Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 18
ERLENT
18 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÍR menn létu lífið í hörðum árekstri rútu með
belgískum skíðamönnum, vöruflutningabíls og
bílaflutningabifreiðar á hraðbraut nálægt bæj-
unum Rosenheim og Kierfersfelden í Suður-
Þýskalandi í gær. Lögreglan sagði að slysið
hefði orðið vegna mikillar hálku. 44 slösuðust og
nokkrir þeirra alvarlega. Bílstjórar vöruflutn-
ingabílsins og rútunnar fórust og einn farþega
rútunnar.
AP
Banaslys á hraðbraut í Þýskalandi
LÍKLEGT þótti í gær, að tekist
hefði að afstýra fyrsta stórverkfalli
opinberra starfsmanna í Þýskalandi
í áratug. Náðu deiluaðilar samkomu-
lagi í fyrrinótt um málamiðlunartil-
lögu og var talið víst, að hún yrði
formlega samþykkt.
Frank Bsirske, formaður Ver.di,
stærstu samtaka opinberra starfs-
manna, lét vel af samningnum og
Otto Schily innanríkisráðherra og
formaður samninganefndar ríkis og
bæja sagði, að efnahagslega væri
samningurinn réttlætanlegur þótt
með honum væri vissulega farið
fram á ystu nöf.
Samkvæmt samningnum hækka
laun opinberra starfsmanna um 2,4%
á þessu ári og um 1% í janúar og maí
á næsta ári. Þá munu launþegar fá
eingreiðslu í tvennu lagi, 15.700 kr.
og 4.250 kr. Þá er gert ráð fyrir, að
opinberir starfsmenn í lægri launa-
þrepum í austurhlutanum fái sömu
laun og starfsbræður þeirra í vest-
urhlutanum ekki síðar en 2007 og
þeir, sem betri laun hafa, 2009.
Efnahagsástandið í Þýskalandi er
slæmt og ríkisstjórn Gerhards
Schröders á ekki sjö dagana sæla af
þeim sökum. Er atvinnuleysið komið
yfir 10%.
Skoðanakönnun, sem birt var í
gær, bendir til þess að Angela Merk-
el, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sé
nú orðin vinsælli en Schröder í fyrsta
sinn. 45% aðspurðra sögðust styðja
Merkel en 42% kanslarann.
Reuters
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ræðir við fjölmiðlamenn um mála-
miðlunarsamkomulag sem afstýrði verkfalli opinberra starfsmanna.
Verkfalli afstýrt
í Þýskalandi
Potsdam. AFP.
FLEST bendir til, að grænlenska heimastjórn-
in sé fallin og ástæðan er óneitanlega dálítið
óvenjuleg: Særingar eða útrekstur illra anda.
Þá þykir einnig líklegt, að krafan um fullt eða
aukið sjálfstæði Grænlands verði lögð til hliðar
að sinni.
Hans Enoksen, formaður heimastjórnarinnar
og leiðtogi Siumuts eða jafnaðarmanna, sagði í
viðtali við grænlenska sjónvarpið í fyrrakvöld,
að hann liti svo á, að samstarfið við hinn
vinstrisinnaða IA, Inuit Ataqatigiit, væri farið
út um þúfur. Þá stóðu líka fyrir dyrum við-
ræður um nýja stjórn milli IA og borgara-
flokksins Atassuts með Augustu Salling í
broddi fylkingar. Kom þetta fram í dönskum
fjölmiðlum í gær.
Baðst afsökunar á uppátækinu
Grunnt hefur verið á því góða með IA og
Siumut í þá 37 daga, sem flokkarnir hafa starf-
að saman, og aðallega vegna þess, að Siumut
hefur skipað tvo af sínum mönnum í æðstu
stöður í embættismannakerfinu. Er annar
þeirra Jens Lyberth en hann fékk um jólin
einkasæringamann sinn, Manguak Berthelsen,
til að fara um höfuðstöðvar heimastjórnarinnar
í Nuuk og reka burt illa anda.
Hefur þetta tiltæki mælst illa fyrir og ekki
aðeins hjá kirkjunni, heldur einnig hjá starfs-
mannafélögum og öllum almenningi. Josef
Motzfeldt, leiðtogi IA, kvaðst heldur ekki
kunna að meta hindurvitni af þessu tagi og
þetta var kornið, sem fyllti mælinn.
Hefur Lyberth beðist afsökunar á uppátæk-
inu og segist aldrei munu gera það aftur.
Óvissa í sjálfstæðismálunum
Siumut og IA hugðust leggja fram skýrslu
um sjálfstæðismálin í mars næstkomandi en
ekki er nú ljóst hvort af því verður. Hugsanleg
stjórnarþátttaka Atassuts getur ráðið einhverju
um það en flokkurinn vill fara hægar í sakirnar
í þessum efnum en hinir flokkarnir.
Þar við bætist, að Grænlendingar virðast
vera að átta sig á því, að þeir geti ekki án
danska styrksins verið um ófyrirsjáanlega
framtíð.
Fá tvo þriðju fjárlaganna frá Dönum
Jakob Janussen, formaður sjálfstæðisnefnd-
arinnar, bendir á, að danski styrkurinn sé tveir
þriðju af fjárlögum heimastjórnarinnar og ekki
bæti úr skák, að helmingur allra vinnufærra
manna í landinu er opinberir starfsmenn.
Viðræður milli Grænlendinga og Dana um
sjálfstæðismálin fóru fram í Kristjánsborgar-
höll í fyrradag og augljóst er af þeim, að Græn-
lendingar eru ekki lengur neitt að flýta sér í
málinu.
Á fundinum minnti Anders Fogh Rasmussen,
forsætisráðherra Dana, á, að sjálfstjórn hefði í
raun ekkert innihald fyrr en Grænlendingar
gætu staðið á eigin fótum fjárhagslega.
Samsteypustjórn Grænlands líklega fallin eftir að hafa verið við völd í 37 daga
Sprakk á útrekstri illra anda
Sennilegt að dregið
verði úr kröfunni um
aukið sjálfstæði
ÞEIR, sem láta áfengi inn fyrir
sínar varir þrisvar sinnum í
viku, eiga síður á hættu að fá
hjartaáfall en þeir, sem smakka
það sjaldnar. Er það niðurstaða
rannsóknar, sem staðið hefur í
12 ár, en þátttakendur í henni
voru næstum 40.000 manns.
Rannsóknin sýnir, að bragði
menn lítillega á áfengi þrisvar
eða fjórum sinnum í viku, eru
líkurnar á hjartaáfalli ekki
nema 68% miðað við þá, sem
smakka það sjaldnar en einu
sinni í viku. Þá er áhætta
þeirra, sem fá sér lítinn sopa
næstum daglega, 63%. Er þá
átt við, að menn drekki tvö lítil
staup og vísindamennirnir
segja, að meira en það hafi eng-
an ávinning í för með sér.
Hóflega
drukkið vín
bætir manns-
ins hjarta
Washington. AFP.
MIÐFLOKKURINN í Finnlandi,
sem verið hefur í stjórnarandstöðu
síðastliðin tvö kjörtímabil, nýtur nú
góðs meðbyrs í skoðanakönnunum
þegar tveir mánuðir eru þar til
Finnar ganga
næst til þing-
kosninga.
Í niðurstöðum
könnunar, sem
birtar voru á
fimmtudag, nýt-
ur Miðflokkurinn
svo gott sem
jafnmikils fylgis
og Jafnaðar-
mannaflokkur-
inn, sem síðustu áratugi hefur verið
langstærsti flokkurinn í landinu.
Finnskir stjórnmálaskýrendur
líta svo á, að Anneli Jäätteenmäki,
formaður Miðflokksins, sé eini
stjórnmálamaðurinn sem í þessari
kosningabaráttu veiti forsætisráð-
herranum og jafnaðarmannaleið-
toganum Paavo Lipponen harða
samkeppni um hylli kjósenda.
„Miðflokkurinn er augljóslega að
sækja mikið í sig veðrið í skoð-
anakönnunum, og þegar svo mjótt
er á mununum verður kosningabar-
áttan mun harðari en annars hefði
mátt búast við,“ sagði Tuomo
Martikainen, stjórnmálafræðipró-
fessor við Helsinki-háskóla. Sagði
Martikainen að átta ára seta á
stjórnarandstöðubekknum hleypi
auknum baráttuvilja í frambjóðend-
ur Miðflokksins; takist flokknum
ekki að komast í stjórn eftir næstu
kosningar verði framtíð hans óviss.
Í nýjustu fylgiskönnun flokkanna
hafði Miðflokkurinn aukið fylgi sitt
í 24,4%, sem er 1,4% aukning frá
síðustu sambærilegu könnun í nóv-
ember. Fylgi Jafnaðarmannaflokks-
ins mældist nú 24,7%. Fylgi hægri-
flokkanna í fjögurra flokka
breiðsamsteypustjórn Lipponens,
mældist nú nokkuð undir kjörfylgi
úr kosningunum 1999. Samkvæmt
niðurstöðum könnunarinnar er
Hægriflokkurinn nú með 18,3%
fylgi (var 21% 1999) og Sænska
þjóðarflokksins 4,2% (var 5,1%).
Minnsta stjórnarflokknum, Vinstri-
bandalaginu, er nú spáð 8,5% fylgi
(var 10,9%). Græningjar, sem eru í
stjórnarandstöðu, mælast nú með
12,5% fylgi.
Finnskir
miðju-
menn
í sókn
Tveir mánuðir
til þingkosninga
Paavo Lipponen.
Helsinki. AFP.