Morgunblaðið - 15.01.2003, Side 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
M
ikil gróska er í ís-
lensku rappi og
minnir það helst
á pönktímabilið
fyrir tveimur ára-
tugum. Raunar var ég of ungur til
að verða pönkari. Sterkasta minn-
ing mín frá þessum árum er úr sjö
ára bekk í Öldugötuskóla. Þá
kenndi Ragnhildur Gísladóttir
mér söng og mætti í hvern tíma
með nýjan háralit. Ef til vill þykir
það ekki sérlega byltingarkennt í
dag, en á þeim tíma þótti það
óskaplega merkilegt. Ég var samt
ekki meiri pönkari en svo, að ég
vonaði alltaf að hún tæki saman
við Björgvin Halldórsson.
Ég hélt líka þangað til ég gifti
mig að ég væri of gamall til að
verða rappari.
Þá tróðu upp
föðursystur
brúðarinnar
ásamt börnum
með rapp.
Þær áttu sal-
inn; flutningurinn furðu hljóm-
fastur og áheyrilegur. Svo óþekkj-
anlegar voru þær í rappgervinu
með húfurnar yfir hálfu andlitinu
að tengdafaðir minn hallaði sér að
mér, benti á systur sína á sextugs-
aldri og spurði í fyllstu einlægni
hvaða stelpa þetta væri.
Margt er líkt með pönki og
rappi. Í fyrsta lagi þurftu menn
ekki að kunna á hljóðfæri til að
komast í pönksveit, og ef þeir
kunnu á hljóðfæri, þá voru þeir
látnir spila á eitthvað annað.
Þröskuldurinn er heldur ekki hár
fyrir þá sem vilja byrja að rappa.
Það er þjóðarsport að ríma og ef
við bætist æfing, ásamt vissu
frumkvæði og hugmyndaauðgi, þá
er útkoman rapp. Fyrir vikið er
flóran fjölskrúðug af rapp-
sveitum, bæði þeim sem hafa náð
að skapa sér nafn og eins þeim
sem banka á dyrnar.
Í annan stað er rappið bylting-
arkennt eins og pönkið. Margir
lagatextanna eru hreint ekki við
hæfi foreldra. En þykja að sama
skapi afskaplega spennandi hjá
ungviðinu. Stærsti hlustendahóp-
urinn er á aldrinum tólf til tuttugu
ára, þó allt niður í sex ára hlusti á
rapp. Og þó sumir foreldrar gefi
börnum ekki rappdiska fyrir jólin
vegna orðfærisins, þá laumast
sum til að kaupa þá eftir jólin, þó
ekki væri nema til að geta tekið
þátt í slúðrinu í skólastofunni.
Pönkið var ekki heldur við hæfi
foreldra. En blessunarlega var
aldrei gengið svo langt að setja
aldurstakmörk á pönktónlistina
frekar en rappið. Ég man að á
unglingsárunum hristum við vin-
irnir oft hausinn yfir því, sem við
tengdum helst við Bandaríkin, að
orð væru bönnuð vegna þess að
þau hefðu slæm uppeldisleg áhrif.
Okkur fannst það fáránlegt og
einkennandi fyrir of mikil áhrif
öfgafullra þrýstihópa á þeim bæn-
um.
En rappið er ekki alveg nýtt af
nálinni fyrir Íslendingum. Það
hefur raunar mun sterkari tengsl
við íslenskan menningararf en
pönkið, þó Sveinbjörn Beinteins-
son allsherjargoði og rímnaflutn-
ingur hans sé einna eftirminnileg-
astur úr Rokki í Reykjavík og
hugvitssamlega hafi verið farið
með íslenskuna í pönktextum.
Þegar XXX Rottweiler hundar
gáfu út rappplötu fyrir jólin 2001,
sem seldist í tíu þúsund eintökum,
olli það straumhvörfum í íslensku
rappi. Ástæðan var sú að broddur
var í textunum og þeir fluttir á ís-
lensku.
Í kjölfarið var talað um að það
væri eins og brostið hefði stífla og
flætt fram rapptónlist á íslenskri
tungu, sem safnast hefði upp á
löngum tíma. Má líkja því við það
þegar Megas gaf út sína fyrstu
plötu, sem hét eftir listamann-
inum, árið 1972. Þá varð til flóð-
bylgja af íslenskum lagatextum.
Og rappið fellur vel að íslenskri
þjóðkvæðahefð, enda vísar XXX
Rottweiler óspart í rímur sem
rapptexta, eins og í laginu Hí á
þig: „ég á alltaf nægar rímur, allt-
af nóg háð / ég er rímari af guðs
náð.“ Dr. Ólína Þorvarðardóttir
segist telja það ótvírætt að rím-
urnar hafi verið baðstofurappið á
sínum tíma með rætur í alþýðu-
menningu eins og rappið í
Harlem.
„Rímur spretta upp sem undir-
leikslaus tónlist,“ segir hún.
„Hrynjandin liggur í kveðskap-
armálinu sjálfu og maður heyrir
það á því hvernig þær eru kveðnar
að þær hafa ekki verið studdar af
hljóðfærum. Kveðandin í stemm-
unum styður sig mikið sjálf og
undirniðurinn í henni er veðra-
brigðin, aldan, þegar rokkurinn er
stiginn.“
Rappið er á vissan hátt stutt af
tónlist, en það hefur innbyggðan
þennan innri rytma, sem er ekki
háður hljóðfærum. „Þetta er aft-
urhvarf yfir í rímið og ákveðna
formbindingu málsins, þar sem
formbindingin fer að nálgast tón-
list, alveg eins og var í gamla
rímnakveðskapnum,“ segir Ólína.
Sem dæmi um afbrigði af rímum,
sem myndi sóma sér vel í rappinu,
má nefna erindi eftir Jón Hallsson
sýslumann, sem ort var fyrir siða-
skipti:
Kláða, hryglu og hósta,
hefur það ellin nú með sér,
kveisu í limu kann ljósta,
leikur hún þetta stundum mér,
líkama mannsins lætur hún allan dofna,
kaldur og freðinn klæðfár er,
hann klórar sér
í sæng þá vill hann sofna.
Þulurnar eru frjálsari í forminu
en rímurnar og hægt að spinna
meira með þær – þær eru meira
endileysuform. Ólína rifjar upp
fallega barnaþulu um fuglana við
Látrabjarg, sem hún lærði þegar
hún var lítil og hefur aldrei áður
birst á prenti:
Fuglinn undir bjarginu
á fallegan unga,
hvít er á honum bringan
og blóðrauð í honum tungan.
Yljar honum móðir á mosasæng
og vermir hann undir sínum væng.
Ríum og ríum og ríum og ró
– á morgun flýgur fuglinn
eftir fisk út á sjó.
„Hraðinn er meiri í rappinu en
íslenskum alþýðukveðskap, enda
er þjóðfélagið annað,“ segir Ólína
að lokum. „Það er meiri síbylja og
umferðarniður í rappinu. En í eðli
sínu er þetta sama fyrirbrigðið,
sjálfsprottið úr sama jarðvegi.“
Pönk og
rímnarapp
Og rappið fellur vel að íslenskri þjóð-
kvæðahefð, enda vísar XXX Rottweiler
óspart í rímur sem rapptexta, eins og í
laginu Hí á þig: „ég á alltaf nægar rímur,
alltaf nóg háð / ég er rímari af guðs náð.“
VIÐHORF
Eftir Pétur
Blöndal
pebl@mbl.is
LANDHELGISGÆSLAN er
einn af hornsteinum þjóðarinnar,
hlutverk hennar er að vernda efna-
hagslögsöguna og tryggja öryggi
sjómanna og reyndar landsmanna
allra. Starfsfólk Landhelgisgæsl-
unnar finnur til ábyrgðar gagnvart
efnahagslögsögu þjóðarinnar eins og
sjá má á greinaskrifum þess. Sjó-
menn finna einnig til þessarar
ábyrgðar eins og sjá má á ályktunum
stéttarfélaga sjómanna undanfarnar
vikur. En hver er ábyrgð ráðamanna
þegar Landhelgisgæslan getur ekki
lengur gegnt hlutverki sínu svo við-
unandi sé?
Í byrjun árs sökk lítið flutninga-
skipi í blíðuveðri 80 sml austur af
Stokksnesi, tveimur dögum eftir að
áhöfn þess var bjargað um borð í
þyrlu Landhelgisgæslunnar. Það var
ekkert skip á sjó fyrir austan, aðeins
tvö varðskip í rekstri. Lítil mengun
varð en flakið gæti valdið togskipum
vandræðum. Þarna vorum við hepp-
in.
Gefum okkur að þetta hafi verið
20.000 tonna olískip, suðaustan
bræla (35–45 hnútar), ekki óalgegnt
á þessum tíma árs. Næsta varðskip
væri 30 klst. á leið austur en gæti lít-
ið aðhafst í þessu veðri vegna smæð-
ar sinnar. Þegar svo skipið er sokkið
og jafnvel brotið flæða fleiri þúsund
tonn af olíu í sjóinn. Innan fárra daga
er svo þessi olía búin að hreiðra um
sig í fjörum Austfjarða. Síðastliðin
fimm ár hafa þrjú flutningaskip far-
ist innan lögsögu okkar, sem betur
fer ekkert olíuskip. Hvernig halda
ráðamenn að hefði farið ef flutninga-
skipið Vikartindur, sem strandaði
við Þjórsárós í mars 1997, hefði verið
20 þúsund tonna olíuskip? 600.000
tonn af olíu eru flutt til landsins með
skipum á ári hverju. Um efnahags-
lögsögu okkar fer fjöldi misvel bú-
inna flutningaskipa. Sum þessara
skipa eru á svörtum lista hjá öðrum
Evrópuþjóðum þar sem þau þykja
ekki örugg vegna aldurs. Hvernig
erum við búin undir stórt mengunar-
slys?
Hingað til lands koma yfir fimmtíu
skemmtiferðaskip á ári með yfir
þrjátíu þúsund manns. Um borð í
hverju skipi eru frá nokkur hundruð
til yfir 3.000 manns. Maxim Gorky
sigldi á rekís norður af Noregi, far-
þegum og áhöfn bjargað af norsku
varðskipi og þyrlum. Fyrir nokkrum
árum strandaði stórt farþegaskip við
Svalbarða, bjargað af norsku Land-
helgisgæslunni. Einn daginn þurfum
við að takast á við álíka tilfelli.
Hvernig erum við búin undir alvar-
legt slys á stóru farþegaskipi?
Frá byrjun apríl til júlíloka stend-
ur úthafskarfavertíðin yfir á Reykja-
neshrygg. Yfir 100 togarar af ýmsu
þjóðerni eru á svæðinu þegar mest
lætur auk íslenskra skipa. Þessi skip
hafa verið mjög ágeng á lögsögu-
mörkunum og hafa íslenskir togara-
skipstjórar ítrekað kvartað yfir
ástandinu og krafist þess að varð-
skip væri á svæðinu, bæði til að
vernda lögsöguna og til að tryggja
öryggi þeirra þúsunda sjómanna er
þarna starfa.
Grænlenskir, norskir og færeysk-
ir rækjutogarar stunda veiðar við
lögsögumörkin á Dornbanka. Á
Færeyjahrygg stunda Rússar,
Norðmenn og Færeyingar botnfisk-
veiðar við lögsögumörk okkar. Á
haustin stunda japönsk og taívönsk
túnfiskveiðiskip línuveiðar við suð-
urmörk lögsögunnar.
Í júní hefst loðnuvertíðin fyrir
Norðurlandi og þá flykkjast hingað
norsk, grænlensk og færeysk loðnu-
skip. Á síðustu vertíð höfðu rúmlega
90 norsk loðnuskip veiðileyfi innan
íslenskrar lögsögu en 25 til 35 norsk
loðnuskip mega stunda veiðarnar í
einu auk nokkurra grænlenskra og
færeyskra skipa. Þessar veiðar
standa yfir fram eftir sumri og svo
aftur eftir áramót. Íslendingar hafa
nú sagt upp loðnusamningnum við
Norðmenn og því óvíst hvernig
ástandið verður næsta sumar. En þó
svo að norsk skip hafi ekki veiðileyfi
innan lögsögu á næstu vertíð sigla
þau í tugatali í gegnum lögsöguna á
grænlensk mið og með þeirri gegn-
umferð þarf að fylgjast. Yfir 40 fær-
eysk skip hafa árlega leyfi til línu- og
handfæraveiða á Íslandsmiðum auk
síldar- og kolmunnaskipa. Þá hafa
nokkur norsk línuskip og ESB-tog-
arar veiðileyfi innan lögsögunnar.
Samtals tilkynntu 150 erlend skip
sig til veiða innan efnahagslögsögu
Íslands á síðasta ári og nam afli
þeirra rúmlega 206 þúsund tonnum.
Á þessu má sjá að ágangur erlendra
skipa hér við land er mikill enda eru
þessir flotar í mörgum tilfellum bún-
ir að þurrka upp sín heimamið. Flest
erlend skip sem stunda veiðar innan
lögsögu hafa fjareftirlitsbúnað og
þannig er fylgst með ferðum þeirra.
Samt sem áður þarf að fara um borð í
skipin og bera afla og afladagbækur
saman við tilkynningar til Landhelg-
isgæslunnar.
Floti okkar Íslendinga telur 2.408
skip og báta. Á miðunum er fjöldinn
allur af lokuðum svæðum til verndar
fiskistofnunum. Þessi svæði eru m.a.
lokuð fyrir línuveiðum, síldveiðum,
togveiðum, togveiðum án smáfiska-
skilju o.s.frv. Stór svæði eru lokuð
fyrir skipum í ákveðnum stærðar-
flokki og með ákveðna veiðigetu. Þá
voru gefnar út 139 skyndilokanir á
síðasta ári.
Það má hverjum manni vera ljóst
að tveggja skipa og einnar flugvélar
floti Landhelgisgæslunnar getur
ekki haft eftirlit með öllum þessum
flota né tryggt öryggi hans svo við-
unandi sé. Getur verið að ráðamenn
þjóðarinnar hafi gleymt sinni
ábyrgð?
Ábyrgð ráðamanna
Eftir Auðun
F. Kristinsson
„Tveggja
skipa og
einnar flug-
vélar floti
Landhelg-
isgæslunnar getur ekki
haft eftirlit með öllum
þessum flota né tryggt
öryggi hans svo við-
unandi sé.“
Höfundur starfar sem stýrimaður /
sigmaður hjá Landhelgisgæslunni.
FATLAÐIR og hreyfihamlaðir
eiga mikið undir því að geta ferðast
um án aðstoðar annarra og rekið
sjálfir erindi sín þrátt fyrir fötlun
sína. Mikilvægur áfangi í réttinda-
málum fatlaðra náðist þegar farið var
að merkja sérstök bílastæði í þeirra
þágu og eru nú mörg slík við inn-
gangsdyr spítala, verslana, banka og
annarra mikilvægra stofnana sem
fatlaðir sækja þjónustu til eins og
annað fólk. Engum er heimilt að
leggja bíl í þessi sérmerktu stæði
nema hann sé hreyfihamlaður og hafi
því til sönnunar P-merki í framrúðu.
Ófremdarástand
Mikið er hins vegar um það að þessi
sérmerktu stæði séu ekki virt og þar
leggi fullfrískt fólk sem sparar sér
þannig örfá skref. Þeir sem leggja
þannig ólöglega í frátekin stæði fatl-
aðra gera það í trausti þess að yfir-
völd aðhafast ekkert til að stemma
stigu við þessu háttalagi og að fatlaðir
bílstjórar eru ólíklegir til að standa
fast á rétti sínum. Er þetta að sjálf-
sögðu mjög bagalegt fyrir þá sem eru
hreyfihamlaðir og þurfa á þessum
stæðum að halda.
Hingað til hefur það algjörlega
vantað að eftirlit sé haft með því hér í
höfuðborginni að stæði fatlaðra og
hreyfihamlaðra séu virt. Erum við Ís-
lendingar þar miklir eftirbátar ann-
arra þjóða. Víða erlendis, t.d. í Svíþjóð
og Bandaríkjunum, eru bílar þeirra
ökumanna sem leggja ranglega í
stæði fatlaðra miskunnarlaust dregn-
ir í burtu og sektaðir.
Í janúar 2002 eða fyrir réttu ári síð-
an var greint frá því í fjölmiðlum að í
samgöngunefnd Reykjavíkur hefði
verið samþykkt tillaga um að gera
sérstakt átak í bílastæðamálum fatl-
aðra. Samkvæmt tillögunni átti að
upplýsa almenning um gildandi regl-
ur vegna bifreiðastæða fatlaðra og
hreyfihamlaðra og koma á fót eftirliti
með því að settum reglum um þau
yrði framfylgt, m.a. með eftirliti lög-
reglunnar og bílastæðasjóðs. Var
þessi þarfa tillaga samþykkt og lýstu
forsvarsmenn öryrkja yfir mikilli
ánægju með það gleðiefni.
Ekkert gerist
Undirritaður hefur skerta göngu-
getu og þessi mál snerta mig því sér-
staklega. Var ekki laust við að maður
hlakkaði til þess að tillagan kæmist í
framkvæmd og þannig yrði von bráð-
ar auðveldara að fá bílastæði en verið
hefur þegar farið er í bæjarferð.
Þrátt fyrir að ár sé nú liðið frá sam-
þykkt tillögunnar, hefur hins vegar
ekkert frést af afdrifum hennar og
ekkert bólar enn á aðgerðum. Ætti þó
ekki að taka langan tíma að bæta
þarna úr ef vilji væri fyrir hendi. Það
ríkir því enn óásættanlegt ófremdar-
ástand í ferlimálum fatlaðra og
hreyfihamlaðra í Reykjavík. Það lýsir
heldur ekki miklum áhuga hjá stjórn-
málamönnunum á málefnum þessara
hópa að samþykkja slíka tillögu en að-
hafast síðan ekkert í málinu í heilt ár.
Spurningar til borgarstjóra
Ég hef spurst fyrir um þetta mál í
borgarkerfinu en ekki fengið svör og
enginn virðist vita hver ber ábyrgð á
því að fylgja margnefndri tillögu eftir.
Mig langar því til að beina eftirfar-
andi spurningum til borgarstjóra.
Skýr svör óskast.
a) Hver ber ábyrgð á því að koma í
framkvæmd tillögu um úrbætur í
bílastæðamálum fatlaðra sem sam-
þykkt var í borgarkerfinu fyrir ári
síðan?
b) Hvers vegna hefur tillögunni
ekki enn verið komið í framkvæmd?
c) Hvenær er úrbóta að vænta í
bílastæðamálum fatlaðra?
Að lokum langar mig til að þakka
þeim bílstjórum sem virða sérmerkt
stæði fatlaðra og hreyfihamlaðra og
sýna okkur á annan hátt tillitsemi í
umferðinni. Þá vil ég þakka fyrir sér-
merkt stæði hreyfihamlaðra við
Smáralind en þau eru vel staðsett,
rúmgóð og áberandi máluð. Hafi for-
svarsmenn Smáralindar, Hagkaupa
og fleira aðilar þökk fyrir og mættu
aðrir taka sér þá til fyrirmyndar.
Hvað varð
um tillöguna?
Eftir Svein
Scheving
„Ekkert
gerist í úr-
bótum í
bílastæða-
málum
fatlaðra.“
Höfundur er öryrki.