Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ bar heldur vel í veiði hjá okk- ur Sveini í Götu. Við náðum tveim hvítum tófum og sama fjölda minka á tæpum tveim tímum þegar við skruppum niður á aura. Það virðist allt kvikt af þessum ófögnuði þarna niður frá,“ sagði Jón Kristinsson á Staðarbakka í Fljótshlíð eftir vel heppnaða grenjaferð. Félagarnir Jón Kristinsson og Sveinn Pálmi Hólmgeirsson í Götu í Hvolhreppi ásamt Maríönnu, unn- ustu þess fyrrnefnda, voru fyrir skemmstu á ferð á Markarfljótsaur- um. Með í ferð voru minkahundar Jóns Ólafssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Á rölti um aurana tóku hundarnir skyndilega að gerast órólegir og ekki leið á löngu þar til þeir hurfu þeim sjónum. Félagarnir áttuðu sig þó fljótlega á því að hundarnir höfðu skriðið inn í tófu- greni. Önnur lágfótan kom fljótlega út úr greninu hvar hennar lífdagar voru taldir en hundarnir létu ekki sjá sig. Eftir talsverða stund kom önnur og biðu hennar sömu örlög. Um miðja síðustu öld voru byggð- ir stýri- eða varnargarðar til að veita Markarfljóti í einn farveg en fyrir þær aðgerðir rann fljótið stjórnlaust yfir gríðarlega stórt svæði. Eftir þessar aðgerðir var hafist handa um að græða og rækta upp aurana með góðum árangri. Við þetta jókst fuglalíf á þessu svæði og til margra ára var talsvert gæsavarp þar sem Markarfljót rann áður. Nú er svo komið að gæs og sjálfsagt fleiri fuglategundir hafa að mestu hörfað vegna ágangs tófu og minks. Það er verðugt verkefni fyrir veiðiyfirvöld að leggjast yfir þessi mál og kanna hvort ekki sé eitt- hvað til ráða. Fyrir hvert veitt dýr eru greiddar sjö þúsund krónur. Auðvitað er sú tala viðunandi ef vel veiðist en menn geta þurft að liggja nótt eftir nótt án þess að verða varir. „Allt kvikt af þessum ófögnuði“ Ljósmynd/Önundur S. Björnsson Félagarnir Sveinn Pálmi (t.v.) og Jón Kristinsson með bráð sína og minkahundana frá Kirkjulæk. Fljótshlíð. Morgunblaðið. FRÁ og með 1. mars verður hætt að greiða læknum á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi sérstaklega fyrir ferliverkaþjónustu sem veitt er á göngudeildum sjúkrahússins. Til stóð að fella flestar þessar greiðslur niður um áramót og hinar 1. febrúar en stjórnarnefnd LSH ákvað á síð- asta fundi sínum að fresta gildistök- unni að beiðni lækna sem málið varð- ar og á fundi stjórnarformanns og varaformanns stjórnar, forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga í gær var ákveðið að sá frestur yrði út febrúar. Jóhannes M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á LSH, seg- ir að málið sé mjög flókið. Á tveimur deildum, augndeild og krabbameins- deild, snúist 80 til 90% vinnunnar um ferlisjúklinga, þ.e. óinnskrifaða sjúk- linga, og finna þurfi lausn á því hvað við taki. „Það er verið að reyna að ná sæmilegri lendingu sem ekki er allt- of mikill ófriður um,“ segir hann, en áréttar að ekki sé um stefnubreyt- ingu að ræða. Á stjórnarnefndarfundinum voru lögð fram bréf yfirlækna í blóðlækn- ingum, lyflækningum krabbameina og geislameðferð krabbameina þar sem fram komu áhyggjur vegna fyr- irhugaðrar ákvörðunar og óskað eft- ir að gildistökunni yrði frestað. Farsæl lausn mikilvæg Sigurður Björnsson, læknir og formaður sérfræðingafélags ís- lenskra lækna, segir að þetta sé mjög viðamikið og flókið mál. „Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið beitti sér fyrir því árið 1992 að sjúkrahúsin gætu tekið þátt í læknisþjónustu við utanspítalasjúk- linga, sem ekki þyrftu innlagnar við,“ segir hann. „Þar sem Trygg- ingastofnun og einstaklingarnir sjálfir greiddu fyrir þjónustuna yrði þetta til að auka sértekjur sjúkra- húsanna og stuðlaði auk þess að betri nýtingu á þeirri aðstöðu, sem sjúkrahúsin höfðu yfir að ráða. Síðan hafa verið í gildi samningar milli ráðuneytisins, læknafélaganna, lækna sem sinna ferliverkum og sjúkrahúsanna. Nú hefur Landspítali – háskóla- sjúkrahús hinsvegar sagt upp samn- ingum við 66 lækna, sem sinnt hafa ferliverkum, og er því augljóst að semja þarf um það með hvaða hætti þessari þjónustu verður háttað fram- vegis. Jafnframt þarf að gæta þess að jafnræði ríki meðal þeirra lækna, sem sinna læknisverkum við utan- spítalasjúklinga á spítalanum þannig að öllum gefist kostur á að sitja við sama borð í þeim efnum. Ég tel að frestun stjórnarnefndar á gildistöku ákvörðunar um afnám ferliverkagreiðslna sé til marks um áhuga stjórnenda spítalans á því að finna á þessu máli farsæla lausn og tryggja jafnframt að sú góða lækn- isþjónusta, sem byggð hefur verið upp, raskist ekki. Jafnframt þarf að nást um það sátt, hvar veita beri hina ýmsu þætti heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og hverjir eigi að koma að skipulagningu. Einungis með þeim hætti verður tryggt að fé almanna- trygginga nýtist sem best og heil- brigðisþjónustan á Íslandi verði áfram í fremstu röð.“ Niðurfellingu greiðslna fyrir ferliverk frestað EIGENDUR Íshúss Njarðvíkur fengu í gær grænt ljós frá norskum yfirvöldum um að þeir mættu halda áfram björgunaraðgerðum vegna Guðrúnar Gísladóttur KE-15, sem sökk við strendur N-Noregs í sumar. Þetta var tilkynnt eftir að trygging- ar voru lagðar fram um fjármögnun verksins. Íshúsið hefur frest til klukkan 11 í dag til að semja við kaf- ara um að taka þátt í verkefninu, en Riise Underwater Engineering var búið að segja sig frá verkinu, þar sem eigandi þess var ósáttur við skipulagningu og fjármögnun verk- efnisins. Talsmaður björgunaraðgerðanna á Íslandi sagði í gær að ekkert bendi til annars en að samningar muni nást fyrir tilsettan tíma. Viðræður væru í gangi við tvö norsk kafarafyrirtæki, Riise og Seløy. Það fyrirtæki sem samið verði við muni ljúka verkinu. Í kafarasamningnum verði miðað við að verkinu verði lokið á 15–20 sólar- hringum, en það velti þó allt á veðri, því ekki sé hægt að ná samningum við veðurguðina. 50 milljóna viðbótartrygging Talsmaðurinn segir að eftir að fréttir bárust um það í gær að fjár- mögnun verkefnins vegna viðbótar- kostnaðar væri í höfn, hafi margir hringt til Íshússins og tilkynnt að þeir hefðu áhuga á að leggja verk- efninu lið og taka þátt í fjármögn- uninni. Að sögn eru það mjög traust- ir íslenskir fjárfestar sem taka þátt í verkefninu. Tryggingin barst yfirvöldum í Noregi um klukkutíma eftir að frest- urinn, sem Mengunarvarnir norska ríkisins (SFT) höfðu gefið, rann út. Ástæðan var, að sögn talsmannsins, að það tafðist að afgreiða trygg- inguna frá bankanum. Viðbótar- tryggingin sé upp á 50 milljónir ís- lenskra króna, en Íshúsið hafi aðgang að töluvert meira fé en það. Sjö Íslendingar eru nú í Noregi á vegum Íshússins, en þeir voru fjór- tán fyrir jól. Talsmaðurinn segir að menn muni fljúga til Noregs í dag og næstu daga, nú þegar ekkert sé til fyrirstöðu að halda áfram. Kafararn- ir fái 2–3 sólarhringa til að koma sér til Lófóten og undirbúa sig, þannig að allt ætti að vera klárt í lok vik- unnar til að halda áfram. Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem er í forsvari fyrir björgunaraðgerðirnar í Noregi, segir menn fegna að þessi niðurstaða sé í höfn. Starfsmenn Ís- hússins hafi síðustu daga verið að undirbúa björgunaraðgerðirnar svo hægt verði að hefjast handa um leið og allt er tilbúið. Aðalvinnan sem nú sé eftir fari fram neðansjávar. Björgunaraðgerðum verður haldið áfram LAUSNARBEIÐNI Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr embætti borgarstjóra var lögð fram á fundi borgarráðs í gær. Ingibjörg segir af sér sem borgarstjóri og sem aðal- maður í borgarráði frá og með 1. febrúar nk. Í stað hennar leggja fulltrúar Reykjavíkurlistans til að Steinunn Valdís Óskarsdóttir verði aðalmaður í borgarráði og að Ingi- björg verði varamaður. Alfreð Þor- steinsson tekur við af borgarstjóra sem formaður borgarráðs. Lögð var fram tillaga um ráðningu Þórólfs Árnasonar í embætti borg- arstjóra til loka kjörtímabilsins. Engar frekari breytingar verða á borgarstjórn. Tillögunum var vísað til borgarstjórnar sem mun fjalla um þær á fundi sínum á morgun. Kjör borgarráðsfulltrúa er til eins árs í senn og hefst nýtt kjörtímabil í borgarráði í byrjun júní. Að sögn Önnu Kristínar Ólafsdótt- ur aðstoðarkonu borgarstjóra er ekki útilokað að þá verði aftur gerð- ar breytingar á samsetningu borg- arráðs þegar flokkarnir ganga frá samstarfssamningi um skiptingu embætta. Breytingarnar gilda því til loka kjörtímabils borgarráðs. Lausnarbeiðni borgarstjóra lögð fram á fundi borgarráðs Steinunn Valdís verði aðalmaður í borgarráði Morgunblaðið/Golli Frá fundi borgarráðs í gær. Frá hægri: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, Björn Bjarnason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarráðsfulltrúar. GERT er ráð fyrir að Hrafnista taki að sér rekstur á um 50 rúma hjúkr- unardeild á Vífilsstöðum, sem stend- ur til að opna eftir að nauðsynlegum framkvæmdum lýkur. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, segir að leitað hafi verið til Hrafnistu um rekstur á hjúkrunardeild á Vífilsstöðum og verið sé að ganga frá samningi þess efni milli Hrafnistu og ráðuneytisins. Verið sé að lagfæra húsnæðið þannig að það henti betur fyrir öldrunar- sjúklinga. Landspítalinn á húsið og er unnið að framkvæmdum í samstarfi við ráðuneytið og Hrafnistu. Viðræður við Hrafn- istu um reksturinn Ný hjúkrunardeild á Vífilsstöðum UM 160 manns, starfsfólk grunn- og framhaldsskóla á Íslandi sótti í síð- ustu viku ráðstefnu í London í Eng- landi. Lilja Jóhannsdóttir, deilda- stjóri í Grandaskóla, segir að á sýningunni hafi verið sýnt allt það nýjasta í tölvuhugbúnaði sem notað- ur er við kennslu í dag. Sýningin hafi verið mjög yfirgripsmikil og boðið var upp á fyrirlestra og sýnikennslu samhliða. Hún segir að skólafólk kaupi við þetta tækifæri hugbúnað sem notaður sé í skólunum og einnig vakni nýjar hugmyndir um hvernig nýta megi tækni, sem þegar er til staðar, á annan og fjölbreyttari hátt. Tölvutæknin sé góð viðbót við aðrar kennsluaðferðir. Stærsta sýningin í Bretlandi „Þetta er einhver stærsta sýning á hug- og vélbúnaði fyrir kennslu sem haldin er í Bretlandi,“ segir Jón Karl Einarsson, sem var fararstjóri hóps á vegum Úrvals-Útsýnar. Þetta sé í fimmta skipti sem skipu- lagðar ferðir séu á sýninguna. Í fyrstu hafi einungis nokkrir farið en fjöldinn hafi vaxið í takti við aukinn áhuga kennara á upplýsingatækni. 160 kenn- arar sóttu sýningu í London

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.