Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is ÉG vil gera athugasemdir nokkrar við fréttir, sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins hinn 2. janúar sl. undir titlinum „Lögregla rannsakar meint gervihjónabönd“. 1. „Af 18 hjónum sem komið hafa frá Víetnam eftir 1990 hafa 17 skilið. Sumt fólkið hefur síðar gengið nokkrum sinnum í hjónaband,“ segja fréttirnar og gefa í skyn að viðkomandi fólk giftist íslenskum ríkisborgurum til þess að fá að dvelja á Íslandi. Hér benda frétt- irnar á mjög takmarkaðan hóp í samfélaginu, sem maður getur næst- um því séð hver er með því að horfa í kringum sig. Hins vegar sést engin skilgreining þar á því hvað orðið „gervihjónaband“ þýðir í raun. Að mínum skilningi er það ekki lög- fræðilegt orðalag. Hjúskapur stof- nast samkvæmt ákveðnum lögum. Hann getur verið ógildur ef t.d. svik á hjúskaparskilyrði koma í ljós síðar. En ógilding er líka framkvæmd samkvæmt lögum. Mér skilst að fólk sé annaðhvort gift eða ógift. Hvað er þá „gervihjónaband“? Ef það er að- eins grunur um tilveru eins konar „milligöngu“ eða „skipuleggjanda“ milli hjónaefna, þýðir það ekki „gervihjónaband“. Ef fólk frá Víet- nam skilur við maka sinn, verður það dæmt að hafa verið í „gervi- hjónabandi“? Eða verður fólk að fá viðurkenningu stjórnvalds á því að ásetningur þess sé sannur áður en það giftir sig? Slík rök geta verið al- varleg brot á friðhelgi fólksins. Hins vegar endar helmingur hjónabanda meðal Íslendinga einnig með lög- skilnaði og margir þeirra giftast aft- ur með tímanum. Voru þeir líka í gervihjónaböndum? Í samanburði við áþreifanleika ábendingar á við- komandi fólk er röksemd fréttaefn- isins of einföld og vantar áþreifanleg sönnunargögn. 2. Í stuttu máli sagt er skilningur á hjúskap mismunandi í heiminum. Að gifta sig ókunnugri manneskju er ekki endilega hneyksli í sumum löndum í Asíu, þótt ég sé alls ekki já- kvæður persónulega varðandi þessa hefð. 3. Ég er prestur og alls ekki hrif- inn af hegðun og hugmynd sem van- metur mikilvægi og heilagleika hjónabands. Ef það er vettvangur eins konar „viðskipta“ óska ég þess að yfirvöld láti slíkt koma í ljós. En samt er milligönguþjónusta meðal ógifts fólks lögmæt í mörgum lönd- um og við getum ekki kallað hana glæpsamlega án neins lögfræðilegs grundvallar. Ef stjórnvald lögsækir slíkt mál, mun sakborningur verða viðkomandi hjón eða milligöngumað- ur? Hver verður lögfræðileg orsök? Í þessum fréttum sé ég ekki næga sönnun til að saka fólk af víet- nömsku bergi brotið, heldur skynja ég mikið af hleypidómum og hneykslunarvilja blaðamannsins. Fréttir af þessu tagi hafa áhrif al- mennt á viðhorf samfélagsins til fólks af asískum uppruna. Sem prestur innflytjenda vona ég annars vegar að fjölmiðlar fylgist með eigin ábyrgð svo að þeir skaði ekki heiður fólksins, og hins vegar að stjórnvöld rjúfi ekki friðhelgi einkalífs hvers og eins einstaklings. TOSHIKI TOMA, prestur innflytjenda, Holtsgötu 24, Reykjavík. Athugasemd við forsíðufréttir Fréttablaðsins Frá Toshiki Toma: ÞAÐ er krafa mín til skuldakrefj- enda, hvort sem um er að ræða banka, lífeyrissjóði eða aðrar fjár- málastofnanir, að ábyrgðarmaður, sem léð hefur veð í eign sinni, sé lát- inn vita í tíma, standi lánþegi ekki í skilum á réttum gjalddaga. Mánuð eftir mánuð, jafnvel ár eft- ir ár, fær ábyrgðarmaður enga til- kynningu um vanskil viðkomandi, fyrr en allt er komið í óefni og hann fær stefnu. Ég minnist aldraðra hjóna meðal annarra. Þau vissu ekk- ert um vanskil lántakanda fyrr en þau sáu gamla húsið sitt auglýst í lögbirtingablaðinu á nauðungarupp- boði. Ef fjármálastofnanir safna gróða á þessum forsendum vil ég segja: Skammist ykkar. GUÐRÚN JACOBSEN, Bergstaðastræti 34, 101 Reykjavík. Vanskil tilkynnt ábyrgðarmanni Frá Guðrúnu Jacobsen: STJÖRNUHRÖP gera ekki boð á undan sér. Núna í svartasta skammdeginu varð eitt slíkt, þegar Ingibjörg Sól- rún losnaði af festingunni og féll leiftursnöggt ofan í kollinn á svila sínum, Össuri. Sitja þau nú bæði flötum beinum í rennusteininum, lemstruð, ringluð og reið. Ingibjörgu aumkva má – eiðnum góða riftar. Valdastól því veltist frá vígtennurnar klipptar. Óþol hana keyrði á kaf – kallar tapið gróða. Unga sína yfirgaf andamamman góða. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, Skjaldfönn við Djúp. Stjörnuhrap Frá Indriða Aðalsteinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.