Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 23
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 23
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
250 fm skrifstofur, 5 hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við
Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni, allt nýtt, nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir
og fl. Laust strax.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242.
Tryggvagata - 101 Rvík
TIL LEIGU
SVEITARSTJÓRN Grímseyjar-
hrepps vinnur nú að því að
tryggja að ferjan Sæfari, sem er í
siglingum milli lands og eyjar, fái
að flytja fleiri en 12 farþega í ferð
til Grímseyjar næsta sumar, en
eins og staðan er nú er útlit fyrir
að svo geti orðið.
Garðar Ólason, sem á sæti í
sveitarstjórn Grímseyjarhrepps,
sagði að ferjan hefði leyfi til að
flytja 12 farþega að vetrarlagi, en
á sumrin er hús sett á ferjuna og
þá má hún flytja á bilinu 90 til 100
farþega. „Eins og staðan er núna
virðist sem ekki fáist leyfi til að
setja húsið upp næsta sumar og
þá má einungis flytja 12 farþega í
ferð,“ sagði Garðar. Hann sagði að
um væri að ræða tilskipun frá
Brussel, en ef ekki fengist und-
anþága frá henni myndi það setja
mikið strik í reikninginn varðandi
sívaxandi ferðaþjónustu í Gríms-
ey.
Skýringuna á því að ekki megi
flytja fleiri farþega taldi hann
vera þá að skipið væri skráð sem
vöruflutningaskip, en ekki far-
þegaskip.
Þá væri Sæfari einnig gamalt
skip, „og það líður örugglega ekki
á löngu þar til það fær ekki haf-
færisskírteini lengur, það er farið
að ganga úr sér.“
Skipið var keypt gamalt til Ís-
lands í kringum 1990 frá Noregi
til að sinna ferjusiglingum milli
lands og eyjar. Því taldi Garðar
brýnt að hefja fljótlega vinnu við
að fá nýtt skip í þetta verkefni
„Við vonum að þessu verði kippt í
liðinn,“ sagði hann.
Hermann Guðjónsson forstjóri
Siglingamálastofnunar sagði að
málið væri til skoðunar og unnið
væri að því að fá undanþágu frá
tilskipuninni.
Þyrfti að breyta skipinu
Skipið væri gamalt og kröfur
varðandi farþegaflutninga væru
sífellt að aukast. Ljóst væri að
breyta þyrfti skipinu umtalsvert
ætti það að fá leyfi til að flytja
fleiri farþega og ekki víst nú hvað
menn væru tilbúnir að leggja í
mikinn kostnað við endurbætur á
því. „Það er verið að kanna þetta
mál og reyna að finna á því við-
unandi lausn,“ sagði Hermann.
Þetta mál var það sem heitast
brann á íbúum Grímseyjar sem
sóttu íbúaþing í fyrrakvöld þar
sem fjárhagsáætlun var kynnt auk
þess sem menn höfðu tækifæri til
að koma hugmyndum sínum og
skoðunum á málefnum hreppsins á
framfæri.
Útlit fyrir að Sæfari f́ái ekki að flytja nema 12 farþega í einu
Óvíst hvort leyfi fæst til
að setja hús á ferjuna
UM áramótin sameinuðust endur-
skoðunar- og ráðgjafafyrirtækin
Deloitte & Touche hf. og Endurskoð-
un Norðurlands hf. Markmiðið með
þessari sameiningu er að efla fagleg
vinnubrögð og starfsemi á svæðinu,
viðskiptavinum fyrirtækisins á
Norðurlandi til hagsbóta, að sögn
Ragnars Jóhanns Jónssonar hjá
Endurskoðun Norðurlands hf.
Í fréttatilkynningu frá fyrirtæk-
inu kemur fram að á undanförnum
árum hafi samstarf milli þessara fyr-
irtækja byggst fyrst og fremst á fag-
legum forsendum en nú sé þetta
samstarf innsiglað með sameiningu
félaganna.
Endurskoðun Norðurlands hefur
rekið skrifstofur á Akureyri, Sauð-
árkróki og Siglufirði. Með samein-
ingunni hefur skrifstofum Deloitte &
Touche utan höfuðborgarsvæðisins
fjölgað úr sjö í tíu, en fyrir eru skrif-
stofur félagsins á Akranesi, Egils-
stöðum, í Fjarðabyggð, Grundar-
firði, Reykjanesbæ, Snæfellsbæ og
Vestmannaeyjum.
Sú starfsemi sem Endurskoðun
Norðurlands hefur haft með hönd-
um, þ.e. skrifstofurnar á Akureyri,
Sauðárkróki og Siglufirði, verða þar
með starfsstöðvar innan Deloitte &
Touche sem þá starfar um landið allt
og í raun á alþjóðavísu.
Deloitte & Touche hf. hefur frá
árinu 1994 verið fullgildur aðili að al-
þjóðaendurskoðunar- og ráðgjafa-
fyrirtækinu Deloitte Touche Toh-
matsu, sem hefur yfir 90 þúsund
starfsmenn í 133 löndum. Starfs-
menn Deloitte & Touche á Íslandi
eru um 190 talsins. Félagið starfar
fyrst og fremst á sviði endurskoð-
unar, reikningsskila og skattaráð-
gjafar. Félagið veitir auk þess fjár-
málaráðgjöf og er eignaraðili að
ráðgjafafyrirtækinu IMG Deloitte.
Með tengslum sínum við Deloitte
Touche Tohmatsu hefur félaginu
tekist að byggja upp sérþekkingu á
sínu sviði, auk þess að hafa beinan
aðgang að sérfræðingum og þekk-
ingu hins alþjóðlega fyrirtækis,
þ.m.t. aðferðarfræði í endurskoðun
og tölvuvæddu endurskoðunarkerfi,
sem þróað hefur verið af Deloitte
Touche Tohmatsu í samstarfi við
Microsoft.
Endurskoðun Norðurlands hf. sameinast Deloitte & Touche hf.
Markmiðið að efla fagleg vinnubrögð
Starfsmenn hjá Endurskoðun Norðurlands, f.v. Unnur Hreiðarsdóttir, Ragn-
ar Jóhann Jónsson, Aðalsteinn Þór Sigurðsson og Kristjana Hreiðarsdóttir.
BÓNUS hefur gert samstarfssamn-
ing við Fimleikaráð Akureyrar.
Bónus greiðir styrk til FRA og eru
nýir æfingagallar fimleikaráðs með
merki Bónuss á bakinu. Styrkurinn
var afhentur í Bónusversluninni á
Akureyri nýlega. Jóhannes Jónsson
afhenti Guðríði Sveinsdóttur, yf-
irþjálfara FRA, styrkinn. Með þeim
á myndinni eru Rannveig Inga Óm-
arsdóttir og systurnar Tinna og
Björk Óðinsdætur.
Morgunblaðið/Kristján
Bónus styrkir FRA
SNJÓMOKSTUR og hálkueyðing
kostaði Akureyrarbæ um 36 milljónir
króna á nýliðnu ári. Upphæðin skiptist
þannig að um 31,5 milljónir fóru í snjó-
mokstur og 4,5 milljónir í hálkueyð-
ingu.
Þetta er nokkru hærri upphæð en
varið var til snjómoksturs og hálkueyð-
ingar árið á undan, 2001, sem þá kost-
aði samtals um 20,5 milljónir króna, en
svipaður kostnaður og var tvö ár þar á
undan, 1999 og 2000, þegar kostnaður-
inn var 31 og 35 milljónir króna. Lítið
hefur þurft að hreyfa snjómoksturs-
tæki á Akureyri frá því í byrjun nóv-
ember síðastliðnum en nokkuð hefur
verið um aðgerðir til að verjast hálku á
götum bæjarins, að sögn Guðmundar
Guðlaugssonar, verkfræðings hjá Ak-
ureyrarbæ. „Útlitið virðist ágætt fram
í miðja næstu viku að minnsta kosti,“
sagði Guðmundur, en það sem af er ári
hefur verið einmuna blíða og snjór ekki
sést í bænum.
Snjómokstur og
hálkueyðing á liðnu ári
Kostnaður um
36 milljónir
SÚLUR, björgunarsveitin á Ak-
ureyri hefur eignast nýjan harð-
botna slöngubát. Að sögn Ingimars
Eydals, formanns sveitarinnar, er
þetta kærkomin viðbót í tækjaflota
sveitarinnar en gamli báturinn var
orðinn mjög lúinn. Nýi báturinn er
af Zodiac-gerð og harður plast-
botninn gerir það að verkum að
hægt er að nota bátinn við erfiðari
skilyrði, t.d. er hægt að sigla hon-
um þar sem ísskæni er og eins er
hægt að athafna sig í töluverðum
sjógangi. Báturinn hentar vel til
leitar- og björgunarstarfa og hægt
er að flytja allt að sex kafara með
fullum búnaði í honum. Einnig er
hægt að koma fyrir sjúkrabörum í
bátnum. Báturinn verður hafður á
kerru, þannig er með skjótum
hætti hægt að bregðast við útköll-
um hvert á land sem er. Til að
byrja með verður notast við mót-
orinn af gamla bátnum en það er
40 hestafla Yamaha-mótor. Vonir
standa til að hægt verði að fara í
mótorkaup strax á næsta ári en
nýi báturinn er gefinn upp fyrir
50–90 hestafla mótor. Jón Snæ-
björnsson hjá Ellingsen flutti bát-
inn inn til landsins, Olís sá svo um
að koma bátnum til Akureyrar og
kann björgunasveitin þeim bestu
þakkir fyrir.
Morgunblaðið/Kristján
Jón Snæbjörnsson frá Ellingsen, t.v., og björgunarsveitarmennirnir Þórhall-
ur Birgisson, Jóhann Jónsson og Ingimar Eydal formaður í nýja bátnum.
Súlur eignast nýjan
björgunarbát