Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 44
KVIKMYNDIR 44 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI fransmannsins Lucs Besson (Subway, Leon, La Femme Nikita), stendur á bak við fransk/bandaríska hasarmynd þar sem kappakstur, slagsmál og manndráp eru verkefni dagsins. Til að fá sem mest út úr ör- þunnum söguþræði hafa verið ráðnir tveir leikstjórar til verksins. Annar, Corey Yuen, mun vera kunnur stjórnandi Hong-Kong bardaga- mynda og stendur sig sómasamlega, en sá franski, Letterier, kemur að verkinu sem leikstjóri leikhópsins. Hefði getað sparað sér fyrirhöfnina þar sem aðalstjarnan, Latham, hefur greinilega lært það litla sem hann kann hjá Vinnie Jones, samleikara sínum í Snatch og Lock, Stock and Two Smoking Barrells – eða öfugt. Hvort sem er, þá eru þessir bresku töffarar með alverstu leikurum heimsbyggðarinnar nú um stundir. Það reynir sem betur fer lítið á leikhæfileika því The Transporter gengur nánast öll út á vel útfærðar átakasenur, fjöldadráp og kappakst- ur á þýskum eðalvögnum. Framleið- endurnir hafa verið svo hugulsamir að setja þetta margtuggða innihald í fallegar umbúðir Miðjarðarhafs- stranda Frakklands og skreytt þær síðan með austurlenskri blómarós. Annað er það eiginlega ekki því The Transporter þjáist af alvarlegu hugmyndaleysi, við höfum séð þetta allt saman áður og oftast betur gert. Allt lagt upp úr leiðigjörnum töff- arastælum og svala. Lítil brú í fram- vindunni, t.d. er íverustaður flutn- ingsmannsins (Latham), fyrst dritaður niður með þúsundum blý- kúlna úr alls kyns skotvopnum í löngu umsátursatriði þar sem á að slátra manninum – síðan stóreflis bang; húsið sprengt upp í heiðið hátt með einni eldflaug. Því í ósköpunum spöruðu menn sér ekki blýið? Reyndar ætti að koma fram á aug- lýsingaplakötum mynda af þessu sauðarhúsi að áhorfendur eigi að slökkva á heilastarfseminni (ef hún er til staðar) undir sýningu. Þá fyrst geta þær flokkast undir þolanlega afþreyingu. Snattari í stórræðum KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjórar: Louis Letterier og Corey Yuen. Handrit: Luc Besson og R. M. Kam- en. Kvikmyndatökustjóri: Pierre Morel. Tónlist: Stanley Clarke. Aðalleikendur: Jason Statham, Qi Shu, Matt Schultze, Francois Berléaud, Ric Young, Doug Rand. 90 mín. 20th Century Fox. Frakk- land/Bandaríkin 2002. THE TRANSPORTER Viltu dansa: Hálfnakinn Jason Statham. Sæbjörn Valdimarsson BÆKURNAR hans eru öndveg- isverk sem skipa heiðurssess í bóka- skápum landsmanna. Hverjir þekkja ekki ritflokkinn sem kenndur er við náttúru Íslands; Fugla, Perlur, Strönd og Hálendið? Augnayndi, stútfullt af fróðleik um undirstöðuat- riði í lífi þjóðarinnar, þar sem vísindi, list, saga og þjóðtrú kallast á yfir gullfallegar myndir af landinu og líf- ríkinu. Færri vita hins vegar einhver deili á höfundinum, náttúruunnand- anum og vísindamanninum Guð- mundi Páli Ólafssyni. Það var tíma- bært að gera honum skil með þeim hætti sem blasir við í heimildarmynd Ingólfs Margeirssonar, Fæddur í Paradís. Þeir sem handleika stórvirkin fjögur um náttúru Íslands hljóta að hrífast af fagmannlegum vinnu- brögðunum hvar sem litið er. Hvort sem um er að ræða vísindalegar upp- lýsingar, tilvitnanir úr kveðskap, þjóðsögum, munnmælum, teikning- ar eða myndmál. Allt er þetta meira og minna verk líffræðingsins Guð- mundar. Það sem hrífur mann ekki síst er sú ósvikna virðing og ást sem hann ber fyrir viðfangsefninu og endurspeglast á hverri síðu. Enda næsta víst að verkin hans hefðu aldr- ei orðið kjörgripir ef höfundurinn hefði ekki borið slíkar tilfinningar í brjósti. Ingólfur sækir Guðmund heim í Flatey á Breiðafirði þar sem hann hefur átt heimili undanfarna þrjá áratugi. Hann rekur lífshlaup sitt og greinir frá tilurð bókaflokksins, sem í upphafi átti að vera mun rýrari um sig. Sem betur fer lenti þessi ágæti vísindamaður, penni, ljósmyndari og náttúruruunnandi í höndunum á stórhuga útgefanda og ber afrakst- urinn þess fagurt vitni. Guðmundur er hæverskur maður og beinir at- hyglinni frá sjálfum sér og verkum sínum að þeim framkvæmdum sem ógna nokkrum helstu náttúruperlum landsins. Áhrifamesti kafli myndar- innar gerist í merkri og aldurhnig- inni menningarstofnun; bókasafni Flateyinga þar sem Guðmundur, sem er einnig landskunnur umhverf- isverndarsinni, rífur blöð úr bókinni Hálendið í náttúru Íslands. Á þeim eru myndir af ægifögrum stöðum sem er ógnað vegna virkjunarfram- kvæmda; sumir komnir undir vatn og glataðir um aldur og ævi. Aðrir við það að hverfa, enn öðrum hefur verið ákveðinn slíkur aldurtili í ná- inni framtíð. Köldukvíslareyri, hluti Þjórsár- vera, Langisjór, Dimmugljúfur, Kringilsárrani, Töfrafoss, Fögru- hverir, Kiðagil, svo eitthvað sé nefnt af dauðum og dauðvona náttúruperl- um. Blöðunum fækkar í bókinni hans Guðmundar samfara því sem harm- urinn eykst í brjósti áhorfandans, sem spyr sig: Er þetta hægt? Maðurinn á bak við meist- araverkin SJÓNVARP RUV Umsjón og handrit: Ingólfur Margeirsson. Dagskrárgerð, kvikmyndataka og klipp- ing: Jóhann Sigfússon. Samsetning: Örn Sveinsson og Ögmundur Sigfússon. Myndataka (16 mm): Bergsteinn Björg- úlfsson og Einar Magnús Magnússon. Hljópupptaka: Jón Kjartansson. Hljóð- blöndun: Nick Cathcart-Jones. Grafík: Hermann Karlsson. Sýningartími 48 mín. Framleiðendur: Anna Dís Ólafsdóttir og Jón Þór Hannesson. Saga Film 2003. RUV 12. jan. 2003. Fæddur í paradís Morgunblaðið/RAX Fæddur í paradís fjallar um Guðmund Pál Ólafsson líffræðing, störf hans og lífsviðhorf. Sæbjörn Valdimarsson 19. jan. kl. 14. örfá sæti 26. jan. kl. 14. laus sæti 2. feb. kl. 14. laus sæti 9. feb. kl. 14. laus sæti Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu Lau 18. jan, kl 20, nokkur sæti fim 23. jan kl. 19, ath breyttan sýningartíma Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Allra síðustu sýningar Fim. 16. jan kl. 21, forsýning til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, UPPSELT. Föst. 17. jan. kl. 21, frumsýning, UPPSELT. lau 25/1 kl. 21, örfá sæti lau1/2 kl. 21, örfá sæti föst 7./2 kl. 21 lau 8/2 kl. 21 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Lau 18/1 kl 21 Fös 24/1 kl 21 Uppselt Fös 31/1 kl 21 Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson 3. sýn fö 17/1 kl 20 rauð kort 4. sýn lau 18/1 kl 20 græn kort UPPSELT 5. sýn fö 24/1 kl 20 blá kort Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20, Lau 1/2 kl 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 19/1 kl 20, Su 26/1 kl 20, Fi 30/1 kl 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 19/1 kl 14 Su 26/1 kl 14 Fáar sýningar eftir Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 GINUSÖGUR-VAGINA MONOLOGER- PÍKUSÖGUR á færeysku, dönsku og íslensku Kristbjörg Kjeld, María Ellingsen, Birita Mohr, Charlotte Böving. Leiksýning, kaffi, tónleikar: Eyvör Pálsdóttir syngur. Lau 25/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 18/1 kl 19, Fö 25/1 kl 20 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau 18/1 kl 21, Su 26/1 kl 21 Ath. breyttan sýningartíma JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 17/1 kl 20, Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Frumflutningur og tryggingar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Charles Ives er vafalaust þekktasti tryggingasölumaður tónlistar- sögunnar.Tónlist hans var svo langt á undan samtíðinni að hann gat engan veginn lifað á henni. En í dag lifa tónverk hans hins vegar góðu lífi. Á tónleikunum verður Flautu- konsert nr. 2 eftir HaukTómasson frumfluttur. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tónleikar í bláu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 16. janúar kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov Einleikari: Sharon Bezaly Kór Langholtskirkju Béla Bartók: Divertimento Haukur Tómasson: Flautukonsert nr. 2 Charles Ives: A Symphony: New England Holidays Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 7. sýn. lau. 18. jan. kl. 16 8. sýn. sun. 19. jan. kl. 16 9. sýn. sun. 25. jan. kl. 16 10. sýn. sun. 26. jan. kl. 16 Aðeins 10 sýningar Miðalsala í Hafnarhúsin alla daga kl. 10-17. Sími 590 1200 Hverdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz Leikstjóri: Vladimír Bouchler. sýn. lau. 18. jan. kl. 19 laus sæti sýn. lau. 8. feb. kl. 19 sýn. sun. 9. feb. kl. 15 sýn. fös. 14. feb. kl. 20 Síðustu sýningar. Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum Leyndarmál rósanna Frumsýning 31. jan. kl. 20 Uppistand um jafnréttismál Frumsýning í KG 1. feb. kl. 20 Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.