríu að það eru haldnir
tónleikar fyrir foreldrana
og er það mjög skemmti-
legt og ótrúlega mikið til
af frábærum og fram-
bærilegum krökkum.
Ég treysti Maríu og
Siggu fullkomlega fyrir
barninu mínu og ber hún
þeim vel söguna.
Þráinn Stefánsson.
Mjög góð söngnámskeið
DAGBÓK
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Arn-
arfell kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss kom til Straums-
víkur í gær, Lómur fór í
gær. Joching kom í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun þriðju-
daga kl. 17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Sam-
söngur kl. 14, stjórnandi
Kári Friðriksson.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 9–
12.30 bókband og öskju-
gerð, kl. 9.30 dans, kl.
9.30–10.30 Íslandsbanki
á staðnum, kl. 10.30 leik-
fimi, kl. 13–16.30 opnar
handavinnu- og smíða-
stofur.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–9.45
leikfimi, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 tréskurð-
ur, kl. 9–17 fótaaðgerð,
kl. 10–11.30 sund, kl. 13–
16 leirlist, kl. 14–15 dans.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud: Kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kór eldri
borgara í Damos.
Félagsstarfið Furugerði
1. Í dag kl. 9, aðstoð við
böðun og bókband, kl. 13,
frjáls spilamennska.
Handavinnan fellur niður
eins og er, nánar auglýst
síðar.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð við
böðun, kl. 9 hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 10–11
samverustund, kl. 14 fé-
lagsvist.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–16
vefnaður, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 13.30
myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður, kl. 10 leikfimi,
kl. 12.40 verslunarferð í
Bónus, kl. 13.15–13.45
bókabíllinn, hárgreiðslu-
stofan opin 9–14.
Félagsstarfið, Lönguhlíð
3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og handa-
vinna.
Félag eldri borgara á
Selfossi, félagsvist kl. 13.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids og
saumur kl. 13.30, pútt í
Hraunseli kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan op-
in kl. 10–13 virka daga.
Morgunkaffi, blöðin og
matur í hádegi. Þriðju-
dagur: Skák kl. 13. Skrif-
stofa félagsins er í Faxa-
feni 12, sími 588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. glerskurður
og perlusaumur, frá há-
degi spilasalur opinn, kl.
13 boccia. Allar upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik-
fimi, handavinnustofan
opin, leiðbeinandi á
staðnum kl. 10–17.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið frá kl. 9–17 heitt
á könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun og gler-
skurður, kl. 10 boccia, kl.
11, leikfimi, kl. 12.15
verslunarferð, kl. 13
myndlist og hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og boccia, kl.
10.45 bankaþjónusta, kl.
13 handavinna, kl. 13.30
helgistund. Fótaaðgerð-
ir, hársnyrting. Allir vel-
komnir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa og
tréskurður, kl. 10–11
boccia, kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 14–15 jóga.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–16
bútasaumur og postu-
línsmálun. kl. 9.15–15.30
alm. handavinna, kl. 13–
16 frjáls spilamennska.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl. 13
handmennt m.a. mosaik,
kl. 14 félagsvist.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl. 11.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svarað
í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Bingó kl.
20.
Kvenfélag Laug-
arnessóknar. Sameig-
inlegur fundur með safn-
aðarfélagi Áskirkju og
Kvenfélagi Langholts-
sóknar verður í safn-
aðarheimili Laugarnes-
kirkju á morgun 8.
janúar kl. 20.30.
Minningarkort
Minningarkort Barna-
heilla til stuðnings mál-
efnum barna fást af-
greidd á skrifstofu
samtakanna á Laugavegi
7 eða í síma 561-0545.
Gíróþjónusta.
Barnaspítali Hringsins.
Upplýsingar um minn-
ingarkort Barnaspít-
alasjóðs Hringsins fást
hjá Kvenfélagi Hringsins
í síma 551-4080. Kortin
fást í flestum apótekum á
höfuðborgarsvæðinu.
Bergmál, líknar- og
vinafélag. Minning-
arkort til stuðnings or-
lofsvikna fyrir krabba-
meinssjúka og langveika
fást í síma 587-5566, alla
daga fyrir hádegi.
Minningarkort barna-
deildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu gíró-
seðils.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru til
sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4, s.
551-3509.
Samúðar- og heilla-
óskakort Gídeonfélags-
ins er að finna í anddyr-
um eða
safnaðarheimilum flestra
kirkna á landinu, í
Kirkjuhúsinu, á skrif-
stofu KFUM&K og víð-
ar. Þau eru einnig af-
greidd á skrifstofu
Gídeonfélagsins, Vest-
urgötu 40, alla virka daga
frá kl. 14–16 eða í síma
562 1870. Allur ágóði fer
til kaupa á Nýja testa-
mentum sem gefin verða
10 ára skólabörnum eða
komið fyrir á sjúkra-
húsum, hjúkrunarheim-
ilum, hótelum, fangelsum
og víðar.
Minningarspjöld
Kristniboðssambandsins
fást á skrifstofunni,
Holtavegi 28 (hús
KFUM og K gegnt
Langholtsskóla) sími
588-8899.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju eru til sölu í
kirkjunni í síma 587 9070
eða 587 9080. Einnig er
hægt að nálgast kortin í
Kirkjuhúsinu, Laugavegi
31, Reykjavík.
Líknarsjóður Dómkirkj-
unnar, minningarspjöld
seld hjá kirkjuverði.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði, til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456-2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafnarfirði
fást í Bókabúð Böðvars,
Pennanum í Hafnarfirði
og Blómabúðinni
Burkna.
Minningarkort Áskirkju
eru seld á eftirtöldum
stöðum: Kirkjuhúsinu
Laugavegi 31, þjón-
ustuíbúðum aldraðra við
Dalbraut, Norðurbrún 1,
Apótekinu Glæsibæ og
Áskirkju, Vesturbrún 30,
sími 588-8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru af-
greidd á skrifstofunni,
Holtavegi 28 í s. 588 8899
milli kl. 10 og 17 alla
virka daga. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Í dag er þriðjudagur 7. janúar, 7.
dagur ársins 2003. Knútsdagur,
Eldbjargarmessa. Orð dagsins:
Fagnið því, þótt þér nú um skamma
stund hafið orðið að hryggjast í
margs konar raunum.
(1Pt. 1, 6.)
Víkverji skrifar...
ÍSLENDINGAR eru miklir áhuga-menn um Spánarferðir. Ekki að
ósekju. Loftslagið er hlýtt og nota-
legt þar um slóðir og fólk upp til
hópa viðmótsþýtt. Það er aftur á
móti ekki auðhlaupið að því fyrir
venjulegan Íslending að ræða við
Spánverja. Enskukunnátta þeirra er
almennt af skornum skammti. Flest-
ir hverjir tala ekki stakt orð í hinu al-
þjóðlega tungumáli, sem svo er kall-
að. Þess í stað baða þeir út öllum
öngum og fara mikinn á móðurmál-
inu, jafnvel þótt þeim sé ljóst að við-
mælandinn viti ekki hvort hann er að
koma eða fara. Af þessu hljótast oft
skondin atvik.
Víkverji hitti á dögunum mann
sem hefur búið á Spáni í vetur.
Spænskukunnátta hans var ekki upp
á marga fiska þegar út var komið og
rakst hann fyrir vikið á ýmsa veggi.
Þannig var eitt af hans fyrstu verk-
um ytra að láta tengja Netið fyrir sig
– eins og góðum Íslendingi sæmir.
Fékk hann uppgefið númer hjá fyr-
irtæki sem veitir þjónustu af því tagi
hjá upplýsingalínunni – á spænsku.
Hófst svo símtalið. Konan á hinum
enda línunnar talaði vitaskuld ekki
orð í ensku og skellti fljótlega á Ís-
lendinginn. Okkar maður gaf sig þó
hvergi og hringdi aftur, núna vopn-
aður orðabók. Komst hann örlítið
lengra að þessu sinni en á endanum
fór allt á sama veg. Skellt var á. Ís-
lendingurinn fékk þá spænskan
kunningja sinn til liðs við sig og bað
hann að hringja í konuna. Verður
hann fljótlega undarlegur á svipinn
og afsakar sig eitthvað í símann.
„Heyrðu,“ segir spænski kunninginn
– sem vel að merkja talaði ensku –
svo hálfvandræðalegur að símtali
loknu. „Það er ekki undarlegt að þú
skyldir fá svona dræmar undirtektir
þarna. Þetta var matvöruverslun!“
x x x
VÍKVERJA er líka ógleymanlegsagan af manninum sem var að
greina kunningja sínum frá því þeg-
ar hann var staddur á fínum veit-
ingastað á Spáni. „Matseðillinn var
allur á spænsku og það talaði auðvit-
að ekki nokkur maður ensku þarna,“
sagði maðurinn. „Mig langaði í
nautasteik og sá ekki annan kost í
stöðunni en að baula. Hátt og snjallt.
Það virkaði ágætlega.“
Kunninginn hlýddi á sposkur á
svip og sagði síðan: „Það var eins
gott að þig langaði ekki í bjúgu!“
x x x
VÍKVERJA finnst árið aldrei al-mennilega hafið fyrr en búið er
að leika þriðju umferðina í enska bik-
arnum í knattspyrnu fyrsta laugar-
dag ársins. Í þessari elstu knatt-
spyrnukeppni í heimi leiða Davíð og
Golíat gjarnan saman hesta sína og
oft má sá síðarnefndi lúta í gras. Lít-
ið var raunar um óvænt úrslit að
þessu sinni, nema hvað þriðjudeild-
arlið Shrewsbury Town kom bragði
á úrvalsdeildarlið Everton á sínum
ágæta velli, Gay Meadow. Þá var
kátt á engi. Ekki dró það heldur úr
dramatíkinni að knattspyrnustjóri
Shrewsbury er enginn annar en
Kevin Ratcliffe, sem um árabil var
fyrirliði Everton og vann með félag-
inu tvo meistaratitla, 1985 og 1987.
Þessi gamli miðvörður var líka hálf-
skömmustulegur í viðtali að leik
loknum og viðurkenndi að tilfinning-
in væri blendin. Hann hefði fremur
kosið að leggja annað úrvalsdeildar-
lið. En svona er fótboltinn.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 svil úr fiski, 4 fást við, 7
viðureign, 8 hamagang-
ur, 9 virði, 11 sigaði, 13
band, 14 tappi, 15 þarm-
ur, 17 verkfæri, 20 tíndi,
22 lagði á flótta, 23 hindr-
un, 24 týna, 25 barefla.
LÓÐRÉTT:
1 rotnunarskán, 2 ósvip-
að, 3 varningur, 4 stúlka,
5 borða, 6 flýtirinn, 10
ráfa, 12 greinir, 13 op, 15
eðalborin, 16 slíta, 18
vottar fyrir, 19 missa
marks, 20 mjúka, 21
rændi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 silakepps, 8 falið, 9 lútan, 10 gái, 11 runna, 13
neita, 15 stegg, 18 skróp, 21 ryk, 22 launa, 23 refir, 24
lundarfar.
Lóðrétt: 2 iglan, 3 auðga, 4 eplin, 5 putti, 6 æfir, 7 unna,
12 nóg, 14 eik, 15 sæll, 16 efuðu, 17 grand, 18 skrár, 19
rifja, 20 pára.