Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 25 UM fátt annað er talað þessa dag- ana, í kaffiskúrum landsins, en Alcoa- samninginn og Kárahnjúkavirkjun. Hvort vextir hækki, hversu margir Pólverjar komi til Íslands að vinna, hvort hagkerfið þoli framkvæmdina og síðast en ekki síst: hver græði á öllu saman. Morgunblaðið birti 9. jan- úar sl. grein eftir Björk Guðmunds- dóttur þar sem tónlistarmaðurinn lýsti m.a. áhyggjum sínum yfir því að það verði einhverjir aðrir en við, Ís- lendingar, sem græði peninga á þess- ari stærstu framkvæmd Íslandssög- unnar og vill frekar að Íslendingar einbeiti sér að því að virkja hugvitið en náttúruauðlindirnar. Fullyrðir Björk m.a. að Þjóðverjar vildu margt vinna til þess að geta endurheimt þau ósnortnu landsvæði sem þýska þjóðin hefur nýtt við uppbyggingu landsins. Og „hin vinstri græna“ Elísabet Jök- ulsdóttir hélt ekki vatni yfir þessum stórkostlega bandamanni andstæð- inga virkjunarinnar og hafði á orði að sú „björgunarþyrla“ sem myndi bjarga Kárahnjúkum yrði ef til vill „Björkunarþyrla“, þ.e. söngkonan heimsfræga. Ég er Íslendingur og vil gjarnan að sem mest af okkar landi haldi sinni óspilltu náttúru, en ég bý líka á þessari jörð og á þessu landi. Ég bý hér árið um kring, lifi og hrær- ist í því samfélagi sem hér ríkir, og af- koma mín og barna minna er tengd afkomu lands og þjóðar. Fyrir mér er Ísland meira en einhver sumarleyf- isparadís sem ég get boðið ríkum vin- um mínum frá útlöndum að heim- sækja og skoða fallegu náttúruna sem heimamenn (í þessu tilfelli Aust- firðingar á kostnað eigin lífskjara) eiga að halda „óspilltri“ fyrir þá, eða fínu eyjuna og dalinn sem ég keypti því ég veit ekki aura minna tal. Ég þarf að horfa á stóru myndina, sjá málið í heild, og taka alla þætti inn í þá mynd. Um það er snýst málið, við verðum að hugsa um jörðina okkar í heild en ekki bara einblína á það sem okkur er næst. Ég held að enginn sé svo þröngsýnn að sjá ekki að ál er nauðsynlegt í nútíma þjóðfélagi, og ekki bara nauðsynlegt heldur líka hagkvæmt. Vegna lítillar eðlisþyngd- ar efnisins og mikils styrkleika er far- ið að nota ál í æ ríkari mæli í far- artæki s.s. flugvélar og bíla. Þetta leiðir af sér að fyrir hvern kílómetra skila þessi farartæki minna koldíoxíði (CO2) út í andrúmsloftið en ef „gömlu“ málmarnir væru notaðir. Hugvitið eitt og sér minnkar ekki los- un þessara efna. Nauðsynlegt er að endurnýja álverin, því að þau ganga úr sér eins og aðrir hlutir, og hvar er þá betra að staðsetja þau en einmitt þar, sem hægt er að framleiða græna raforku (nota hér orðið „framleiða“ þó ekki sé hægt að framleiða orku heldur bara umbreyta henni). Vatns- fallsvirkjanir eru hentugustu virkj- anir sem við getum byggt með tilliti til legu landsins, mótunar þess og veðurfars. Þær eru einnig hagkvæm- ari en sjávarfallavirkjanir, þegar að viðhaldi kemur, og mun fallegri en vindmyllur þegar litið er til sjón- mengunar. Raða þyrfti t.d. niður vindmyllum meðfram allri suður- ströndinni, frá Þorlákshöfn og austur að Vík í Mýrdal, til að ná sömu af- kastagetu og ein Kárahnjúkavirkjun og það yrði slíkt lýti á landinu að meira segja Vinstri grænir yrðu á móti því. Er Palli einn í heiminum? Við búum með náttúruna við úti- dyrnar hjá okkur en það gera líka íbúar Schramberg í miðjum Svarta- skógi í Þýskalandi og það verður allt- af huglægt mat hvort náttúran okkar sé fallegri en þeirra. Auðvitað er það líka huglægt mat hvenær við Íslend- ingar erum að fórna minni auðlindum fyrir meiri, en ef við skyggnumst ör- lítið út fyrir landsteinana þá er nið- urstaðan alltaf sú sama; íslensku fall- vatnsvirkjanirnar slá á aukningu gróðurhúsaáhrifa, sem hafa áhrif á alla jarðarbúa, auk þess sem við tryggjum uppsveiflu í atvinnulífinu og arðbæra fjárfestingu. Á komandi umhverfisráðstefnum getum við þó bent á að ef ekki væri fyrir Kára- hnjúkavirkjun þyrfti að brenna gríð- arlegu magni af kolum og olíu til að annast orkuþörf umrædds álvers, því það mun rísa einhvers staðar rísi það ekki hér. Með fullri virðingu fyrir náttúru- verndarsinnanum Björk Guðmunds- dóttur þá ímynda ég mér að einu „Björkunarþyrlurnar“ sem Elísabet Jökulsdóttir komi til með að sjá sveima yfir Kárahnjúkum verði einka-, skoðunar- og útsýnisþyrlur þeirra sem nægt fjármagn hafa og þurfa ekki að hafa áhyggjur af at- vinnuleysi eða afkomu sinni á Aust- fjörðum eftir að útsýnisfluginu lýkur, frekar en tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir. Þær þyrlur eru ekki eins umhverf- isvænar og gönguskór. Skrifað á Alcoa-daginn, 10. janúar 2003. Ál er allra mál! Eftir Ólaf Hauk Ólafsson „Afkoma mín og barna minna er tengd af- komu lands og þjóðar.“ Höfundur er orku- og umhverfisfræðingur. SNIÐUGHEIT gerðu Össur Skarphéðinsson að skemmtilegum þingmanni. Fyndin setning eða gal- gopalegt tilsvar frá reykvíska þing- manninum fékk menn til að brosa út í annað. Eftir að Össur varð formaður stjórnmálaflokks urðu brandararnir taktlausir. Það er ekki einkamál Öss- urar þegar hann eyðir trúverðugleika Samfylkingarinnar með gönuhlaup- um. Hugmynd Össurar um að snúa við- ræðum við Evrópusambandið um EES-samninginn upp í umsókn um aðild Íslands gæti verið komin frá for- ystumanni lítils kverúlantaflokks sem ávallt er tilbúinn í pólitísk yfirboð bara ef úr verði uppsláttur. Dapurt er að hugmyndin komi frá formanni flokks sem mælist í skoðanakönnum stærstur í landinu. Umræða um inngöngu Íslands í Evrópusambandið er alvörumál, um það geta aðildarsinnar og andstæð- ingar verið sammála. Nú stendur fyr- ir dyrum að gera tæknilegar breyt- ingar á EES-samningnum vegna stækkunar Evrópusambandsins í austur. Það er hvorki þingmeirihluti á Íslandi né pólitískur vilji í Brussel að breyta samningaviðræðum um EES í aðildarviðræður um inngöngu lands- ins í sambandið. Engar forsendur eru fyrir því að hugmynd formannsins komist í íhugunarstig, hvað þá meira. Hver gæti þá skýringin verið á bráðlætinu, önnur en ungæðingshátt- ur? Jú, Össur og fáeinir aðrir í forystu Samfylkingarinnar knúðu fram at- kvæðagreiðslu í flokknum í sumar leið. Þeim tókst, með því að þver- brjóta lýðræðislegar leikreglur og hafa í frammi ósvífnar blekkingar, að fá fjórðung flokksmanna til þátttöku. Uppskera Össurar var að fá hjáróma já við því að skilgreina samnings- markmið okkar gagnvart Evrópu- sambandinu. Össur hefur svikist um að skil- greina þau samningsmarkmið sem ættu að liggja til grundvallar umsókn Íslendinga um inngöngu okkar í Evr- ópusambandið. Ástæðan liggur í aug- um upp. Í samningsmarkmiðum þyrfti m.a. að koma fram hvort sæst yrði á að yfirráðin yfir fiskveiðilög- sögunni færu til Brussel og hvort taka ætti áhættuna af argentínsku efnahagsástandi á Íslandi með upp- töku evrunnar. Össur slyppi við póli- tískt jarðsprengjusvæði ef hægt væri að snúa samningaviðræðum um EES-samninginn upp í aðildarvið- ræður. En það er heldur leitt hve draumaveröld formannsins rímar illa við veruleikann. Gönuhlaup Össurar Eftir Pál Vilhjálmsson „Draumaver- öld for- mannsins rímar illa við veru- leikann.“ Höfundur er blaðamaður. ÍSRAELSSTJÓRN hefur af- numið ferðafrelsi íbúa borga og bæja á Vesturbakkanum og til- kynnt að erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um samúð með málstað Palestínumanna verði vís- að úr landi við komuna til Ísrael. Sama gildi um alla sem hyggjast ferðast til Vesturbakkans eða Gaza. Meira að segja bandarískum ríkisborgurum verður vísað úr landi þegar í stað, ef upp kemst að þeir eiga sér palestínskan upp- runa. Sharon ætlar nú að koma í veg fyrir að nokkrir utanaðkom- andi verði vitni að stríðsglæpum Ísraelshers og landtökumanna á herteknu svæðunum. Það á einnig að koma í veg fyrir að sjálfboðalið- ar, þar á meðal frá Íslandi, geti farið á vettvang til hjálparstarfa. Í dag, 12. janúar, hélt íslensk kona áleiðis til Vesturbakkans til sjálfboðastarfa á æskulýðsmið- stöðvum í Ramallah, Nablus og víðar. Hún fer eins og 12 aðrir ís- lenskir sjálfboðaliðar á undan henni, til ýmissa hjálpar- og eft- irlitsstarfa í tengslum við Samein- uðu palestínsku læknishjálpar- nefndirnar (UPMRC). Félagið Ísland-Palestína hefur um árabil haft samvinnu við þessi samtök sem árið 2001 fengu viðurkenningu WHO, Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, fyrir afburða starf að heilsugæslu við erfiðar aðstæð- ur. Þá hefur neyðarsöfnun félags- ins sen hófst í nóvember árið 2000 og nemur nú rúmum 3 milljónum króna, runnið að mestu leyti til þessara samtaka. Nokkru fé hefur jafnframt verið varið til geðhjálp- arverkefnis fyrir börn á Gaza, en það hefur einnig notið stuðnings Barnaheilla. Það hefur verið eitt af hlutverk- um sjálfboðaliðanna að vera í tengslum við þessi samtök, fylgj- ast með og taka þátt í starfi þeirra einsog aðstæður leyfa. Sjálfboða- liðarnir hafa óspart fengið að heyra hvers virði heimsókn þeirra er og viðvera, þótt ekki sé annað, við þær aðstæður sem ríkja vegna hernáms Ísraela og vaxandi grimmdar sem er fylgifiskur þess. Þess er að vænta að íslensk stjórnvöld mótmæli harðlega þess- um grófu mannréttindabrotum Ísraelsstjórnar og tryggi Íslend- ingum ferðafrelsi til mannúðar- starfa á herteknu svæðunum. Ef Ísraelsstjórn virðir ekki alþjóðalög og grundvallarmannréttindi er réttmætt að hún finni fyrir því að slíkt verður ekki liðið. Þá er rétt að fylgja mótmælum eftir með því að hætta viðskiptum við Ísrael og slíta stjórnmálasambandi, á meðan Ísraelsstjórn fer ekki að lögum. Ísraelsstjórn afnemur ferðafrelsi Eftir Svein Rúnar Hauksson „Þess er að vænta að ís- lensk stjórn- völd mót- mæli harðlega þessum grófu mannréttindabrotum Ísraelsstjórnar …“ Höfundur er læknir og formaður Fél. Ísland-Palestína. Útsalan hófst í dag kl. 10.00 Klapparstíg 44 - sími 562 3614 BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Vantar þig gervi fyrir grímuballið? Hárkollur • Trúðanef • Gervinef • Tannlakk Gerviskegg • Gerviaugnhár • Lithársprey Leikhúsfarði • Gervitennur • Gervieyru Gerviskallar • Gerviblóð • Gervihor Sendum í póstkröfu! Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 697

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.