Morgunblaðið - 15.01.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 15.01.2003, Síða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 31 HÖFUNDUR þessarar greinar hefur fylgst með íslenskri ferða- þjónustu í yfir 30 ár. Á þeim tíma hafa verið stofnuð 6–7 flugfélög og 3–4 ferðaskrifstofur til að keppa um hylli neytenda á flugleiðum til og frá Íslandi. Allar hafa þessar til- raunir endað með gjaldþroti þeirra, sem til stofnuðu og í þeim gjaldþrotum hafa þjónustuaðilar tapað miklum fjárhæðum á við- skiptum við þá „frumkvöðla og frelsara“ sem hafa boðað fagnaðar- erindi um lággjaldaferðir landans til útlanda. Í flestum tilvikum hafa farþegar sloppið með óþægindi og skrekk því tryggingar sem ferða- skrifstofum er skylt að leggja fram, hafa dugað til að bjarga far- þegunum heim með frímerki á rassinum. Taprekstur í ferðaþjónustu Þessar tilraunir hafa ekki leitt til þess að neytendur hafi fengið betri kjör á sínum ferðalögum þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti hefur reyndin orðið sú að þær at- vinnugreinar, sem falla undir ferðaþjónustu, hafa verið reknar með mun verri árangri og beinlínis taprekstri en aðrar atvinnugreinar. Þessi slæma afkoma hefur komið fram í óraunsærri verðlagningu á þjónustu og úttekt á þjónustu, sem aldrei hefur verið greidd. Lengst gekk þessi firra þegar orlofssjóðir verkalýðsfélaga voru látnir halda Samvinnuferðum-Landsýn hf. gangandi til ógæfu fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sem kunnugt er endaði saga Samvinnuferða-Land- sýnar með gjaldþroti eftir að for- stjóri ferðaskrifstofunnar hafði lýst því yfir að skrifstofan ætlaði að halda uppi reglubundnu áætl- unarflugi frá Íslandi á „hreint ótrúlega lágu verði“. Árangurinn var 1.200–1.500 milljóna gjaldþrot, sem ferðaþjónustufyrirtæki og lánastofnanir urðu að axla. Íslendingar hafa verið afkasta- meiri en nágrannar okkar í Evrópu við stofnun flugfélaga, miðað við fólksfjölda. Þar hafa einungis verið stofnuð rúmlega 100 flugfélög en aðeins 20 þeirra eru enn við lýði, sum undir verndarvæng eldri flug- félaga sem til stóð að keppa við, því „ef þú getur ekki barið á honum þá skalt þú sameinast honum“. Iceland Express / Reykjavík Express Nú um stundir ganga nokkrir menn fram fyrir skjöldu og segjast hafa stofnað „lággjaldaflugfélag“, sem þó er ekki flugfélag í skilningi loftferðalaga. Þeir lýsa því yfir að þeir muni „fljúga á flugrekstrar- leyfi erlendra aðila“. Flugrekstur er skilgreindur í loftferðalögum. Í IX. kafla loft- ferðalaga er fjallað um skilyrði þess að samgönguráðherra veiti flugrekstrarleyfi. Í reglugerðum og tilskipunum er gert ráð fyrir því að flugrekstraraðili leggi fram rekstraráætlun um væntanlegan rekstur og í framhaldi af því eru gerðar kröfur um eigið fé og lausafé væntanlegs flugrekstrar- aðila. Það liggur í hlutarins eðli að flugfélög í áætlunarflugi verða að hafa mun meira lausafé en leigu- flugfélög. Kröfur um lausafé flug- félaga gera ráð fyrir að flugfélög geti haldið áfram rekstri í 3 mán- uði án tekna. Leiguflugfélög hafa takmarkaðar skyldur við farþega. Kröfur til áætlunarfélaga byggjast á því að farþegar geti vænst þess að fá heimflutning hvað sem líður rekstrarerfiðleikum félagsins. Kröfur um lausafé eru einnig kröf- ur um að flugfélög vanræki ekki öryggisþætti í flugrekstrinum. Í lögum um skipulag ferðamála er gert ráð fyrir að til að fá ferða- skrifstofuleyfi þurfi rekstraraðili að leggja fram tryggingar sem nemi 70% af veltu tveggja veltu- mestu mánaðanna í röð eða 40% af veltu fjögra söluhæstu mánaðanna í röð eða 20% af ársveltu, og skal sú niðurstaða, sem gefur hæstu tryggingu gilda. Viðskiptahugmyndin Viðskiptahugmynd forvígis- manna Iceland Express / Reykja- vík Express byggist á eftirfarandi:  Að stofna ferðaskrifstofu sem heitir Reykjavík Express. Tryggingarfé ferðaskrifstofunn- ar er 1.000.000 kr. Réttindi ferðaskrifstofunnar heimila út- gáfu farseðla fyrir flugrekstrar- aðila.  Blöð í stærðinni A4 eru gefin út á fyrirtæki, sem heitir Iceland Express. Samkvæmt upplýsing- um framkvæmdastjórans er það einungis „sölu- og markaðsfyr- irtæki“. Á blaðinu eru upplýs- ingar um hvað greitt hefur verið fyrir, þ.e. ferð til Kaupmanna- hafnar eða London á tilteknum dögum ásamt flugvallarsköttum.  Hvergi kemur fram að blaðið í stærðinni A4 sé krafa á flugfélag í Bretlandi sem heitir Astraeus. Astraeus er flugfélag sem var stofnað í Bretlandi á liðnu ári og hefur takmarkaða rekstrarsögu. Á heimasíðu félagsins er síðast sagt frá afrekum í maí á liðnu ári.  Ef þessi tilraun Iceland Express / Reykjavík Express endar með sömu skelfingu og fyrri 10 til- raunir, verða farþegar og hand- hafar blaða í stærðinni A4 að sækja rétt sinn til Astraeus í Bretlandi en ekki í tryggingar hjá samgönguráðuneytinu á Ís- landi. Sá réttur er væntanlega torsóttur því hvergi kemur fram neitt um kröfuréttarsamband handhafa A4 blaðanna og Astr- aeus. Iceland Express er óþarfur milliliður ef flogið er á flug- rekstrarleyfi Astraeus og Reykjavík Express er ferðskrif- stofa með réttindi til reglubund- ins leiguflugs en svo er ekki.  Aðilum í ferðaþjónustu er boðið upp á að leggja fram þjónustu og að fá hana endurgreidda með hlutabréfum í „sölu- og markaðs- fyrirtækinu“. Slík bréf verða síð- an verðlaus og gagnlaus krafa ef starfsemin verður gjaldþrota. Sem fyrr segir ganga forkólfar Iceland Express / Reykjavík Express“ hreint til verks“ og þeir koma sér undan að setja trygg- ingar fyrir fjárhagslegum skuld- bindingum við farþega, hvort held- ur í flugrekstri eða ferðaskrifstofu- rekstri. Heiðvirðir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja skilja ekki nýfengið frjálslyndi stjórnvalda! Sala á A4 er hafin! Fyrir síðustu helgi hóf ferða- skrifstofan Reykjavík Express að gefa út seðla í stærðinni A4 með kvittun fyrir flugferðum. Til þess að starfsemin geti farið fram þarf að gefa upp greiðslukortanúmer en með því er komin skuldbinding korthafa við ferðaskrifstofuna. Það er hins vegar með öllu óvíst að þeir sem panta sér far með því að gefa upp kortanúmer sitt fari ferðina. Í fyrri tilraunum til „lággjaldaferða“ hafa kortafyrirtæki stundum setið uppi með skell og óþægindi af til- rauninni, því kortafyrirtækin höfðu stundum gert upp við „rekstrarað- ilann“ áður en til greiðsluþrots kom en skuldfærðu ekki auðtrúa korthafa fyrir úttekt þeirra af góð- mennsku. Það að „fljúga á flugrekstrar- leyfi“ breska leiguflugfélagsins Astraeus í reglubundnu áætlunar- flugi ber keim af því að koma sér undan eftirliti í heimalandi með því að fljúga í öðru landi. Þetta var þekkt meðal fjármálafyrirtækja þar sem til þess var ætlast að eft- irlitið væri á vegum yfirvalda í heimalandi en var í raun hvergi og hagnast með því á reglugerðar- ósamræmi. Forkólfar „sölu- og markaðsfyr- irtækisins“ Iceland Express gera lítið annað en að hæða og spotta samgönguráðherra, flugmála- stjóra, hugsanlega farþega, þjón- ustufyrirtæki og síðast en ekki síst fjölmiðlafólk sem þorir ekki að spyrja réttu spurninganna. Flugfélag eða ferðaskrif- stofa eða bara froða! Eftir Vilhjálm Bjarnason „Því miður virðist öll starfsemi Iceland Express og Reykjavík Express byggjast á að fara á svig við lög og reglur um neytendavernd …“ Höfundur er rekstrarhagfræðingur. ÞAÐ voru sannkölluð tímamót þegar hún ung manneskjan fékk skyndilega sorgarfregn. Hún hafði orðið fyrir áfalli, erfiðum missi. Fyrstu viðbrögðin voru afneitun, lost. Þetta getur ekki verið satt. Þetta getur ekki verið að koma fyrir, ekki fyrir mig. Hún fékk sér sæti, það var eins og tappa hefði verið komið fyrir í kokinu á henni. Hún dofnaði öll upp og gat ekkert sagt. Þetta bara gat ekki verið að gerast. Langar þungar mínútur liðu. Hún fékk útrás, reiddist og fylltist hatri og fyrirlitningu. Hún spark- aði í húsgögn og veggi, öskraði, kenndi fólki um og skammaði þá sem í kringum hana voru. Henni fannst þeir ekki skilja sig. Hún brotnaði niður og grét sáran, fékk mikinn ekka. Hún gat ekki borðað, var haldin óhugnan- legri vanlíðan. Hún var hreint ekki með sjálfri sér, svo fjarræn og til- finningalaus, máttlaus og einmana. Samt var fullt af góðu, hjálplegu og skilningsríku fólki allt í kring- um hana, sem bar hag hennar sannarlega fyrir brjósti. Fólk sem tók út fyrir að sjá hana engjast svona sundur og saman af vanlíð- an. Eftir nokkra daga fékk hún sektarkennd. Hún ásakaði sjálfa sig og fékk mörg grátköst. Hún reiddist Guði, reifst við hann og skammaði hann. Hún hrópaði hvað eftir annað: Af hverju Guð? Tíminn leið Löngu síðar varð henni ljóst að hún mátti leita Guðs með þessum hætti og spyrja hann í angist sinni: Af hverju Guð? Hún mátti hrópa til hans, rífast við hann og skamma hann, því að enginn skildi hana betur en einmitt sjálfur Guð almáttugur. Hann gaf henni mátt og reisti hana við. Hann gerði henni kleift að koma aftur fram í ljósið og horfa framan í dagana. Hún gerði upp við Guð og sættist við hann. Í dag er hann hennar nánasti og besti vinur, þrátt fyrir allt. Það hlustar nefnilega enginn betur en Guð og það skilur mann enginn betur en hann. Og það elsk- ar okkur enginn jafn djúpri og innihaldsríkri ást og hann. Uppbygging – bati – framtíð Árin eftir áfallið liðu hægt, en þó örugglega. Bati var hægur og eft- irköstin mörg. Smám saman lærði hún að lifa við sáran missi. Örið situr að sjálfsögðu eftir, en hún er stöðugt að læra að sættast við sjálfa sig, umhverfið og Guð. Nú er hún full þakklætis til þeirra sem umvöfðu hana með kærleika og bænum, sinntu henni og veittu henni umhyggju. Hún er þakklát öllum þeim sem hafa gefið henni af dýrmætum tíma sínum í þolinmæði og öllum þeim sem bara hafa verið til staðar og hlustað. Þeir, eftir allt, hafa reynst best. Þegar vitjað er syrgjenda Speki, afsakanir, viðmið, reynsla annarra eða of mörg orð yfirleitt eiga ekki við í húsi syrgjenda. A.m.k. ekki fyrst eftir áfallið. Hlustaðu bara, faðmaðu og vertu til staðar. Þannig sýnir þú skiln- ing, samstöðu og umhyggju, ómet- anlega vináttu og stuðning. Hlust- aðu og vertu á meðan þú ert, í þolinmæði. Þú þarft ekki endilega að dvelja svo lengi, en vertu á með- an þú ert, án þess að vera sífellt að líta á klukkuna. Sparkað í hús- gögn og veggi Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur fæst við ritstörf, er fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Gídeonfélagsins á Íslandi. „Hlustaðu bara, faðm- aðu og vertu til staðar.“ Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.