Morgunblaðið - 15.01.2003, Page 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á FUNDI borgarráðs í gær varð ljóst
að meirihluti atkvæða, hið minnsta 8
atkvæði af 15, var tryggður í borg-
arstjórn þegar til þess kemur að
ákveða um ábyrgðir Reykjavíkur-
borgar af lántöku vegna Kárahnjúka-
virkjunar. Borgarráðsfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins lögðu fram bókun um
að allir sex borgarfulltrúar flokkksins
myndu standa að samþykkt ábyrgð-
arinnar á fundi borgarstjórnar á
morgun, fimmtudag. Þá lagði Alfreð
Þorsteinsson fram bókun um að þau
Anna Kristinsdóttir, fulltrúar Fram-
sóknarflokksins í Reykjavíkurlistan-
um, myndu samþykkja ábyrgðina í
borgarstjórn, þar sem beiðni Lands-
virkjunar verður tekin fyrir.
Eru þar með komin átta atkvæði
fyrir ábyrgðinni en á fundi borgar-
ráðs lögðu einnig fram bókun þeir
Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar-
stjórnar og oddviti Vinstri grænna í
Reykjavíkurlistanum, og Ólafur F.
Magnússon, borgarfulltrúi F-lista
frjálslyndra og óháðra, þess efnis að
borgin samþykki ekki ábyrgðina.
Ólafur lagði jafnframt fram spurning-
ar í 15 liðum varðandi málið. Þrátt
fyrir afstöðu sjálfstæðismanna og
framsóknarmanna ætla þeir að leggja
tillögu sína fram í borgarstjórn.
Misjafnar skoðanir
í Samfylkingunni
Afstaða Samfylkingarinnar í
Reykjavíkurlista liggur ekki form-
lega fyrir en á borgarráðsfundinum
lýsti Stefán Jón Hafstein yfir per-
sónulegri andstöðu sinni gegn
ábyrgðartöku borgarinnar.
Dagur B. Eggertsson ætlar að sitja
hjá við afgreiðslu borgarstjórnar á
morgun um ábyrgðir borgarinnar
vegna framkvæmda við Kárahnjúka-
virkjun. „Ég get ekki samþykkt
ábyrgðina vegna þess að mér finnst
hún of há og arðsemin umdeilanleg.
Mér finnst hins vegar ekki heldur rétt
að borgarstjórn bregði fæti fyrir mál-
ið. Ég hef sagt það áður að mér finnst
að úrslitin eigi að ráðast á Alþingi. En
með sömu rökum finnst mér rétt að
hlutur Reykjavíkurborgar verði los-
aður. Ég tel það alveg klárt að ríkið
eigi að bera þessa ábyrgð,“ segir Dag-
ur.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir
að það muni væntanlega skýrast í dag
hver afstaða hennar er til beiðni
Landsvirkjunar um að borgin gangi í
ábyrgðir fyrir lán vegna byggingar
Kárahnjúkavirkjunar. Annar borgar-
ráðsfundur verður haldinn í dag þar
sem boðaðir hafa verið fulltrúar
Landsvirkjunar og hagfræðingarnir
Þorsteinn Siglaugsson og Þórólfur
Matthíasson. „Ég mun væntanlega
gefa upp afstöðu mína eftir þann
fund,“ segir Steinunn.
Virkjunin er „glapræði“
Í greinargerð rökstyðja Árni Þór
og Ólafur tillögu sína m.a. með því að
vísa til andstöðu meðal þjóðarinnar
við virkjunina. Segjast þeir vera
þeirrar skoðunar að af umhverfis- og
náttúruverndarsjónarmiðum einum
saman sé virkjunin „glapræði“. Til
viðbótar þeim sjónarmiðum megi
nefna arðsemis- og áhættusjónarmið
fyrir Reykjavíkurborg, sem einn eig-
enda Landsvirkjunar. Einnig eru
nefnd „margvísleg neikvæð áhrif á
efnahags- og atvinnulíf á höfuðborg-
arsvæðinu“.
Sjálfstæðismenn tóku af skarið
Bókun sjálfstæðismanna í borgar-
ráði var svohljóðandi: „Borgarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins hafa farið yfir
þau gögn, sem lögð hafa verið fram
vegna ábyrgðar Reykjavíkurborgar á
lántökum Landsvirkjunar vegna
Kárahnjúkavirkjunar. Við teljum að
samþykkja beri ábyrgðina. Allir
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
munu standa að samþykkt ábyrgðar-
innar á fundi borgarstjórnar 16. jan-
úar nk.“
Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn, segir við
Morgunblaðið að aldrei hafi verið
ágreiningur um málið innan raða
sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Við
ákváðum að taka af skarið og tilkynna
afstöðu okkar formlega í borgarráði
því það var augljóst af umræðum á
þeim fundi sem við sátum þar að það
átti enn að draga málið á langinn, afla
enn meiri gagna og efna til funda til
þess að spyrja og skeggræða. Við
töldum hins vegar að málið lægi alveg
skýrt fyrir og það ætti enginn að vera
í vanda að komast að niðurstöðu.
Það kom einnig í ljós, eftir að við
lögðum fram bókun okkar. Þá hrukku
menn í gírinn og klofningur R-listans
varð öllum ljós. Það er mjög sérkenni-
legt að R-listinn, sem telur sig hafa
meirihluta í borgarstjórninni, geti
ekki leitt þetta mál til lykta einn og
óstuddur og raunar klofnaði hann í
smáparta í borgarráði. Meira að segja
þeir sem eru á móti virkjuninni innan
R- listans gátu ekki komið sér saman
um hvernig þeir ættu að bóka and-
mæli sín.
Á borgarráðsfundinum var alveg
óljóst hvaða afstöðu borgarstjóri
hafði. Síðan tók Ingibjörg Sólrún svo
af skarið og þá kom í ljós, að Samfylk-
ingin er líka klofin í parta innan borg-
arstjórnar vegna málsins. Meirihluti í
borgarstjórn, sem hefur ekki burði til
að leiða mál af þessari stærðargráðu
til lykta, er einskis virði fyrir umbjóð-
endur sína, borgarbúa.“
Allri óvissu eytt
Alfreð Þorseinsson segir m.a. í bók-
un sinni að með afstöðu framsóknar-
manna og sjálfstæðismanna hafi allri
óvissu verið eytt um afstöðu Reykja-
víkurborgar til málsins. „Vil ég lýsa
yfir ánægju með afstöðu borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins,“ segir
hann.
Í bókuninni kemur fram að eig-
endanefnd hafi komist að þeirri nið-
urstöðu að eigendur taki ekki teljandi
áhættu með því að veita einfalda
ábyrgð. „Í raun er það eina atriði
málsins, sem borgarfulltrúar þurfa að
taka afstöðu til. Fyrirhugaðar virkj-
unar- og stóriðjuframkvæmdir skipta
sköpum fyrir atvinnulífið í landinu á
sama tíma og atvinnuleysi hefur farið
vaxandi. Borgarfulltrúar í Reykjavík
verða að axla ábyrgð í þeim efnum
sem öðrum. Vil ég sérstaklega minna
á afstöðu verkalýðshreyfingarinnar,
en ASÍ hefur lýst yfir stuðningi við
framkvæmdir, þar sem aukinn hag-
vöxtur mun skila sér til almennra
launþega. Kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna mun ennfremur aukast að mati
ASÍ.“
Bókað á víxl í borgarráði í gær vegna Kárahnjúkavirkjunar
Meirihluti fyrir virkjunar-
ábyrgð í borgarstjórn
FULLTRÚAR Alcoa áttu í gær-
morgun fund með Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur borgarstjóra
vegna afstöðu Reykjavík-
urborgar, sem eiganda Lands-
virkjunar, til ábyrgðartöku á lán-
um vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Með borgarstjóra á fundinum
voru Sigurður Á. Snævarr borg-
arhagfræðingur og Helga Jóns-
dóttir borgarritari.
Engin loforð
Jake Siewert, talsmaður Alcoa,
sagði við Morgunblaðið að fund-
urinn með borgarstjóra hefði ver-
ið góður. Engin loforð hefðu ver-
ið gefin á fundinum og hann vissi
ekki hug allra borgarfulltrúa í
málinu.
Siewert sagðist hafa tekið það
skýrt fram á fundinum að samn-
ingurinn um Kárahnjúkavirkjun
væri góður fyrir báða aðila, þ.e.
Alcoa og Landsvirkjun, og hann
væri hagstæður íslensku efna-
hagslífi til langs tíma litið.
Ingibjörg Sólrún tók undir með
Siewert um ágæti fundarins. Hún
sagði í samtali við Morgunblaðið
að talsvert hefði verið rætt um
ýmsa áhættuþætti varðandi fram-
kvæmdirnar, m.a. álverðið.
Fulltrúar Alcoa hefðu verið upp-
lýstir um hvernig málið stæði í
borgarstjórn en Ingibjörg benti á
að á þeim tíma hefði afstaða sjálf-
stæðismanna ekki legið fyrir. Hún
hefði komið fram á borgarráðs-
fundi síðar um daginn.
„Ég sagði þeim að ég hefði allt-
af haft uppi tvö meginsjónarmið í
þessu máli varðandi aðkomu
borgarinnar, annars vegar um
áhættuna að ábyrgðir féllu á
Reykjavíkurborg og hins vegar
um arðsemina af framkvæmdinni.
Ég greindi þeim frá andstöðunni í
okkar hópi og að málið yrði af-
greitt á fimmtudaginn,“ sagði
Ingibjörg.
Morgunblaðið/Kristinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, hellir kaffi í bollann hjá Jake Siewert, talsmanni Alcoa, við
upphaf fundar þeirra í Ráðhúsinu í gærmorgun. Þau voru sammála um að fundurinn hefði verið góður.
Talsmenn Alcoa áttu góð-
an fund með borgarstjóra
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri hefur ákveðið að sam-
þykkja beiðni Landsvirkjunar um að
Reykjavíkurborg, sem eigandi að
45% hlut í fyrirtækinu, gangist í
ábyrgðir fyrir lán vegna byggingar
Kárahnjúkavirkjunar. Ingibjörg upp-
lýsti þetta í samtali við Morgunblaðið
að loknum fundi borgarráðs í gær.
„Það er alveg ljóst að ég mun ekki
bregða fæti fyrir þetta verkefni. Ég
hef metið það annars vegar útfrá
þeim ábyrgðum sem borgin gengst í
gagnvart Landsvirkjun og þeirri
áhættu sem er á því að ábyrgðir af
lánum falli á borgina, sem ég tel að sé
lítil þótt hún sé alltaf til staðar, og
hins vegar útfrá arðseminni. Eftir að
hafa farið yfir öll gögn málsins sýnist
mér að arðsemin sé vel yfir þeim
5–6% mörkum sem eigendur Lands-
virkjunar hafa sett sér. Þetta var nið-
urstaða eigendanefndar sem starfaði
árið 1996, og var samþykkt arðgjaf-
armarkmið allra eigenda. Á þessum
grundvelli mun ég samþykkja beiðn-
ina en ég hef sitthvað við málið að at-
huga að öðru leyti,“ segir Ingibjörg.
Aðspurð hvaða athugasemdir það
séu segist Ingibjörg hafa verið þeirr-
ar skoðunar lengi að það sé ekki eðli-
legt, og geti ekki staðið til frambúðar,
að bæði Reykjavíkurborg og Akur-
eyrarbær, ein sveitarfélaga, beri
ábyrgð á öllum skuldbindingum
Landsvirkjunar. Hún hafi leitað sam-
komulags um breytingar á þessu, en
án árangurs. Það hefði verið farsælla
fyrir alla málsaðila að ríkið gengist í
þessar ábyrgðir. Hún muni gera frek-
ari grein fyrir afstöðu sinni í borg-
arstjórn á fimmtudaginn.
„Mín eigin afstaða“
Ingibjörg segir að afstaða sjálf-
stæðismanna, sem fram hafi komið í
borgarráði, hafi ekki breytt afstöðu
sinni. Hún hafi legið fyrir, þó að hún
hafi ekki viljað gefa hana upp opin-
berlega fyrr en nú.
„Ég tek mína eigin afstöðu til máls-
ins. Ég óskaði eftir því að nefnd
óháðra aðila á vegum eigendanna
yrði sett á laggirnar og að hún færi
yfir arðsemismat Landsvirkjunar.
Síðan hafa borist ýmis gögn sem ég
hef verið að fara yfir. Eftir það hef ég
komist að minni niðurstöðu, óháð því
hvernig landið liggur pólitískt inni í
borgarstjórn, enda málið þannig vax-
ið í Reykjavíkurlistanum að menn
fylgja sinni eigin sannfæringu. Ég
hef ekki hugsað mér að vera í ein-
hverju skjóli frá Sjálfstæðisflokknum
í þessu máli frekar en öðrum,“ segir
Ingibjörg.
Spurð um tillögu Árna Þórs og
Ólafs F. segir hún hana ekki hafa átt
að koma á óvart. Afstaða þeirra hafi
ávallt legið fyrir í málinu. Hins vegar
hafi ekki verið vonum seinna að sjálf-
stæðismenn gáfu upp sína afstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn fari fyrir land-
stjórninni, þar sem virkjunarmálið
hafi verið unnið og til lykta leitt. Hún
segir að það hefði verið með miklum
ólíkindum ef sjálfstæðismenn hefðu
ekki stutt málið í borgarstjórn.
Samþykkir
beiðni Lands-
virkjunar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
ÓLAFUR F. Magnússon, borgar-
fulltrúi F-lista frjálslyndra og
óháðra, lagði fram bókun á fundi
borgarráðs í gær þar sem hann
gagnrýnir harðlega vinnubrögð eig-
endanefndar Landsvirkjunar, sem
fór yfir arðsemisútreikninga vegna
Kárahnjúkavirkjunar.
Lýsir Ólafur yfir miklum von-
brigðum sínum með vinnubrögð
nefndarinnar. Hún hafi ekki lagt
sjálfstætt mat á arðsemi Kára-
hnjúkavirkjunar heldur unnið „nán-
ast gagnrýnislaust“ út frá gefnum
forsendum Landsvirkjunar, sem
hafi verið „hæpnar og áróður-
skenndar“. Fram komi margar og
alvarlegar viðvaranir í skýrslu
nefndarinnar sem stangist síðan á
við þá niðurstöðu hennar að yf-
irgnæfandi líkur séu á jákvæðri
arðsemi af virkjuninni.
Fjölmiðlar einnig
gagnrýndir
Ólafur F. gagnrýnir einnig fjöl-
miðla fyrir hvernig þeir hafi túlkað
niðurstöðu eigendanefndar. Flutt
hafi verið villandi skilaboð til al-
mennings um að virkjunin sé góð
fjárfesting.
„Það er dæmigert fyrir túlkun
fjölmiðla á skýrslu eigendanefnd-
arinnar að þeir borgarfulltrúar sem
mest hafa lagt sig fram um að
kynna sér alla þætti Kárahnjúka-
virkjunar eru sakaðir um vanþekk-
ingu á málinu í leiðara Morgun-
blaðsins,“ segir m.a. í bókun Ólafs
frá því í gær.
Gagnrýnir
eigenda-
nefndina
harðlega
Ólafur F. Magnússon