Morgunblaðið - 15.01.2003, Page 40

Morgunblaðið - 15.01.2003, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HÆSTVIRTI dómsmálaráðherra. Um leið og ég óska yður og fjölskyldu yðar gleðilegs árs vil ég ræða við yð- ur mál valdið hefur mér áhyggjum að undanförnu. Eins og yður mun kunnugt um hef- ur undanfarið verið fjallað nokkuð um framkvæmd prófkjörs flokks- manna í flokki yðar, Sjálfstæðis- flokknum, í Norðvesturkjördæmi. Frá upphafi hefur flestum lands- mönnum verið það ljóst að við fram- kvæmd prófkjörsins voru brotnar ýmsar grundvallarreglur, bæði skráðar og óskráðar, sem í gildi eru um framkvæmd kosningar sem þess- arar. Hvorki fyrr né síðar hefur heyrst af mönnum á ferðalagi milli fyrirtækja með atkvæðakassa eins og gert var á Akranesi og enginn hef- ur haft hugmyndaflug til að ímynda sér að menn kæmust upp með að fara um Ólafsvík með vasana fulla af at- kvæðaseðlum. Í mínum huga hefur íslenskt þjóð- félag, og þá sérstaklega Sjálfstæðis- flokkurinn, verið til fyrirmyndar í umgengni við kosningar. Svo mjög að fulltrúar okkar hafa valist til eftirlits- starfa í öðrum löndum með fram- kvæmd kosninga. Í ljósi þessa hef ég talið mjög mikilvægt að við höldum lög og reglur heima hjá okkur. Því hefur nokkuð verið horft til stofnana Sjálfstæðisflokksins. Til þess hvernig þær tækju á þessu máli sem flestir eru sammála um að sé hrein og klár lögleysa svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Ekki verður sagt að maður fyllist aðdáun yfir því hvernig þær stofn- anir hafa tekið á málum. Málinu hef- ur verið vísað fram og til baka eins og í þeirri von að það leysist af sjálfu sér. Eins og lögbrot gufi upp. Ein er sú stofnun sem gengið hefur mjög hart fram í þessu máli en það er stjórn kjördæmisráðsins í Norðvest- urkjördæmi. Hefur formaður nefndrar stjórnar ítrekað komið fram í fjölmiðlum reynt að gera lítið úr málinu. Hefur á máli hans mátt skilja að ekki hefði verið svo svaka- lega mikið brotið af reglum. Um lög- brotin hafi skapast sátt. Nánast eins og hægt væri að gefa afslátt af reglum og lögum eða semja sig frá þeim. Er þetta hægt, Matthías? var sagt af öðru tilefni. Því er þetta nefnt við yður, hæst- virti dómsmálaráðherra, að umrædd- ur formaður stjórnar kjördæmiðráðs er undirmaður yðar að aðalstarfi eins og yður mun vera kunnugt um. Nefnilega sýslumaður Barða- strandasýslu. Sýslumenn eru m.a. yf- irmenn lögreglu og hafa því þann starfa að halda uppi lögum og reglu í landinu. Væntanlega líka í Barða- strandasýslu. Því hafa vaknað með mér nokkrar spurningar sem ég vil biðja yður að svara: 1. Finnst yður við hæfi að sýslu- menn almennt hafi forgöngu um að lög og reglur séu ekki virtar í hinum ýmsu félögum? 2. Hafið þér kynnt yður fram- göngu sýslumanns Barðstrendinga í stjórn kjördæmisráðs sjálfstæðis- manna í Norðvesturkjördæmi? 3. Með hvaða hætti getið þér full- vissað alþjóð að hann umgangist lög og reglur með meiri virðingu í sínu aðalstarfi en hann virðist gera í trún- aðarstörfum í flokki yðar? 4. Finnst yður líklegt að umrædd- ur sýslumaður hafi með framgöngu sinni aukið hróður og traust á emb- ætti sínu með framgöngu sinni í stjórn kjördæmisráðsins? Það er von mín að þér sjáið yður fært að svara þessum spurningum mínum hið fyrsta á þessum sama vettvangi. PÁLMI STEFÁNSSON, Ísafirði. Opið bréf til dómsmálaráðherra Frá Páma Stefánssyni: HUGVEKJA dagsins (12. jan. 2002) í Morgunblaðinu fjallar um heiðna veðurguði og er stórundarleg. Eins og þið vitið ráða veðurguðirnir fyrir veðri og vindum en þeir eru helstir; Njörður, Þór, Rán og Freyr. Þá má ekki gleyma jötnunum, sem helst láta á sér kræla um vetrartímann en síðastnefndur Ás hefur vegna fjöl- skyldutengsla góð ítök á þeim slóð- um, góðu heilli. Síðast en ekki síst nefni ég hinn almáttuga Ás, sem ég er ekki í minnsta vafa um að er sjálf- ur Jólnir. Þessi öfluga sveit hefur frá ómuna tíð haft áhrif á gang himin- tungla, árstíðir, veður og vinda og svo verður lengi enn. Í hugvekjunni er það gagnrýnt harðlega að í fréttabréfi Rangár- vallahrepps árið 2000 hafi komið fyr- ir þessi setning: „Þess er óskað að jólahátíð líði í friði og rósemi og veð- urguðirnir verði okkur hliðhollir“. í síðari hluta greinarinnar verður ljóst að hin harða andstaða við veðurguð- ina, eða tilhneiging til að gera lítið úr þeim, er runnin undan rifjum guð- fræðideildar Háskóla Íslands. Vitn- að er í Einar Sigurbjörnsson, pró- fessor við guðfræðideildina, sem segir að: „ Orðið veðurguðir ætti að vera bannorð í kristnum munni.“ Verðandi guðfræðingum og tilvon- andi prestum þjóðkirkjunnar er kennt að nota orðið veðurenglar í staðinn. Svo vitnað sé orðrétt í pró- fessorinn: „Veðurenglar er vissulega betra orð, enda í samræmi við biblíu- legan hugsunarhátt.“ Þetta er misskilningur hjá guð- fræðideild Háskóla Íslands því þótt veðurenglar séu veðurguðunum til aðstoðar og alls góðs maklegir, þá geta þeir ekki komið í staðinn fyrir veðurguði. Þennan misskilning inn- an guðfræðideildar Háskóla Íslands er brýnt að leiðrétta. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, Glaðheimum 18. Til varnar veðurguðum Frá Sigurði Þórðarsyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.