Morgunblaðið - 15.01.2003, Side 41

Morgunblaðið - 15.01.2003, Side 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 41 4. flokki 1992 – 37. útdráttur 4. flokki 1994 – 30. útdráttur 2. flokki 1995 – 28. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 2003. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is 20% afsláttur af silfuhúðun á gömlum munum og silfurhúðuðum antikmunum til 20. febrúar Sérfræðingar í gömlum munum síðan 1969 Silfurhúðun, Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. • www.silfurhudun.is Hér með bið ég yður að hreyfa í rétta átt máli kallað „Gjöf Jóhannesar Kjarval listmálara til Reykjavíkurborgar“, áður en þér látið af embætti borgarstjóra. Ingimundur Kjarval 13. janúar 2003, Delhi NY USA. Til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra VINNU- SÁLFRÆÐI Samskipti á v innustað Upplýsingar og skráning í síma Sálfræðistöðvarinnar, 562 3075, á milli kl. 11 og 12. Fax 552 1110. Á flestum vinnustöðum eru samskipti flókin og oft vandasöm. Á námskeiðinu verður kennt samskiptalíkan til að auka samstarfshæfni og þjálfa viðbrögð sem leysa ágreining og auka vinnugleði. Leiðbeinendur og höfundar námskeiðs eru sálfræð- ingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Í REYKJAVÍK eru starfræktar þrjár dagvistir fyrir fólk með heila- bilun sem alls geta tekið á móti 53 einstaklingum og eru biðlistarnir langir. Tilgangur dagvista er meðal annars að viðhalda líkamlegri og and- legri færni eins lengi og kostur er. Um leið er létt undir með aðstand- endum og stuðlað að lengri búsetu heima. En það er stefna heilbrigðis- yfirvalda og ósk flestra að hafa að- stöðu til að búa sem lengst heima. Með stuðningi heimahjúkrunar, heimaþjónustu, dagvistunar og dyggri aðstoð ættingja er fólki með heilabilun gert mögulegt að dvelja mun lengur heima. Það getur verið mjög mikið álag fyrir ættingja að annast heilabilaðan einstakling, hætt er við því að þarfir þeirra víkji al- gjörlega fyrir þörfum sjúklingsins. Hversu lengi er hægt að standa undir slíku álagi? Þarna hafa heilabilunardeildir Landakots komið á móts við aðstand- endur með því að taka sjúklinga inn í hvíldarinnlagnir og einnig hafa þeir brugðist við þegar bráðaástand kem- ur upp heima fyrir. Við viljum benda á að flestir heilabilaðir eru aldraðir og er þá umönnunaraðilinn oft aldr- aður maki sem einnig er farinn að missa heilsuna. Árið 1996 var Landakot gert að öldrunarspítala. Heilabilunareining Landspítala – háskólasjúkrahúss er á Landakoti. Þar hefur verið unnið mikið uppbyggingarstarf sem miðast að því að öll þjónusta fyrir sjúk- lingana og aðstandendur þeirra sé undir sama þaki og veitt af sömu að- ilum allt sjúkdómsferlið. En það er mjög mikilvægt fyrir þennan hóp að koma í kunnuglegt umhverfi. Dagvistin við Vitatorg er með þjónustusamning við Landakot og þaðan kemur öldrunarsérfræðingur reglulega. Flestir skjólstæðingar okkar hafa fengið sjúkdómsgrein- ingu á móttökudeild Landakots. Hvers eiga skjólstæðingar okkar að gjalda nú þegar yfirstjórn LSH hefur ákveðið að loka annarri af tveimur heilabilunardeildum Landa- kots? Á þessum tveimur deildum hafa einungis verið fjögur pláss fyrir hvíldarinnlagnir og má ekki minna vera. Einnig hafa þessar deildir tekið við sjúklingum frá bráðadeildum LSH þar sem umhverfi bráðadeilda hentar mjög illa þessum viðkvæma sjúk- lingahópi. Við þessa lokun má gera ráð fyrir að dvöl þeirra á bráðadeild- um lengist, sem er óviðunandi fyrir alla aðila. Nú þegar uppbygging öldrunar- spítala er vel á veg komin á Landa- koti hefur yfirstjórn LSH ákveðið að brjóta þetta starf niður og setja í staðinn alls óskylda deild, sem vel er hægt að koma fyrir annars staðar, t.d. þegar barnadeildir spítalans flytja í nýtt húsnæði. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar viljum við mótmæla því að heilabil- unardeildinni L-4 verði lokað og þjónusta við heilabilaða þar með skert. Við viljum mótmæla því að Landa- kotsspítali fái ekki að vera í friði fyrir geðþóttaákvörðunum manna sem virðast ekki láta sig neinu varða þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Landakoti. MARTA PÁLSDÓTTIR og ÁGÚSTA HELGADÓTTIR, hjúkrunarfræðingar á dagvistinni Vitatorgi. Mótmælum lokun heilabil- unardeildar á Landakoti Frá Mörtu Pálsdóttur og Ágústu Helgadóttur: ÉG HUGSA til þess með hryggð ef Ísland verður aðili að hernaðarátök- um. En lítil hef ég áhrif eða aðgang að ráðamönnum þessa lands og annarra. Þó knýr áhyggja mín og ábyrgð mig til að aðhafast. Ég hef velt því fyrir mér hvað ég geti gert, konukind á eyju í Atlantshafinu. Ég tek heilshugar undir þrábeiðni kirkjuleiðtoga víða um heim um að við beitum okkur í bæn, orði og verki að friði og réttlæti. Ef innrás verður gerð í Írak legg ég til að í stað þess að blóm standi í vösum á altari kirkju verði þau lögð á eða við altarið í hverri guðsþjónustu og látin liggja þar og fölna óhreyfð svo lengi sem hernaður stendur yfir. Í mínum huga er þetta tjáning hryggðar og iðrunar vegna þess eyð- ingarafls sem býr í okkur öllum. Ég er sannfærð um að okkur sé nauð- synlegt að líta í eigin barm svo við verðum ekki leiksoppar þess blinda hroka og sjálfsréttlætingar sem að óheftu verður okkur að meini. Afleið- ing þess yrði andleg, gróðursnauð auðn á spilltri jörð. Þessa gjörð, fölnandi blóm á alt- arinu, nefni ég í huganum „liljur vall- arins“. Kristur sagði okkur vera mun mikilsverðari þó þær væru skrýddar meir en sjálfur konungurinn Salóm- on. Við megum ekki meta manneskj- una minna. Liljan, ímynd hreinleika og sakleysis, blóm Maríu, móður Guðs á jörð, er tákn fagnaðarerind- isins andspænis sverðinu, tákni lög- málsins. Andstætt eyðingu sverðsins á vígvellinum er liljan draumtákn nýs lífs. Það er tímabært að við vökn- um af martröð vanans og látum drauma okkar um frið með mönnum verða að veruleika. Sýnum í verki að við vogum okkur að fara nýjar og hollari leiðir þegar okkur greinir á. Illskan er ekki bara í útlöndum, utan okkar. Þó við búum á eyju í Atl- antshafinu munum við ekki verða ósnortin. Líf okkar mun ekki halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hlúum að og virðum lífið sem okkur er gefið, mennskuna, sem birtir okk- ur umhyggju og náð Guðs á jörðu. ÓLÖF I. DAVÍÐSDÓTTIR, Álfheimum 30, 104 Reykjavík. Liljur vallarins Ólöf I. Davíðsdóttir skrifar: Ólöf I. Davíðsdóttir NÚ er enn eitt árið gengið í garð og eflaust kannast margir við að hafa heyrt fólk segja að lítið hafi staðið uppúr minnisstætt á liðnu ári. Mjög margir segjast einnig ætla sér stór- merkilega hluti á þessu ári og helst eitthvað sem eigi eftir að verða þeim minnisstætt eins og t.d. að kaupa sér íbúð o.fl. En oft getur verið að orðin reynist of stór fyrir fólk til þess að fara eftir þeim og vill það oft verða raunin að fólk rennur á rassinn með allt saman og á endanum kemur það svo engu í verk. Það er einnig al- gengt að fólk tali frekar um hlutina, hugsi um þá en framkvæmi svo minnst af þeim. Oft vill það verða að fólk setjist bara beint fyrir framan sjónvarpið eftir vinnudag sinn og eyði svo öllu kvöldinu sínu fyrir framan skjáinn, þannig verður svo flestum virku dögunum eytt. Lífið er alltof stutt til þess að eyða því bara í vinnu og sjónvarpsgláp, fólk ætti líka að reyna að njóta lífsins með því að gera eitthvað eftir vinnu enda svo margt í boði og er það örugglega miklu hollara en að sitja fyrir framan sjónvarpið. Það er hægt að skella sér í göngutúra, líkamsrækt, kaffihús, skokka svo eitthvað sé nú nefnt, það geta áreiðanlega allir fundið sér eitt- hvað við sitt hæfi til þess að gera. Ég er nú með smáráðleggingu fyrir fólk til þess að koma sér á lappirnar og koma einhverju í verk. Vitanlega er erfitt að koma sér á lappir þegar maður hefur komið sér vel fyrir framan við sjónvarpið eftir erfiðan vinnudag en um leið og fólk kemur sér af stað líður því bara enn betur. Það er t.d. mjög sniðugt að skrifa niður það sem mann langar til þess að gera, jafnvel útbúa sér eins konar stundatöflu yfir vikuna, ákveða fyr- irfram hvað skuli gera og það svín- virkar. Jafnvel getur farið svo að þegar fólk fer að skipuleggja tíma sinn betur getur það ef til vill rekist á tíma sem var áður sóað og getur nýtt sér hann til hins ýtrasta og komið mörgu í verk. Það er hreint ótrúlegt hve mikið er hægt að gera á stuttum tím. Persónulega finnst mér tíminn líða alltof hratt og reyni ég að skipu- leggja tíma minn vel til að koma sem flestu í verk en það vill oft verða svo að þegar maður hefur margt á sinni könnu getur maður ekki alltaf komið öllu í verk. Jæja, þá er bara um að gera og drífa sig í það að byrja að nota tímann vel og hver veit nema margt fólk muni svo enda þetta árið með því að hafa gert flest af því sem það ætlaði sér og standi uppi með merkilegt og minnisstætt ár. DANÍEL HALLDÓR GUÐMUNDSSON, prentsmiður, Austurbergi 30. Njótið lífsins! Frá Daníel Halldóri Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.