Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 49
HVAÐA hagsmunir
stjórna gerðum ráða-
manna íslensku þjóðar-
innar varðandi fyrirhug-
aða Kárahnjúkavirkjun?
Eru það hagsmunir
þjóðarinnar?
Er það umhyggja og
virðing fyrir komandi
kynslóðum?
Er það virðingin fyrir
lýðræðinu?
Hvaða hagsmunir
réttlæta að mati ráða-
manna það að þjóðinni sé
skipt upp í tvær and-
stæðar fylkingar vegna
Kárahnjúkavirkjunar?
Eru það knýjandi efnahagsað-
stæður sem verður að bregðast við
nú þegar?
Hvað veldur því að ráðamenn eins
elsta lýðræðisríkis í heimi bera málið
ekki undir þjóðina í komandi kosn-
ingum?
Við sem erum á móti þeim vinnu-
brögðum sem eru viðhöfð við að
koma þessu ógnvænlega verkefni í
framkvæmd verðum að þjappa okk-
ur saman í öfluga breiðfylkingu og
mótmæla samtaka
framgöngu íslenskra
ráðamann í þessu
máli og krefjast þess
um leið að öllum fyr-
irhuguðum fram-
kvæmdum verði
frestað nú þegar og
að málið verði borið
undir þjóðina í kom-
andi kosningum. Ann-
að er ekki hægt að
sætta sig við sem Ís-
lendingur. Til að und-
irstrika þessa skoðun
mína enn frekar set
ég hana fram í formi
texta sem birtist hér
með góðsfúslegu leyfi Mbl.
Mótmælum
Kárahnjúkavirkjun!
Mikil vá er nú fyrir dyrum
Einnota hugsun skammsýnna manna
Mun tortíma auðlindum öræfanna
Skammtíma lausnir og skjótfenginn gróði
Virðist ríkjandi stefna hjá sitjandi stjórn
Sem á altari auðhyggju vill færa þá fórn
Kynslóð af kynslóð mun verk þeirra harma
Um aldur og ævi – ef við mótmælum ekki
Berjumst gegn valdníðslu þeirra í verki
Og mótmælum öll!
Mótmælum öll!
Við stöndum á þröskuldi nýrra tíma
Þar sem virðingin vex fyrir móður jörð
Verum því ákveðin – verum því hörð!
Stórgerðar virkjanir heyra liðinni tíð
Einnota hugsun skammsýnna manna
Mun tortíma auðlindum öræfanna
Við státum af elsta lýðræði í heimi
Svo ef Fjallkonan okkar á að klæðast áli
Gerum það þá að kosningamáli
Og um það kjósum í vor
Kjósum í vor
Og mótmælum öll!
Mótmælum öll!
JÓHANN G. JÓHANNSSON,
tónlistar- og myndlistarmaður.
Mótmælum
Kárahnjúkavirkjun
Jóhann G. Jóhannsson
Frá Jóhanni G. Jóhannssyni:
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Þjálfari kvenna-
landsliðs í brids
Stjórn Bridssambands Íslands
hefur gengið frá ráðningu landsliðs-
þjálfara í kvennaflokki. Ragnar Her-
mannsson hefur
tekið að sér þjálf-
un kvennaliðsins
framyfir Norður-
landamótið í sum-
ar. Ragnar er
ekki ókunnugur
þjálfunarmálum,
hefur reynslu af
þjálfun yngra
landsliðsins í
brids, auk þess
sem hann hefur getið sér gott orð
sem þjálfari kvennaliðs Hauka í
handknattleik. Stjórn BSÍ óskar
Ragnari velfarnaðar í starfi.
Ráðning
landsliðsþjálfara
Stjórn Bridssambands Íslands
hefur gengið frá ráðningu landsliðs-
þjálfara í opnum flokki. Guðmundur
Páll Arnarson
sem verið hefur
þjálfari liðsins
undanfarin ár
með góðum ár-
angri hefur gert
samning um
þjálfun landsliðs-
ins í opnum flokki
fram til ársins
2004. Stjórn BSÍ
óskar Guðmundi
Páli velfarnaðar í starfi og lýsir yfir
ánægju sinni með að hafa áfram náð
samningum við þennan hæfileika-
ríka þjálfara.
Tvímenningur í Borgarfirði
Mánudagskvöldið 7. janúar var
spilaður einskvölds tvímenningur
með þátttöku 13 para. Úrslit urðu
eftirfarandi:
Kristján Axelsson – Örn Einarsson 152
Ingólfur Helgas. – Jóhannes Jóh. 147
Baldur Björnsson – Jón Eyjólfsson 144
Flemm. Jessen – Guðm. Þorsteinsson 138.
Næsta mánudag verður aftur spil-
aður tvímenningur en 21. janúar
hefst aðalsveitakeppni félagsins.
Spilað er í Logalandi.
Kristján Örn endurkjörinn for-
maður Bridsfélags Suðurnesja
Kristján Örn Kristjánsson var
endurkjörinn formaður Bridsfélags
Suðurnesja á aðalfundi félagsins
sem haldinn var sl. þriðjudagskvöld.
Reyndar var öll stjórnin endurkjörin
en hana skipa ásamt Kristjáni eft-
irtaldir: Kjartan Ólason gjaldkeri,
Guðjón Svavar Jensen ritari og með-
stjórnendur eru Gunnar Guðbjörns-
son og Þorgeir Ver Halldórsson.
Fjárhagur félagsins er mjög
traustur en síðasta ár skilaði 115
þúsund króna hagnaði þrátt fyrir
mikinn mótbyr bridsíþróttarinnar
þessar stundirnar. Munar þar mest
um óbilandi kraft gjaldkerans sem
að öðrum ólöstuðum skilar félaginu
heilu í höfn ár hvert.
Nokkrar umræður urðu á fundin-
um um sameiningarmál bridsfélag-
anna í Reykjanesbæ og Sandgerði
og sýndist sitt hverjum. Var for-
manni falið að fara yfir málið með
formanni Munins og skoða kosti og
galla sameiningar.
Þá má geta þess að kvöldgjald
hjóna og eða sambýlinga var lækkað
og að á hausti komandi verður haldið
veglegt afmælismót og hefir nú þeg-
ar verið aflað styrkjar til mótshalds-
ins. Aðalkeppni vetrarins, sveita-
keppnin, hefst á mánudaginn kemur
kl. 19.30.
Ragnar
Hermannsson
Guðmundur Páll
Arnarson
MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag,
fimmtudaginn 9. janúar, mynd-
skreytta frétt um nýtt hótel sem
opnað verði í húsakynnum Alþýðu-
hússins við Hverfisgötu.
Ef meiðyrðalöggjöfin leyfir þá
lýsi ég þá, sem að þessum verkum
standa, ræningja og hústökumenn,
að öðrum kosti þarf ég að orða
þetta með öðrum hætti. Ég vænti
þess þó að lesendur skilji við hvað
er átt.
Alþýðuhúsið var reist með al-
mennri þátttöku alþýðufólks í
Reykjavík, dagsverkagjöfum, verk-
færum og fjárframlögum. Nöfn gef-
enda voru skráð og birt vikulega í
Alþýðublaðinu á árunum 1922–23.
Síðast en ekki síst vann Oddur
Ólafsson, baðstofufélagi Þórbergs
Þórðarsonar, af einstakri elju og
dugnaði að framkvæmdum og verk-
stjórn. Það sem reið baggamuninn
var lán, sem sænsku verkalýðssam-
tökin veittu Alþýðuhúsi Reykjavík-
ur hf. til húsasmíðinnar. Jón Axel
Pétursson, bróðir minn, var þá
framkvæmdastjóri Alþýðusam-
bands Íslands og stjórnarmaður Al-
þýðuhússins. Þessu til staðfestingar
er bréf sem hann ritaði í þakklæt-
isskyni.
Samþykktir Alþýðuhúss Reykja-
víkur hf. sýna ljóslega hvernig
verja beri eignum ef félagsslit
verða.
Ég bið Morgunblaðið að birta
ljósmynd, sem ég á í fórum mínum
frá dögum sem ég dvaldist við nám
í Svíþjóð. Hún er tekin á tröppum
lýðháskóla sænskra jafnaðarmanna
í Bommersvik sumarið 1938. Við
Kjartan Guðnason, síðar formaður
SÍBS, dvöldumst þar á sumarnám-
skeiði ungra jafnaðarmanna.
Á myndinni sjást m.a. Per Albin
Hanson, forsætisráðherra Svíþjóðar
og formaður sænskra sósíaldemó-
krata, Anders Nilsson, gjaldkeri
sænska sósíaldemókrataflokksins,
sá sem reiddi féð af höndum til
þess að menningarmiðstöð íslenskr-
ar alþýðu risi við Hverfisgötu.
Per Albin og Anders Nilsson
standa við hlið hvítklæddrar stúlku,
sem var ein nemenda. Við Kjartan
erum brosleitir ungir menn, þátt-
takendur á námskeiði ungra jafn-
aðarmanna. Við erum lengst til
hægri á myndinni frá áhorfendum
séð.
Mér finnst ótrúlegt að þeir Per
Albin og Anders Nilsson hafi veitt
sænska lánið til þess að setja upp
súludansstað Óttars Yngvasonar
eða hótel Ingibjargar Pálmadóttur.
Hér er óskammfeilin hústaka
fjármálafursta sem telja sér heimilt
að beita hverskyns brögðum. Svona
framferði verður að stöðva.
PÉTUR PÉTURSSON þulur.
Hústökumenn og ræn-
ingjar Alþýðuhússins?
Þakkarbréf Al-
þýðusambands
Íslands til
sænska alþýðu-
sambandsins
fyrir „sænska
lánið“. Skjalið
er varðveitt á
skjalasafni Lo í
Stokkhólmi. Ut-
länska lands-
organisationer.
Korrispond-
ance 1938.
Frá Pétri Péturssyni:
Lokagrein samþykkta Alþýðuhúss
Reykjavíkur hf. tekur af tvímæli
um það hvernig verja skuli eignum
hlutafélagsins ef félagsslit verða.
Þar segir ótvírætt að verja skuli
allri upphæðinni til menningar-
starfsemi reykvískrar alþýðu.
Hópur ungra manna á tröppum lýðháskóla sænskra jafnaðarmanna í
Bommersvik sumarið 1938.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111