Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKERJAFJARÐARSKÁLDIÐ Kristján Hreinsson hefur komið víða við sem ljóðskáld, leikritahöfundur en einnig sem tónlistarmaður og á að baki nokkrar hljómskífur. Síðustu tvö ár eða svo hafa verið æði gjöful, tvær plötur í ætluð- um þríleik komnar út; Í stuði með Guði og Á kvisti með kristi (hvar er Í botni með drottni?) og nú Eftir dans- inn sem er sálmaplata. Áferð plötunnar er viðkvæmnisleg og hér er værð yfir öllu saman. Sálm- arnir og sálmalíkin dragnast áfram á silalegan hátt en um leið einkenni- lega þægilegan. Þeim vindur letilega áfram og eru hverjum öðrum líkir. Hljóðfæranotkun er þannig sparleg og þjónar smíðunum vel. Orgel oft- ast í aðalhlutverki en fiðlur, sög, dragspil og gítar kíkja stundum í heimsóknir og haga sér þá prúð- mannlega. Einnig ber að geta inn- slaga söngvarans Guðna Freys Sig- urðssonar sem eru hin prýðilegustu. Söngrödd Kristjáns er þá kafli út af fyrir sig. Oftast hljómar hann eins og svefndrukkinn og annkannalegur Tom Waits og ómurinn sá nær að vekja upp lævi blandið andrúmsloft. Textarnir spila eðlilega stóra rullu og maður leggur eyrun ósjálfrátt við. Á tímum miður vel ortra popptexta er næstum því unaður að hlýða á texta sem eru stuðlaðir, bera höfuð- stafi og ríma. Á stundum fer Krist- ján hamförum í þessari viðleitni sinni og er bara gaman að því. Líkt og hann sé að bæta hér upp fyrir rímna- fötlun annarra. Dæmi: „Svo vilja börnin slóttug slást/Og slafra í sig súpu/Við borðið soltnir kjaftar kljást/Við kjöt af dauðri rjúpu“ (úr „Jólakveðjur í bundnu máli“). Ljóðin eru annars vangaveltur um tilgang lífsins, snerta á hugðarefnum eins og dauðanum, náungakærleik og ástinni. Þess ber að geta að Krist- ján hefur það m.a. að starfi að dæla út yfirborðskenndum textum fyrir aðra og því greinilegt að dýptina sparar hann fyrir sjálfan sig. Eftir dansinn er sérkennilega heillandi verk og munar þar helst um hversu einstök hún er: eins konar innlit til, að því er virðist, slafrandi byttu sem syngur sig kórrétt í gegn- um sálm eftir sálm eftir sálm. Og á einhvern lúmskan hátt er þetta að virka. Furðu gott. Tónlist „Af gáska dansinn stígur“ Kristján Hreinsson Eftir dansinn Gutti/Edda Eftir dansinn er sálmaplata eftir Kristján Hreinsson. Flutningur er í höndum Krist- jáns og hljómsveitarinnar Hans. Hana skipa hér þeir Kjartan Már Kjartansson (fiðla, lágfiðla), Jon Kjell Seljeseth (strengjagervlar, orgel, flautugervill), Jón Ólafsson (orgel), Tryggvi Hübner (gítar), Sigurður Flosason (baríton-saxófónn, bassaklarinett), Þórir Úlfarsson (orgel), Magnús Kjartansson (orgel, harm- onikka), Vilhjálmur Guðjónsson (hringla), Jóhann Egill Jóhannsson (sög) og Guðni Freyr Sigurðsson (söngur). Kristján sjálfur syngur og leikur á hljóm- borð og gítar. Tónlist og textar eru allir eftir Kristján. Upptaka og hljóðblöndun var í höndum Kristjáns, Jon Kjells, Jóns Ólafssonar og Rafns Jónssonar. Um hljómjöfnun sá Milli. Arnar Eggert Thoroddsen Sáttur (Happy Now) Spennugrín Bretland 2001. Sam myndbönd. (92 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Philippa Cousins. Aðalhlutverk Susan Lynch, Om Puri og Paddy Considine. UNG stúlka er ein á ferð á fáförn- um sveitavegi í Wales. Árið er 1988 og það var verið að kjósa hana feg- urstu stúlkuna í sveitinni. Bíllinn hennar bilar og hún bíður aðstoðar. Furðufugl þorpsins kemur og býðst til að sækja aðstoð. Á meðan koma gaur- ar tveir, annar fyrrum kærasti, hinn algjör pest, sjálfumglaður tuddi. Hann abbast upp á fegurðardís- ina, hún fellur, rekur höfuðið í grjót og deyr. Drengirnir flýja og kenna furðufuglinum um sem hent er í steininn. Málið upplýst. Nei. 14 árum síðar kemur stúlka í bæinn sem lítur út alveg eins og hin látna og við það fýkur rykið burt af vel falinni fortíð og félagarnir tveir fara á taugum. Góð spennugrínmynd þarf að hafa tvennt til brunns að bera, spennu og grín. Þessi hefur hvorugt. Björgin felst í góðum leik, sér í lagi hjá Cons- idine sem leikur pestina. Takið eftir honum í framtíðinni, t.a.m. í næstu mynd Írans Jims Sheridans In Am- erica.  Skarphéðinn Guðmundsson Falin fortíð Morgunblaðið/Jim Smart „Á tímum miður vel ortra popp- texta er næstum því unaður að hlýða á texta sem eru stuðlaðir, bera höfuðstafi og ríma,“ segir í umfjöllun um nýjasta verk Skerja- fjarðarskáldsins. Myndbönd 12. jan. kl. 14. örfá sæti 19. jan. kl. 14. örfá sæti 26. jan. kl. 14. laus sæti 5. feb. kl. 14. laus sæti Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Sun 12/1 kl 21 Lau 18/1 kl 21 Fös 24/1 kl 21 Uppselt Fös 31/1 kl 21 Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz Leikstjóri: Vladimír Bouchler. Sérlega skemmtileg fjölskyldusýning sýn. sun. 12. jan. kl. 15. sýn. lau. 18. jan. kl. 19 sýn. sun. 26. jan. kl. 15 sýn. lau. 1. feb. kl. 19 sýn. sun. 9. feb. kl. 15 sýn. lau. 15. feb. kl. 19 Aðeins þessar sýningar. Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 5. sýn. í dag. 11. jan. kl.16 6. sýn. sun. 12. jan. kl. 16 7. sýn. lau. 18. jan. kl. 16 8. sýn. sun. 19. jan. kl. 16 Aðeins 10 sýningar Miðalsala í Hafnarhúsin alla daga kl. 10-17. Sími 590 1200 Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Lau. 11. jan. kl. 20 Sun. 12. jan. kl. 15 Sun. 19. jan. kl. 15 og 20 Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Frumsýning Í kvöld kl. 20 UPPSELT 2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, UPPSELT Aukasýning þri 14/1 UPPSELT 3. sýn fö 17/1 kl 20 rauð kort 4. sýn lau 18/1 kl 20 græn kort 5. sýn fö 24/1 kl 20 blá kort Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20, Lau 1/2 kl 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 19/1 kl 20 Su 26/1 kl 20 Fi 30/1 kl 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 12/1 kl 14 Su 19/1 kl 14 Su 26/1 kl 14 Nýja svið Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 18/1 kl 19 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Í kvöld kl 20, Fö 17/1 kl 20, Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau 18/1 kl 21, Su 26/1 kl 21 Ath. breyttan sýningartíma Þriðja hæðin PÍKUSÖGUR-GINUSÖGUR-VAGINA MONOLOGER á íslensku, færeysku og dönsku Kristbjörg Kjeld, María Ellingsen, Birita Mohr, Charlotte Böving Lau 25/1 kl 20 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu Lau 18. jan, kl 20, nokkur sæti fim 23. jan kl. 19, ath breyttan sýningartíma Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Allra síðustu sýningar Fim. 16. jan kl. 21, forsýning til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, UPPSELT. Föst. 17. jan. kl. 21, frumsýning, UPPSELT. Lau. 25. jan. kl. 21, nokkur sæti. Lau 1. febr. Föst. 7. febr. Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Garðar Thór Cortes Einleikari: Lucero Tena Í dag, laugardag kl. 17:00 Vínar- tónleikar í Háskólabíói UPPSELT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.