Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 45

Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 45 Brautarholti 4 46. starfsár Social Foxtrott Þú verður fær um að dansa við 90% af öllum lögum sem leikin eru á venjulegum dansleik eftir 10 tíma. Samkvæmisdansar - barnadansar Áratuga reynsla og þekking tryggir þér bestu fáanlega kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna 14 vikna námskeið fyrir börn Dansleikur í lokin Tjútt Við kennum gamla góða íslenska tjúttið. 10 tíma námskeið. Gömlu dansarnir 10 tíma námskeið og þú lærir þá alla Keppnisdansar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir, frábærir þjálfarar í keppnisdönsum. 14 vikna námskeið - Mæting 1x, 2x eða 3x í viku. Línudans Auðveldir og skemmtilegir. Bók fylgir með lýsingu á dönsunum. Salsa Dansinn sem fer sigurför um heiminn. 10 tíma námskeið Erlendur gestakennari Freestyle Erla Haraldsdóttir kennir. 10 vikna námskeð. Mæting 2x í viku Brúðarvalsinn Kenndur í einkatíma. Barnadansar Kennum yngst 4 ára. Innritun og upplýsingar í síma 551 3129 milli kl. 16 og 22 daglega til laugardagsins 11. janúar. Kennsla hefst í Reykjavík mánudaginn 13. janúar. Mosfellsbær og Suðurnes - Innritun og upplýsingar í sama síma. KENNSLA HEFST Í REYKJAVÍK MÁNUDAGINN 13. JANÚAR HJÓNIN Patrick og Catherine Le Cellier hafa vanið komur sínar til Íslands frá því snemma á áttunda áratuginum. Þau eru þó ekki venju- legir ferðamenn því þau hafa einn- ig skrifað mikið um Ísland, fest það á filmu og haldið fyrirlestra um landið. Í þetta sinnið eru þau komin hingað til lands í þeim erindagjörð- um að huga að gerð heimild- armyndar um Ísland. Þau ætla að koma aftur hingað í vor og dvelja yfir sumarið við vinnu við myndina. Catherine tekur að sér að ræða um myndina og þýða úr frönsku innskot eiginmannsins. Hún segir myndina líklegast verða tilbúna í árslok en þó verði hún ekki tekin til sýninga fyrr en næsta ár. Ferðast um með myndina „Eftir það ferðumst við næstu ár- in um hinn frönskumælandi heim og kynnum myndina og Ísland,“ út- skýrir hún og býst við að þau hjónin verði á ferðalagi til ársins 2010. Þetta kann að hljóma undarlega í augum þeirra, sem eru vanir því að mynd sé sýnd í bíó um nokkurt skeið og þvínæst sé hægt að fá hana á myndbandaleigu. Þetta á vænt- anlega við um allflesta en Patrick og Catherine hafa annan háttinn á. Catherine útskýrir að hefð sé fyr- ir þeirra aðferð í frönskumælandi löndum. „Patrick heldur fyrirlestur á hverjum stað á meðan á sýning- unni stendur. Það gefur okkur tækifæri til að breyta textanum og jafnvel myndinni ef stórtíðindi eiga sér stað á Íslandi, eins og eldgos,“ segir hún. Hafa rætt við nokkra forseta Hjónin eru ekki ókunn íslenskum stórtíðindum því þau komu hingað þegar gaus í Vestmannaeyjum 1973, í kringum þorskastríðið og embættistöku Vigdísar Finn- bogadóttur árið 1980 en Vigdísi kynntust þau persónulega nokkrum árum fyrr. Ein af mörgum greinum, sem þau hafa skrifað fyrir erlend blöð um Ísland, birtist í franska Elle, og var einmitt um embættistöku þessa fyrsta kvenforseta í heimi. Ennfremur hafa þau tekið viðtal við annan forseta, Kristján Eldjárn, og árið 1972 ræddu þau við Ólaf Ragnar Grímsson. Viðtalið kom til vegna þess að þau óskuðu eftir því að ræða við ungan og upprennandi stjórnmálamann. „Það er greinilegt að hann hefur í raun verið upp- rennandi því nú er hann forseti,“ segir Catherine og hlær við. Þau hafa lengi haft hug á því að gera þessa heimildarmynd um Ís- land. Það hefur þó ekki gengið upp fyrr en nú. Á níunda áratugnum gerðu þau í staðinn mynd af svip- uðu tagi um Pólland. Í Íslandsmyndinni verður farið yfir sögu landsins og áhersla lögð á samfélagsbreytingar síðustu ára- tuga og jafnframt sögu og náttúru landsins. „Við ætlum jafnvel að nota myndir sem við tókum hér fyr- ir þrjátíu árum,“ útskýra þau. Í viðtali fyrir þremur áratugum Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Morgunblaðið tekur viðtal við hjón- in vegna vinnu sinnar og Íslands- áhuga. Í júlí árið 1972 var tekið við- tal við Patrick og þau mynduð. Í myndatexta er Catherine kölluð túlkur og ber þá nafnið Foulquier. Ástæðan er sú að þau giftu sig ekki fyrr en þremur árum síðar en þau eiga saman tvö börn. Ísland hefur verið eins og rauður þráður í gegnum samband þeirra og nú hefur dóttir þeirra einnig fengið áhuga á landinu og hyggst jafnvel koma til dvalar hérlendis. Ljóst er að Ísland er örlagavald- ur í lífi fjölskyldunnar og höfðu hjónin það gott yfir jólin hérlendis. „Okkur finnst æðislegt hérna og við hefðum ekkert á móti því jafnvel að setjast hér að ef svo bæri undir.“ Frönsk hjón hyggja á sérstæða heimildarmyndagerð um Ísland Ferðast og fræða aðra Morgunblaðið/Jim Smart Patrick og Catherine Le Cellier eru miklir Íslandsvinir. Morgunblaðið tók viðtal við hjónin fyrir þrjátíu árum. TENGLAR ..................................................... www.connaissancedumonde.com Kermit og árin í mýrinni (Kermit’s Swamp Years) Barnamynd Bandaríkin 2002. Skífan VHS. (84 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn David Gumpel. Aðalhlutverk Steve Whitmire, Bill Baretta. UNGA fólkið er of ungt til að muna eftir hinum gömlu góðu Prúðuleikurum sem sýndir voru í Sjónvarpinu annað hvert föstudags- kvöld á móti Skonrokki, öllum þess- um óborganlegu brúðum eins og Kermit, Fossa, Svínku, Gunnsa, Daggadropa, Sænska kokkinum, Skúta og Hrólfi og Dýra svo ein- hverjir séu nefndir. Þættirnir voru kostulegir – í minningunni að minnsta kosti – og því orðnir heilagir í huga manns. Óþægindatilfinning grípur mann þegar einhver fitlar við slíkt, reynir að endurvekja gamla, annarra manna snilld. Það kom því þægilega á óvart að sjá þessa bráð- skemmtilegu og spánýju barna- mynd um froskinn Kermit á yngri ár- um, þegar hann tekur þá stóru ákvörðun að yfirgefa heimkynni sín, mýrina og freista gæfunnar, ákvörð- un sem síðar leiðir til þess að hann gerist kynnir í prúðuleikhúsinu. Ekki jafnast hún á við gömlu fyr- irmyndina en þessi nýja útgáfa stendur þó fyrir sínu og er prýðis- skemmtun fyrir unga sem eldri.½ Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Froskur úti í mýri Móðursýkisblinda (Hysterical Blindness) Drama Bandaríkin 2002. Skífan VHS. (104 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn Mira Nair. Aðalhlutverk Uma Thurman, Gena Rowlands, Juliette Lewis. Í ÞESSU „konudrama“ – vafasöm skilgreining það reyndar, hvernig er „karladrama“? – leika Uma Thurman og Juliette Lewis tvær vinkonur komnar vel á þrítugsaldurinn. Margir myndu skilgreina þær sem „hvítt rusl“, þ.e. þær eru hvítar, þröngsýnar og ómenntaðar konur sem eiga í mesta basli með að láta enda ná sam- an og eyða kvöldinu á hverfisbarnum, í leit að hinum eina rétta eða þá bara einhverjum öðrum. En gengur hvorki né rekur í þeim efnum, bæði vegna þess að Lewis er einstæð móðir og báðar svo örvæntingarfullar og yfir- þyrmandi að áberandi er lengstu leið- ir. En þær láta sig stöðugt dreyma um að drauma- prinsinn birtist á hvíta hestinum og virðast gjörsamlega grandalausar um að slíkur maður muni aldrei stíga fæti inn á aðra eins búllu, og allra síst í þeim til- gangi að finna sér lífsförunaut. Þann- ig eru þær verulega brjóstumkenn- anlegar þessar ungu og ólánsömu konur, ekki síst vegna þess að þær eru hreint yfirgengilega leiðinlegar, sér í lagi persóna Thurman, sem er svo óþolandi sjálfhverf og frek í óör- yggi sínu að maður fær vel skilið að menn forðist hana sem eldinn heita. Þetta er um margt athyglisvert hversdagsdrama, svolítið langdregið reyndar, en þannig er nú bara raun- veruleikinn oftast. Stærsti gallinn er Thurman. Hún virkar engan veginn í hlutverki sínu og ofleikur óhóflega, ólíkt Lewis og Rowland, sem leikur móður Thurmans, þær eru fremur lágstemmdar og glerfínar í sínum rullum. Leikstjórn Miru Nair (Monsoon Wedding) er látlaus og næm en hún hefði að ósekju mátt tóna niður ýkjurnar til að gera annars raunsæja mynd raunsærri. Skarphéðinn Guðmundsson Leitin að lífs- förunautnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.