Morgunblaðið - 15.01.2003, Page 20

Morgunblaðið - 15.01.2003, Page 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 25. janúar Auglýsendur! Laugardaginn 25. janúar fylgir Morgun- blaðinu tímarit um heilbrigði og lífsstíl í 55.000 eintökum. Í tímaritinu verður fjallað um það sem viðkemur heil- brigðu líferni og hraustum líkama. Tímaritið er prentað á 60 g pappír og skorið í stærðinni 26,5 x 39,8 sm. Skilatími Fullunnar auglýsingar kl. 16.00 þriðjudaginn 21. janúar Auglýsingar í vinnslu kl. 16.00 mánudaginn 20. janúar Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið augl@mbl.is VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Arnarfell er að ljúka við gerð gangamunna við aðkomugöng eitt og tvö við aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar. Aðkomugöng eitt verða ofantil í Teigsbjargi. Arnarfell lauk vinnu við gangamunnann þar á síðasta ári en er nú að ljúka við munnann á aðkomugöngum tvö við Axará. Að sögn Sigurbergs Konráðs- sonar, eins eigenda Arnarfells, hefur verkið gengið vel, þó töfðu miklar rigningar í haust nokkuð fyrir framkvæmdum. Gangamunnarnir eru rásir sem gerðar eru gegnum lausan jarðveg og mynda nokkurs konar skeifu inn í bergið með sléttum fleti í endann þar sem ganga- munninn kemur seinna. Beðið eftir ákvörðun Að sögn Sigurbergs bíða þeir Arnarfellsmenn eftir ákvörðun Landsvirkjunar með framhald Kárahnjúkavirkjunar en Lands- virkjun hefur samið við þá um gerð vegar ofan í gilið við stífl- una við Kárahnjúka. Sigurbergur segir að þeir flytji vinnubúðir sínar vestur fyrir Jökulsá á Dal við Kárahnjúka um leið og Landsvirkjun ákveður framhald framkvæmda. Arnarfell að ljúka framkvæmdum við gangamunna Norður-Hérað Á AÐVENTUKVÖLDI Reykholts- kirkju nýlega færði Magnús Sig- urðsson bóndi á Gilsbakka og for- maður stjórnar menningarsjóðs Sparisjóðs Mýrasýslu, fyrir hönd Sparisjóðsins, 3 milljónir króna að gjöf til byggingar Reykholts- kirkju. Guðlaugur Óskarsson, formaður sóknarnefndar, sagði m.a. við þetta tækifæri: ,,Allar götur frá upphafi byggingar í Reykholti hef- ur Sparisjóðurinn verið þátttak- andi á sinn hátt í verkinu, með því að veita lán þannig að unnt væri að halda áfram þó svo að fyrirheit gjafa og styrkja sköruðust og ár- stíð til athafna. Einnig með því að sýna jafnan lipurð og sanngirni varðandi vexti og gjalddaga. En þó ekki síst með því að treysta okkur. Við bæði flygilkaup og uppsetningu orgels hefur spari- sjóðurinn einnig sýnt velvilja og hjálpsemi.“ Sérstakir gestir á aðventukvöld- inu, sem sóknarnefnd kirkjunnar stóð fyrir, voru Karlakór Kjalnes- inga sem söng og einnig sýndu börn úr Kleppjárnsreykjaskóla helgileik. Morgunblaðið/Sigríður KristinsdóttirHelgileikur nemenda úr Kleppjárnsreykjaskóla. Reyk- holts- kirkja fær styrk Reykholt Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdó Guðlaugur Óskarsson, formaður sóknarnefndar, tekur við gjöfinni úr hendi Magnúsar Sigurðssonar. BLAKÍÞRÓTTIN hefur átt góðu gengi að fagna í gegnum tíðina í Þingeyjarsýslum. Þar fara fremstir í flokki í dag blaköld- ungar, þ.e.a.s. þeir sem stunda öldungablak, en til að öðlast rétt til að æfa og keppa í því þarf við- komandi að hafa náð 30 ára aldri. Yfir vetrartímann fara fram hraðmót hinna ýmsu félaga víðs- vegar um landið, á vorin lýkur keppnistímabilinu síðan með hinu landsfræga Íslandsmóti öldunga sem að þessu sinni fer fram í Neskaupstað. Á dögunum fór eitt þessara hraðmóta, Nýársmót Völsungs, fram í Íþróttahöllinni á Húsavík. Þar mættu til leiks 17 lið frá 8 fé- lögum og var leikið í 1. deild kvenna og karla og 2. deild kvenna. Keppt var á þrem völlum samtímis og hófst mótið snemma morguns og lauk síðdegis. Í 1. deild karla sigraði lið KA, í öðru sæti urðu karlarnir í UNÞ og Völsungar náðu þriðja sætinu. Í fjórða og fimmta sæti höfnuðu síðan Rimar A og Óðinn. Í 1. deild kvenna sigraði lið Völsungs A, í öðru sæti voru Eik- arkonur, í því þriðja Skautar A og svo komu koll af kolli Völs- ungur B, Krækjur A, Freyjur A og Rimar A. Í 2. deild kvenna sigruðu Freyjur B, í öðru sæti var Austri, í því þriðja Völsungur C og í fjórða, fimmta og sjötta sæti voru lið Skauta B, Rima B og UNÞ. Eins og sjá má á upptalningu þessara liða komu keppendur víða að m.a frá Öxarfirði, Eski- firði, Akureyri, Dalvík, Sauð- árkróki og Húsavík. Völsungar breyttu aðeins til í sambandi við verðlaun á þessu móti því borið hafði á því und- anfarin ár að keppendur héldu heim á leið þegar þeirra lið voru búin að keppa og enginn væri eftir til að taka við verðlaunum fyrir þeirra hönd. Völsungar ákváðu því að sleppa þeim að þessu sinni en buðu í staðinn upp á risastóra tertu frá Heimabak- aríi sem vakti mikla lukku hjá keppendum. Blaköld- ungar öttu kappi á Nýársmóti Völsungs Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Það var hart barist á blakmótinu á Húsavík, hér sjást Völsungur B og Eikin berjast í úrslitahrinu þar sem Eikin hafði sigur, 11-10. ENGIN matvöru- né olíuverslun hef- ur verið starfrækt í Bakkafirði frá því verslunin Sjafnarkjör hætti rekstri 1. desember sl. Rúmir 30 kílómetrar eru í næstu verslun til Vopnafjarðar og 45 kílómetrar til Þórshafnar. Sjafnarkjör var jafnframt söluaðlili fyrir ESSO. Húsnæðisskortur er í Bakkafirði en í athugun er hvort unnt sé að setja upp hraðbúð þar sem seldar verða helstu lífsnauðsynjar, s.s. mjólk og brauð. Hafa sveitastjórnarmenn í Skeggjastaðahreppi reynt að hafa milligöngu um lausn málsins. Fulltrú- ar Esso settu sig í samband við þá eft- ir að Sjafnarkjör hætti rekstri og lýstu yfir áhuga á að starfrækja olíu- verslun áfram í Bakkafirði. Þær upp- lýsingar fengust hjá Skeggjastaða- hreppi að stefnt væri að því að opna fyrir olíusölu á næstu dögum. Sjöfn Aðalsteinsdóttir, sem rak Sjafnarkjör í tæp tvö ár, segist hafa ákveðið að loka versluninni sökum rekstrarerfiðleika. Fólksfækkun hafi orðið í hreppnum og samgöngur greiðari og fólk sæki í stærri versl- anir. Hún segir einn aðila í Vopnafirði hafa lýst yfir áhuga á að leigja hús- næði Sjafnarkjörs og reka þar áfram verslun en hún vilji selja húsnæðið. Engir fleiri aðilar hafi lýst yfir áhuga á að reka þar verslun. Árni Róbertsson, kaupmaður í Vopnafirði, segir að leitað hafi verið til sín í lok nóvember um að hann ræki verslun í Bakkafirði en að hann hefði sagt að hann myndi aldrei íhuga það fyrr en á nýju ári. Upphaflega hafi hann sóst eftir að leigja húsnæðið þar sem Sjafnarkjör var til húsa en viðræður við eiganda hafi strandað á leiguverði. Hann er þó bjartsýnn á að málið kunni að skýrast á næstu dög- um og vikum og á jafnvel von á að hann geti fljótlega opnað verslun í Bakkafirði. Olíu- og matvöruverslun ekki starfrækt í Bakkafirði Stefnt að því að opna olíusölu á næstunni Bakkafjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.