Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Oddlaug Valdi-marsdóttir fædd-
ist í Vallarnesi í Vest-
mannaeyjum 5. maí
1917. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 6. janúar síðast-
liðinn. Hún var dóttir
hjónanna Halldóru
Ólafsdóttur hús-
freyju, f. 18. septem-
ber 1888, og Valdi-
mars Árnasonar
útgerðarmanns, f.
13. júlí 1885. Alsystk-
ini Oddlaugar voru Jón Bjarni, f.
25. sept. 1915, og Árnrós Berta, f.
25. ágúst 1921. Fyrir átti hún tvo
hálfbræður, þá Óskar og Sölva, þau
eru nú öll látin. Fóstursystir Odd-
laugar er Svala Sölvadóttir, f. 4.
apríl 1933, búsett í Kópavogi.
Hinn 15. nóvember 1947 giftist
hún Ólafi Jóhannssyni frá Bakka í
Bjarnarfirði, f. 15. október 1908, d.
10. október 1964. Þau eignuðust
þrjár dætur en fyrir átti Ólafur sjö
börn. Árið 1984 kynntist Oddlaug
Aðalsteini Þórðarsyni, f. 13. desem-
Ósk, f. 17. júní 1970, hennar maki
Vilhjálmur Jónsson, f. 6. nóvember
1971, þau eiga soninn Jóhann Beck,
f. 7. ágúst 1999, en fyrir átti
Cynthia Alexandríu Björgu Schev-
ing, f. 6. október 1992. b) Ólafur
Ottó, f. 20. júní 1972, hann á dótt-
urina Anítu Karen, f. 19. desember
1994. Seinni eiginmaður Öldu er
Ólafur Svanur Gestsson, f. 27. nóv-
ember 1951, sonur hans er Ævar
Þór, f. 27. maí 1977. 3) Ragnheiður,
f. 15. febrúar 1955, giftist Árna
Friðjóni Vikarssyni, f. 20. septem-
ber 1948, þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru Oddlaug Sjöfn, f.
23. maí 1977, og Svanhvít Thea, f.
4. september 1979, dóttir hennar er
Oddlaug Marín, f. 14. júní 1999.
Fyrir átti Ragnheiður Ólaf Elfar
Stefánsson, f. 11. júlí 1972.
Oddlaug ólst upp hjá foreldrum
sínum í Vallarnesi í Vestmannaeyj-
um til 16 ára aldurs, þá fluttist hún
til Reykjavíkur. Árið 1948 fluttu
hún og Ólafur í Kópavog þar sem
þau reistu sér hús, Vallargerði 36.
Oddlaug vann við ýmis störf, að-
allega við aðhlynningu sjúkra,
bæði á stofnunum og í heimahús-
um, lengst af á slysadeild Borgar-
spítalans, þar til hún hætti vegna
aldurs.
Útför Oddlaugar verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ber 1920, sem varð ást-
vinur hennar þar til yf-
ir lauk.
Dætur Oddlaugar
og Ólafs eru: 1) Hall-
dóra, f. 28. apríl 1948,
giftist Eyjólfi Þór
Georgssyni, f. 5. maí
1945, þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra
eru: a) Gyða, f. 4. nóv-
ember 1970, gift Jóni
Kjartanssyni, f. 9. júní
1971, börn þeirra:
Gréta, f. 16. júní 1998,
og Erik Oddur, f. 9.
desember 2002, b) Sigurður Ragn-
ar, f. 1. desember 1973, kvæntur Ír-
isi Björk Eysteinsdóttur, f. 5. des-
ember 1974, og c) Hildur, f. 17.
febrúar 1976, gift Borgari Ólafs-
syni, f. 3. desember 1967, börn
þeirra Brynhildur Dóra, f. 20. októ-
ber 1995, Ísak Óli og Birta María, f.
27. júní 2001. Fyrir átti Borgar Að-
alheiði Karenínu, f. 1. september
1991. 2) Alda Jóna Ósk, f. 29. ágúst
1952, giftist John Harris Crawford,
f. 1. janúar 1950, þau slitu samvist-
um. Börn þeirra eru: a) Cynthia
Elsku mamma, takk fyrir allt.
Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu
móður þinnar,
sem mildast átti hjartað og þyngstu
störfin vann
og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku
sinnar
og fræddi þig um lífið og gerði úr þér
mann.
Þú veizt, að gömul kona var ung og
fögur forðum,
og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum
mest.
Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í
orðum.
Sú virðing sæmir henni og móður þinni
bezt.
Því aðeins færð þú heiðrað og metið
þína móður,
að minning hennar verði þér alltaf
hrein og skír,
og veki hjá þér löngun til að vera öðrum
góður
og vaxa inn í himin – þar sem
kærleikurinn býr.
(Davíð Stefánsson.)
Þín
Alda.
Núna ertu farin, elsku amma mín.
Búin að fá hvíldina, laus undan oki
Alzheimer-sjúkdómsins. Mikið er bú-
ið að vera sárt að fylgjast með hvern-
ig hann yfirtók þig. Þegar ég heim-
sótti þig í ágúst og þú brostir til
Grétu, sá ég glytta í ömmuna sem ég
þekkti. Ég felldi gleðitár. Eins vorið
2001, þegar þú tókst blíðlega utan um
mig, þá þekkti ég þig. Þetta varst þú,
snertingin þín.
Þú varst einstök kona og ég á svo
margar góðar minningar um þig. Til
dæmis þegar við sátum við eldhús-
borðið í Vallargerðinu og lögðum kap-
al og ég mátti óska mér ef hann gengi
upp. Ég óskaði mér að þú myndir
hitta nýjan mann. Síðar hittir þú hann
Alla sem reyndist þér svo vel. Eins
allar sögurnar sem þú sagðir mér af
þér ungri, Vestmannaeyjum, leikhús-
ferðum og dansleikjum.
Ég á óteljandi góðar minningar frá
öllum skiptunum sem ég gisti hjá þér.
Þá töluðum við um heima og geima og
veltum fyrir okkur draumunum okk-
ar. Við hlustuðum á plöturnar þínar,
horfðum á sjónvarpið og lásum. Ein
sérstök minning er þegar þú greiddir
blíðlega í gegnum hárið mitt, það var
engin eins mjúkhent og þú.
Þú gerðir svo mikið fyrir mig og
það var mér mikil gleði að geta að-
stoðað þig við að búa lengur á fallega
heimilinu þínu eftir að sjúkdómurinn
var farinn að gera þér erfitt fyrir.
Minningarnar þaðan hafa deyft sökn-
uðinn eftir að fjarlægðin varð svona
mikil.
Ég er svo þakklát fyrir að vera
dótturdóttir þín. Börnin mín, Gréta
og Erik Oddur, munu fá að kynnast
þér í gegnum minningarnar mínar.
Takk fyrir að hafa verið svona ynd-
isleg kona og fyrir allt sem þú gafst af
þér.
Gyða.
Elskuleg amma mín er nú dáin eft-
ir erfið veikindi til margra ára. Ég
hefði ekki getað hugsað mér betri
ömmu. Ég á svo margar góðar minn-
ingar um hana.
Ég man eftir mér sem lítilli hnátu í
heimsókn hjá þér á Kópavogsbraut-
inni.
Þú sagðir mér að við skyldum eiga
saman leyndarmál. Svo settir þú á
mig brúna „gömlukonu“ hárkollu og
lést mig hafa kaffibolla og sígarettu.
Sagðir að ég væri gömul kona í heim-
sókn hjá þér. Svo tókstu mynd og lést
stækka hana. Myndin kom og ég
sýndi mömmu myndina og hélt að
enginn myndi þekkja mig, því svo vel
trúði ég henni ömmu minni.
Ég man svo vel allar næturnar sem
ég gisti hjá þér. Ég var ekki nema 5
ára þegar ég var farin að hringja í þig
og biðja um að fá að koma og taka svo
ein strætó ofan úr Breiðholti og út í
Kópavog til þín.
Þar fékk ég að vera tuðran þín, eins
og þú kallaðir mig alltaf. Það var svo
gott að vera hjá þér. Við gátum spilað
þjóf og marías. Þér fannst alveg nóg
að spila tvö spil – vildir ekkert vera að
flækja málin með að læra einhver
fleiri. Eins fékk ég að fara með þér út
um allt, m.a. í heimsóknir til vin-
kvenna þinna og í bæinn með strætó.
Svo þegar þú komst stundum og
gistir hjá okkur. Þá lumaðir þú á ein-
hverju í veskinu þínu, tyggjói eða
ópali og eftir að ég stækkaði gafstu
mér stundum í bíó eða einhvern pen-
ing. Alltaf var ég montin af að eiga
bestu ömmu í heimi.
Þú varst einstaklega barngóð og
hafðir gaman af að sjá börnin mín al-
veg undir það síðasta. Oftast tókst
þeim að laða fram bros hjá langömmu
sinni.
Elskulega amma mín, minning þín
lifir hjá okkur um ókomna tíð.
Þín tuðra,
Hildur.
Loksins fékkstu friðinn, amma
mín. Frið eftir að hafa glímt við erf-
iðan sjúkdóm svo lengi. Þú barðist
hetjulega í mörg ár. Þegar ég lít til
baka sé ég að ég á aðeins góðar minn-
ingar í samvistum mínum við þig. Þú
varst svo góð manneskja og vildir allt-
af gera allt fyrir mig. Við systkinin
vorum alltaf svo velkomin í heimsókn
til þín á Kópavogsbrautina og þar
varstu óþreytandi við að spila við okk-
ur og sinna okkur á allan hátt. Þú
gafst mér viðurnefnið Gauri sem mér
hefur alltaf þótt vænt um og mér
fannst ég vera sérstakur hjá þér.
Það er erfitt að kveðja þig með
fáum fátækum orðum en þú mátt vita
að þú munt alltaf eiga sess í mínu
hjarta. Ef það var eitthvað sem ég
gleymdi að gera þá var það að segja
nógu oft takk og ég elska þig við þig.
Ég bið Guð að taka vel á móti þér og
ég veit að þú hvílir nú í örmum hans,
hamingjusamari en nokkru sinni fyrr.
Guð sé með þér, elsku Lauga amma,
og blessuð sé minning þín.
Þinn Gauri,
Sigurður Ragnar.
ODDLAUG
VALDIMARSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT JÓSAVINSDÓTTIR,
Staðarbakka,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, þriðju-
daginn 7. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 17. janúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Myrkárkirkjugarði.
Ásgerður Skúladóttir, Ólafur Eggertsson,
Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir,
Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir,
Dóra Margrét Ólafsdóttir, Árni Freyr Antonsson,
Borghildur Ólafsdóttir, Friðrik Baldur Þórsson,
Birgitta Sigurðardóttir, Robert Lauis Pells,
Helga Margrét Sigurðardóttir, Tómas Jónsson,
Erla Elísabet Sigurðardóttir, Steingrímur Hannesson,
Sólveig Elín Þórhallsdóttir,
Auður María Þórhallsdóttir,
Hjalti Þórhallsson
og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN S. KARLSDÓTTIR,
Ægisíðu 56,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt mánu-
dagsins 13. janúar.
Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, Gísli I. Þorsteinsson,
Hallvarður Jes Gíslason,
Einar Karl Hallvarðsson, Kristín Edwald,
Snædís Edwald Einarsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR,
Ægisíðu 107,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi mánudaginn
13. janúar.
Sigurjón H. Gestsson, Inga Gunnlaugsdóttir,
Almar Gestsson, Elín Jónsdóttir,
Baldvin Gestsson, Lotte Gestsson,
Guðmundur R. Gestsson, Ásta D. Björnsdóttir,
Kristinn Gestsson, Valgerður M. Ingimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ERNA GEIRLAUG ÁRNADÓTTIR
MATHIESEN,
Hringbraut 2 A,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 12. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Árni Matthías Sigurðsson, Eygló Hauksdóttir,
Valgerður Sigurðardóttir, Friðbjörn Björnsson,
Hjálmtýr Sigurðsson, Kristín Edvardsdóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lárus Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
TÓMAS JÓNSSON
fyrrverandi brunavörður,
Hafnarstræti 21,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu-
daginn 13. janúar.
Jón Tómasson, Þórey Bergsdóttir,
Skjöldur Tómasson, Björk Nóadóttir,
Hreinn Tómasson, Þórveig B. Káradóttir,
Guðbjörg Tómasdóttir, Axel Guðmundsson,
Svala Tómasdóttir, Rafn Herbertsson,
Helga Tómasdóttir, Gústaf Eggertsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kveðjuathöfn um föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐMUND SIGURJÓN HJÁLMARSSON
frá Grænhól,
Barðaströnd,
verður í Fossvogskapellu fimmtudaginn
16. janúar kl. 13.30.
Útförin verður gerð frá Hagakirkju, Barða-
strönd, laugardaginn 18. janúar kl. 14.00.
Guðmundur Snorri Guðmundsson, Ásta Jónsdóttir,
Samúel Jón Guðmundsson, Guðfinna Sigurðardóttir,
Hjálmar Jón Guðmundsson, Linda Halldórsdóttir,
Ingi Gunnar Guðmundsson, Gróa Guðmundsdóttir,
Hugrún Ósk Guðmundsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina