Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 37 ATBURÐIR nýliðinna vikna í borgarmálum hafa eðlilega vakið miklar umræður. Mikið ber á því sjónarmiði að fólki finnist það hafi verið svikið, það kaus Reykjavíkur- listann 2002 til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í starfi borgar- stjóra og nú hafi einhverjir sem kosn- ir voru um leið og hún ýtt henni úr starfi borgarstjóra. Þessi sjónarmið heyrast mikið meðal væntanlegra kjósenda Samfylkingarinnar en einn- ig meðal kjósenda vinstri-grænna. Þetta er eðlileg ályktun því að ákvörðunin um framhald Reykjavík- urlistans í kosningunum 2002 byggð- ist aðallega á tveimur lítt samræm- anlegum forsendum, annars vegar vinsældum borgarstjórans, Ingi- bjargar Sólrúnar, hins vegar kröfunni um fullkomið jafnræði flokkanna þriggja sem stóðu að listanum. Vinsældir borgarstjórans voru það miklar að bæði Framsóknarflokkur- inn og vinstri-grænir vildu ekki þegar til kastanna kom bjóða sérstaklega fram, vildu heldur vera áfram þátt- takendur í Reykjavíkurlistanum þótt Ingibjörg væri félagi í Samfylking- unni. Þetta var þó umdeilt í báðum flokkum. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ávallt selt þátttöku sína í listan- um dýru verði og fengið mikið fyrir snúð sinn, voru ófáir leiðtogar flokks- ins lengi vel andsnúnir þátttöku hans í Reykjavíkurlistanum. Því lét Fram- sóknarflokkurinn fara fram skoðan- könnun um málið meðal félaga sinna, sem kusu Reykjavíkurlistann með miklum meirihluta. En áfram varð samt að taka tillit til andstæðinganna því að þeir voru voldugir þótt í minni- hluta væru. Meðal flokksbundinna vinstri- grænna í Reykjavík, sem eru mjög fá- ir miðað við fylgi flokksins, var þátt- takan í Reykjavíkurlistanum einnig umdeild. Þar bar nokkuð á andúð á „kratanum“ Ingibjörgu Sólrúnu en ekkert er verra en krati þar á bæ. En einnig kom fram í röðum vinstri- grænna það grundvallarsjónarmið að snúast gegn svonefndri persónugerv- ingu stjórnmálanna sem Ingibjörg var talin vera fulltrúi fyrir. Þetta sjónarmið er því miður óraunhæft eins og málum háttar í dag. Sést það best á því að styrkleiki vinstri- grænna sjálfra er nátengdur því áliti sem formaður flokks þeirra nýtur. En samtímis hlutu allir viti bornir menn þar á bæ að veita athygli eindreginni afstöðu margra kjósenda vinstri- grænna sem sendu þessi skilaboð: Ef þið kljúfið Reykjavíkurlistann kjós- um við Samfylkinguna næst. Enda samþykktu vinstri-grænir að ganga til liðs við Reykjavíkurlistann. En sterkur minnihluti flokksmanna var þessu mótfallinn og tillit þurfti að taka til hans. Það var aðeins Samfylkingin sem eindregið og án minnstu andstöðu í eigin röðum vildi ekkert annað en það að Reykjavíkurlistinn héldi velli. Því var búinn til listi sem sótti styrk sinn til tvenns: annars vegar vinsælda borgarstjórans, Ingibjargar Sólrún- ar, félaga í Samfylkingunni, hins veg- ar til samvinnu þriggja ólíkra flokka. Með brotthvarfi Ingibjargar Sól- rúnar úr stóli borgarstjóra er búið að kippa burt annarri höfuðstoð Reykja- víkurlistans; henni var fórnað fyrir umsamda kröfu um flokksjafnræði. Sú stoð stendur eftir en hve lengi dugar hún ein sér? Það mun koma í ljós í tímans rás. Raunar átti Samfylkingin annan kost í stöðunni: að leyfa Framsókn- arflokknum og vinstri-grænum að samþykkja með Sjálfstæðisflokknum vantraust á Ingibjörgu Sólrúnu í borgarstjórn. Slíkt hefði veikt stöðu beggja vantraustsflokkanna en styrkt Samfylkinguna, allavega í kosningun- um í vor. En þessi kostur var ekki raunhæfur því að aðalmarkmið Sam- fylkingarinnar er samstarf vinstriafl- anna bæði í borginni og landinu öllu og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur alltaf verið í fremstu röð þeirra sem þetta sjónarmið boða. Samfylkingin og Ingibjörg hlutu því að fórna miklu til að bjarga Reykjavíkurlistanum. Segja má að úrslitakostir Framsókn- arflokksins og þó einkum vinstri- grænna um brotthvarf Ingibjargar úr stóli borgarstjóra hafi byggst á full- vissu þess að hún og Samfylkingin hlytu alltaf að láta samvinnu vinstri- aflanna ganga á undan sýnilegum flokkshagsmunum. Þess vegna gátu þessir flokkar tveir þjónað geðsmun- um sínum án tillits til vinstrisam- stöðu. Vinstri-grænir sér í lagi vissu að Samfylkingunni væri treystandi til að standa vörð um samstöðuna og því gátu þeir haft frjálsar hendur og leik- ið sér án ábyrgðar fyrir þrönga flokkshagsmuni. Eftir Gísla Gunnarsson „Með brott- hvarfi Ingi- bjargar Sól- rúnar úr stóli borgarstjóra er búið að kippa burt annarri höfuðstoð Reykjavíkurlistans...“ Höfundur er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Vinstrisamstaða og Reykjavíkurlistinn EKKI veikum, ekki slösuðum, ekki langveikum eða fólki með króníska sjúkdóma, hverjum þá? Jú, fæðing- ardeildin hefur staðið sig með miklum sóma og sinnt flestum þeim sem hafa vit á að vera ekki að eiga börn yfir sumartímann, því þá er hún lokuð og verðandi mæðrum vísað annað. Í mörg ár hafa Suðurnesjamenn þurft að fara til Reykjavíkur ef slys ber að höndum. Ef Suðurnesjamenn þurfa að fara í minniháttar aðgerðir eins og t.d. æðahnútaaðgerðir virðist sem sjálfstætt reknar læknastofur séu eini valkosturinn og þær finnast ekki á Suðurnesjum. Ef Suðurnesja- menn hafa króníska sjúkdóma þurfa þeir einnig að sækja út fyrir Suður- nesin til að fá þjónustu. Suðurnesjamenn eru vanir að sækja þjónustu út fyrir svæðið. Þeir eru einnig vanir því að á u.þ.b. 6 mán- aða fresti þurfi þeir að skipta um heimilislækni. Þeir eru þakklátir ef heimilislæknirinn talar íslensku. Það stendur ekkert í Suðurnesjamönnum að finna sér heimilislækni á höfuð- borgarsvæðinu. Að rekja sjúkrasögu sína í hvert sinn sem þeir fara til læknis er ekki ný reynsla fyrir Suð- urnesjamenn. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilsugæsla Suðurnesja fengu tæki- færi fyrir mörgum árum, að mig minnir tuttugu, til að bæta þjónustu sína við psoriasis-sjúklinga, en þær sáu sér ekki fært að sinna þessum sjúklingum. Psoriasis er húðsjúk- dómur sem lýsir sér í útbrotum, sár- um og kláða. Ljósböð í UVB-ljósum geta haldið sjúkdóminum í skefjum. Þessi ljósagerð er ekki sú sama og í ljósabekkjum sem almenningur fer í til að verða brúnn. Valur Margeirs hefur nú um langt skeið bankað reglulega upp á hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilsugæslu Suðurnesja með ljósa- lampa. Hann er sem sagt fyrir löngu búinn að fá lampa gefins en það er ekkert pláss fyrir hann. Lampinn tek- ur litlu meira pláss en sturtuklefi, það þarf skilrúm til að sjúklingar geti af- klætt sig í næði og hjúkrunarfræðing til að kveikja á lampanum. Í öllu því rými sem Heilbrigðisstofnun Suður- nesja og Heilsugæsla Suðurnesja hafa er ekkert pláss. Þrátt fyrir að nýbúið sé að byggja við er ekkert pláss. Hvað hafa psoriasissjúklingar gert hingað til? Jú, þeir eins og aðrir Suð- urnesjamenn fara út fyrir svæðið í leit að þjónustu. Í fyrstu var eingöngu hægt að fara til Reykjavíkur inn á Landspítalann við Hringbraut. Þetta ferðalag tók um tvær klukkustundir. Þar sem Landspítalinn var aðeins með opið til sex á daginn og lokað um helgar þurftu þessir sjúklingar að fá frí í vinnunni. Þar sem psoriasis er sjúkdómur eiga sjúklingarnir rétt á veikindafríi. Slíkt frí er þó ekki ókeypis, einhver borgar, ef það er ekki atvinnurekandinn þá er það sam- félagið. Psoriasissjúklingarnir þurftu og þurfa hins vegar að borga sjálfir kostnaðinn við að koma sér til og frá. Síðan kom Bláa lónið, það breytti miklu fyrir psoriasissjúklinga á Suð- urnesjum. Nú var og er heldur styttra að fara í ljós. En áfram er það tíma- og kostnaðarfrekt. Bláa lónið rekur göngudeild fyrir psoriasissjúklinga. Göngudeildin er opin mánudaga og miðvikudaga til tuttugu, sem er mikil kjarabót, þriðjudaga, fimmtudag, föstudaga og laugardaga til fimmtán. Þetta er mikið framfaraskref í þjón- ustu við psoriasissjúklinga. En þar sem flestir psoriasissjúklingar eru í fullri vinnu komast þeir aðeins á mánudögum, miðvikudögum og laug- ardögum í ljós. Fyrir suma er þetta alls ekki nóg. Til eru þeir sem þurfa að fara í ljósin daglega, en komast ekki. Til þess að geta nýtt sér ljósin í Bláa lóninu þurfa sjúklingarnir bif- reið. Ef hægt væri að stunda ljósböð í Reykjanesbæ, þar sem flestir búa, tækju ljósböðin aðeins um 15 mínútur í stað 120 eins og nú. Sjúklingar gætu skroppið úr vinnu eða komist eftir vinnu. Þegar fjarveran er orðin tvær klukkustundir er ekki hægt að segja að sjúklingurinn hafi skroppið. Þar sem psoriasis er ólæknandi sjúkdóm- ur veigra sjúklingar sér við að taka veikindaleyfi. Þeir fá jú aðra sjúk- dóma og vilja eiga veikindadagana til góða. Nú eru aðeins tveir læknar að sinna sjúklingum, sem koma á Heilsu- gæslu Suðurnesja, og ef um semst verða þeir aðeins sjö í stað ellefu áður. Mæli ég með að tekin verði ein lækna- stofan undir ljósalampann og Heilsu- gæsla Suðurnesja sjái sóma sinn í að sinna því sem hún getur. Hún þarf ekki að leggja í kostnað vegna lamp- ans, Valur Margeirs er búinn að því fyrir hana. Ekki þarf heldur lækna, hjúkrunarfræðingar eru fullfærir um að sinna ljósböðunum. Smærri byggðarlög með færri lækna og lélegri aðstöðu halda úti betri þjónustu en Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilsugæsla Suður- nesja. Eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur „Smærri byggðarlög með færri lækna og lélegri aðstöðu halda úti betri þjónustu.“ Höfundur er íbúi og psoriasis- sjúklingur á Suðurnesjum. Hverjum þjóna heilbrigð- isstofnanir Suðurnesja ? Ekki missa af þessu Útsala 10–70% afsláttur af hestavörum, reið- og útivistarfatnaði Dæmi: Ástundarreiðbuxur, verð frá kr. 12.599 Úlpur, ótrúlegt úrval, verð frá kr. 5.999 Sælu skaflaskeifur, verð kr. 899 Póstsendum Háaleitisbraut 68 - Sími 568 4240 Ath. Opið sunnudaginn 12. janúar frá kl. 13.00—17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.