Morgunblaðið - 15.01.2003, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 47
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 5.30 og 9. B.i. 12.
Nýr og betri
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV. MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
DV
RadíóX
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
YFIR 70.000 GESTIR YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTABONDMYND ALLRA TÍMA Á
ÍSLANDI
Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. B.i.14 ára
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
LEON OG LE FEMME NIKITA
Fantaflottur spennutryllir með
ofurtöffaranum Jason Stratham
úr Snatch
Hraði , spenna og slagsmál í
svölustu mynd ársins.
Hverfisgötu 551 9000
www.laugarasbio.is
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV. MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
DV
RadíóX
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
Sýnd kl. 5.30, 8 og 9. B.i. 12.
Sýnd kl. 6 með íslensku tali.
Stórkostlegt ævintýri frá Disney byggt á
hinu sígilda og geysivinsælu ævintýri um
GullEyjuna eftir Robert Louis Stevenson
Sýnd kl. 8 og 10.20. B. i. 12 ára.
YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND
ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
YFIR 70.000 GESTIR
500 segulböndum, sem var stolið
frá Bítlunum í lok sjöunda áratug-
arins, hefur verið bjargað. Þar er
að finna mörg lög sem aldrei hafa
heyrst áður. Allt efnið var tekið
upp er Bítlarnir voru að vinna að
plötu sem þá gekk undir vinnuheit-
inu Get Back en kom síðar út í tals-
vert breyttri mynd sem Let it Be.
Segulböndin hafa verið týnd í yfir
30 ár en afrit hafa þó náð að leka út
á markaðinn. Áætlunin um að ná
böndunum aftur var samstarfs-
verkefni bresku og hollensku lög-
reglunnar í samvinnu við fulltrúa
frá stærstu tónlistarfyrirtækjunum.
Sex manns eru nú í haldi vegna
málsins og sagði David Munns,
varaforseti tónlistardeildar EMI, af
tilefninu: „Tónlistarstuldur er al-
varlegur glæpur. EMI styður allar
aðgerðir sem ætlað er að koma í
veg fyrir að brotið sé á listamönn-
um okkar og framleiðendum.“
Tónlist sem stolið var frá Bítlunum komin í leitirnar
Bítlarnir leika efni af Get Back/Let it
Be í janúar 1969.
500 segul-
bönd
ÍTALSKI tenórsöngvarinn Luciano
Pavarotti varð pabbi á ný í fyrra-
kvöld þegar
vinkona og
fyrrverandi
aðstoðarkona,
Nicoletta
Mantovani,
ól stúlkubarn á sjúkrahúsi í Bol-
ogna, að því er greint var frá í gær.
Tvíburasystkin litlu stúlkunnar lést
hins vegar. Börnin voru tekin með
keisaraskurði. Mantovani, sem er 33
ára, og dóttur hennar, sem fæddist
mánuði fyrir tímann og vó einungis
1,75 kg, heilsast vel. Pavarotti á fyr-
ir þrjár uppkomnar dætur af fyrra
hjónabandi sínu og Adua, þær Lor-
enza, 40 ára, Cristina, 38 ára, og
Giuliana, 35 ára. Í apríl á síðasta ári
varð söngvarinn góðkunni afi.…
Systir rokkarans Jerry Lee Lewis
hefur fallið frá ásökunum sínum um
að írski tónlistarmaðurinn Van
Morrison hafi áreitt hana kynferð-
islega, að því er talsmaður réttarins
í Lundúnum greindi frá í dag. Linda
Gail Lewis, 54 ára, hafði lagt fram
tvær kærur á hendur Morrison,
aðra vegna kynferðislegrar áreitni
og hina vegna ólögmætrar upp-
sagnar en Linda starfaði fyrir tón-
listarmanninn. Rétturinn hafnaði
kærunni vegna ólögmætrar upp-
sagnar í júlí á síðasta ári og til-
kynnti að Morrison og Lewis hefðu
náð sátt í hinu málinu.
Lögmaður Morrisons, Paul Tweed,
sagðist ekki geta greint frá innihaldi
sáttarinnar en sagði að Lewis hefði
fallið frá ásökununum og beðið
Morrison afsökunar.
Tweed sagði að Morrison væri ákaf-
lega vonsvikinn yfir því að málið
skyldi hafa staðið í tæp tvö ár áður
en sátt náðist. Hann væri hins vegar
ánægður með niðurstöðuna og tæki
afsökunarbeiðnina algerlega til
greina. Lewis hélt því fram að
Morrison hefði rekið sig þegar hún
hefði tjáð honum að hún ætlaði að
hætta að loknu tónleikaferðalagi. Þá
segir hún að Morrison hafi leitað á
sig kynferðislega í sinni óþökk.
Morrison neitar ásökununum.…
Bandaríski rapparinn Eminem vann
til fernra verðlauna á bandarísku
tónlistarverðlaunahátíðinni Americ-
an Music Awards, sem fram fór í
Los Angeles í fyrri-
nótt, en hann lét
ekki sjá sig við verð-
launaafhendinguna.
Hann vann verðlaun
fyrir bestu rokk-
breiðskífuna, bestu
hip-hop/R&B-
breiðskífuna og var
valinn besti karlkyn-
stónlistarmaðurinn í
báðum flokkum. Ashanti var valin
besti nýliðinn í báðum flokkum, þar
á meðal tónlistarkona ársins. Sher-
yl Crow var valin besti kvenkyns
rokkarinn í Bandaríkjunum. Þá
unnu Dixie Chicks og hljómsveitin
Creed til verðlauna á hátíðinni.
Rapparinn Nelly var tilnefndur til
fernra verðlauna en þurfti að sjá á
eftir verðlaunum til Eminem. Nelly
fékk hins vegar sérstök verðlaun frá
aðdáendum. Kynnar á hátíðinni
voru meðlimir Osbourne-
fjölskyldunnar. Ozzy Osbourne er
sagður hafa blótað svo mikið að
áhorfendur í sjónvarpi áttu erfitt
með að fylgjast með því sem hann
sagði því komið var í veg fyrir að
munnsöfnuður hans bærist til sjón-
varpsáhorfenda. Þetta er ein helsta
tónlistarverðlaunahátíðin í Banda-
ríkjunum. Fjöldi tónlistarmanna
kom þar fram, svo sem Elton John,
Bobby Brown, Ja Rule, Missy Ell-
iott og Christina Aguilera.…
Ákveðið hefur verið að hefja fram-
leiðslu sjónvarpsþátta sem byggjast
á óvæntasta bíósmelli síðasta árs,
rómantísku gamanmyndinni My Big
Fat Greek Wedding. Þættirnir
koma til með að heita My Big Fat
Greek Life og hefja göngu sína í
febrúar á CBS-sjónvarpsstöðinni
bandarísku. Nia Vardalos höfundur
myndarinnar og aðalleikkona mun
að öllum líkindum leika aðal-
hlutverkið sem og flestir aðrir leik-
arar myndarinnar, að eiginmann-
inum John Corbett undanskildum,
sem búinn var að binda sig öðrum
verkefnum.…
Ein virtasta tónlistarhátíðin hinum
megin við tjörnina eru Brit-
verðlaunin í Bretlandi en tilnefn-
ingar til verðlaunanna voru kynntar
á mánudags-
kvöldið. Helstu
nýstjörnurnar í
tónlistarheim-
inum í Bretlandi
fengu flestar til-
nefningarnar
eins og við var
búist. The
Streets og Ms
Dynamite fengu
fjórar tilnefn-
ingar hvort og skyggðu á þekktara
tónlistarfólk á borð við Robbie
Williams, sem fékk eina tilnefn-
ingu, og Kylie Minogue, sem fékk
enga. Sugababes fengu síðan þrjár
tilnefningar líkt og Will Young,
Gareth Gates, Pink og djass-
söngkonan Norah Jones. Ms Dyna-
mite, sem hefur verið ráðandi á
verðlaunahátíðum undanfarið eins
og á Mercury- og Mobo-hátíðunum,
er tilnefnd í flokknum besta söng-
konan. Þar mætir hún samkeppni
frá Sophie Ellis Bextor, Beverly
Knight, Alison Moyet og Beth Ort-
on. „Ég bjóst ekki við þessu. Ég
hélt ég myndi verða tilnefnd en ekki
fá fjórar tilnefningar. Ég varð mjög
hissa,“ sagði Ms Dynamite, sem
heitir í raun Niomi McLean-Daley,
í samtali við blaðamenn. Hún vildi
hinsvegar ekki svara spurningum
varðandi þann orðróm að hún sé
ólétt.…
FÓLK Ífréttum