Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 2
ÓLAFUR Örn Har-
aldsson alþingismað-
ur tilkynnti í gær að
hann hygðist hætta
þingmennsku en
Ólafur hefur verið
alþingismaður síðan
1995.
Hann sendi frá
sér yfirlýsingu um
málið, en þar segir:
„Ég hef ákveðið að
hætta þingmennsku næsta vor og
mun því ekki bjóða mig fram á lista
Framsóknarflokksins í næstu þing-
kosningum.
Þrjár ástæður eru fyrst og fremst
fyrir þessari ákvörðun.
Fyrst er þar til að taka að ég hef
alltaf viljað skipta lífsferli mínum í
áfanga þar sem hver hluti starfs-
ævinnar gæfi áhugaverð og krefjandi
viðfangsefni. Þingmennskan er ein-
mitt slíkur kafli sem hefur gefið mér
ómælda reynslu og ánægju. Tel ég
að ég hafi getað látið eitthvað gott af
mér leiða í þessu starfi sem mér hef-
ur verið treyst fyrir. Nú er komið að
því að leggja í næsta áfanga hver
sem hann kann að verða.
Í annan stað snýr ákvörðun mín að
fjölskyldu- og einkahögum og áhuga-
málum.
Í þriðja lagi finn ég áhuga meðal
borgarbúa að stjórnmálaflokkar bjóði
fram ungt fólk í bland við þá sem
eldri eru á þingi. Ég vona að ákvörð-
un mín geti greitt þeim sjónarmiðum
leið inn á framboðslista Framsókn-
arflokksins ef félagsmenn kjósa að
svo verði.
Það hefur verið ánægjulegt að
starfa fyrir framsóknarmenn á Al-
þingi og mun ég vinna dyggilega með
þeim í kosningabaráttunni. Ég vil
þakka þann eindregna stuðning sem
ég hef fengið í annað sætið í Reykja-
vík norður og um leið bið ég félaga
mína að virða þessa ákvörðun.“
Björn Ingi og Árni
Magnússon í framboð?
Á næstu dögum munu uppstilling-
arnefndir ljúka vinnu við gerð fram-
boðslista í norður- og suðurkjör-
dæmi. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins þykja þeir Björn
Ingi Hrafnsson, skrifstofustjóri
Framsóknarflokksins, og Árni Magn-
ússon, framkvæmdastjóri Framsókn-
arflokksins, líklegastir til að skipa
annað sætið í Reykjavíkurkjördæm-
unum. Ekki mun þó frágengið hvor
þeirra verður í framboði í norður-
kjördæmi og hvor í suðurkjördæmi.
Mun það skýrast á allra næstu dög-
um.
Ólafur
Örn býður
sig ekki
fram aftur
Ólafur Örn
Haraldsson
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ALCOA REISIR ÁLVER
Stjórn bandaríska álrisans Alcoa
samþykkti í gær að reisa 320.000
tonna álver við Reyðarfjörð og einn-
ig samþykkti stjórn Landsvirkjunar
samning um rafmagnssölu til Alcoa
í gær. Álverið á að heita Fjarðaál en
gert er ráð fyrir að samningar verði
endanlega undirritaðir í byrjun
febrúar. Áætlað er að framkvæmdir
við álversbygginguna hefjist árið
2005 og að álverið hefji framleiðslu
árið 2007. Um er að ræða eina um-
fangsmestu fjárfestingu sem ráðist
hefur verið í á Íslandi.
Segja sig frá sáttmála
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, fordæmdi í gær
ákvörðun stjórnvalda í Norður-
Kóreu um að segja sig frá sáttmál-
anum gegn útbreiðslu kjarn-
orkuvopna. Norður-Kóreumenn eru
með ákvörðun sinni sagðir stefna
friði á Kóreuskaga í hættu.
Hagnaður hjá Baugi
Baugur Group skilaði 8,8 millj-
arða króna hagnaði eftir skatta á
fyrstu níu mánuðum uppgjörsárs-
ins, þ.e. á tímabilinu frá 1. mars til
30. nóvember 2002. Þar réð mestu
hagnaður af sölu Arcadia í sept-
ember sl., alls um 7,4 milljarðar
króna.
Ólafur Örn hættur
Ólafur Örn Haraldsson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins í Reykja-
vík undanfarin átta ár, tilkynnti í
gær að hann ætlaði að hætta þing-
mennsku og að hann gæfi ekki kost
á sér í framboð vegna kosninga í
vor.
DeCODE hækkar
Gengi hlutabréfa í deCODE,
móðurfélagi Íslenskrar erfðagrein-
ingar, var 2,97 dalir á Nasdaq-
hlutabréfamarkaðnum í New York
við lokun í gær. Hækkaði gengið um
41,43% um daginn. Áður hafði
bandarískt verðbréfafyrirtæki, JP
Morgan, hækkað verðmat sitt á de-
CODE og mælir það nú með kaup-
um á hlutabréfum í fyrirtækinu.
Tveir handteknir
Þýska lögreglan handtók í gær
tvo menn sem grunaðir eru um að
vera meðlimir al-Qaeda-hryðju-
verkasamtakanna. Báðir koma
mennirnir frá Jemen og er annar
sagður vera fjármálastjóri Osamas
bin Ladens, leiðtoga al-Qaeda.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 34
Viðskipti 12 Umræðan 34/38
Erlent 16/19 Minningar 39/42
Höfuðborgin 22 Kirkjustarf 43
Akureyri 23 Staksteinar 46
Suðurnes 24 Myndasögur 48
Árborg 25 Bréf 48/49
Landið 24/25 Dagbók 5/51
Heilsa 26 Leikhús 52
Neytendur 27 Fólk 52/57
Úr Vesturheimi 28 Bíó 54/57
Listir 29 Ljósvakamiðlar 58
Forystugrein 30 Veður 59
* * *
L a u g a r d a g u r
11.
j a n ú a r 2 0 0 3
2003 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR BLAÐ B
SVO getur farið að Stefan Lövgren, fyrirliði
Evrópumeistara Svía og einn albesti hand-
knattleiksmaður heims, geti ekki verið á HM í
Portúgal. Ann-Sofie Claesson, eiginkona Löv-
grens, á von öðru barni þeirra hjóna hinn 26.
janúar, sama dag og Svíar mæta Dönum í síð-
ustu umferð riðlakeppninnar. Bengt Johanns-
son, landsliðsþjálfari Svía, hefur ekki afskrifað
að Lövgren komi til móts við liðið og hann kem-
ur því líklega til með að halda einu plássi lausu
fyrir fyrirliða sinn þegar hann velur end-
anlegan hóp fyrir átökin á HM. Svíar leika um
helgina tvo æfingaleiki við Júgóslava í Jönköp-
ing. Lövgren er í Kiel með eiginkonu sinni og
verður ekki með í þessum leikjum en Bengt Jo-
hannsson vonast til Lövgren verði með í leikn-
um við Íslendinga á fimmtudaginn í næstu viku
sem er lokaundirbúningur fyrir HM.
Lövgren ekki með
Svíum á HM?
menn eru með meiri leikskilning en
hún. Ég hef trú á að hún geti leikið
gegn og með körlum,“ segir Kul-
mala.
Þess má geta að Wickenheiser
reyndi að komast að hjá ítölsku liði
en var hafnað af ítalska íshokk-
ísambandinu þar sem hún er kona.
Reuters
Kanadíska stúlkan Hayley Wickenheiser er hér með keppnistreyju sína, sem hún mun klæðast í kappleikjum í Finnlandi.
Wickenheiser
brýtur ísinn
KANADÍSKA íshokkíkonan Hayley
Wickenheiser hefur fengið leyfi frá
finnska íshokkísambandinu til þess
að leika með atvinnumannaliðinu
Salamat sem leikur í efstu deild í
Finnlandi og hefur fram til dagsins
í dag einungis verið skipað körlum.
Wickenheiser brýtur þar með ís-
inn á þessu sviði en hún er fyrsta
konan sem leikur úti á ísnum með
karlaliði en áður hafa þrjár konur
leikið sem markmenn með íshokkí-
liðum. Wickenheiser er 24 ára göm-
ul og var áberandi best í gull-
verðlaunaliði Kanada á
Ólympíuleikunum í Sydney árið
2000 og segir þjálfari finnska liðs-
ins að hún sé frábær leikmaður.
„Ef hún vill taka áskoruninni og
leikur vel þá verður hún mikilvæg-
ur hlekkur í þessu liði,“ segir
Markku Kulmala þjálfari liðsins
sem er staðsett í bænum Salamat
sem er með 30.000 íbúa og er 30 km
vestur af höfuðborginni Helsinki.
Wickenheiser fær eigið búnings-
herbergi en félagar hennar í liðinu
segja við finnska fjölmiðla að þeir
geti ekki þekkt hana frá öðrum
leikmönnum þegar hún sé að leika
úti á vellinum í öllum „herklæðum“.
Kulmala segir að leikmenn liðs-
ins hafi gengið úr skugga um að
hún þyldi álagið sem fylgir því að
leika gegn líkamlega sterkum leik-
mönum. „Hún er ekki sú besta á
skautunum, skotin eru heldur ekki
þau bestu í okkar liði, en fáir leik-
Hins vegar fórum við á stundumilla að ráði okkar í opnum fær-
um, en í heildina voru jákvæð merki í
þessum leik, en það
er ljóst að við verð-
um að gera miklu
betur gegn Dönum,“
sagði Guðmundur.
Íslenska liðið mætir Dönum í Hels-
inge í dag, en Danir unnu Egypta,
30:20, í gær.
Guðmundur sagði að í fyrri hálf-
leik hefði verið ekki verið nógu mikil
ró yfir mönnum og því hefði íslenska
liðið farið of oft illa með upplögð
unina á dauðafærunum er eitthvað
sem við verðum að vera þolinmóðir
yfir og vinna í. Síðan má heldur ekki
gleyma því að á bak við sterka vörn
varði Guðmundur (Hrafnkelsson) af-
ar vel. Saman unnu þessir þættir á
tíðum vel saman,“ sagði Guðmundur
sem var að mörgu leyti sáttur við
sóknarleikinn. „Spilið gekk um
margt vel, leikkerfin gengu vel upp
og okkur tókst að opna vörn Pólverja
upp á gátt alloft.
Þrátt fyrir að mörg tækifæri færu
í súginn í fyrri hálfleik var ég ánægð-
ur með þá þolinmæði sem leikmenn
sýna þolinmæði og hafa gaman af því
að vera inni á vellinum. Við fundum
að vörnin var að smella saman og
þegar það gerist þá léttir það á öllu.
Það skilaði sér í upphafi síðari hálf-
leiks þegar við sögðum skilið við Pól-
verjana. Nú er bara að sjá hvar við
stöndum gegn hinu frábæra liði
Dana, þeir segjast aldrei hafa verið
eins góðir og nú. Það er mikil áskor-
un að mæta Dönum á þeirra heima-
velli í því formi sem þeir eru í. Við
verðum að leika af mikill skynsemi
gegn þeim, það er deginum ljósara,
til þess að eiga í fullu tré við þá verð-
um við að eiga mjög góðan leik og
bæta það sem aflaga hefur farið í síð-
ustu leikjum,“ sagði Guðmundur
Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
Farum, í gærkvöldi.
Varnarleikur Íslands
small saman í Farum
„ÞAÐ voru ljósir punktar í þessum leik, einkum í varnarleiknum,“
sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatt-
leik, eftir öruggan sjö marka sigur Íslendinga á Pólverjum í fyrsta
leiknum í fjögurra þjóða mótinu á Sjálandi, 29:22. „Að þessu sinni
sá maður að vörnin er að komast í gang á nýjan leik.“
Ívar
Benediktsson
skrifar
frá Farum
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
MAREL Baldvinsson landsliðs-
maður í knattspyrnu, sem leikur
með norska liðinu Stabæk, heldur
í dag til Belgíu til viðræðna við
forráðamenn belgíska 1. deildar-
liðsins Lokeren.
Samkomulag er í burðarliðnum
á milli Lokeren og Stabæk um að
Stabæk láni Marel til Lokeren
fram til 30. júní í sumar og fylgir
þessu samkomulagi kaupréttur
Lokeren á leikmanninum semjist
um rétt kaupverð. Hins vegar er
ekki um forkaupsrétt að ræða því
komi hærra tilboð í Marel frá öðru
félagi getur Stabæk tekið því.
„Það er rétt að ég er að fara til
Belgíu að ræða við Lokeren. Það
er of snemmt að segja til um hvort
ég gangi til liðs við Lokeren. Ég
held að það sé best að segja sem
minnst á þessu stigi enda er mér
enn minnisstætt þegar fjölmiðlar
hér úti sögðu frágengið að ég færi
til Nürnberg í Þýskalandi í haust.
Ég ætla að sjá hvað kemur út úr
þessum viðræðum við Lokeren og
skoða í kjölfarið hvað ég geri,“
sagði Marel í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Þrír íslenskir landsliðsmenn
eru fyrir hjá Lokeren – Rúnar
Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson
og Arnar Grétarsson. Liðið er í
fimmta sæti deildarinnar eftir 17
umferðir en deildakeppnin hefst
þar í landi eftir vetrarhlé 18. þessa
mánaðar
Lokeren vill fá Marel
BORGARAFUNDUR helgaður
Kárahnjúkum verður haldinn í
Borgarleikhúsinu nk. miðvikudag.
Á fundinum, sem ber yfirskriftina
Leggjum ekki landið undir, verður
katsljósinu beint að ýmsum þáttum
Kárahnjúka í tengslum við fyrirhug-
aðar virkjunarframkvæmdir.
Að sögn Maríu Ellingsen, eins af
skipuleggjendum fundarins, byggist
tímasetning hans á fundi borgar-
stjórnar á fimmtudag í næstu viku
þar sem tekin verður afstaða til
beiðni Landsvirkjunar um ábyrgðir
vegna Kárahnjúkavirkjunar.
„Ég held að það sé aldrei mik-
ilvægara en þegar mál eru komin á
þetta stig að raddir okkar heyrist og
það séu alveg skýr skilaboð um það
að við erum ekki sammála þessum
framkvæmdum,“ segir María. Gert
er ráð fyrir að á fundinum verði
lögð fram áskorun til borgaryfir-
valda um að greiða atkvæði gegn
framkvæmdum við Kárahnjúka á
fundi borgarstjórnar á fimmtudag.
Sérstakur gestur á borgarafund-
inum verður Lloyd Austin, fram-
kvæmdastjóri Konunglega breska
fuglaverndarfélagsins. Aðrir gestir
á fundinum verða Hilmar Örn Hilm-
arsson, tónlistamaður og allsherjar-
goði, Sigurður Jóhannesson hag-
fræðingur og Pétur Gunnarsson
rithöfundur, auk annarra. Þá munu
m.a. koma fram hljómsveitirnar Sig-
ur Rós, Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona, og kórarnir Vox Fem-
inae, Gospelsystur og Stúlknakór-
inn.
Fundurinn hefst kl. 20.30 og er
öllum opinn á meðan húsrúm leyfir
að því er fram kemur í tilkynningu
frá skipuleggjendum hans.
Borgarafundur helg-
aður Kárahnjúkum
Bótakröfur nema 12
milljónum auk vaxta
Tveir menn eru ákærðir í málverkafalsanamálinu
EFNAHAGSBROTADEILD rík-
islögreglustjóra hefur gefið út
ákæru á hendur Pétri Þór Gunn-
arssyni og Jónasi Freydal Þor-
steinssyni vegna málverkafalsana-
málsins svonefnda og eru þeir
ákærðir fyrir skjalafals og fjársvik.
Skaða- og miskabætur og bætur
vegna lögfræðikostnaðar nema 12
milljónum auk vaxta. Háttsemi
ákærðu varðar sektum eða allt að
eins árs fangelsi og í öðru lagi allt
að 6 ára fangelsi. Ákært er fyrir
falsanir á 103 listaverkum.
Pétur Þór Gunnarsson „er sak-
aður um að hafa sem fram-
kvæmdastjóri og eigandi Gallerís
Borgar hf. með skipulögðum hætti
blekkt viðskiptavini á listmuna-
uppboðum og í verslun fyrirtæk-
isins til að kaupa myndverk sem
hann bauð eða lét bjóða þar til sölu
eftir að hafa falsað upplýsingar
sem lutu að tilurð verkanna. Hafði
ákærði ýmist falsað eða látið falsa
myndverkin og höfundarmerkingu
þeirra, í sumum tilvikum með því
að mála yfir myndverk annars höf-
undar, eða merkt eða látið merkja
myndverk óþekktra höfunda með
nöfnum þekktra listamanna, í sum-
um tilvikum eftir að hafa afmáð eða
látið afmá höfundarmerkingu á
myndverkum hinna óþekktu“.
Margir listamenn
Um er að ræða sölu á 32 mál-
verkum sem seld voru sem lista-
verk Kristínar Jónsdóttur, Þórar-
ins B. Þorlákssonar, Jóhannesar S.
Kjarvals, Nínu Tryggvadóttur,
Jóns Stefánssonar, Guðmundar
Thorsteinssonar (Muggs), Júlíönu
Sveinsdóttur, Þorvalds Skúlason-
ar, Ásgríms Jónssonar, Asgers
Jorns og Svavars Guðnasonar.
Í öðru lagi er Pétur Þór sakaður
um að hafa látið bjóða til sölu í
Danmörku 1995 og 1996 tvö fölsuð
olíumálverk sem listaverk Svavars
Guðnasonar. Í þriðja lagi er hann
sakaður um að hafa á árunum 1990
til og með ársins 1996 blekkt Leif
Jensen, eiganda Galleri Leif Jen-
sen í Kaupmannahöfn, Danmörku,
til að kaupa myndverk sem hann
bauð til sölu með röngum upplýs-
ingum um höfund þeirra.
Þá er Pétur Þór sakaður um að
hafa falsað eða látið falsa olíumál-
verk óþekkts listamanns með því
að gera breytingar á málverkinu
og afmá höfundarmerkingu lista-
mannsins, yfirmála höfundarmerk-
ingarsvæði myndflatarins og setja
nýja höfundarmerkingu.
Jónas Freydal er sakaður um að
hafa blekkt viðskiptavini til að
kaupa níu myndverk, sem hann
hafði ýmist falsað eða látið falsa, og
voru þau seld sem listaverk Ás-
gríms Jónssonar, Jóhannesar S.
Kjarvals, Nínu Tryggvadóttur eða
Svavars Guðnasonar á tímabilinu
frá 7. mars 1993 til 28. mars 1996.
Ennfremur eru Pétur Þór og
Jónas Freydal ákærðir fyrir að
hafa látið bjóða til sölu falsað olíu-
málverk sem listaverk Svavars
Guðnasonar á uppboði í Dan-
mörku.
VEÐRIÐ hefur leikið við landsmenn í vetur og þeir
sem vinna við að byggja hús hafa ekki þurft að hafa
áhyggjur af því að steypan skemmist vegna frosta.
Í gær var verið að steypa við þjónustuíbúð dval-
arheimilisins Eirar í Grafarvogi og var ekki að sjá
annað en allt gengi vel. Byrjað verður að slá frá
strax eftir helgina og reisa ný steypumót fyrir
næsta áfanga.
Morgunblaðið/Kristinn
Gengur vel að steypa