Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 19 DANSKI tölfræðingurinn Bjørn Lomborg á nú við andstreymi að stríða en vís- indasiðanefndirnar í Danmörku (UVVU), sem rannsaka m.a. vinnubrögð í ritum vís- indamanna, saka hann um að brjóta gegn góðum reglum fræðanna í skrifum sínum, að sögn Jyllandsposten. Nefndirnar voru í fyrstu ekki vissar um það hvort þær ættu að taka fyrir kærur á hendur Lomborg vegna ritsins Hið sanna ástand heimsins (Verdens sande tilstand) frá 1998 þar sem óljóst væri hvort um vísindarit væri að ræða. En að lokum varð samkomulag um að gera það. Hægristjórn Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra gerði á sínum tíma Lom- borg, sem er prófessor í tölfræði, að yf- irmanni Stofnunar mats á umhverfisástandi. En nú vill meirihluti þingmanna í Dan- mörku að gerð verði hlutlaus könnun á starfi og skýrslum stofnunarinnar og er bent á að niðurstaða vísindasiðanefndanna hljóti að varpa rýrð á stofnun Lomborgs. Þess vegna sé brýnt að fá þessi mál á hreint. Rekstur stofnunarinnar kostar 15 milljónir d.kr. á ári, um 180 milljónir ísl.kr. Ráðherra styður sinn mann Mjög eru þó skiptar skoðanir um hvað beri að gera, talsmaður Sósíalíska þjóð- arflokksins segir að ljóst sé að þegar farið verði í saumana á starfi Lomborgs verði hann rekinn. Fulltrúi Danska þjóðarflokks- ins, sem styður stjórn Fogh Rasmussen, vill einnig að málið verði kannað en segir að því fari fjarri að Lomborg eigi að fá reisupass- ann þótt einhverjir gagnrýni hann. Hans Chr. Schmidt, umhverfisráðherra og flokksbróðir forsætisráðherrans, segir að Lomborg hafi ritað bók sína áður en hann tók við stofnuninni og því vilji hann, Schmidt, ekki tjá sig um vísindalegar að- ferðir sem beitt sé í henni. „Sem umhverfisráðherra dæmi ég starf Bjørns Lomborgs með tilliti til þeirra skýrslna sem stofnunin gefur út. Og ég er afar ánægður með þær sem ég hef hingað til fengið. Það er gott að hrista upp í um- ræðunni, við höfum lengi þurft á því að halda,“ segir Schmidt. Fogh Rasmussen er sammála umhverf- isráðherranum og segir að brýnt hafi verið að fleiri raddir heyrðust í umfjöllun manna um umhverfismál. „Umhverfisumræðan hef- ur í allt of mörg ár verið einhliða,“ segir hann. Þótt hann sé ekki endilega sammála Lomborg í einu og öllu sé nauðsynlegt að rannsaka vandlega hvort fé til umhverf- isverndar sé varið á réttan hátt en ekki taka öllum tillögum gagnrýnislaust. Þess vegna sé framlag Lomborgs mikilvægt og fáum hafi tekist að vekja jafnmikla athygli á óhefðbundnum viðhorfum í þessum málum. Heimsþekktur eða alræmdur? Lomborg er heimsþekktur og sumir segja alræmdur fyrir gagnrýni sína á stefnu margra þekktra umhverfisverndarsinna og þeirra vísindamanna er taka undir með þeim. Segir Lomborg að oft sé beitt hrein- ræktuðum hræðsluáróðri, þagað um það sem til framfara hefur horft síðustu áratug- ina í baráttu gegn mengun og öðrum um- hverfisspjöllum en stöðugt ýtt undir dóms- dagsspár en ástand heimsins. Ástandið sé hins vegar mun betra í mörgum greinum en margir vilji vera láta. Vísindasiðanefndirnar segja að í hinni ögrandi bók Lomborgs frá 1998 sé þess ekki gætt að nefna jafnt rök með og móti heldur eingöngu valið það sem styðji hugmyndir hans. Lomborg segir m.a. að hættan á svo- nefndum gróðurhúsaáhrifum af mannavöld- um með tilheyrandi áföllum sé stórýkt og rekur einnig hvernig svartsýnisspár fyrir nokkrum áratugum um að auðlindir myndu senn tæmast og skógarnir eyðast hafa ekki ræst. Einnig bendir hann á að nýjustu mannfjöldaspár Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að mjög sé farið að hægja á fjölgun og svo geti farið að jafnvægi komist á í heiminum fyrir næstu aldamót. Hann og stuðningsmenn hans segja einnig að bókin sé oft dæmd á röngum forsendum, hún sé ekki síst innlegg í skoðanaskipti í fjöl- miðlum en ekki endilega fræðirit í venjuleg- um skilningi. Bókin var gefin út, aukin og endurbætt, á ensku árið 2001 af forlagi Cambridge- háskóla í Bretlandi, hefur selst vel víða um heim og hlotið lof í virtum blöðum og tíma- ritum, þ.á m. The Economist, The Wash- ington Post, The Daily Telegraph og The Wall Street Journal. En liðsmenn dönsku nefndanna styðjast í gagnrýni sinni einkum við umfangsmikla umfjöllun sem birtist í fyrra í tímaritinu The Scientific American. Þar voru nokkrir vísindamenn fengnir til að gagnrýna Lomborg og var yfirskrift þeirra umfjöllunar: „Vísindin svara fyrir sig“. Sumir þessara manna hafa verið fram- arlega í flokki ákafra umhverfisverndarinna. Lomborg bendir á að í ritinu hafa verið var- ið sex blaðsíðum í að rekja gagnrýnina á sig en andsvör hans hafi verið hálf önnur lína. „Þetta er næstum því óskiljanlegt,“ segir Lomborg og er mjög ósáttur við meðferð- ina. Hann segir ennfremur athyglisvert að í úrskurði siðanefndanna sé ekki tilgreint eitt einasta dæmi um rangfærslu heldur látið duga að orða almenna gagnrýni á vinnu- brögðin og rekja árásir annarra aðila. Harðar deilur um gagnrýni á umhverfissinna Bók Danans Bjørns Lomborgs sögð brjóta gegn viðurkenndum reglum um fræðirit Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bjørn Lomborg sótti Íslendinga heim árið 2000. Bók hans, Hið sanna ástand heimsins, hefur verið þýdd á íslensku. Hann er þekktur fyrir gagnrýni á stefnu umhverfisverndarsinna. ’ Umhverfisumræðanhefur í allt of mörg ár ver- ið einhliða. ‘ bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.