Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HÆFILEIKI til að stýra sam-
skiptum og umræðu í jákvæðan far-
veg, ásamt því að hafa skýr og heið-
arleg viðmið, með hagsmuni
heildarinnar að leiðarljósi, eru ein-
kenni á stjórnmálaferli Ingibjargar
Sólrúnar. Nú á þessi ljómi að vera
horfinn á einni nóttu og hún er
ásökuð um óheilindi. Hún var hins
vegar sönn í því að vilja vinna að
framgangi Reykjavíkurlistans og
standa við það fyrirheit að gegna
starfi borgarstjóra út kjörtímabilið.
Borgarstjóri hefur gefið sinn fyrsta
tón inn í kosningabaráttuna. Það
verður kosið um ríkisstjórn. Hún
hefur lýst því yfir að hún bjóði sig
fram undir þeim merkjum að koma
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar frá
völdum. Sú gamla klisja að „allir
gangi óbundnir til kosninga“ hefur í
raun merkt það, að kjósandinn hef-
ur ekki haft nema hálfgildingskosn-
ingarétt. Hann hefur ekki vitað
hvort Framsóknarflokkur eða áður
Alþýðuflokkur hlypu undan merkj-
um félagshyggju og jafnaðar inn í
samvinnu við íhaldið. Það er von-
andi að fleiri þori að lýsa því yfir
hvers konar ríkisstjórn þeir vilja sjá
eftir kosningar. Markmið með
stofnun Samfylkingarinnar var að
vera vettvangur félagshyggjufólks,
trúverðugt mótvægi við Sjálfstæð-
isflokkinn, með hliðstæðum hætti
og Reykjavíkurlistinn í borginni,
Röskva í háskólanum og fleiri slík
framboð. Með tilkomu borgarstjóra
hefur slagkraftur Samfylkingar
stóraukist. Fyrir kosningarnar í vor
þarf að stilla strengi þannig að hér
verði valkostur sem býður upp á
opna og lýðræðislega samfélagspóli-
tík, en því tímabili fari að ljúka að
þróun landsmála sé mótuð baksviðs
í valdaklíkum flokkanna, með helm-
ingaskipti eða annað sem vinnuregl-
ur.
Fulltrúar einstakra flokka hafa
komið fram á síðustu dögum og lát-
ið eins og þeir séu talsmenn sann-
leika og trausts, en samtímis brigsl-
að borgarstjóra um óheilindi.
Almennt er trúlega farsælast að
reyna að ná árangri út frá stefnu-
málum sínum eða störfum og
standa á eigin verðleikum. Undar-
leg er sú sjálfseyðingarhvöt sem
drífur vinstri græna áfram. Það er
fróðlegt að sjá Steingrím Joð meta
stöðuna svo, að með tilkomu Ingi-
bjargar Sólrúnar í landsmálin hafi
minnkað líkur á að koma Sjálfstæð-
isflokknum frá völdum. Hann virð-
ist vera að spila á sömu nótum og
hann gerði fyrir seinustu kosningar
að eyða meira púðri í árásir á Sam-
fylkinguna og liðsmenn hennar en í
vinnu gegn íhaldinu og sameigin-
lega sókn á þeim vígstöðvum. Stein-
grímur segir að Ingibjörg Sólrún
muni skipa sér á bekk með „hægri
krötum“. Þetta er neikvæð klisja
sem á að „skadda“ Ingibjörgu Sól-
rúnu. Trúir einhver á þessa flokk-
unarfræði hjá þeim rétttrúnaðar-
mönnum, sem telja sig hafa
einkaleyfi á sannleikanum? Þeir
ættu að vera henni þakklátari. En
hver veit nema þeir fái annað tæki-
færi á landsmálavettvangi til að
sýna henni kurteisi.
Synir og dætur samvinnuhreyf-
ingarinnar virðast vera tilbúnir að
gera allt til að reyna að halda völd-
um. Þar ráða ekki málefni, heldur
sjálfhverft valdatafl. Alfreð Þor-
steinsson var tilbúinn að leysa upp
Reykjavíkurlistann, til að þvinga
fram kröfuna um afsögn Ingibjarg-
ar. Sagt var að það færi ekki saman
að vera borgarstjóri og í fimmta
sæti á lista Samfylkingar. Óform-
legar viðræður voru hafnar við
Sjálfstæðisflokkinn, þar sem borg-
arstjóraefnið var jafnframt þing-
maður þess flokks. Sama tilhögun
og átti ekki að genga hjá Ingi-
björgu. Hver sér ekki virðingarleys-
ið gagnvart kjósendum Reykjavík-
urlistans? Hvers vegna þarf
Valgerður Sverrisdóttir að lýsa því
sérstaklega yfir að Ingibjörg Sólrún
sé „pólitískur andstæðingur“ henn-
ar? Eiga þeir framsóknarmenn, sem
vilja kenna þann flokk við fé-
lagshyggju, ekki rétt á að hún lýsi
því einnig sérstaklega yfir að Davíð
Oddsson sé pólitískur andstæðingur
hennar? Jafnframt talar hún í þá
veru að það sé spurning hvort Sam-
fylkingunni sé treystandi fyrir
landsmálastjórninni. Þarna kemur
enn fram virðingarleysi gagnvart
kjósendum, því það er ekki hennar
að ákveða hverjir halda um taum-
ana.
Áramótaræða forsætisráðherra
einkenndist meðal annars af „hálf-
sannleika“ og aðdróttunum að borg-
arstjóra. Hann taldi mikilvægt að
stjórnmálamenn væru heiðarlegir
og traustsins verðir. Það hefði farið
betur á því að hann liti sér nær
varðandi háttalag þeirra sem flokk-
urinn hefur skipað í forsvar fyrir
hinar og þessar ríkisstofnanir og
innleitt hafa sjálftöku í launa-
greiðslum og hlunnindum, ásamt
því að líta til þeirra mála þar sem
þingmenn flokksins hafa verið
dæmdir fyrir þjófnað, fjármálamis-
ferli eða orð þeirra verið dæmd
ómerk af dómstólum. Segir þetta
ekki sannleika um eðli flokks þar
sem sérhagsmunapot og græðgi eru
oft stutt undan. Forsætisráðherra
virðist ekkki hafa áhyggjur af því
að eitthvað í eðli flokksins stuðlar
að því að helmingur þjóðarinnar,
konur, nær ekki árangri í prófkjör-
um hans.
Það er ekki nóg að telja sig full-
trúa sannleikans, því honum verður
að fylgja hæfilega stór skammtur af
sanngirni, sveigjanleika og sjálfs-
gagnrýni. Nýjabrumið í litaflóru
stjórnmálanna næstu mánuði verð-
ur án efa tengt framboði borgar-
stjóra. Hún er vænting og von um
framgang lýðræðislegra og sam-
félagslegra vinnubragða.
Sanngirni og
sannleikur
Eftir Gunnlaug B.
Ólafsson
„Það er ekki
nóg að telja
sig fulltrúa
sannleik-
ans, því hon-
um verður að fylgja
hæfilega stór skammt-
ur af sanngirni, sveigj-
anleika og sjálfsgagn-
rýni.“
Höfundur vinnur við kennslu og
ferðaþjónustu.
ÞRÁTT fyrir aukna þekkingu á
eðli geðsjúkdóma, betri geðlyf og
auðveldara aðgengi að læknisþjón-
ustu eru geðsjúkdómar og áhrif
þeirra ekki á undanhaldi. Af tíu
helstu sjúkdómum sem valda varan-
legri örorku flokkast fimm sem geð-
sjúkdómar. Ekki hefur það heldur
hjálpað í hagsmunabaráttu geð-
sjúkra að málefni þeirra eru oft sér á
báti, líklega vegna fordóma og að
sjaldan er reynt að finna sameigin-
legan flöt með öðrum sjúkdómum.
Sérfræðiþekking geðheilbrigðis-
starfsfólks hefur einnig einangrast
inni á stofnunum, og tengist fyrst og
fremst sérfræðikunnáttu á gangi og
eðli geðsjúkdóma. Byggja þarf upp
breiðari þekkingargrunn; þekkingu
sem byggist á geðrækt, þ.e.a.s.
styrkleika og aðlögunarmöguleikum,
ekki eingöngu í einstaklingnum
sjálfum heldur líka í umhverfi hans.
Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í
ljós áhrif þunglyndis á líkamlegt
heilbrigði. Gera verður því ráð fyrir
þunglyndi sem áhættuþætti, á sama
hátt og reykingum, kyrrsetu, háum
blóðþrýstingi, áfengisneyslu og
óhollri fæðu.
Hvort sem við erum kven- eða
karlkyns, ófötluð eða fötluð, verðum
við að takast á við ákveðin lífsspurs-
mál: Hvernig á ég að framfleyta mér,
á hvern hátt get ég orðið sjálfstæður
einstaklingur, hvað get ég lagt af
mörkum til samfélagsins og hvernig
ætla ég að verja tíma mínum? Í
skarkala nútímans er mikilvægt að
staldra við og athuga í hvað tíminn
fer. Ver ég honum í það sem ég trúi á
og er þess virði að stunda klukkutím-
unum, dögum, vikum, mánuðum og
árum saman?
Heilbrigði er að geta náð mark-
miðum sínum þrátt fyrir fötlun. Til
þess að svo megi verða gegna um-
hverfisþættir lykilhlutverki. Hversu
vinveitt er íslenskt umhverfi fólki
sem sker sig úr á einhvern hátt, í
hegðun, útliti, tungumáli, aldri, kyni
o.s.frv. Taka má geðfatlaðan einstak-
ling sem dæmi: Hve mikilli orku og
fjármunum er varið í að finna út hvað
skiptir hann máli, hvað honum finnst
þess virði að gera, hvaða hæfileikum
hann býr yfir, miðað við þá fjármuni
sem fara í að „lækna“ það sem hing-
að til hefur talist ólæknandi?
Geðsjúklingar eru notendur geð-
heilbrigðiskerfisins, þeir skapa störf,
en hvað hafa þeir að segja um þjón-
ustuna, hvaða völd, virðingu og áhrif
hafa þeir? Kannski vilja geðfatlaðir
verja fjármunum á annan hátt en
gert er. Ef til vill vilja þeir fá frekari
aðstoð til að geta lifað lífinu utan
stofnana. Kannski þæðu þeir aðstoð
við að sækja sér menntun eða öðlast
tækifæri til að eignast heimili og
vini, fá vinnu við hæfi eða njóta sam-
vista við aðra en geðsjúklinga og
heilbrigðisstarfsfólk. Hvaða val hafa
geðsjúkir þegar þjónustan stenst
ekki væntingar? Hafa íslenskir geð-
sjúklingar eitthvert val varðandi
þjónustu eða endurhæfingu?
Heilsugæslan og sjúkrahúsin eru
mikilvæg í heilbrigðisþjónustunni,
en til að dæmið gangi upp fyrir þá
sem berjast við langtímaveikindi, er
sú þjónusta aðeins byrjunin. Hin
raunverulega aðstoð fer fram í eig-
inlegu umhverfi manneskjunnar og
þar af leiðandi getur sú vinna aldrei
farið fram inni á stofnunum, skrif-
stofum sérfræðinga né í formi efna-
sambanda.
Það hlýtur mörgum að finnast for-
vitnilegt að komast að ástæðu þess
að sumir geta notið sín þrátt fyrir
„slæm“ gen, lélegan aðbúnað, áföll
og fatlanir. Fjöldinn allur af fólki
telst ólæknanlegur frá læknisfræði-
legu sjónarhorni, en nær samt að
njóta lífsins og vera virkur þátttak-
andi í samfélaginu. Í þessum ein-
staklingum býr þekking sem þarf að
virkja á skipulagðan hátt. Þannig má
deila völdum, áhrifum og fjármagni
og setja mark á stefnumótun. Heil-
brigðiskerfið þarf svo sannarlega á
nýrri nálgun að halda, því hin hefð-
bundna virðist aðeins kalla á meiri
mannafla, fleiri stofnanir og meiri
kostnað.
Á vegum Geðhjálpar er starfandi
hópur sem kallar sig „Notendahóp-
urinn“. Þessi hópur vill nýta þá
þekkingu og krafta sem geðsjúkir
búa yfir. Einstaklingarnir innan
þessa hóps vilja ekki aðeins vera
þiggjendur og bíða endalaust eftir að
aðrir finni lausnirnar. Þeir vilja sjálf-
ir leggja eitthvað af mörkum og taka
aukna ábyrgð á eigin málum og hafa
áhrif á þróun geðheilbrigðismála.
Þeir vita að í þeirra röðum er hæfi-
leikafólk sem gæti þess vegna orðið
stjórnmálamenn, rannsakendur eða
stefnumótunaraðilar væri rétt að
þeim búið. Með þátttöku í notenda-
hópnum opnast leið fyrir fjölda fólks.
Árið 2003 er alþjóðlegt ár fatlaðra
og hvet ég valdhafa og aðra sem
áhuga hafa á málefninu og búa yfir
þekkingu á einhverju því sviði sem
nýst gæti hópnum að veita honum at-
hygli og brautargengi. Stuðning við
slíkan hóp er hægt að veita með
ýmsu móti, bein fjárframlög eru að-
eins ein leið. Það er ekki síður mik-
ilvægt að miðla þekkingu, sýna
áhuga, gefa svolítið af tíma sínum og
taka virkan þátt í afmörkuðum verk-
efnum. Þannig græðum við öll!!
Eftir Elínu Ebbu
Ásmundsdóttur
„Hvort sem
við erum
kven- eða
karlkyns,
ófötluð eða
fötluð, verðum við að
takast á við ákveðin
lífsspursmál.“
Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi
geðsviðs LHS og lektor við HA.
Þora, geta, vilja
ÞAÐ er merkilegt að hugsa til þess
að það eru aðeins liðin rétt rúm 50 ár
frá því að lyf fóru almennt að gera líf
manna léttbærara. Fyrir þann tíma
höfðu læknar að vísu notast við ýmiss
konar lyfjaglundur en þá var það trú-
in á glundrið sem var miklu öflugri en
eiginleg verkun þess. Í dag eru að-
eins notuð örfá lyf (t.d. asperin) frá
fyrri tíð.
Byltingin í lyfjaþróun byrjaði rétt
fyrir 1950 og náði hámarki um 1980.
Tilkoma nýrra lyfja hefur gerbreytt
lífi almennings víða um heim, forðað
mörgum frá ótímabærum dauða, en
hjá langflestum hafa lyf þó fyrst og
fremst bætt líðan og lífsgæði. Hér má
t.d. nefna verkjalyf, hægðalyf og
svefnlyf, sem mikið eru notuð til að
bæta líðan og lífsgæði og er þá ekki
alltaf spurt um fínar sjúkdómsgrein-
ingar.
Rannsóknir sýna að lengd meðal-
ævi almennings á Vesturlöndum hef-
ur lítið með lækna og lyf að gera, þar
hafa félagslegar aðgerðir skipt miklu
meira máli. Trú lækna og almennings
á þróun nýrra lyfja við ýmiss konar
sjúkdómum og kvillum var um tíma
nær takmarkalaus. En eftir 1980 hef-
ur hægt á þróuninni og síðan þá hafa
tiltölulega fáar stórar uppgötvanir
verið gerðar í lyfjavísindum. Ýmis
mjög gagnleg lyf hafa þó komið fram
á þessum tíma og má þar t.d. nefna
betri lyf til að hemja sýruframleiðslu
í maga og nýja kynslóð lyfja við þung-
lyndi og kvíða.
Það eru einmitt síðasttöldu lyfin
sem mig langar til að gera að umtals-
efni. Þessi lyf hafa orðið vandlætur-
um af ýmsu tagi tíðrætt umræðuefni.
Fussað hefur verið yfir notkun
„gleðipilla“ og gefið í skyn að neyt-
endur þeirra séu hálfgerðir dópistar
eða vesalingar og jafnvel að læknarn-
ir sem gefa þau græði sjálfir á notkun
þeirra. Alloft hafa slíkir vandlæting-
armenn komið úr læknastétt og
pakka þeir gjarnan fussi sínu og sveii
inn í fræðilegar pakkningar. Þeir
halda því m.a. fram að kollegar þeirra
sem upp á lyfin skrifa hafi ekki gert
nægilega skýrar sjúkdómsgreiningar
áður en lyfin eru gefin – og að þau séu
jafnvel gefin við „eðlilegu ástandi“.
Stundum er gengið enn lengra og það
gefið í skyn að læknar sem skrifa upp
á lyf við þunglyndi eða kvíða geri það
í miklu snarhasti án þess að gefa sér
tíma til þess að ræða við skjólstæð-
inga sína.
Ofangreind viðhorf komu einkar
glöggt fram í grein læknanna Jó-
hanns Ág. Sigurðssonar og Linn Getz
í nýjasta hefti Læknablaðsins. Í
greininni er lögð áhersla á að ýmiss
konar andleg vanlíðan sé eðlilegur
fylgifiskur lífsins og á milli línanna
má lesa að það sé einstaklingnum
bæði hollt og gott að finna fyrir sál-
arkreppu ef aðstæður í lífi hans gefi
tilefni til. Þá sé réttast fyrir lækninn
að tala við („beita samtalsmeðferð“)
viðkomandi, en lyfjameðferð eigi í
mörgum tilvikum ekki við. Höfundar
tala um „manninn í myrkrinu“, og
það sem hann þurfi á að halda: „hann
þarf að sjá nýja möguleika í stöðunni.
Til þess þarf hann tíma, að það sé
hlustað á hann og að honum sé sýnd
virðing, samkennd og þolinmæði.“
Þetta eru falleg orð, en þó kannski
ekki svo mjög þegar það læðist að
manni sá grunur að höfundar séu að
gefa í skyn að ekkert af þessu sé nú í
boði hjá kollegum þeirra sem eru að
skrifa upp á kvíðalyfin. Að þeir fleygi
bara lyfseðlinum orðalaust í skjól-
stæðinga sína áður en þeir ýta þeim
út.
Satt best að segja er ég orðinn
dauðleiður á málflutningi af þessu
tagi. Ég myndi þó ekki nenna að ansa
svona vitleysu nema af því að þetta
spillir fyrir möguleikum mínum til að
aðstoða skjólstæðinga mína sem
þurfa á hjálp að halda. Margir þeir
sem fá kvíðalyf eiga við ólýsanlega
vanlíðan að stríða og eftir nokkurra
vikna lyfjameðferð er oft sem fargi sé
lyft af brjósti þeirra. Þá er gaman að
vera læknir.
Ég þykist vita það að einhvers
staðar séu misbrestir á því hversu
mikinn tíma fólk í sálarkreppu fær
hjá læknum sínum, en hitt veit ég líka
vel að flestir læknar sinna skjólstæð-
ingum sínum með alúð, „hlusta á þá
og sýna þeim virðingu, samkennd og
þolinmæði“. En þar að auki gefa þeir
oft kvíðalyf til að bæta líðan þeirra og
stundum svefnlyf svo þeir sofi nú vel í
einsemd sinni og kvíða. Þessum
læknum stendur á því augnabliki
nokk á sama um það hvaða efni það
eru í heilanum sem lyfin virka á, líka
um það hvað nákvæm sjúkdóms-
greining kvillans heitir á latínu, þeir
eru ekki að velta fyrir sér almennum
heimspekihugleiðingum læknapró-
fessora um hversu „eðlileg“ sálar-
kreppa skjólstæðings sé miðað við
aðstæður. Nei, þessum læknum
gengur það eitt til að bæta líðan
skjólstæðings í vanda á sem bestan
og fljótlegastan hátt.
Hin fjölmörgu nýju lyf af „Prozac
gerð“ er vart hægt að misnota og
verkun þeirra er auðvelt að meta.
Það er gert með því að spyrja við-
komandi hvort honum líði betur á sál-
inni nokkru eftir að meðferð er hafin.
Svo einfalt er það nú. Sé svarið ját-
andi, þá er lyfjameðferðin að gera
gagn. Á þeirri stundu skiptir það ekki
meginmáli fyrir lækninn hvort sálar-
kreppa viðkomandi er tilkomin vegna
gjaldþrots, hjónaskilnaðar eða sorg-
ar. Í þeim málum þarf líka að vinna
eftir ýmsum leiðum, en það gengur
betur að leysa úr þeim ef viðkomandi
líður betur og er í sæmilegu jafnvægi.
Við aðstæður sem þessar þarf hvorki
læknirinn né skjólstæðingur hans á
því að halda að fjölmiðlar eða fólk
með fínar gráður tali niður til þess
sem þeir eru að gera.
Lyf og líðan
Eftir Árna Tómas
Ragnarsson
„Margir þeir
sem fá
kvíðalyf eiga
við ólýs-
anlega van-
líðan að stríða.“
Höfundur er læknir.