Morgunblaðið - 15.01.2003, Side 19

Morgunblaðið - 15.01.2003, Side 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 19 REYKJANESBÆR hefur fengið húseignina Hafnargötu 88 afhenta og er undirbúningur hafinn að breytingum á húsnæðinu. Þar mun vinnuskólinn hafa bækistöðvar, fé- lagsmiðstöðin Fjörheimar flyst þangað ásamt öðru tómstunda- starfi og sett verður á laggirnar ný upplýsinga- og menningar- miðstöð ungs fólks. Árni Sigfússon bæjarstjóri og eigendur Óðins sf., Höskuldur og Brynjólfur Þórðarsynir, rituðu undir leigusamning til fimm ára framan við húsið í gær og bæj- arstjóri afhenti það síðan Stefáni Bjarkasyni, framkvæmdastjóra menningar-, íþrótta- og tóm- stundasviðs bæjarins (MÍT). Við- staddir voru starfsmenn MÍT og formaður Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Höskuldur og Brynjólfur hafa rekið vélsmiðju í húsinu og eru nú að minnka við sig. Þeim líst vel á að fá þangað æskulýðsstarf í stað vélsmiðjunnar. Húsið er tæplega 800 fermetrar að stærð og segir Stefán að það skapi mikla möguleika fyrir starf- ið. Hann segir að verið sé að und- irbúa nauðsynlegar breytingar á húsnæðinu og síðan verði það tek- ið í notkun smátt og smátt. Vinnu- skóli Reykjanesbæjar mun hafa þar aðsetur í sumar sem og úti- deildin. Útbúið verður æfinga- húsnæði fyrir hljómsveitir í kjall- aranum. Ýmis tómstundafélög fá þarna einnig aðstöðu. Fé- lagsmiðstöðin Fjörheimar flytur á neðri hæð hússins föstudaginn 8/8, klukkan 8.08. Stefán vonast til að fyrr verði unnt að opna félags- og menning- armiðstöð ungs fólks á efri hæð- inni. Hún hefur hlotið vinnuheitið „88“ og er hugsuð fyrir unglinga, 16 ára og eldri. Ekki liggur fyrir hvaða þjónustu verður boðið upp á í þessari miðstöð enda segist Stef- án leggja mikla áherslu á að ung- lingarnir sjálfir komi beint að hugmyndavinnunni. Hefur hann leitað til Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðurnesja með það og þar hefur verið skipaður starfs- hópur til að vinna að verkinu. Kveðst Stefán binda miklar vonir við þann undirbúning. Með „88“ verður einnig leitast við að ná til þeirra ungmenna sem ekki finna sig í hefðbundu íþrótta- og tómstundastarfi. Hugmynd um unglingagarð Hugmyndin er að koma upp svo- kölluðum unglingagarði framan við húsið. Sá hluti lóðarinnar verði ræktaður upp og komið upp bekkj- um og aðstöðu til að grilla. Verið er að teikna garðinn og vonast Stefán til að geta sýnt íbúum húsa í nágrenninu fyrstu hugmyndir á fundi sem fyrirhugað er að halda með þeim á næstu dögum. Bærinn og Óðinn undirrita leigusamning um húsið að Hafnargötu 88 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Árni Sigfússon bæjarstjóri og Höskuldur Þórðarson frá vélsmiðjunni Óðni takast í hendur eftir undirritun samn- inga og sést Stefán Bjarkason á milli þeirra. Árna á hægri hönd eru Brynjólfur Þórðarson, Hafþór Barði Birgisson og Valgerður Guðmundsdóttir og Höskuldi á vinstri hönd eru Ragnar Örn Pétursson og Runólfur Sanders. Félags- starf ung- linga á ein- um stað Reykjanesbær HELDUR meiri afla var landað í Suðurnesjahöfnum á nýliðnu ári en árið 2001. Aukningin nemur 5%. Staf- ar það af stórauknum kolmunnaafla sem landað var í Grindavík. Á Suðurnesjum komu á land 255.855 tonn á síðasta ári, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Er það 13 þúsund tonnum meira en á árinu 2001 og nemur munurinn 5%. Botnfiskafli var tæplega 66 þúsund tonn og hafði dregist saman um 2.500 tonn. Kemur samdrátturinn einkum fram í Sand- gerði og höfnum Reykjanesbæjar. Hins vegar jókst uppsjávarafli, var 184 þúsund tonn í stað 169 þúsund tonna. Löndun á síld og loðnu dróst saman en kolmunnaafli vó það upp og vel það með því að hann margfald- aðist, fór úr tæpum 7 þúsund tonnum í tæp 32 þúsund tonn. Mestu var landað í Grindavík sem fyrr, 157 þúsund tonnum sem er aukning um 22 þúsund tonn. Stafar það af því að meiru var landað af kol- munna eins og áður er nefnt en hann kom allur á land í Grindavík. Grindavík er fjórða mesta fisklönd- unarhöfn landsins, í tonnum reiknað, á eftir Vestmannaeyjum, Neskaup- stað og Eskifirði. Landað var 53.667 tonnum í höfn- um Reykjanesbæjar og liðlega 45 þúsundum tonnum í Sandgerðishöfn. Í báðum tilvikum er um nokkurn sam- drátt að ræða frá fyrra ári, bæði í botnfiskafla og uppsjávarafla. Kolmunni bætir upp samdrátt í afla Reykjanes BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur áhuga á að hefja undirbúning að byggingu tveggja til þriggja íbúða í nágrenni dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Víðihlíðar. Vilji ráðsins kom fram við umfjöllun um nið- urstöður könnunar á högum aldr- aðra í bæjarfélaginu. Könnunin bendir til að aldraðir séu almennt sáttir við þjónustu sveitarfélagsins. Félagsvísindastofnun gerði skoð- anakönnunina og kannaði ekki síst hug aldraðra til húsnæðismála og þjónustu sveitarfélagsins. Greindi Halldór Ingvason félagsmálastjóri frá helstu niðurstöðum hennar í skýrslu til bæjarráðs á dögunum. Könnunin náði til allra íbúa bæj- arfélagsins, 60 ára og eldri. Fram kom að flestir búa í eigin húsnæði og yfirleitt í einbýlishúsum. Flest- um líður vel í núverandi húsnæði og helmingur telur ekki þörf á sér- stakri þjónustu hjá bæjarfélaginu. Vilja búa sem lengst heima Halldór bendir á að þegar litið sé einungis til þess hluta svarenda sem náð hafi 70 ára aldri beri meira á óskum um þjónustu og annað búsetuform. Flestir vilji þó búa sem lengst í núverandi hús- næði og þá með óskum um heim- ilishjálp og aðstoð við hirðingu lóð- ar. Segir Halldór að þessi þjónusta sé fyrir hendi og flestir ánægðir með hana. „Ekki er nokkur vafi á að þjóð- hagslega er það hagkvæmast að aldraðir búi sem lengst í eigin hús- næði og helst fram á síðustu ár, en til þess að það sé mögulegt þarf að auka heimaþjónustu og heima- hjúkrun að miklum mun. Þar sem takmörkuð heimilishjálp er í verka- hring sveitarfélaga en heimahjúkr- un í verkahring ríkisins þurfa framlög frá ríki að aukast verulega til að sveitarfélögum sé mögulegt að veita þessa þjónustu,“ segir fé- lagsmálastjórinn í greinargerð sinni. Flestir þeirra sem geta hugsað sér að breyta til kjósa íbúðir við Víðihlíð, sem rætt hefur verið um að byggja. Upplýsir Halldór að frá því könnunin var gerð hafi átta ein- staklingar haft samband við sig til að spyrjast fyrir um hvenær byrjað verði á þessum íbúðum en það séu einstaklingar sem búi einir í stóru húsnæði. Einungis um helmingur þeirra Grindvíkinga sem náð hafa 70 ára aldri tekur þátt í félagsstarfi aldr- aðra og telur Halldór það varla við- unandi. Hann telur að bæjaryfirvöld geti verið nokkuð ánægð með niður- stöður könnunarinnar því þar komi ekki fram mikil óánægja með þá þjónustu sem veitt er. Við umfjöllun um niðurstöður könnunarinnar ákvað bæjarráð Grindavíkur að leggja til við bæj- arstjórn að hafinn verði undirbún- ingur að byggingu tveggja eða þriggja íbúða fyrir aldraða við Víðihlíð. Ólafur Örn Ólafsson bæj- arstjóri segir að hugmyndin sé að einstaklingar geti keypt þessar íbúðir og notið þar nálægðar við hjúkrun og félagsstarf aldraðra. Aldraðir almennt sáttir við þjónustu bæjarins Stefnt er að byggingu íbúða á lóð Víðihlíðar Grindavík Hugmyndir eru uppi um að byggja hús með eignaríbúðum fyrir aldraða norðan og vestan við dvalar- og hjúkrunarheimilið Víðihlíð. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson MEÐ BLAÐINU Í DAG Blaðinu í dag fylgir sérblaðið Bílar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.