Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MARGIR bændur hafa yndi af forystufé enda er starfandi fé- lagsskapur um 140 fjáreigenda sem stofnaður var í þeim tilgangi að halda við þessum stofni sem er einstakur í heiminum. Þau Hanna Lára Bjarnadóttir og Loftur Þorsteinsson, bændur í Haukholtum í Hreppum, eiga meðal annarra góðra gripa for- ystusauðinn Nasa sem nú er sex vetra. Hann er fallega van- inhyrndur og hin mesta prýði í hjörðinni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Hjarðarprýði í Haukholtum Hrunamannahreppur NÝ kennsluálma með þremur kennslustofum og fjölnota rými, sem nýtist m.a. til tónlistar og leik- sýninga, var tekin í notkun við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum á þrettándanum. Með tilkomu þessa áfanga er því langþráða takmarki náð að einsetja skólann. Arnar Sigurmundsson, formaður skólamálaráðs, greindi frá sögu byggingarinnar, lýsti húsakostum og gat um verktaka við verkið en flestir voru þeir heimamenn. Arki- tekt að byggingunni var Hallur Kristvinsson. Fjöldi gesta var við opnun álmunnar, þar á meðal menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, og starfsmenn menntamála- ráðuneytis. Við sama tækifæri var stofnuð Fræðslu- og símenntunarstöðin Viska en að stofnuninni standa 18 stofnanir og fyrirtæki í Vestmanna- eyjum. Markmið Visku er að efla menntun í Vestmannaeyjum með því að standa fyrir fræðslustarfsemi sem ekki heyrir undir námskrár- bundið nám á grunnskóla og fram- haldsskólastigi. Það verður gert með því að hafa forgang um fræðslu og fjarkennslu og miðla því til at- vinnulífs og almennings. Menntamálaráðuneytið mun líkt og við stofnun annarra fræðslumið- stöðva leggja 9 milljónir til Visku og 18 fyrirtæki og stofnanir í Vest- mannaeyjum leggja fram stofnfé og tryggja rekstrargrunn Visku. Á næstunni verður auglýst eftir starfsmanni til að sjá um rekstur- inn. Að lokinni undirskrift stofnsamn- ings var kjörin stjórn fyrir Fræðslu- miðstöðina en hana skipa Arnar Sigurmundsson formaður, aðrir í stjórn eru Páll Marvin Jónsson frá Háskólasetrinu í Vestmannaeyjum, Davíð Guðmundsson frá Tölvun, Guðrún Erlingsdóttir frá Verslunar- mannafélagi Vestmannaeyja og Baldvin Kristjánsson, skólastjóri Framhaldsskóla Vestmannaeyja. Morgunblaðið/Sigurgeir Frá undirskrift stofnsamnings Visku í Framhaldsskólanum. Við borðið sitja fulltrúar þeirra fyrirtækja og stofnana sem standa að verkefninu. Standandi fyrir miðju er Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Fræðslu- og sí- menntunarstöðvarinnar Visku, og honum á vinstri hönd er mennta- málaráðherra, Tómas Ingi Olrich, og bæjarstjórinn Ingi Sigurðsson. Hamarsskóli ein- settur og Viska tekur til starfa Vestmannaeyjar STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra tekur fyrstu skóflustung- una að tvöfaldri Reykjanesbraut klukkan 14 í dag. Athöfnin fer fram við Kúagerði og markar upp- haf framkvæmda við fyrsta áfanga tvöföldunarinnar milli Hafnar- fjarðar og Reykjanesbæjar. Áhugahópur um öryggi á Reykjanesbraut stendur að at- höfninni ásamt verktökunum, Jarðvélum, Háfelli og Eykt. Dag- urinn í dag, 11. janúar, er valinn sem upphafsdagur fram- kvæmdanna meðal annars vegna þess að liðin eru nákvæmlega tvö ár frá því haldinn var fjölmennur borgarafundur í Reykjanesbæ þar sem lögð var fram krafa um að framkvæmdinni yrði flýtt. Um það leyti afhenti áhugahópurinn sam- gönguráðherra skóflu til að taka fyrstu skóflustunguna og mun hann nota hana við verkið í dag. Dagskráin hefst klukkan 13.30 með því að lagður verður blóm- sveigur að vörðunni við Kúagerði til að minnast þeirra vegfarenda sem látist hafa í slysum á Reykja- nesbrautinni. Skóflustunga verður síðan tekin hinum megin vegarins, þar sem verktakar hafa komið sér upp vinnubúðum. Þá munu við- staddir geta tekið forskot á sæluna því í tilefni dagsins verður braut- inni skipt á nokkurra kílómetra kafla þannig að þeir geta ekið á „tvöfaldri“ Reykjanesbraut í áttina að Reykjanesbæ. Klukkan 15 verður síðan mót- taka í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík þar sem starfsmenn verktaka og áhugahópur um ör- yggi á Reykjanesbraut koma sam- an ásamt öðrum áhugamönnum. Þar verður gerð grein fyrir því hvað verður um skófluna sem not- uð verður við athöfnina fyrr um daginn. Fyrsta skóflu- stungan að tvö- földun Reykjanesbraut KRISTÍN Lea Henrysdóttir, nem- andi í 9. bekk Holtaskóla í Keflavík, sigraði í einstaklingskeppni í söng- keppni SamSuð og í hópakeppni sigruðu Halla Karen Guðjónsdóttir og Guðmunda Áróra Pálsdóttir, nemendur í 9. bekk Njarðvíkur- skóla. Sigurvegarar í báðum keppnun- um voru fulltrúar félagsmiðstöðvar- innar Fjörheima í Reykjanesbæ en keppnin fór fram á sal Fjölbrauta- skóla Suðurnesja í fyrrakvöld. Auk þeirra voru þátttakendur frá Þrumunni í Grindavík, Skýjaborg í Sandgerði, Truflaðri tilveru í Garði og Borunni í Vogum. Sigurvegarinn í einstaklings- keppninni, Kristín Lea Henrysdótt- ir, verður fulltrúi Suðurnesjamanna í söngkeppni Samfés, Samtaka fé- lagsmiðstöðva á Íslandi, sem fram fer 25. þessa mánaðar. Í keppninni söng hún Alanis Morisette-lagið Ironic og Valgarður Davíðsson, nemandi í 10. bekk í Myllubakka- skóla í Keflavík, lék undir á gítar. Kristín Lea segist hafa mikinn áhuga á sönglistinni. Hún sótti söng- tíma um skeið og hefur komið fram í skólanum og víðar síðustu árin. Áhuginn er svo mikill og sýnilegur að amma hennar gaf henni tíma í hljóðveri hjá Geimsteini í jólagjöf og hefur hún verið að undirbúa sig fyrir upptöku á lagi þar. Það kom sér því vel að meðal verðlauna í keppni SamSuð voru hljóðverstímar í Geim- steini. Segist Kristín Lea nú geta tekið upp fleiri lög. Áformin voru einungis þau að eiga lag á geisla- diski fyrir sjálfa sig og vini sína og hún segist ekki hafa í hyggju að standa í útgáfu á efninu, það geri hún að minnsta kosti ekki sjálf. Kristín viðurkennir að ekki hafi verið auðvelt að byrja á því að koma fram en það venjist eftir því sem hún syngi oftar. „Þetta verður sífellt skemmtilegra,“ segir hún. Töluverður tími fór í undirbúning hjá henni og Valgarði fyrir SamSuð- keppnina og nú þurfi þau að fara að búa sig undir Samféskeppnina. „Ég hlakka mikið til hennar,“ segir Kristín Lea. Sigraði í söngkeppni Samtaka félagsmiðstöðvanna Ljósmynd/Trufluð tilvera Kristín Lea Henrysdóttir syngur og Valgarður Davíðsson leikur undir. Verður sífellt skemmti- legra Keflavík HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps hefur samþykkt að afsala til ríkissjóðs jörðinni Flekku- vík. Hún var á sínum tíma keypt vegna fyrirhugaðrar byggingar ál- vers Atlantsáls hf. á Keilisnesi. Þegar unnið var að Atlantsáls- verkefninu varð það að samkomulagi milli Vatnsleysustrandarhrepps og iðnaðarráðherra að hreppurinn keypti jörðina Flekkuvík og úthlut- aði þar lóð fyrir álverið. Gert var ráð fyrir því að jarðarverðið fengist til baka á ákveðnum árum með lóðar- leigu frá álverinu. Hreppurinn var þó ekki reiðubú- inn að kaupa jörðina á eigin ábyrgð og varð að samkomulagi að ríkissjóð- ur fjármagnaði kaupin. Þannig var gengið frá samningum að endur- greiðsla Vatnsleysustrandarhrepps væri háð því að ef það yrði ekki af byggingu og rekstri álversins myndi hreppurinn verða skaðlaus vegna landakaupanna og ríkissjóður yfir- taka allar skuldbindingar hreppsins vegna þeirra. Nú er verið að ganga frá þessu máli. Hreppurinn hefur samþykkt að afsala jörðinni til ríkisins gegn því að skuldir hreppsins við ríkissjóð vegna málsins falli niður. Jón Gunnarsson, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps, tekur ekki undir þau orð að með þessu sé hreppsnefndin búin að gefa upp á bátinn vonir um álver á Keilisnesi, segir að ef slíkt komi upp að nýju skipti ekki öllu máli hvort lóðin sé í eigu hreppsins eða ríkisins. Ríkið mun eignast álverslóðina á Keilisnesi Vatnsleysuströnd NOKKRIR íbúar í Reykjanesbæ hófu síðdegis í gær mótmælasetu á biðstofu heilsugæslustöðvar Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja. Til- gangurinn var að vekja athygli á læknaskorti á stöðinni. Þegar haft var samband við Helgu Valdimarsdóttur, einn skipu- leggjenda mótmælanna, tóku átta einstaklingar þátt í aðgerðunum og von var á fleirum. Hún sagðist ekki hafa hitt framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunarinnar sem hún hefði vonast til að gæfi hópnum ein- hverjar skýringar á ástandinu. „Við verðum hér eitthvað frameftir,“ sagði Helga. Að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra heilsugæslustöðvarinnar, var Sig- ríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unarinnar, ekki látin vita af því að fólkið kæmi. Hún hefði gjarnan vilj- að hitta hópinn en því miður hefði hún verið búin að ráðstafa sér á ár- íðandi fund í Reykjavík á þessum tíma. „Sitjum eitthvað frameftir“ Keflavík Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.