Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐUR Baugs Group hf. nam 8,8 millj-
örðum króna eftir skatta á fyrstu níu mán-
uðum yfirstandandi uppgjörsárs, eða á tíma-
bilinu frá 1. mars til 30. nóvember 2002.
Þyngst vegur hagnaður af sölu bréfa Baugs
ID í Arcadia í september sl., alls um 7,4 millj-
arðar króna. Heildarhagnaður Baugs ID nam
um 10 milljörðum, en auk hagnaðarins af sölu
Arcadia hagnaðist félagið um tæpa 2 millj-
arða vegna óinnleysts gengishagnaðar sem
færður var til tekna, þ.e. eignarhlutir í skráð-
um félögum voru færðir á markaðsverði í
uppgjörinu.
Tæpra 300 milljóna tap varð hins vegar hjá
Baugi Ísland og um 890 milljóna tap hjá
Baugi USA.
Mesti hagnaður í viðskiptasögu Íslands
Heildaruppgjörið sýnir mesta hagnað í ís-
lenskri viðskiptasögu frá upphafi. Tekjur fé-
lagsins af rekstri á fyrstu níu mánuðunum
námu alls 38,5 milljörðum króna og hagnaður
fyrir skatta var 6,6 milljarðar króna. Eignir
félagsins nema um 48 milljörðum króna og
eigið fé er um 19,2 milljarðar króna, sem er
aukning um 76% frá síðasta uppgjöri. Eig-
infjárhlutfall félagsins var um 40% í lok nóv-
embermánaðar liðins árs. Handbært fé Baugs
Group nemur 14,2 milljörðum króna.
EBITDA framlegð (hagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði) var neikvæð um 885
milljónir króna, einkum vegna Baugs USA.
Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs
Group, vera ánægður með útkomuna í heild.
„Á heildina litið er þetta frábært uppgjör, hið
besta í íslenskri rekstrarsögu. Styrkleikar fé-
lagsins felast einkum í því að við erum með
um 14 milljarða króna í reiðufé og rúmlega
400 milljónir í nettóskuldir. Við getum byggt
mjög mikið á núverandi stöðu, hún gefur
okkur tækifæri til framtíðar,“ segir Jón Ás-
geir.
Baugur Ísland undir væntingum
Vörusala hjá Baugi Ísland nam tæpum 25
milljörðum króna sem er 10,2% aukning sé
miðað við sömu níu mánuði ársins 2001.
EBITDA hagnaður nam 911 milljónum króna
en tap Baugs Ísland eftir skatta var 297 millj-
ónir króna. Í tilkynningu frá félaginu segir
að árangur hafi náðst í birgðastýringu á
tímabilinu en matvörubirgðir félagsins
minnkuðu um 4,5% milli áranna 2001 og 2002
og sérvörubirgðir um 12%.
Jón Ásgeir segir afkomu Baugs Ísland ekki
vera viðunandi og helst þurfi að auka fram-
legð rekstrarins hér á landi til að bæta af-
komuna. „Þetta er heldur lakara en við gerð-
um ráð fyrir. Það er ekki viðunandi að eiga
varla fyrir afskriftunum.“ Jón Ásgeir bendir
á að Baugur hafi nýlega lokað tveimur óarð-
bærum verslunum, Hagkaup í Njarðvík og
Top Shop við Lækjargötu. „Við erum að
reyna að spara í húsnæðiskostnaði, skera nið-
ur og ná meira út úr rekstrinum hérna
heima.“ Debenhams verslanir Baugs hafa
verið mikið í umræðunni og segir Jón Ásgeir
að engin eining innan Baugs Ísland hafi sýnt
eins mikla söluaukningu í desember og Deb-
enhams. Þá hafi verslununum verið ágætlega
tekið í Svíþjóð og bindur hann vonir við að
rekstur Debenhams taki við sér á næstunni.
Hagnaður Stoða 545 milljónir
Að sögn Jóns Ásgeirs ganga hlutdeild-
arfélög Baugs Group eins og Stoðir, Húsa-
smiðjan og SMS í Færeyjum mjög vel. Hagn-
aður Stoða á uppgjörstímabilinu nam 545
milljónum og Baugur ID tvöfaldaði eign-
arhlut sinn í félaginu í desember, á nú tæpan
helming hlutafjár.
Síðasta ár var erfitt hjá Baugi USA en
stefnt er að því að hagnaður verði af rekstr-
inum á næsta reikningsári. Nýr fram-
kvæmdastjóri tók við Baugi USA í byrjun
nóvember auk þess sem félagið var endur-
fjármagnað. Í kjölfarið hefur verið unnið að
því að lækka rekstrarkostnað. Jón Ásgeir tel-
ur Bonus Stores eiga framtíðina fyrir sér
þrátt fyrir tæpra 900 milljóna tap í uppgjör-
inu. „Við erum búin að gera mjög mikið í
Bandaríkjunum á skömmum tíma og það er
að skila árangri.“ Hann segir lokanir á óarð-
bærum verslunum vestra hafa verið kostn-
aðarsamar en telur að það muni skila sér í
betri afkomu á næstunni.
Fjárhagsstaða Baugs Group er á heildina
litið mjög sterk en mikið verk er framundan
hjá stjórnendum, segir í tilkynningu frá fé-
laginu. Segir að engar stórfjárfestingar séu
áætlaðar hérlendis eða í Bandaríkjunum en
áhersla lögð á innri vöxt. Mikil áhersla verði
hins vegar lögð á verkefni Baugs Group í
Bretlandi en þar telja forsvarsmenn gríð-
arleg vaxtartækifæri liggja fyrir félagið.
Baugur Group skilar 8,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum uppgjörsársins
Hagnaður af sölu
Arcadia 7,4 millj-
arðar króna
Morgunblaðið/Kristinn
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, segir afkomu Baugs Ísland vera óviðunandi.
BANDARÍSKA verðbréfafyrirtækið
JP Morgan hefur hækkað verðmat
sitt á deCODE, móðurfélagi Íslenskr-
ar erfiðagreiningar. Þetta kemur í
kjölfar tilkynningar frá Íslenskri
erfðagreiningu um að ákveðnum
áfanga hafi verið náð í lyfjaþróun. JP
Morgan hefur vegna þessa breytt
ráðgjöf sinni varðandi hlutabréf de-
CODE og mælir nú með kaupum á
hlutabréfunum í stað hlutlausrar ráð-
gjafar áður. Frá þessu er greint í
greiningarskýrslu JP Morgan á de-
CODE, sem birt var í gær.
Gengi hlutabréfa deCODE á Nas-
daq-hlutabréfamarkaðinum í New
York hækkaði um 41,43% í gær í kjöl-
far birtingar skýrslunnar. Gengið var
2,97 dalir á hlut við lok markaða.
Í greiningarskýrslu JP Morgan
kemur fram að verðbréfafyrirtækið
telur að eðlilegt gengi hlutabréfa de-
CODE sé á bilinu 4-5 Bandaríkjadalir
á hlut á þessu ári. Gengið hefur verið í
kringum 2 dalir á hlut að undanförnu.
JP Morgan telur því að markaðsvirði
deCODE sé á bilinu 170-220 milljónir
Bandaríkjadala, jafnvirði 13,8-17,8
milljarða íslenskra króna.
Bandaríska sjónvarpsstöðin
CNBC fjallaði um skýrslu JP Morgan
varðandi deCODE í gær með jákvæð-
um hætti. Þar var tekið fram að erfða-
rannsóknir virtust ganga vel á Íslandi
og sérstaklega greint frá því áliti JP
Morgan að verð á hlutabréfum de-
CODE hefði verið lágt að undan-
förnu. Gengi hlutabréfa deCODE
hækkaði strax í kjölfar þessarar já-
kvæðu umfjöllunar sjónvarpsstöðvar-
innar um 25–30 sent á hlut.
Fram kemur í greiningarskýrslu
JP Morgan að deCODE hafi verið
með kynningu á starfsemi félagsins á
heilbrigðisráðstefnu JP Morgan í San
Francisco í fyrradag. Kári Stefáns-
son, forstjóri Íslenskrar erfðagrein-
ingar, sá um kynninguna og greindi
m.a. frá nýlegum áföngum í starfsem-
inni. Þar kom fram að hugsanlegt
væri að tveir „lyfjakandidatar“ ÍE,
varðandi hjartaáfall annars vegar, og
háþrýsting hins vegar, kunni að fara
fyrr en almennt megi reikna með í
svonefndan annan fasa klínískra
rannsókna á þessu ári, í samstarfi við
lyfjafyrirtæki.
Í skýrslu JP Morgan segir að ef de-
CODE takist að gera samstarfssam-
ing varðandi annað eða bæði þeirra
sjúkdómssviða sem náðst hefur ár-
angur í hjá ÍE, þá megi gera ráð fyrir
verulegum áfangagreiðslum til fé-
lagsins og mögulegum hlut af sölu
lyfja.
JP Morgan spáir því að tap á
rekstri deCODE muni nema 0,75
Bandaríkjadölum á hlut á þessu ári.
Gengi hlutabréfa deCODE hækkar í kjölfar greiningarskýrslu JP Morgan
Verðmat á
deCODE hækk-
að verulega
Morgunblaðið/Jim Smart
Verð á bréfum deCODE tók kipp í gær eftir að JP Morgan hækkaði mat sitt
á fyrirtækinu. Lokagengi í gær var tæpum 90 sentum hærra en í fyrradag.
AÐ mati Greiningardeildar Kaup-
þings banka kemur fátt nýtt fram í
mati fjármálaráðuneytisins á þjóð-
félagslegum áhrifum stóriðju- og
virkjanaframkvæmda á hagkerfið. Í
matinu eru dregin upp þrjú dæmi og
áhrif þeirra á helstu lykilstærðir í
hagkerfinu metin. Dæmin þrjú eru:
áhrif þess ef byggt yrði 322 þúsund
tonna álver á Reyðarfirði, áhrif þess
að álver Norðuráls á Grundartanga
yrði stækkað um 150 þúsund tonn en
ekki yrði af byggingu álvers á Reyð-
arfirði og áhrif þess að reist verði ál-
ver á Reyðarfirði og að álverið á
Grundartanga verði stækkað.
„Fátt nýtt kemur fram sem að ekki
hafði komið fram í skýrslu Þjóðhags-
stofnunar síðan í sumar en aðferða-
fræðin er svipuð. Hins vegar hafa
þjóðhagsforsendur breyst nokkuð
frá því í sumar og virtist eftirspurn-
arslaki enn að aukast og verðbólgu-
þrýstingur alveg genginn niður.
Jafnframt er krónan orðin sterkari,
en í matinu er þó gert ráð fyrir að
gengisvísitalan verði um 130 stig.
Gengisvísitalan er nú 125 stig,“ segir
í Morgunpunktum Kaupþings í gær.
Ennfremur telur greiningardeild-
in það vekja athygli að gert sé ráð
fyrir 322 þúsund tonna álveri eins og
Norsk Hydro hugðist byggja, en í
sumar og haust hafi hins vegar verið
talað um að álver Alcoa yrði 290 þús-
und tonn.
Greiningardeildin telur að taka
verði útreikningum ráðuneytisins
með miklum fyrirvara „þar sem
margir óvissuþættir eru varðandi
verkefnið sem hafa þarna áhrif á t.d.
hversu stórt hlutfall vinnuafls væri
aðflutt, hvenær framkvæmdir hefj-
ast o.s.frv. Einnig skiptir verulegu
máli hvar í hagsveiflunni við værum
stödd ef ekki kæmi til álversfram-
kvæmda, þ.e. hvort eftirspurnar-
þrýstingur væri til staðar eða eftir-
spurnarslaki. Þannig er mikil óvissa
bæði varðandi framkvæmdirnar
sjálfar og varðandi matið sjálft á
ástandi þjóðarbúskaparins á næstu
árum.“
Fátt nýtt í
mati fjár-
málaráðu-
neytis
MAT fjármálaráðuneytis á hugsan-
legum áhrifum stóriðjuframkvæmda,
sem birt var í fyrradag, hefur skapað
óvissu á skuldabréfamarkaði. Þessu
er haldið fram í vefritum helstu fjár-
málastofnana landsins.
Ávöxtunarkrafa helstu skulda-
bréfaflokka hækkaði í fyrradag í
miklum viðskiptum, sem þýðir lækk-
un á verðgildi þeirra. Hækkunin gekk
til baka á verðtryggðum skuldabréf-
um í gær en ekki á óverðtryggðum.
Ávöxtunarkrafa verðtryggðra
skuldabréfa hækkaði um 0,01–0,06% í
fyrradag en lækkaði aftur í gær og
rúmlega það. Ávöxtunarkrafa óverð-
tryggðra bréfa hækkaði hins vegar í
fyrradag um 0,17–0,36% en lækkaði
lítillega aftur í gær, eða um 0,04%.
Í Morgunkornum Íslandsbanka í
gær sagði að svo virtist sem mat fjár-
málaráðuneytisins á þjóðhagslegum
áhrifum stóriðju- og álversfram-
kvæmda hefði haft mest áhrif á hegð-
un markaðsaðila á skuldabréfamark-
aði. Auk þess mætti ætla að
einhverjir fjárfestar hefðu leyst inn
hagnað eftir mikla lækkun ávöxtun-
arkröfu hús- og húsnæðisbréfa síð-
ustu daga. Hækkun ávöxtunarkröfu
ríkisbréfaflokka gæti einnig að
nokkru leyti verið tengd væntingum
um vísitölumælingu Hagstofunnar,
sem birtist nk. þriðjudag.
Fram kom í Morgunpunktum
Kaupþings banka í gær að ætla mætti
að hugmyndir um hækkun á lang-
tímaraunvöxtum um 2%, til mótvægis
við hugsanlegar álversframkvæmdir,
og það mat fjármálaráðuneytisins að
verðbólgan geti mögulega farið upp í
5–8%, hefðu valdið nokkrum tauga-
titringi á skuldabréfamarkaði.
Í Markaðsyfirliti Landsbankans í
gær sagði að auknar verðbólguvænt-
ingar og söluþrýsting á óverðtryggð-
um skuldabréfum mætti rekja til
greinargerðar fjármálaráðuneytisins
um mat á þjóðhagslegum áhrifum
stóriðju- og virkjanaframkvæmda.
Í hálffimm fréttum Búnaðarbank-
ans í fyrradag sagði að greiningar-
deild bankans gerði ráð fyrir að
óvissuástand muni ríkja áfram á
skuldabréfamarkaði næstu vikurnar
og ljóst sé að fréttir sem tengist fyr-
irhugaðri stóriðju geti breytt lands-
laginu á mjög skömmum tíma. Þá
sagði í hálffimm fréttum að Seðla-
bankinn mundi birta mat sitt á áhrif-
um stóriðju í febrúar og skrif bank-
ans gætu haft mikil áhrif á þróun
skuldabréfamarkaðarins.
Óvissa á skuldabréfamarkaði
GENGISVÍSITALA krónunn-
ar endaði í 124,09 og styrktist
um 0,67% í gær. Krónan hefur
ekki verið sterkari síðan vik-
mörkin voru afnumin 27. mars
2001.
Í hálf fimm fréttum Búnað-
arbankans kemur fram að doll-
arinn hefur verið að veikjast
gagnvart helstu gjaldmiðlum á
undanförnum mánuðum og til
að mynda hefur evran ekki ver-
ið sterkari gagnvart dollara síð-
an í október 1999. Dollarinn
stendur nú í 79,87 og hefur ekki
verið lægri síðan 18. ágúst árið
2000.
Dollarinn
niður fyrir
80 krónur